Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 20. nóvember 1993 ÚTGEFANDi: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • UUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (fþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Hver á að bera kostnaðinn? Það er mikils um vert fyrir þjóð, sem býr í ná- býli við duttlungafull og á stundum óblíð nátt- úruöfl, að vita af því að hvenær sem á bjátar eru vel búnar hjálpar- og björgunarsveitir til taks. Þessar sveitir eru reiðubúnar að veita alla þá aðstoð sem þeim er fært að veita, jafnt á nóttu sem degi, við hvaða aðstæður sem er. Þau ágætu samtök sem vinna að björgun fólks úr lífsháska, eiga það sameiginlegt að þeim er þröngur stakkur skorinn fjárhagslega af hálfu hins opinbera. Þau byggja starf sitt því að verulegu leyti á sjálfboðavinnu félags- manna. Síðan afla þau fjár til tækjakaupa og rekstrar með sölu happdrættismiða og ýmsum öðrum ráðum. Eljan er óþrjótandi. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að í lið- inni viku lögðu björgunarsveitamenn á Suður- landi í ærinn kostnað við að bjarga manni úr bráðum lífsháska á hálendinu. Ferðalangurinn hafði lagt út í óvissuna, þrátt fyrir að honum væri bent á hætturnar sem eru því samfara að ferðast um hálendi íslands að vetrarlagi, þeg- ar allra veðra er von. Hann lét allar viðvaranir sem vind um eyru þjóta og fór sínu fram. Fram hefur komið að hann lagði í ferðina að nauðsynjalausu, sér til skemmtunar. Kostnað- urinn við leitina að honum nam hins vegar 600-700 þúsundum króna og björgunarsveita- fólki er því örugglega ekki skemmt. Og ekki nóg með það; þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjálparsveitir leggja í kostnaðar- samar björgunaraðgerðir vegna ævintýralöng- unar umrædds manns. Sjálfsagt eru allir sammála um að hjálpa verður hverjum og einum sem í nauðir ratar, sé það á annað borð á mannlegu valdi. Hins vegar vakna áleitnar spurningar um það hver eigi að bera kostnaðinn af björgunaraðgerðum í sumum tilfellum. í framhaldi af máli ferða- mannsins, sem nefnt var hér að framan, er sýnt að nauðsynlegt er að setja lög um þetta efni. Þeir sem leggja upp í tvísýnu í óbyggð- um að nauðsynjalausu ættu að þurfa að tryggja sig fyrir hugsanlegum kostnaði af leit ellegar bera kostnað af henni sjálfir, að hluta til eða að öllu leyti. Sumir ævintýramenn gera ekkert með viðvaranir og hollráð en hugsa sig ef til vill um tvisvar ef komið er við pyngju þeirra. BB. í UPPÁHALDI Bach er efst á blaði - segir framkvæmdastjóri Geflu á Kópaskeri Krístján Hall- dórsson er framkvœmda- stjóri rcekju- verksmiðj- unnar Geflu á Kópaskeri. Hann réðst þar til starfa á síðasta ári eftir að hafa lokið námi í rekstrarverk- frœði í Danmörku. Eigin- kona Kristjáns er Sigríður Kjartansdóttir, sjúkraþjálf- ari frá Akureyri, og eiga þau þrjú börn, þriggja ára son og tvíburasystur sem fœddust á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 4. nóvember sl. Það er því eðlilega mikið annríki á heimili þeirra Kristjáns og Sigríðar þessa dagana. Hvað gerirðu lielst í frí- stundum? „Mér þykir aibcst aó fara á fjöll, stunda almenna útivist eða fara á skíði.“ Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er nú það. Eigum við ekki bara að nefna lambakjöt- ið.“ Uppáhaldsdrykkur? „Te er númer eitt, tvö og þrjú. Síðan þykir mér pilsnerinn alltaf góður.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? „Já, ég myndi segja það, að Kristján Halldórsson. minnsta kosti þegar ég gef mig að heimilisverkunum.“ Er lieilsusamlegt liferni of- arlega á baugi hjá þér? „Já, það er ákaflega ofarlega á baugi. Ég fer út að skokka og reyni að stunda íþróttir eftir því sem ég hef tök á. Ég reyki ekki og myndi almennt halda að ég lifi heldur hófsömu lífi.“ Hvaða blöð og tímarit kaup- irþú? „Ég kaupi Dag og er með hálfa áskrift að Morgunblað- inu.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Þrjú bindi af Árbók Þingey- inga. Mér finnst þetta afar fróð- leg og skemmtileg lesning." Hvaða hljómsveititónlistar- maður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Sá tónlistarmaður sem er í mcstu uppáhaldi hjá mér er Jó- hanncs Sebastian Bach. Ég hef mjög gaman af sígildri tónlist og hlusta talsvert á hana.“ Uppáhaldsiþróttamaður? „Eg held alltaf mikið upp á Bjama Friðriksson, júdómann.“ Hvað horfirðu mest á í sjón- varpinu? „Fréttirnar og cinstaka bíó- mynd.“ A hvaða stjórnmálámanni hefurðu mest álit? „Ég hef töluvcrt mikió álit á Halldóri Ásgrímssyni.“ Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrir utan heimahag- ana? „Ég hef ekki leitt hugann aó þessu, en ég gæti vcl hugsað mér að prófa að búa á Akur- eyri.“ Hvaða hlut eða J'asteign langar þig mest til að eignast um þessar mundir? „Mig langar töluvert að skipta um bíl. Ég á eldgamla Toyotu Tercel, scm óncitanlcga er orðin heldur lítil fyrir fjöl- skylduna.“ Hvernig myndir þú eyða þriggja vikna vetraricyfi? „Það cr cngin spurning, ég myndi eyða því á skíðum upp til fjalla.“ Hvað cetlar þú að gera um helgina? „Ég er að hugsa um að passa börn. Liggur það ekki í hlutar- ins eðli?“ óþh Ema Bjömsdóttir er fædd 2. júní 1967 í Reykjavík. Hún stundar nám í hag- nýtri fjölmiðlun við H. í. og lýkur B.A.-prófi í þýsku í febrúar 1994. uð. Mikið getur blætt úr litlum kolli þótt sárió sé ekki alltaf stórt og nauósynlegt aó fólk haldi ró sinni. Mikilvægt er aö fólk kunni aö bregöast rctt viö cf börn taka inn lyf cöa drckka eitruö hreinsi- efni. Markmiöiö mcö námskeið- unum cr þó l'yrst og fremst for- varnir; aó byrgja brunninn áóur cn barniö dettur ol'an í.“ Ónóg þátttaka í námskeiðum Forvarnanámskeið, scm almcnn- ingi standa til boða, hafa ckki vcr- ió vel sótt og hcfur þurft aö aflýsa þcim vegna ónógrar þátttöku. Birna kcnnir því fyrst og fremst um hve margt sé í boói sem kcppi um athygli fólks. Stefnt cr aö því aó halda sams konar nániskciö cft- ir áramót vcrói næg þátttaka. Hægt cr aó óska eftir því viö RKÍ aó haldin vcröi forvarnanámskeió á barnaheimilum og hjá ýmsum félagasamtökum. Birna segir aö scm bctur fcr scu fæst slys á hcimilum alvarlcg. Algengustu meiösl barna séu klemmdir fingur og ýmsar byltur. „Mér finnst ánægjulcgt aö þcim slysum viröist hafa fækkaö, sem tengjast því aö börn taka inn lyf eöa drekka eitraða vökva. Fólk virðist vera aö vakna til vitundar um mikilvægi þess aö geyma cit- urefni þar sem börn ná ekki til þcirra. Aó auki eru umbúöir oftast þannig aö crfitt cr fyrir litla fingur aó opna þær.” Birna bendir á aö ekki sé nóg aö bæta öryggi barna á heimilum þcirra heldur sé oft úrbóta þörl' hjá dagmæðrum og hcima hjá ömmu og afa. Hcrdís Storgaard, barnaslysa- fulltrúi Slysavarnafélags íslands, hcfur látiö útbúa spjald mcö sýnis- hornum af öryggisbúnaöi fyrir börn. Spjaldið cr komiö upp á nokkrum stööum á landinu cn þaö þarf að panta hjá kvennadcildum Slysavarnalclagsins á hvcrjum staö. Erna Björnsdóttir. Höfundur er nemandi í hagnýtri fjölmiölun vió Háskóla íslands. Þótt börn vcrði oft fyrir slysi við leik sinn, eru slys í hcimahúsum samt sem áður algcngasta orsökin fyrir komu á slysadeild F.S.A., bæði meðal barna og fullorðinna. Mynd: Golli Heimilið hættulegast Hættur á hcimilum virðast leynast víðar cn fólk gerir sér grcin fyrir. Samkvæmt skýrslu slysadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri eru heimaslys algengasta orsök fyrir komu á slysadeildina, bæði meðal barna og fullorð- inna. Hægt að koma í veg fyrir mörg slys Bima Sigurbjörnsdóttir, deildar- stjóri á slysadeild FSA, segir hægt aö koma í veg fyrir mörg slys í hcimahúsum meö aögát og fyrir- hyggjusemi. „Fækka má slysum á heimilum með litlum tilkostnaði en fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir hættunum,“ segir hún. Birna hefur staóið fyrir nám- skeiöum fyrir uppalendur barna í samvinnu vió Rauóa Kross ts- lands. Þar cr bcnt á hættur í um- hverfi barnanna og fólki kennt aö bregóast viö óhöppum á réttan hátt. „Einlold atriði eins og aö láta handfang á skaftpotti ekki standa út fyrir eldavélina eru ekki öllum ljós. Til eru öryggislæsingar á skápa og skúffur og horn á hillur og borö til aó vcrja viökvæm höf-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.