Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 20

Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 20
Kosið um sameiningu sveitarfélaga um allt land í dag: Afar mikilvægt að fólk mæti á kjörstað - eru skilaboð formanna beggja umdæmisnefndanna á Norðurlandi Skilaboð formanna umdæmis- nefnda um sameiningu sveitar- félaga á Norðurlandi eystra og vestra eru afar skýr; þeir hvetja fólk eindregið til þess að mæta á kjörstað í dag og neyta atkvæð- isréttar síns, enda sé um að ræða afar stórt mál og í raun miklu stærra mál en margur kann að halda. „Viö hvetjum fólk eindregiö til þess að koma á kjörstaö og taka þátt í þessari kosningu, burtséö frá því hvaða skoðanir það hefur á málinu. Viö teljum afar mikilvægt aö l'ólk láti álit sitt í ljós á fyrir- liggjandi tillögum umdæmis- nefndarinnar, ekki síst þegar horft er til framhalds málsins. Sýni al- menningur málinu deyfð, þá má túlka þaö sem svo aó fólki sé al- veg sama,“ sagði Björn Sigur- björnsson, formaður umdæmis- nefndar á Norðurlandi vestra. Björn sagði að gott væri að fólk hefði það í huga að hug- myndirnar um sameiningu sveitar- félaga væru lyrst og fremst komn- ar frá sveitarstjórnarmönnum sjálfum, „þótt þeir vilji ekki leng- ur kannast við krógann“. „Mér hefur fundist umræðan á síðustu dögum hafa snúast upp í það að flokkspólitík sé í málinu. Svo er alls ekki. Þetta er eingöngu sveit- arstjórnapólitík.“ Björn sagðist ekki vilja spá fyr- ir um niðurstöðu kosninganna á Norðurlandi vestra. En hvað gerist ef tillögur umdæmisnefndarinnar verða kolfelldar? Leggur umdæm- isnefndin þá fram nýjar tillögur í janúar? „Við munum hugsa okkur rækilega um áóur en við gerum það. Vió munum örugglega gefa okkur góóan tíma til þess að velta hlutunum fyrir okkur,“ sagði Björn. „Ég legg á þaö mikla áherslu aó fólk geri upp hug sinn, mæti á kjörstað og kjósi. Mér finnst slæmt til þess að hugsa, hvort sem tillögurnar verða felldar eða sam- þykktar, að lítill hluti kjósenda Heilsugæslustöðin á Akureyri: Fundað um aðgengi I>essa dagana standa yfir við- ræður niilli Akureyrarbæjar, forráðamanna Lindar hf., heil- brigðisráðuneytis og fjármála- ráðuneytis um að gengið veröi inn í heilsugæslustöðina í Am- Iiflegra í utan- kjörstaðaat- kvæðagreiðslunni Fyrir hádegi í gær höfðu um 330 manns kosið utan kjörstað- ar hjá sýslumönnum á Norður- landi vegna kosninganna um samciningu sveitarfélaga í dag. Talsmönnum sýslumannsem- bættanna bar saman um að kippur hafi komið í kjörsóknina síðustu daga. Á Akureyri höfðu 143 neytt at- kvæðisréttar laust fyrir hádegi í gær, 25 á Dalvík, 50 í Ólafsfirði, um 40 á Húsavík, um 30 á Sauöár- króki og ríflega 40 manns á Blönduósi. Opið verður í dag, á kjördag, hjá sýslumannsembættunum. Þannig verður opið hjá sýslumannsembætt- inu á Akureyri kl. 10-12 og 13-18 og því gefst fólki kostur á að kjósa utan kjörstaða. óþh Enn einn sunnanhvellurinn gengur yfir Norðurland í dag. Hörður Þórðarson, veóurfræðingur hjá Veður- stofu íslands, segir aó fram eftir degi megi búast vió 8-9 vindstigum en vindur verði hægari þegar líður að kvöldi. Hlýtt verður og á stöku stað gæti orðið rign- ing. Á morgun reiknar Hörð- ur með mun stilltara veðri og þá létti til. Að líkindum verður þá komið frost um allt norðanvert landið. aro-húsinu í Hafnarstræti úr Lindarhúsinu. Fyrir liggur samkomulag um kaup ríkisins á 3., 4., 5. og 6. hæð Amaro-hússins á Akureyri fyrir heilsugæslustöð, en eftir er að ganga endanlega frá því vegna lausra enda varðandi aðgengi aó hcilsugæslustöðinni. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segir að fullur vilji sé til þess af hálfu bæjarins að geng- ió verði inn í heilsugæslustöðina úr Lindarhúsinu, en nokkur atriöi þurfi að leysa til þess að það sé unnt og aó því sé unnió þessa dag- ana. Fundaö hafi verið um málið í þessari viku og niðurstaóa fari væntanlega að fást. óþh Sendumvinum og vandamönnum erlendis jólahangi- kjötið frá KEA Byggðavegi 98 Opiðtilkl. 22 alla daga taki ákvörðun fyrir þorra kjósenda um svo stórt mál,“ sagði Guðný Sverrisdóttir, formaður umdæmis- nefndar Eyþings. Guðný sagði að umdæmis- ncfndin muni væntanlega koma saman á morgun eða strax eftir helgi. „Ef niðurstaða atkvæða- greiðslunnar verður neikvæó, þá kæmi mér ekki á óvart þótt sveit- arstjórnunum yrði skrifað og þær spurðar um hvort þær hafi eitt- hvert sameiningarform í huga, vegna þess að mér finnst hreinlega út í bláinn að viö í nefndinni för- um að leggja eitthvað til sem ekki kemur fram skýr vilji um frá við- komandi sveitarstjórnum." Guóný sagði að umræðan síð- ustu daga hafa verið heilt yfir mikil og góð og fólk hafi töluvert velt svcitarstjórnarmálunum fyrir sér. „Mér finnst fólk hafa velt þessum hlutum jafnvel meira fyrir sér en ég bjóst vió, einkum þó í dreifbýlishreppunum,“ sagði Guð- ný. óþh Útvegum barnagæslu ef þess er óskað Losun herbergja eftir kl. 5 ó sunnudegi Mibsvæóis en samt i rólegu umhverfi Þar sem börnin eru í fyrirrúmi Sigtúni 38 - Upplýsingar í síma 91 -689000 - Fax: 91 -680675 Stór herbergi og stór rúm er só staðall sem Holiday Inn byggir ó. Við á Holiday Inn höfum því ákveðiS aÖ bjóða "fjölskyldudvöl" um helgar allt árið, þar sem hjón geta komið með börnin (greiða aðeins fyrir 2ja manna herbergi) og átt notalega dvöl þar sem ýmislegt er á boðstólum s.s. frítt í sundlaugarnar í Laugardal, Húsdýra- garðinn og skautasvellið ásamt fleiru. Allir þ essir staóir eru í næsta nágrenni við hótelið. Fjölskyldan getur nýtt sér allan brottfarardaginn því ekki þarf að rýma herbergið fyrr en síðdegis þann dag, í stað hádegis eins og tíðkast á hótelum. Verö á herbercji fyrir sólarhringmn 5.200,- I meö morgunmat arfen mexf' ftörnin a oeroi wnr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.