Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 2
2 B - DAGUR - Föstudagur 11. desember 1993 mtuítQ m forð®íí komnnóí nr ÞöfifŒTn viðsfciptin á árinu sem er ací líða Tollvörugeymslan Hjalteyrargötu 10-Sími 21727 Endurskoðun Akureyri Glerárgötu 24 - Sími 26600 Olíufélagið Skeijungur Sími 22850 Akureyrarapótek Sími 22444 Vör hf. bátasmiðja Óseyri 16 - Sími 21782 Fiskiðja Raufarhafnar Hofshreppur Raufarhafnarhreppur Kolagríllið og Pizza 99 Strandgötu 37-Sími 12619 Bólstrun Björns Sveinssonar Geislagötu 1 - Sími 25322 ÆSKUMYNDIN Ibyrjun desember fóru hugir krakkanna aó snúast um Litlu jólin. Krakkamir í Arn- finnu-bekk fundu fyrir ákveðinni spennu. Það kom tvennt til - jólaprófin voru í nánd og undirbúningur fyrir Litlu jólin. Arnfinna var ströng og vildi aó þau stæðu sig vel. Fyrstu dagana í desember vom oft skyndipróf og krakkarnir urðu að gera mörg vinnubókarblöð. Tvö vinnubókarblöð vom gerð sérstaklcga vegna jólanna. Annað var með stjörnum úr gylltum pappír. Stór stjama var klippt út og límd efst í vinstra homið á blaðinu og einn geislinn, sem lengstur var, náói niður að upphafi sálms. Minni stjömur prýddu hin homin. Sálmurinn varð að vera vel skrifaður með ljósbláu bleki og stafagerðin jöfn og stafirnir að hallast til hægri. Þetta vinnubókar- blað varð að vera alveg lýtalaust. Nokkur blöð fóru venjulega til spillis, en mikil var gleðin ef Arnfinna lagði blessun sína yfir blaðið og skrifaði Ag. meó rauðum blýanti í neðsta horn þess. Næst var vinnubókarblaðið með jólasveini. Það voru ekki allir jafn flinkir að teikna og stundum var gripið til þcss ráðs að taka upp jólasvein með smjörpappír og draga hann síðan upp á vinnubókar- blað. Jólasveinamir voru venjulega látnir vera á skíðum og með poka á bakinu. Síóan var skrifuð smáhugleiðing um jólasvein eða jólavísa á blaóið. glanspappír var aðalerindið að skoða glansmyndir. Glansmyndirnar voru á stórum örkum, en mynd- imar á þeim voru festar saman með litlum tökkum. Glansmyndimar voru ómissandi á jólakortin. En það var mikið vandaverk að velja rétta tegund. Gunnlaugur Tryggvi þeyttist um búðina og var svo hraðmæltur að krakkamir skildu sjaldnast hvað hann sagði, en þau vissu að þó að hann yrði stund- um byrstur var það ekkert að marka, hann var vinur þeirra. Hann lofaði þeim dag eftir dag.að skoða glansmyndirnar og virtist skilja að það var ekki hlaupið að því að ákveða sig. Þau kreistu aurana í vettlingnum sínum og ákváðu að skoða líka hjá Þorsteini Thorlacius. Bókabúð Þorsteins Thorlaciusar var talsvert öðruvísi en búð Gunnlaugs Tryggva. Þar var líka afgreiðsla Happdrættis Háskólans og fyrir jólin var ævinlega mikið að gera við happdrættið. Þorstcinn virtist oft vera svolítið viðutan þegar hann horfói á krakkana yfir gleraugun sín, þar sem þau stóðu í hnapp í kringum kassana með glansmyndunum og reyndu að ákveóa sig. Fyrir kom að afgreiðslustúlkurnar í búðinni áminntu krakkana um að krukla ekki glansmynd- irnar og ckki missa þær á gólfið sem var oft renn- blautt af snjónum sem barst inn með krökkunum. Litlu jólrn Undirbúningur fyrir Litlu jólin hófst venjulega í síðasta tíma á daginn og stóð oft lengi fram eftir. Arnfinna tók ekki mjög hátíðlega þegar bjallan hringdi út úr síðasta tíma og krakkarnir sátu áfram og klipptu og límdu. Kreppappírinn var út um allt og þau klipptu og límdu saman músastiga og bjuggu til jólapoka úr marglitum glanspappír. Ahuginn var ódrepandi og enginn kvartaði þótt komið væri fram undir kvöldmat. Amfinna hvatti þau til dáóa, nú skyldi stofan þeirra vera langfalleg- asta stofan í skólanum og alltaf hækkaði hlaðinn af jólaskrautinu í skápnum þar sem það var geymt þangað til það var hengt upp í skólastofunni. Þá voru það jólakortin sem þau byrjuðu venju- lega á í skólanum, en síðan voru þau flest búin til heima og skrifað á þau þar. Krakkarnir skutust í bæinn í myrkrinu seinni hluta dags. Það var snjór og slabb og í miðbænum var þegar komið dularfullt óþol og annríki. Sums staðar voru komnar jóla- skreytingar í búöarglugga og það var óvenju margt af sveitafólki á ferðinni. Hestasleðar voru í kring- um Carolínu Rest og sveitafólkið fyllti matvöru- deildina og vefnaðarvörudeildina. Krakkamir hugsuðu ekki niikið unt það, þeir voru að flýta sér í bókabúðirnar. Önnur var við Ráðhústorg, hjá Þorsteini Thorlacius, en hin skammt frá á horni Ráðhústorgs og Hafnarstrætis, hjá Gunnlaugi Tryggva. í bókabúðunum var ys og þys og margt fallegt aö sjá. Eftir Oftast voru kortin búin til úr blöðum úr teikni- blokkum. Þá var blaðinu skipt í fjóra eóa sex fleti og þeir klipptir í sundur. Sumir krakkar þekktu til í prentsmiðjunum og komu með renninga þaðan sem notaðir voru í kort. Glansmynd límdu þau vinstra megin á kortið og skrifuðu síðan með marglitu bleki eða gullbronsi: Gleðileg jól. Aftan á kortið skrifuðu þau nafn viðtakanda og sendanda. Sjaldan settu þau kortin í umslög, því að þau lágu ekki á lausu og kostuðu of mikið. Þegar iíða tók á desem- ber var stór póstkassi hengdur upp á vegg við hlið- ina á kennarastofunni og í hann fóru öll jólakortin. Þau voru oftast til bestu vina í hverjum bekk og stundum til vina eða systkina í öðrum bekkjum og kennaranna. Mitt í öllum undirbúningnum fyrir Litlu jólin urðu krakkarnir að fylgjast með heinia, því að mamma var að ganga frá jólafötum og jólaskóm. Stundum var hlaupið til saumakonu að máta kjól og stelpurnar fylgdu hver annarri og dáðust að kjól- unum. Iðulega fengu þau skó sem sá varla neitt á af eldri systkinum sínum. Þá þurfti líka aö útvega ís- garnssokka, því að á Litlu jólunum voru stelpurnar ekki í ullarsokkum. Ennfremur varð að hlaupa í bæinn og kaupa silkibönd í hárið og senda strákana í klippingu. Alltaf jókst tilhlökkunin og daginn sern Litlu jólin voru haidin, síðasta skóladag fyrir jól, hafði mamma meira en nóg að gera. Fyrir hádegi fóru eldri systkinin á sín Litlu jól, en tvær yngri systurn- ar eftir hádegi. Eftir hádegi, þegar allir höfðu verið klæddir í sitt fínasta púss, hárið greitt og silkiborðarnir voru komnir á sinn stað var það sem nauðsynlegt var að hafa með sett í poka. En það var citt kerti, bréf- servíetta og undirskál. Síðan voru jólaskórnir settir í annan poka, farið í kápur, leista og stígvél, settar upp skinnhúfur og treflar bundnir um hálsinn og síðast farið í vettlinga. Nunna og Silla gengu hátíðlega af stað. Krakk- arnir fóru aldrei í lciki á leiðinni þcgar svona stóð á. Jólakjólarnir máttu ckki blotna og ekki fara snjór í stígvélin. Pokana, sem kertin voru í, varð að fara varlega með og eins varó að gæta skópokanna. Úr öllum áttum komu krakkar gangandi. Þeir voru allt ööruvísi núna en á venjulegum skóladegi og eftir- væntingin skein úr andlitum þeirra. í þetta sinn þurftu þau ekki að bíða eftir hring- in'gu, heldur gengu' rakleitt in'n í skólann óg hristu af sér snjöinn og fóru úr stígvélunum frammi í for- stofu og héldu á þeim inn til þess að bleyta ekki gangana. Allir gengu stilltir inn ganginn og eftir-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.