Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 4
4 B - DAGUR - Föstudagur 17. desember 1993 JÓLAHUOVEKJA I leit að Sjá, morgunstjarnan blikar blíð, sem boðar náð og frelsi lýð og sannleiks birtu breiðir. Þú blessun heims og harmabót, þú heilög grein afJesse rót, mig huggar, lífgar, leiðir. Jesús, Jesús, líknin manna, lífið sanna, Ijósið bjarta, þér ég fagna, hnoss míns hjarta. annig yrkir sálmaskáldið Helgi Hálfdánarson um jólin. Morg- unstjarnan, sem hann nefnir í upphafi sálmsins, vísar til stjörnunnar sem vitringarnir fylgdu í leitinni að konunginum sem spáð hafði verið fyrir um. í vissum skilningi má segja að allir kristnir menn se'u leitendur og geti slegist í för með vitringunum á leið þeirra á vit jólanna. Allir sem taka orð Drottins alvarlega þegar hann segir: „Biðjið, og yð- ur mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða." (Matt. 7:7). Hver ný jól eru okkur hvatning og tækifœri til að koma nœr - skilja og skynja betur og dýpra hvað í þessum mikla leyndar- dómi felst. Eðlilega er það mörgum nútíma manninum ráðgáta hvílík ítök þessi hátíð hefur í þjóðarsál okkar íslendinga og víða um heim. Þessi aldna saga er œvintýri líkust. Samt snertir hún okkar dýpstu strengi. Þeir sem eiga leitandi huga og opið hjarta heyra höfund lífsins tala. í lífi okkar flestra kemur að því að við stöndum frammi fyrir stóru spurningum lífsins: „Hver erég"? „Hvaðan komum við"? og „Hvert er förinni heitið"? Ef til vill þykja þér þessar spurningar óleysanleg ráðgáta. - Og ef svo er vœri þá ekki skynsam- legt að ýta þeim til hliðar og snúa sér að svokölluðum „hagnýtum" málum eða „skemmtilegum". Er það ekki fráleitt og heimskulegt að ferðast til fjarlægra landa til þess eins að tjá litlu barni Páll postuli svarar þessari spurningu á eftirfarandi hátt: „Hví?r er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Cuð ekki gjört speki heimsins að heimsku?,- og hann lýsir því hvernig boðskapurinn um Krist hafi verið mörgum bæði hneyksli og heimska. Páll bætir við: „Gyðingar heimta tákn og Grikkir leita að speki, en vér predikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli og heiðingjum heimsku, en hinum kölluðu, bæði Gyðingum og Grikkjum, Krist, kraft Guðs og speki Guðs. Því að heimska Guðs er mönnum vitrari og veikleiki Guðs mönnum sterkari." (I. Kor. 1,20-25). Boðskapurinn sem hneykslaði marga var ekki einungis fólginn í því að kon- ungurinn fyrirheitni væri kominn í barninu fátæka, sem forðum var lagt í jötu austur í Betlehem - heldur fyrst og fremst í því að í þessu barni væri sjálfur skapari himins og jarðar að vitja okkar mannanna. Það er við þessi gleðitíðindi sem við kristnir menn sækjum okkar birtu og yl á hverjum jólum. Höfundur lífsins vitjar okkar og vill eignast bústað í hjörtum okkar. Hann einn getur svarað stóru spurningum lífsins - því hann er hófundur þess. Eitt af því sem hann segir við okkur er: „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörð- uð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér." (Matt. 25:40), og annað er þessu líkt: „Hann kallaði til sín lítið barn, setti það meðal þeirra og sagði: „..Hver sem auðmýkir sjálfan sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki. Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni tekur við mér" (Matt. 18: 2-5). Okkur ber með öðrum orðum að hugleiða jólin í Ijósi heildarboðskaparins um \esú Kr/sí og þess rikis sem hann einn gefur okkur þegnréttin í. Merki þess að við höfum í sannleika þegið þennan þegnrétt er þegar við erum hvert öðru Kr/sí- ur og þegar við tökum á móti hvert öðru sem Kristur væri. Þegar slíkt gerist þá breiðum við í raun jólaboðskapinn út meðal mannanna og jólin verða raunveru- leiki sem víkur ekki frá okkur árið um kring. Þá skiljum við og getum tekið uná- ir orð Péturs postula er hann segir: „Enn þá áreiðanlegra er oss því nú hið spá- mannlega orð. Og það er rétt af yður að gefa gaum að því eins og Ijósi, sem skín á myrkum stað, þangað til dagur Ijómar og morgunsljarna rennur upp í hjört- um yðar" (II. Pét. 1.19). Góður Guð gefi þér og hverju heimili blessunarrík jól. Sr. Gunnlaugur Garðarsson í fátæklegu húsi hollustu og lotningu? Sr. Gunnlaugur Garðarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.