Dagur - 17.12.1993, Page 5

Dagur - 17.12.1993, Page 5
Föstudagur 17. desember 1993 - DAGUR - B 5 Hjálparstofnun kirkjunnar: Arangursrík uppbygging meðal þeirra fátækustu á Indlandi Stuðningur íslendinga við Sameinuðu indversku kirkj- una í Andra Pradesh héraði, sem er í suðausturhluta landsins, er dæmi um þróunarverkefni Hjálparstofnun- ar kirkjunnar er tekist hefur sérstaklega vel og borið ár- angur. Þarna styðja Islendingar við menntun grunn- skólabarna, hafa kostað uppbyggingu á aðstöðu fyrir nemendur og byggingu 40 rúma sjúkrahúss, sem vígt var fyrir tveimur árum. John Winston er for- stöóumaóur Sameinuðu indversku kirkjunnar, sem rekur 1.500 manna grunnskóla. Þar stunda nám eingöngu börn l'rá fátækustu heimilum og þcir foreldrar, sem ekki geta misst börnin frá sér í skólann vegna þess að þau afla tekna fyrir heimilið, fá stuðning og hafa því ekki kostnað af skólahaldinu. Um 200 börn eru þannig studd sér- staklega af íslenskum fósturfor- eldrum og hefur Hjálparstofnun kirkjunnar milligöngu um þennan stuðning og ber á honum fjárhags- lcga ábyrgó. Kostnaður við skólagöngu og uppihald barnanna, þaó er fæði og húsnæði, er 1.150 íslenskar krónur á mánuði og sést af því aó jafnvel íslenska krónan cr orðin verðmæt þegar hún er komin í slík verkefni þótt í fjar- lægu landi sé. Sjúkrahúsið sem byggt var fyr- ir framlag Hjálparstofnunar kirkj- unnar hefur þegar sannað ágæti sitt. Þar starfa þrír læknar og fimm hjúkrunarfræðingar og þjóna þau svæöi með um 100 þús- und íbúum. Þarna eru ríkjandi margs konar augnsjúkdómar og ýmsir kvillar sem stafa af einhæfu l'æði og vannæringu. Hlutverk sjúkrahússins er því öðrum þræði l'ræðsla og fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem bólusetningar, sern l'ram l'ara í byggðunum í kring. Bygg- ing sjúkrahússins kostaði 3,5 milljónir króna og l'yrstu árin mun Hjálparstofnunin styrkja rekstur- inn um 800 þúsund krónur árlega. Þá lauk á þessu ári byggingu heimavistarhúss fyrir grunnskóla- nemendur sem kostaði rúmlega tvær milljónir króna. Hjálpar- stofnun kirkjunnar fjármagnaði bygginguna með tilstyrk ferming- arbarna í nokkrum sóknum á höf- uðborgarsvæóinu sem á síðasta vetri söfnuðu fé til að kosta hluta þessa verkefnis. Byggingin var tekin í notkun á liðnu sumri. Þannig hefur stuðningur frá ls- lendingum komið til góða börnum sem fullorónum meóal hinna fá- tækustu á Indlandi. Með þessu hefur verið lagður grunnur að betri lífsafkomu fyrir þetta fólk. Börn hjá Sameinuðu indversku kirkjunni hafa fengið tækifæri til betra lífs, mcðal annars vegna hjáipar frá Islandi. 4 Jk 4 4 4 4 Jk 4 Jk 4 Nl m 4 Jk 4 Jk 4 Jk 4 4 og jarsœlt domandi ár Þödíuim ánœgjuleg vicísííipti á árinu sem er ad lída. Verslib þar sem úrvaliö er Jk 4 ~ 4 Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk Sendum viásíaptavinum oHfcar bestu ^ # jóía ofl nijnröóðlur * Þöfifcum viSsbiptin á liSínu ári. * FASTEIGNA & M # Ur Jk SKIPASALA NORÐURLANDSD Rá&hústorqi 5, 2. hæö Jk Sími11500 4 Jk 4 4 4 Jk 4 Óskum viðskiptavinum og starfsfólHi okkar 0feðífe0t0 JOlO og farsœldar á komandi ári. Sími 21466 4 4 4 Jk 4 4 Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk Óskum viðsfciptavinum $ odflar svo og öLLum Landsmönnum 0feðífe0tO foío og farsœLs domandi árs ^ 4 Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk4Jk Jk 4 Jk 4 VELSMIÐJA STEIN00RS HF. tr 96-23650 - Frostagötu 6A - Akureyri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.