Dagur - 17.12.1993, Síða 11
Einu sinni var prcstur nol3uir,
vænn maður og vel megandi.
Hann var nýkvæntur, er þessi
saga gerðist, og átti liann unga
og fríða konu, er honum þótti
einkar vænt um, enda var hún
að öllu afbragð annarra
kvenna í nálægum sveitum
um þann tíma. Nokkur ann-
marki var þó á um ráð hennar,
er presti þóttl ekki svo lítils-
verðrn, og það var, að hún
hvarf á burt hveija jólanótt og
vissi enginn, hvað af henni
varð. Spurði þó prestur hana
oft og þrásamlega um það, en
hún sagði liann það engu
varða. Það eina varð þeim að
sundurþyldíju.
Einhverju sinni vistaðist til
prests förudrengur nokkur. Hann
var lítilmenni á vöxt og viðgang,
en það ætluðu menn hann mundi
vita fleira fyrir sér en aðrir menn
óbreyttir. Líður svo fram til jóla,
að ekkert ber til tíðinda.
En á aðfarakveld jóla er dreng-
ur úti í hesthúsi að kemba og
hirða eldishesta prestsins. Hann
veit ekki fyrr til en konu prestsins
vindur þar inn og gefur hún sig á
tal við dreng um ýmsa hluti. Og
er minnst varði, bregður hún
beisli undan svuntu sinni og legg-
ur við dreng; fylgir því svo mikið
töfraafl, að drengur líður prests-
konunni að fara á bak sér, og
hleypur hann þegar á stað sem
fugl fljúgi. Fer hann yfir fjöll og
dali, kletta og klungur og hvað,
sem fyrir er, - er því líkast sem
hann vaði reyk mikinn.
Loksins koma þau að liúsi einu
litlu. Þar fer hún af baki og bind-
ur dreng við hæl einn, er stóð í
húsveggnum. Prestskonan geng-
ur að dyrum hússins og klappar
upp á. Kemur þar út maður og
fagnar henni ágæta vel. Leiðir
hann prestskonu með sér inn í
húsið. En er þau eru horfin, leys-
ir drengur beislið frá hælnum og
nær því síðan fram af sér og
stingur því hjá sér. Síðan læðist
hann upp á húsið og sér inn um
rifu, sem á var þekjunni, hvað
um er að vera inni.
Líður svo undir morgun, og
segja konurnar, að nú muni mál
að fara. Er þá kennslunni hætt;
en konurnar taka upp hjá sér sitt
glasið hver og rétta húsráðanda.
Sér drengur, að í þeim er eitt-
hvað rauðleitt, er húsráðandinn
sýpur, og réttir síðan konunum
aftur glösin. Kveðja þær hann
síðan með mestu virktum og fara
út úr húsinu. Sér þá drengur, að
konurnar hafa allar sitt beislið
hver og eiga sinn reiðskjótann
hver: ein hefur hrosslegg, önnur
kjálka, þriðja herðablað o.s.frv.
Tekur hver sinn reiðskjóta og
ríða á burt.
Hann sér, að þar sitja tólf kon-
ur við eitt borð og maður sá, er út
kom, hinn þrettándi. Þar þekkir
hann húsmóður sína. Það sér
hann, að konurnar bera mikla
virðingu fyrir þessum manni, og
eru þær að segja honum ýmislegt
af brögðum sínum og listum. Þar
á meðal segir prestskonan frá
því, er hún hefur riðið hingað lif-
andi manni, óg þykir húsráðanda
það mikil býsn, því það sé hin
rammasta gandreið að ríða lif-
andi manni. Segir hann hana
mundi verða afbragð annarra í
galdri, - „því þetta vissi ég engan
áður kunna nema sjálfan mig.“
Hinar konurnar vaða þá allar
upp til handa og fóta og biðja
hann kenna sér þessa list. Leggur
hann þá bók fram á borðið, gráa
ílits og ritaða rríéð eldi eða eldslit-
um stöfum. Bar af stöfunum
glætu nokkra um húsið, og var
þar ekki önnur birta. Tekur nú
húsráðandinn til að kenna kon-
unum á bók þessa og útskýra fyr-
ir þeim innihald hennar, og nem-
ur drengur allt eftir, það sem
hinn hafði fyrir.
En frá prestskonunni er það að
segja, að hún finnur hvergi sinn
reiðskjóta. Ærist hún í kringum
allt húsið, og er minnst varir,
stekkur drengur ofan af húsinu
og að henni og kemur á hana
beislinu. Sest síðan á bak og
heldur heim á leið. Hefur hann
lært svo mikið um nóttina, að
hann getur stýrt prestskonu rétta
leið, og segir ekki af ferð þeirra,
fyrr en þau komu aftur í hesthús-
ið, sama og þau fóru frá. Þar fer
drengur af baki og bindur prests-
konuna í hesthúsinu. Gengur síð-
an heim og segir tíðindin, livar
hann hafi verið, og hvar prests-
konan sé nú niðurkomin, og með
hverjum atburðum þetta hafi
Orðið. Verður öllum mönnum
bilt við, ekki síst presti. Er nú
prestskonan tekin og krafin til
sagna. Meðkennir hún loksins,
að hún og ellefu prestskonur aðr-
ar hafi um nokkur ár gengið á
Svartaskóla og fjandinn sjálfur
hafi kennt þeim þar galdur og að
einungis eitt ár hafi verið eftir af
þeirra kennslutíma. Segir hún,
að hann hafi áskilið sér tíðablóð
þeirra í kennslukaupið og það
hafi verið það, sem drengur sá
rautt í glösunum. Eru síðan
prestskonunni goldin makleg
málagjöld sinnar illsku.
Jón Sigurðsson á Gautlöndum.
Gandreiðin
Þjóðsaga
Föstudagur 11. desember 1993 - DAGUR - B 11
A4;A4A4A:4A:4A.4A.4
4
4
4
3co(u lóln
00 nýnroóðftít
sendum við öllum viðsfiiptavinuni
okkar og landsmönnum öllum.
Þökkum viðskiptin d árinu.
K*
BLIKKRÁS HF.
Hjalteyrargötu 6 - Sími 26524
á4á4á4á4á4á4á4
4
'Sendum öllum viðskipta
vinum okkar óskir um
0feðífe0 JÓl
olj jursitld á komandi ári.
^Pedtomyndin?
Skipagata 16 . 600 Akureyri • Sími 96 - 23520
A4A:4A4A4A4A4A4
á4á4á4á4á4á444
4
^ Óskum viðskipta-
q vinum okkar
* 0lCðílC0M jóln
^ oíj farsœls komandi árs
Þökkinn viðskiptin.
SÉRLEYFISBÍLAR
OUCtJ AKUREYRAR HF.
Dalsbraut 1 - Sími 23510
i4á4A4li4á444á4
á4*4á4á4á4á4á4
4
4
4
k
4
Sendum viðskiptavinum oij [ands-
mönnum öllum bestu óskir um
0(OÖÍÍO0 JÓt
olj jarsœld á komandi ári.
Þökkuni árið sem er að líða.
Sandblástur og málmhúöun sf.
Akureyri - Sími 22122
*#*#*#*#*#*#*#
*#*#*#*#*#*#*#
* +
#
1 <$8ítUítQ ÍÓI
jarsælt komandi ár
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
Stjörnu-Apótek
Hafnarstræti 93-95 - Símar 30451 & 30452
*#*#*#*#*#*#*#
*
#
*
*»*,»»*,*»*,»»***>*,#» #► #► ** #► 4* #► 4* #► 4> #► #► 4* #► 4* #► 4* #► 4* #► 4> #► #► 4* #► 4* *► 4* 4» »► 4>