Dagur - 17.12.1993, Side 23

Dagur - 17.12.1993, Side 23
Föstudagur 17. desember 1993 - DAGUR - B 23 Nú cru framleidd um sautján þúsund friðarljós hjá Iðjulundi. Friðarljós á jólum styrkir atvinnu fatlaðra hér á landi og hrjáða í öörum löndum Friðarljósið er lítið ljós sem logar við útidyr eða á förnum vegi um jólahátíð- ina. Kertaljós sem hefur þann eiginleika að lýsa þótt umlukið sé veðri og vindum og fólk kaupir í tilefni af jólahátíðinni. En þetta ljós á sér ákveðna sögu - sögu hjálpar við þá sem þurfa þess með. Friðarljósin eru fram- leidd af fötluðu fólki, einstaklingunr sem eiga fötlunar sinnar vegna ekki mögu- ieika á að taka þátt í margbreytileika hins almenna atvinnulífs. Hluti frióarljósanna er síóan seld- ur af Hjálparstofnun kirkjunnar, sem nýtur þá nokkurs hagnaðar af sölunni til hjálparstarfs í fjarlæg- um löndum. Þegar íslensk fjölskylda kaupir frióarljósin sín fyrir jólin þá er hún um leió að styðja vió störf fatlaóra hér á landi og einnig að styrkja fátæka og hrjáða í þeim löndum sem Hjálparstofnun kirkj- unnar hefur tekið að sér að styrkja. Hluti þeirra fjármuna sem landsmenn greiöa fyrir friðarljósin sín á þessum jólum rennur því til hjálparstarfs í fjarlægum löndum, þar sem vonska mannanna, átök af völdum stríóandi fylkinga eóa náttúruhamfarir hafa lagt steina í götu hins daglega lífs. Fyrirtækið Iöjulundur á Akur- eyri, sem er verndaður vinnustað- ur fyrir fatlað fólk, hefur framleitt þessi kerti ásamt fleiri tegundum kerta í tólf ár en áóur hafði kerta- geró verið stunduö í kjallara vist- heimilisins Sólborgar um tveggja ára skeið. Nú eru framleidd um sautján þúsund friðarljós hjá Iðju- lundi og fara um sjö þúsund þeirra til sölu á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar samkvæmt sérstökum viðskiptasamningi. Er það um helmingur þeirra friðarljósa sem stofnunin selur fyrir hver jól en hún kaupir einnig kerti frá Vest- mannaeyjum til sölu í fjáröflunar- skyni. Magnús Jónsson, fram- kvæmdastjóri Iðjulundar, sagði í samtali við Dag að öll vinna vió kertagerðina fari frant í höndurn starfsmannanna og væri véivæó- ingu hvergi beitt. Kertagerð væri í raun og veru ákveðið handverk og fyrr á tímum hefðu verið til sér- stakir kertagerðarmenn, senr stundað hefóu iðn sína. Síóar hefðu menn tekiö tæknina í þjón- ustu sína við þessa framleiðslu eins og nrargt annað. A síðari ár- um hafi handverkið verið hafið til vegs að nýju, einkum þar sem fatl- aðir einstaklingar gætu starfað við þessa framleiðslu. Magnús sagði aó nrargt af þessu fatlaða fólki væru ágætir starfskraftar og rnjög áhugasamir um vinnu sína þótt eðlilega gilti það sama um þá og ófatlað fólk, aó engir tveir ein- staklingar væru eins. Magnús sagói aó þetta væri þriðja árið í röð sem Iðjulundur framleiddi friðarljós fyrir Hjálpar- stofnun kirkjunnar, en önnur framleiðsla fyrirtækisins færi á al- mennan markað. Magnús kvaðst hafa orðió var við aukna eftir- spurn eftir friöarljósunum á und- anförnum árum. Sá siður að láta friðarljósin loga um jól væri að breiðast út á meðal Islendinga. Auk frióarljósanna framleiðir Iðjulundur ýmsar aðrar gerðir af kertum og er handverksaðferðinni einnig beitt við þá framleiðslu. Fatlaðir einstaklingar fást víðar vió framleiðslu á kertum og má í því sambandi minna á kertagerð aó Sólheimum í Grímsnesi. Magnús Jónsson sagði að sala á kerturn Iðjulundar færi fram í verslunum og einnig í göngugöt- unni á Akureyri fyrir jólin, en nokkuó hafi borið á fyrirspurnum um hvort ekki sé hægt að koma í verksmiðjuna til að versla. Magn- ús sagði að öllum væri að sjálf- sögóu velkomió aö koma og mjög ánægjulegt ef fólk legði leið sína til þeirra. Ef til vill hefði þetta umhverfi, þar sem fatlað fólk væri að störfum, þau áhrif að viðskipta- vinir veigri sér við að koma - einkum þeir sem lítió eða ekkert þekki til fötlunar þeirra sem starfa við framleiósluna. Slíkt sé þó al- veg óþarft að setja fyrir sig og hann kvaðst vonast eftir að sem flestir kæmu í Iðjulund nú fyrir jólin. Þegar landsmenn kaupa friðar- ljósin sín þessa dagana geta þeir haft í huga að hvert ljós sem þeir tendra styrkir einhverja meðbræð- ur þeirra - annað hvort fatlaða ein- staklinga hér á landi eða hrjáöa íbúa annarra landa, þar sem Hjálp- arstofnun kirkjunnar hefur fundið sér viðfangsefni. ÞI ▼ tXgœtu JVorðlendingar. i -íjuölicílnr íóiti i 00 nýnroóoUír ‘Bestu fjafcfcir fyrir sfcemmtunina á árinu sem er að líða. Jk Sjáumst íiress á nýja árinu. 4 Hljómsveit Ceirmundar Valtýssonar Við í Sunnufiíícf óskum viðskiptavinum og tandsmönnum öttum glcöílcflro íóln og farsœldar á fiomandi ári. ÞöfífŒm viðsfdptin á árinu. Rekstraraöilar í Verslunarmiöstööinni Sunnuhlíö

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.