Dagur - 17.12.1993, Page 33

Dagur - 17.12.1993, Page 33
Föstudagur 17. desember 1993 - DAGUR - B 33 m ekki eins vel einangruó og þau ís- lensku og svo hafa Englendingar ekki heitt vatn til aó hita upp hús- in, heldur nota olíu eóa rafmagn. Þaö rignir einnig mikið á Eng- landi og þá verður oft svalt innan- dyra." Richard hóf nám í píanóleik þegar hann var níu ára gamall og læröi fyrst í Newcastle en þegar hann var 18 ára lá leióin til Lond- on, í Royal College of Music. Þar hitti hann konuefni sitt, Jacqueline FritzGibbon, sem var þar vió nám í óbóleik. Einnig stundaói hún nám í píanóleik sem aukagrein. Alin upp á Norður-Irlandi Jacqueline er Iri, fædd í Dublin en ólst upp á Norður-írlandi frá þriggja ára aldri en faöir hcnnar starfaöi viö Guinness bjórverk- smiðjuna. Móðir hennar var fiðlu- lcikari í lítilli hljómsveit og spil- aöi einnig undir við óperettusöng. Oft á tíðum spilaði hún fyrir fjöl- skylduna. Þegar Jacqueline var fimm ára kenndi móðir hennar hcnni að syngja lag sem hún söng svo í söngvakeppni. Stúlkan hlaut þriöju verðlaun, að hennar sögn vegna þess hversu brosmild hún var. Þetta var fyrsta reynsla Jacqueline á tónlistarsvióinu. Fjölskylda Jacqueline er mót- mælendatrúar, er í „Church of Ire- Iand“, sem svipar mjög til Ensku biskupakirkjunnar. Þó er ekki eins mikið um pomp og prakt eins og á Englandi. Ekki var haldið sérstak- lega upp á aðfangadagskvöld, en þá var jólagjöfunum pakkaó inn og sérstök jólalykt barst um íbúð- ina frá eldhúsinu sem skapaði jólastemmningu. „Við krakkarnir vöknuðum mjög snemma á jóladag, ekki seinna en klukkan sex, og þá voru jólasokkarnir teknir fram undan rúmunum sem voru fullir af ýmsu góógæti. I tánni voru appelsínur eða mandarínur, síðan kom súkkulaði og þar næst lítil, falleg leikföng eins og t.d. litlar brúður fyrir okkur stclpurnar," segir Jacqueline. „Þessir hlutir kostuðu yfirleitt ekki mikið og yfirleitt hvarf sæl- gætið með ógnarhraða ofan í okk- ur. Þeir sem voru fermdir fóru til kirkju, en messan hófst klukkan átta. Þaó var mjög hátíólcg stund sem ekki stóð mjög lcngi en sungnir voru tvcir cða þrír sálmar. Eftir hcimkomuna úr kirkjunni var borðaður morgunvcrður.'1 Stofan lokuð fyrir börnunum „Stofunni var læst á aðfangadags- kvöld og fengu börnin ekki að koma þar inn fyrr en á jóladags- morgun að loknum morgunverói. Þá var búió að kveikja eld í arnin- um, skreyta jólatré, kveikja á jóla- ljósum og raða jólapökkum í kring um jólatréð. Mér fannst það alveg stórkostleg og mjög hátíðleg sjón sem við blasti þegar stofan var opnuó. Klukkan ellcfu fór pabbi með yngri börnin til messu en þau sem voru fermd og höfðu sótt messu fyrr urn morguninn þurftu ckki að fara. Eg fór liins vegar oft aftur því mér fannst tónlistin mjög lalleg. Þeir sem eftir voru hjálp- uðu til við matseldina. Irar borða mikið kjöt á jólun- um. Klukkan tvö var sest að borð- um og borðaður kalkúnn, með steiktum kartöfium og kartöflu- stöppu, rósakáli o.fi. A eftir var borðaóur jólabúóingur, sem byrj- aö er baka í nóvember. I honum er mikið af ávöxtum, því er hann líkt og þykk kaka. Við höfum einnig veriö með enskan jólabúðing eftir að við komum til Akureyrar. Drottningin var alltaf með út- varpsávarp til þjóðarinnar klukkan ljögur, og á hana hlustuðu flestir og gcra enn. I Bclfast áttum við heima í átta ár og þar byrjaói ég að læra á pí- anó, níu ára görnul. Einnig lærði ég á blokkflautu af eigin rammleik og stundum spilaði ég meó bróður mínum sem cinnig var sjálfmennt- aður í fiautuleik. Það var mjög gaman. Þegar ég var þrettán ára ákvað ég að læra á óbó án þess að hafa nokkurn tíma séð það hljóð- færi." Tónlistin sterkari hjúkruninni „Ég ætlaði hins vegar ekki að veröa tónlistamaður heldur að læra hjúkrun, cn samkvæmt írsk- um lögum mátti ég hins vegar ekki hcfja hjúkrunarnám fyrr en ég var orðin átján ára. Þann tíma ætlaði ég að nota vel og fór því sem skiptinemi til Flórída í Bandaríkjunum. Þar var ég í menntaskóla og lærði einnig á óbó. Það varó til þess að ég tók ákvörðun um að leggja tónlistina fyrir mig scm ævistarf frekar en hjúkrun. Ég hef aldrei séð cftir þeirri ákvörðun enda held ég að það að vera tónlistarmaður gefi mér meiri lífsfyllingu en hjúkrun- arstarfið hefði gert þó það sé mjög göfugt og gefandi starf." Eftir námið í London kenndu þau Richard og Jacqueline þar í nokkur ár, auk þess sem Richard hélt þar marga tónleika. Þá fóru þau bæði í framhaldsnám, hún til Bristol en hann til Múnchen í Þýskalandi. Ariö 1972 giftu þau sig og þá lá leióin til starfs sem vistfastur píanísti hjá „University of Wales“. Eftir nokkur ár þar langaði þau að breyta til og þegar bandarískur sellóleikari, sem itarfaði með þeim í Wales, hélt aftur til Flórída báðu þau hana að athuga hvort möguleikar væru á einhverju skemmtilegu og áhuga- verðu starfi í Bandaríkjunum. Hún sendi upplýsingar til Wa- les sem leiddu til þess að þau tóku sig upp og héldu til Illinois en þar tók Richard við starfi gistiprófess- ors og gegndi hann því í þrjú ár. Jacqueline lauk hins vegar námi sem heitir „master of music in oboe performance". Þau ætluóu alltaf að fara aftur til Wales, en í millitíðinni hafði skólanum verið lokað svo nú voru góð ráð dýr. Til greina kom að stofna eigin skóla í Englandi eftir heimkomuna til Wales en aðeins tveimur vikum eftir heimkomuna árið 1989 sá Jacqueline auglýsingu sem breytti þeim áformum. Frá Illinois til Varmahlíðar, með viðkomu í Wales I auglýsingunni var falast eftir pí- anó- og fiautukennurum í Varma- hlíó á Islandi en það eina sem þau vissu um landið var að þar var Surtsey og Reykjavík. Með hjálp sr. Jóns Baldvins- sonar í London, Bob Faulkner á Húsavík og vinar sem lék í Sin- fóníuhljómsveit Islands var ákveðið aó llytja frá Wales til Varmahlíðar. Þar dvöldu þau í tvö ár en fiuttu svo til Akureyrar sum- arið 1990. „Það eru fieiri tækifæri til tón- leikahalds og undirleiks á Akur- eyri en í Skagafirði, en þar spilaói ég undir hjá hinum ágæta karla- kór, Heimi, sem var næstum því eina verkefnið utan kennslunnar. Það kcniur til af fólksfæðinni en ég á ekkert nema mjög góðar minningar úr Skagafirói af frá- bæru fólki og aó því leyti stend ég í vissri þakkarskuld við þaó," seg- ir Richard. „A Islandi höldum við ekki bara ensk jól heldur blöndum við saman öllu því besta úr jólahaldi sem við höfum kynnst á ævinni og okkur þykir skemmtilegast. Okkar jólahald er því eiginlega enskt- danskt-írskt-amerískt-íslenskt. Okkur finnst nijög gaman og há- tíólegt á aðventukvöldum og það er skemmtilegur siður sem við höfum ekki kynnst annars staðar en á Islandi. Við höfum einnig hitt þrjár aðrar breskar fjölskyldur á jóladag og þar eru breskar jóla- hefðir í heiðri hafðar. í fyrra var móóir Richards hjá okkur á jólunum og það var mjög gaman," segir tónlistarfólkiö Jacqueline og Richard Sinim. GG Ósfunn Skagfircfingum ^ svo og Landsmönnum öllum J Olcöílcflro jóln í og farsœldar á nýju ári. Fiskiöjan Skagfiröingur hf. 4 *4*4*4*4*4*4*4* 4 Óskum Þingeyingum á svo oc) landsmönnum öllum 4 íólo * og farsældar á nýju ári. Sparisjóöur Mývetninga á4á4á4á4á4á4á4á 4 Seiidum félaijsinömnnn oij 4 Jk jramsófcnarmönmini um land allt * ncotu jóln= * # oð nuntoftorðiut » á Þöfcfium samstarfiðá árinu sem er aó líða. ^ | | Jk || Stjórn Framsóknarfélags Jk 4 \/ Akureyrar 4 á4á4á4á4á4á4á4á á4á4á4á4á4á4á4á 4 4 4 4 4 á4á4á4á4á4á4á4á á4álááá4á4ááá4á 4 Ósfíum viðsfciptavinum okkar j fllcöílcflrn jóln og farsœLdar á komandi ári. Þökfuim viðsfciptin. Ósfium Ólafsfirðingum svo og Landsmönnum öLLum fllcöíicflro jóln og farsœldar á fomandi ári. Kygfi Bœjarstjórn Ólafsfjaröar 4 Jk 4 4 á 4 á 4 VEITINGAHUSID á4á4á4á4á4á4á4á

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.