Dagur - 17.12.1993, Síða 37
Föstudagur 17. desember 1993 - DAGUR - B 37
Hvað mundir þú aldrei gefa í jólagjöf?
Margrét Kristinsdóttir.
„Egg- og bitvopn
koma ekki
til greina"
- segir Margrét Kristinsdóttir,
húsmæðrakennari á Akureyri
„Ég hcf nú aldrei leitt hugann að því sér-
staklega hvaó ekki komi til greina sem jóla-
gjöf en eitt man ég þó eftir sem ég mundi
aidrei gefa. Þaö er eggvopn cða bitjárn,
skæri eða hnífar eða eitthvað slíkt. I gamla
daga var gjarnan sagt að slíkt mætti ekki
gefa, jafnvel ekki tertuhnífa, án þess að láta
þiggjandann þá borga eitthvað í gjöfinni
þannig að vináttan slitnaði ekki. Ég man t.d.
eftir að ég fékk í brúðargjöf tertuspaða og
ég var látin borga krónu í spaðanum.
Svo þætti mér ekkert gaman að því að
gefa garðyrkjuáhöld í jólagjöf en þvert á
móti gæti ég vel hugsað mér að gefa veiði-
útbúnað.
Hvaó varðar áfcngi þá fer allt eftir því
hverjum er verið að gefa. Til dæmis cr hægt
að gefa þeini koníaksflösku sem gaman
hafa af því aó taka á móti gestum en auóvit-
að kemur ckki til greina að gela þeim
áfengi sem hættir til aó drekka of mikið. Ég
er heldur ckki mikið fyrir að gefa konfekt,
kannski vegna þcss að ég verð sjálf óskap-
lega skúffuö ef ég fæ konfekt því ég má
helst ekki borða það.
Svo finnst mér afskaplega órómantískt
þcgar hjón cru að gcfa hvort öðru eldhús-
áhöld. Það er hins vegar allt annað ef hjón
koma sér saman um að eyða aurunum sam-
eiginlega í eitthvert hcimilistæki en gefa
svo hvort öðru einhverja pcrsónulega smá-
gjöf. Mér finnst meginreglan vera sú að
gjafirnar glcðji. Hvað varðar börnin þá gcf
ég barnabörnunum ekki stríðslcikföng
vcgna þess að foreldrar þeirra óska cftir því
og svo finnst mér auóveldlega vera hægt að
gcl'a þcim margt annað. Það er nóg ofbeldi
sem börnin sjá í sjónvarpinu þó ekki sé vcr-
ið aó halda því að þeim mcð lcikföngun-
um.“
„Gef ekki
gæludýr
eða skrautmuni"
- segir Þórunn Bergsdóttir
skólastjóri á Dalvík
„Ég mundi aldrei gefa gæludýr í jólagjöf.
Stjúpdætur mínar fengu einu sinni tvær litl-
ar hvítar mýs í jólagjöf og sú gjöf hitti
ágætlega í mark hjá þeim en það leið ekki á
löngu þar til mýsnar voru orðnar 50. Gælu-
dýrin koma í mínum huga alls ekki til
greina.
Ég er opin fyrir alls konar jólagjöfum og
raunar finnst mér aó gefa eigi eftir aðstæð-
um þess sem á að fá gjöfina. Ég ætla til
dæmis að gefa dóttur minni matarkörfu sem
hún óskaði eftir enda hún og kærastinn í
námi og þessi gjöf kemur sér vel.
Ég mundi aldrei gefa mínum manni eld-
húsáhöld þó hann eldi oftar en ég og honum
kæmi aldrei í hug að gefa mér eldhúsáhöld.
Hins vegar gætum við gefió börnunum t.d.
pönnu eóa þau okkur. Ég get hugsað mér að
gefa fólki sem er aó byrja aó búa eitthvaó í
eldhúsið en ég léti mér aldrei detta í hug að
gel'a dóttur minni eða tengdadóttur eldhús-
áhöld en kærastanum bók. Slíkt mundi ég
aldrei gera.
Jú, nú kemur mér í hug ein gjöf sem alls
ekki kemur til greina. Þaö er að gel'a skraut-
muni í stofu. Astæóan er einfaldlega sú að
ég vil ekki troða mínum smekk upp á aðra.
Ég reyni að gefa gjafir þar sem ég er ekki
aö koma mínum smekk yfir á aóra. Gjafirn-
ar verða þá frekar að vera praktískar og
hafa notagildi. Mér finnst skemmtilegast að
gefa bækur og þeim er hægt að skipta og ef
gefa á börnunum fatnað þá er ágætt að hafa
þau með í ráóum. Svo er ágætt að gefa
vekjaraklukku en auóvitað má skilja
ákvcðna meiningu í þcirri gjöf!“
Þórunn Bergsdóttir.
Jakob Björnsson.
„Áfengi kemur alls
ekki til greina
sem jólagjöf"
- segir Jakob Björnsson,
bæjarfulltrúi á Akureyri
„Yfirleitt hefur nú spurningin snúist um
hvað í ósköpunum maóur eigi að gefa í
jólagjöf en ekki hvaó maður mundi alls ekki
gefa. Auóvitaó takmarkast ýmislegt út frá
veróinu ef vió lítum þannig á þetta.
Ég held að ég mundi ekki gefa mat í
jólagjöf, nema þá kannski gjafakort sem
ávísun á veitingahús. En tæplega mundi ég
kaupa hangikjötslæri til að gefa sem per-
sónulega gjöf. Einhvern veginn finnst mér
að gjafirnar þurfi að vera eitthvaó sem fólk
á en ekki eitthvað matarkyns eða sem fólk
drekkur. Ég mundi alls ekki gefa áfengi án
þess aó þaö sé einhver bannvara hjá okkur.
Hugsanlega mundi ég gefa slíkt í tækifæris-
gjöf eða afmælisgjöf en alls ekki sem jóla-
gjöf-
Ég mundi líka sneiöa hjá því að gefa
börnurn stríðsleikföng þó það hafi þótt í lagi
þegar ég var yngri. Mér finnst margt annað
skemmtilegt fyrir börnin, t.d. eitthvað sem
þroskar hjá þeim hugmyndallugió.
Konunni mundi ég aldrei gefa cldhús-
áhöld eða eitthvað sem hcfói með daglcga
húsmóðurumsýslu að gera. Stundum höfum
við sameinast um citthvað til okkar beggja á
heimilið, sérstaklega þegar um einhverja
stærri hluti hefur verið að ræóa. En nei, ég
gef konunni ekki til heimilisins en rcyndar
er ég oft svo hugmyndasnauður að ég enda í
einhvcrju scm hún velur þá sjálf.
Heilt yfir þá reynir maður að finna út
eitthvað til að gefa sem viðkomandi hefur
sérstakan áhuga á aö fá þannig aó gjöfinni
l'ylgi ánægja og einhver tilgangur sé með
henni. Þaó held ég að sé hclsta reglan.“
Gæfi konunni
minni aldrei
bíltjakk
- segir Svavar A.Jónsson,
sóknarprestur í Olafsfirði
„Ég held að meginreglan varðandi jólagjöf-
ina sé sú að hún gleðji þann sem hana fær.
Og svo fer það allt eftir því hver á að fá
gjöfina hvað hæfir. Við getum til dæmis
sagt að sumir mundu gleðjast mjög heitt og
innilega ef þeir fengju borvél í afmælisgjöf
og hún getur vissulega verið rómantísk gjöf
en ég held til dæmis aó það þýddi lítið fyrir
mig aó gefa konunni minni höggborvél í
jólagjöf. Svo við veltum þessu aðeins meira
fyrir okkur þá held á aó ég mundi aldrei
gefa fisk í jólagjöf og aldrei gefa konunni
minni bíltjakk eða ömmu minni fótboltaskó
með stáltökkum eða kannski gefa henni
tölvuspil. Ég held að reglan sé aó gefa ekki
gjafir sem viðkomandi notar ekki og við-
komandi hefur enga ánægju af að fá.
Síðan er hægt að hugsa þetta út frá því
að það er ýmislegt sem maður gæti ekki
hugsað sér sjálfur að fá. Við getum til dæm-
is nefnt kennslubók í vélritun, eða eitthvað í
þeim dúr. Sú gjöf gæti hins vegar glatt ein-
hvern þann sem not hefði fyrir hana.
Ég mundi aldrei gefa einhverja gjöf sem
væri til þeirra nota einna að skaða fólk eða
niðurlægja það. Þó man ég eftir því að vindl-
ar hafa verið gefnir í jólagjöf og ekki veróur
sagt annað en þcir geti verið til skaða. En
sennilega verður að líta á þá gjöf eins og
þegar gefið er áfengi, meginmálið er hvemig
viðkomandi notar það. Og talandi um þetta
þá dettur mér í hug ein gjöf sem ekki kemur
til greina í mínum huga og þaó er bjórkassi.
Mér kæmi ekki í hug að gefa bjórkassa í
jólagjöf en sennilegast er það vegna þess hve
erfitt er að pakka honum inn. Eg mundi þá
frekar velja fallega líkjörsflösku en aldrei
t.d. vodkaflösku eöa kláravín!" JÓH
Svavar A. Jónsson.
Við sendum okkar bestu
jóla- og nýárskveðjur
til viðskiptavina okkar og landsmanna allra
Þökkum viðskiptin á árinu
Mjólkursamlag KEA