Dagur - 17.12.1993, Síða 40
„Vil byggja gátumar þannig upp að
þær séu fræðandi um íslenskt mál"
- segir Hartmann Eymundsson sem hefur fengist við krossgátugeró í yfir tuttugu ár
Hartmann Eymundsson hefur um árabil verið höfundur
jólakrossgátu Dags. Hann hefur fengist við krossgátu-
gerð um rösklega tuttugu ára skeið, byrjaði á henni fyr-
ir tilviljun og segir að þó að mörgu leyti sé álíka
skemmtilegt að ráða gátur og búa þær til þá sé kross-
gátugerðin meira skapandi. Hann gerir mikið af því að
ráða krossgátur og segir að sú afþreying sé ofar á blað-
inu hjá sér yfir jólahátíðina heldur en bókalesturinn.
A Hartmann Eyinundsson, cinn
örfárra krossgátugcrðarmanna
á Akureyri.
árum. „Þetta var nánast tilviljun.
Ég var að vinna í Smyrlabjargar-
virkjun við Hornafjörð ásamt
mörgum fleirum. Þarna var auó-
vitað lítið afþreyingarefni á staðn-
um og allt orðið þurrlesið sem til
var. I einstaka blöðum voru kross-
gátur og þær var búið að ráða oft.
Síðan var það einhverju sinni að
ég rakst á rúðustrikað blað og fór
aó krota inn á það krossgátu og lét
strákana ráða. Svona fór þetta af
stað, eiginlega út úr neyó. Síðar
geröi ég gátur fyrir K-blaðið og á
seinni árum fyrir Dag,“ segir
Hartmann Eymundsson. JOH
En hvar er byrjað þeg-
ar menn setjast niður
við krossgátusmíð. „í
þessum gátum eins
og t.d. í Degi þá
byrja ég á því að
setja myndina inn og
textann út frá henni.
Síöan reyni ég að spila út frá text-
anum. I sjálfu sér er þetta líkt og
að ráða krossgátu nema að í kross-
gátugerðinni hefur maður heldur
meira val. Ef eitthvað er þá þykir
mér auöveldara að búa til kross-
gátur hcldur en ráða þær,“ svarar
Hartmann.
Hann segist ekki hafa neitt sér-
stakt oróasafn til að sækja í við
krossgátugerðina heldur verði
fyrst og fremst að nota hug-
ntyndaflugið. „Ef ég er í vafa um
orð þá fer ég í oróabók en það
væri ógjörningur að ætla að búa til
krossgátu út frá orðabókinni einni
saman. Slíkt tæki alltof langan
tíma.“
eins og birtast sem jólakrossgátur
blaóanna þessa dagana, segir
Hartmann að geti verið rúmlega
eins dags vinna. Gátur af þessari
stærð segir hann betri en minni
gáturnar og líkast til sé auóveldara
að ráða þær.
Byrjaði sem afþreying í
Smyrlabjargarvirkjun
Hartmann byrjaói að fikta vió
krossgátugerð fyrir rúmum tuttugu
Slanguryrði eiga ekki
heima í krossgátunum
Krossgátur geta verió góður skóli
í íslcnsku en til þess þurfa þær að
vera á góðu íslensku máli. Hart-
mann segir að sér sé ekki gefið
um svokölluð slanguryrði í gátun-
um þó þau séu notuð í íslensku
talmáli dags daglega. „Þctta eru
orð sem mér finnst alls ekki eiga
heima í íslenskunni. Ég vil byggja
krossgáturnar þannig upp að þær
séu fræðandi um íslenskt mál því
þær geta óneitanlega verið þaó.
Mér llnnst að krossgáturnar hljóti
að vera góð þjálfun í íslensku og
get sagt fyrir mig að ég hef mikið
lært um ævina af krossgátum sem
aðrir gera,“ segir Hartmann.
Mjög mismunandi segir hann
vera hvernig oró séu notuð í
krossgátur, bæði noti sumir höf-
undar mikið af slangurorðum og
aðrir noti mikið af ævagömlum ís-
lenskum orðunt sem mjög sjald-
gæf séu nú til dags. Þau geti átt
rétt á sér í sérstökum gátum fyrir
þá sem gaman hafi af gömlu ís-
lcnsku máli en að sínu mati sé
ekki rétt að nota þessi orð í
„venjulegar" gátur. „Mér finnst í
lagi að nota orð þó þau séu sjald-
an notuð ef þau eru notuð í málinu
nú til dags á annað borð.“
nýtt
Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu
aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu.
Við veljum bestu baunirnar þeirra.
Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í
stjörnuflokki nánast beint úr kvörninni - njóttu þess.
&
KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF
Góð krossgáta byggð upp
á réttum íslenskum orðum
Aðspurður segir Hartmann að þeir
sem fáist við krossgátugerð hljóti
að ráöa mikið af gátum sjálfir.
„Frumskilyrðið til að gera kross-
gátu er að hafa ráðið gátur og vita
hvernig þær eru byggðar upp og
geróar. Góð krossgáta veróur fyrst
og frcmst að byggjast upp af rétt-
um íslenskum orðum til að hún
geti verið kennsla í rnálinu. Hjá
mörgum krossgátugerðarmönnum
cr það höfuðverkur að of mikið er
af mistökum í gátunum. Þetta kom
fyrir hjá mér fyrst en þá fann ég
upp það ráð til að koma í veg fyrir
mistökin að ég ræð allar mínar
gátur eftir að ég er búinn aó gera
þær. Þannig verð ég lljótt var við
vitleysurnar."
Að baki heilsíóu krossgátum,
VEITTU STUÐNIN
I þetta sinn voru miðar sendir konum, á áldrinum 'p3ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim
sem þegar hafa borgað miðana og minnummina á goðan málstað og verðmæta vinninga
Greiða má í banka, sparisjóði eða pöátafgreúðslu til hádegis á aðfangadag jóla.
Vakin er athygli á því að hægt er að Eorjgð með greiðslukorti (Visa, Eurocard).
Hringið þá í síma (9<1) 621414. ^
'' í
Iver keyptur miði eflir sókn og vörn gegn krabbameini!