Dagur - 21.05.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 21.05.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 21. maí 1994 Sá hópur fólks er stór sem bíður með óþreyju eftir vorkomunni og því að hægt sé að hefjast handa í görðum. Vorin eru líka sá tími þegar garðyrkjustöðvarnar vakna af vetrardvalan- um og þar getur oft orðið mannmargt á sólrík- um vordögum þegar veðurguðirnir hafa kveikt garðyrkjuáhugann fyrir alvöru. í tilefni vor- komunnar heimsóttum við Garðyrkjustöðina á Grísará í Eyjafjarðarsveit á dögunum en til- efnið er ekki síður hitt að fyrirtækið fagnar um þessar mundir 50 ára starfsafmæli. Margt breytist á hálfrar aldar starfstíma en þó fram- leiðslan sé mun fjölbreyttari en í byrjun þá er margt líkt og var á fyrstu árunum. Stofnendur stöðvarinnar voru hjónin Hreióar Eiríksson og Ragn- heiður Pétursdóttir sem þá bjuggu í Laugarbrekku í Hrafnagilshreppi og hét stöóin í fyrstu Garðyrkju- stööin Laugarbrekka. Þau ráku stöðina ein frá 1944 til 1972 en þá stofnuðu þau til félagsbúskapar plöntur. Að sumu leyti er sölu- starfsemin áþekk því sem var, þar sem enn þann dag í dag er farió í söluferðir til Dalvíkur á vorin en þangaó var farið í fyrsta sinn í slíka ferð árið 1954. A þeim tíma var stöðin einnig með nokkurs konar torgsölu á Akureyri, seldi á Jóna Sigrún Sigurðardóttir og Eiríkur Hreiðarsson í gróðurhúsinu á Grísará. Mynd: Robyn Garðyrkjustöð í 50 ár ásamt Eiríki sym sinum og var svo til ársins 1979. Þá kom yngri bróðir Eiríks, Hreiðar, inn í rekst- urinn meö honum og ráku þeir stöðina í félagi í fimm ár, eða til ársins 1984, þegar Hreiðar byggði og hóf rekstur á Blómaskálanum Vín. Síðan þá hafa Eiríkur og Jóna Sigrún Sigurðardóttir, kona hans, rekið Garðyrkjustöóina á Grísará en þangað var rekstur stöðvarinnar fluttur eftir að Hreió- ar Eiríksson keypti jöróina 1957. Fyrsta gróðurhúsið var byggt þar árið 1971 og reksturinn smám færöur frá Laugarbrekku. Eins og gjarnt er um fjöl- skyldufyrirtæki, eins og garð- yrkjustöðin hefur alla tíð verið, þá var í fyrstu byrjað smátt. Eiríkur segir að starfsemin hafi byrjað í 100 fermetra gróóurhúsi í Laugar- brekku þar sem framleiddir voru tómatar, matjurtaplöntur og fljót- lega sumarblóm. „Að mörgu leyti var þetta frumherjastarfsemi á sín- um tíma því hér á svæðinu var að- eins starfandi stöö í Brúnalaug í Ongulsstaðahreppi en hún var stofnuð skömmu á undan,“ segir Eiríkur. Torgsala á Akureyri og söluferðir til Dalvíkur I dag framleióir stöðin matjurtir, sumarblóm, skógar- og runna- fyrirfram ákveðnum dögum en síðan tóku systur Hreiðars við söl- unni og seldu um árabil í Fróða- sundi 9. „Svo þegar vegurinn batnaði, bílaeign varó almennari hjá fólki og fjölbreytnin jókst í framleiðslunni í stöðinni þá lá beinast vió að þjónusta viðskipta- vinina hér heima.“ - Þessi tími er væntanlega mik- ill annatími. Manst þú eftir öðru en annríki og mikilli vinnu á vor- in, Eiríkur? „Nei, ég man aldrei eftir þessu öðruvísi. Eg byrjaði strax að vinna við þetta þegar ég fór aó geta eitt- hvaó gert og þannig var um okkur systkinin. Þaó var lítió um að- keypt vinnuafl. Eg man t.d. að ég fór í fyrstu söluferðina til Dalvík- ur árið 1954 og fyrstu 30 árin fór ég sjálfur í allar söluferðirnar. Það var alltaf gaman að fara í sölu- ferðirnar þó öörum þræði væri líka kvíði, alltaf sami beigurinn þegar komið var á Hámundar- staðahálsinn við Dalvík því þessar söluferðir voru miklar tarnir og erfiðar.“ Skógræktaráhuginn vaxandi Eiríkur og Jóna Sigrún segja aó smám saman hafi framleiðslan í stöðinni þróast meira út í græn- metisrækt en rækt á tómötum og gúrkum var hætt. Annar stór þátt- ur í framleiðslunni er garðplöntu- framleiðslan. A síðari árum hefur stöðin framleitt trjáplöntur og runna og segja Eiríkur og Jóna Sigrún að greinilega megi merkja vaxandi skógræktaráhuga meðal almennings, sem og einnig meóal bænda, en sem kunnugt er hefur staðið yfir verkefni í skógrækt til sveita undir heitinu bændaskógar. „Skógræktaráhuginn vex líka í réttu hlutfalli við minnkandi beit- arálag af sauófé því árangurinn sést betur. Aður geröu menn sér ekki grein fyrir hvað það var sem olli því að árangurinn af skóg- ræktinni var lítill. Þegar svo ár- angur fer að sjást þá eflist þessi skógræktaráhugi," segir Eiríkur. Dæmigert fjölskyldufyrirtæki Aðstaðan fyrir starfsemina er nokkuð mciri núna en var í fyrsta 100 fermetra húsinu. I Garðyrkju- stöóinni á Grísará er nú undir urn 3 ha. land í görðum, um 840 fer- metrar í gróðurhúsum, um 200 fermetrar undir plastdúkum og um 1000 fermetrar í reitum. Þróunin hefur því orðið talsverð á þessum 50 árum sern fyrirtækið hefur starfaó. Eiríkur bendir á aó í raun megi telja stöðina til dæmigeróra fjölskyldufyrirtækja sem þróist út frá markaðsaðstæðum. Og þó Fyrir réttum 50 árum hófu Hreiðar Eiríksson og Ragnhciður Pétursdóttur rekstur garðyrkjustöðvar í Laugar- brekku í Hrafnagilshreppi en síðar flutti stöðin í Grísará. Þessar byggingar í Laugarbrekku eru nú horfnar cn myndin var tekin eftir 1960. Sólveig Káradóttir starfsmaður í Garðyrkjustöðinni á Grísará við vinnu sína. Nú er sá árstími kominn þegar hvað mest eftirspurn er eftir plöntum Mynd: Robyn. alþjóðavióskiptum. Eiríkur og Jóna Sigrún segja aó geróir hafi verió samningar scm komi í veg fyrir þróun í grcininni hér heima og fyrirsjáanlega muni greinin verða í vanda vegna erlendrar samkeppni. „Hvað varðar græn- metið og blómin þá er leyföur tollalaus inntlutningur til að greiða fyrir saltfisksölu til Suöur- Evrópulanda. Þannig var hags- munum fórnaö fyrir fiskhagsmuni. En í raun og veru á greinin ágæta framtíð fyrir sér vegna þess aó vió eigum mikla möguleika til að framleiða vöruna án eiturefna. Það sem gerir þó erfitt fyrir er að hingað til lands berist sjúkdómar sem eiga sér náttúrulega óvini er- lcndis en ekki hér. Baráttan vió þessa gesti getur orðiö kostnaðar- söm þannig aó leggja veróur áherslu á að verjast þeim. En í heild byggir framtíð garó- yrkjunnar hér á landi afskaplega niikió á skynsamlegum samning- um. Hér er hægt að cyðileggja allt meó óskynsamlegum samningum en til þess að gera góða samninga þurfa menn að hafa góða þekk- ingu á málefnum garðyrkjunnar og á alþjóóavióskiptum. Náist góðir samningar í þessa veru er framtíð garðyrkjunnar hér á landi björt.“ JÓH og blómum. stærsti hluti viðskiptavinanna sé á Eyjafjarðarsvæðinu þá dreifast þeir um landiö og spanna raunar svæðið allt frá Isafiröi til Borgar- fjaróar eystri. Hlutverk veðurguðanna Rekstur garðyrkjustöðvar á mikið undir blessuðum veðurguóunum, sérstaklega hvað varöar grænmet- isræktina en garðplöntuframlciósl- an er stöðugri. Þau hjón segja að sveiflurnar séu þá oft rnjög miklar og út frá hinunt margumtöluðu markaóslögmálum sveiflar frant- leiöslumagnið verðinu til við þær aðstæður. Suðurlandið ræður þar mestu og þannig hefur sú óvenju- lega staða vcriö síðustu tvö árin hjá grænmctisframleióendum norðan heiða að saman hefur farið mikil framleiðsla fyrra árió og hátt verð og síðan lítil framleiðsla seinna árið og lágt verð. Skýringin á þessu cr hve ráóandi framleiðsl- an sunnan heióa er á verðmyndun- ina á markaðnum. Framtíðin byggist á skynsamlegum samningum Garóyrkjubændur hafa nokkuð verió dregnir inn í untræðuna um samninga unt Evrópskt efnahags- svæöi og aukinn hlut Islendinga í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.