Dagur - 21.05.1994, Blaðsíða 20

Dagur - 21.05.1994, Blaðsíða 20
Mývatnssveit: Þrestir reyna hústöku til hreiðurgerðar Sigfríður Steingrímsdóttir býr í þorpinu í Mývatnssveit og hefur staðið í mikilli varnarbar- áttu við nýbúa sem laumast inn um glugga á húsi hennar á nótt- unni og gera ítrekaðar tilraunir til að byggja sér ból í stofu og eldhúsi. Um er að ræða tvær þrastafjölskyldur, önnur hefur gert fjórar tilraunir til hreiður- gerðar í eldhúsglugganum en hin tvær tilraunir til að gera sér hreiður í hengiplöntu í stofunni. Sigfríður segir að óvenju mikið sé af þröstum og smáfuglum urn- hverfis húsið í vor. Þrestir séu vanir að verpa við húsið og á þak- inu en þeir hafi aldrei leitað inn eins og núna. Telur hún hclst að fuglamir séu að leita að öruggu skjóli fyrir köttum í nágrenninu. Sigfríður segist ekki mikið verða vör við fuglana á daginn, en þeir eru þeim mun athafnasamari á nóttunni. I fyrstu fann hún strá og kusk í gluggakistum sem hún skyldi ekki hvaðan kæmi. Síðan fór hún að finna hreiðrin. Fuglam- ir tína ýmislegt til í hreiðurgerð- ina, bæði utan húss og innan: strá, snærisspotta, fölnaða grenigrein úr jólaskrauti, bréfaræmur, garn- spotta sem dreginn hafði verið úr sláturkepp, ýmislegt má nýta. Sigfríður hefur lokað gluggan- um sem þrestirnir komu inn um, en þá koma þeir bara inn um næsta glugga og endurbyggja hreiðrin sem hún hefur verið að henda út. Sigfríði finnst þessi þrá- Það virðist ætla að verða ágætis veður um hvíta- sunnuhelgina. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður hæg breytileg átt alveg fram á þriðjudag, bjartviðri um nánast allt land en þó þoku- bakkar á annesjum. Hiti verður á bilinu 6-13 stig, hlýjast í innsveitum. hyggja þrastanna merkileg en er ekki hrifin af að fá þrastahreiður í stofuna og heldur að mikill sóða- skapur fylgi ungafjölskyldum. Hún segir ómögulegt að geta ekki haft opinn glugga á húsinu, en er staðráðin í að hrekja þrestina út. Svo er framhaldið spuming um þrjósku. IM Allt fyrir garðinn í Perlunni við \4 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23S65 - íslenskt og gott Byggðavegi 98 Opið til kl. 22.00 alla daga JVC tækjaúrval Loksins, loksins er hún komin ný og endurbætt ’95 árgerðin. JVC mx-s20 samstæða ★Tvöfalt kassettutæki ★Geislaspilari ★Tölvustýrður tónjafnari ★Útvarp ★Surround liljómur ★Frábær hljómur ★Fullkomin fjarstýring Tilboð 59.900.- stgr. Takmarkað magn. Ein glæsilegasta hljómtækasam- stæða landsins. Sjón er sögu rikari JVC MX-S60R samstæða ★Tvöfalt kassettutæki ★Geislaspilari ★Fullkomin fjarstýring ★Útvarp ★Tölvustýrður tónjafnari með 50 minni á tónjafnarann. ★Frábærir 3-way hát. með mótorstýrðum tweeter Tilboð 89.900 stgr. Eitt magnaðasta ferðatækið með geislaspilara á markaðnum í dag og að sjálfsögðu með fjarstýringu. JVC RC-X720 ferðatæki m/geisla + fjarstýr. ★Tvöfalt kassettutæki ★Geislaspilari ★Fullkomin fjarstýring ★Allt digital Verð 34.900 stgr. JVC XL-P60 ferðageislaspilari ★ 1 bita geislaspilari ★8 times oversampling filter ★Sjálflýsandi takkar ★Forritunarmöguleiki ★lntro scan/random ★Hægt að lilaöa rafhlööurnar Toshiba sendingin af sjónvörpum er komin Bjóðum 20“ Daewood sjónvörp með ísl. textavarpi á hlægilegu tilboðsverði 39.900 stgr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.