Dagur - 21.05.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 21.05.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 21 maí 1994 - DAGUR - 15 L, Gígja Birgisdóttir frá Akureyri, feguröardrottning Islands árið 1986, var á dögunum útnefnd „Outstanding Student of the Year“, í markaösfræöum í Ríkis- háskólanum í San Diego (San Di- ego State University) í Bandaríkj- unum. Gígja útskrifast frá skólan- um 29. maí nk. Blaóamaóur hringdi til Gígju í San Diego og spuröi hana fyrst um námiö. „Eg hef verið aö læra markaös- fræði í Ríkisháskólanum síóan ár- ið 1989. Fyrstu tvö árin var ég í College sem má segja aö sé eigin- legt grunnnám. Síðan var ég heima á Islandi í hálft ár og tók þá aftur upp þráóinn hérna úti. Mér finnst þetta nám afar „praktískt“. Maður vinnur aó raunhæfum verkefnum í fyrirtækj- um úti í bæ, markaðskönnunum og flcira. An þess að ég viti það nákvæmlega þá held ég að þetta nám sé aó mörgu leyti betra en viðskiptafræðin í háskólanum heima.“ - Þessi frábæri námsárangur hlýtur aö segja rnanni það að þú hafir lagt hart að þér? „Já, töluvert. En ég get nú ekki Nýleg mynd af Gígju Birgisdóttur. Ég ætla að græða peninga - Gígja Birgisdóttir, fyrrum Fegurðardrottning íslands, á línunni - Eru margir íslendingar í skóla í San Diego? „Nei. Eg held að í það heila sé- um við þrjár stelpur í námi hérna. Þetta svæói cr óneitanlcga mjög dýrt og það verður að segjast aó námið hefur kostað mig allt of rnikla peninga! En cg sé samt síð- ur en svo eftir því að hafa farið í þennan skóla.“ - Hvaó tekur við hjá þér eftir aó þú útskrifast? „Ekki spyrja mig! Eg er satt að segja ekki alveg búin að ákveða hvaó ég geri. Mér býðst þó vinna í Luxemborg sem ég er að hugsa um að skella mér á. Þaó er mjög erfitt aö fá vinnu hérna í Banda- ríkjunum vcgna þcss að ég er ekki með^,græna kortið’Y' -1 hverju felst vinnan hjá þcssu fyrirtæki í Luxcmborg? „Þarna cr um að ræða tvcggja ára gamalt fyrirtæki scm selur fisk og mér er ætlað að sjá urn ýmsar hlióar á markaðsmálunumÝ - Þú ert ekki að hugsa um að halda áfram námi og ljúka MS- prófi í fjármálum? „Jú, ég hef mikið velt því fyrir mér. Eg myndi þá taka það próf í cinhverjum öðrum háskóla.“ - Þú ætlar sem sagt ekki að koma heim til Akureyrar og vinna hér í þínu fagi? „Koma heim til Akureyrar? Nei, ég ætla aö græða peninga! Kannski kem ég heim einhvern tímann seinna, þegar ég vcrð kornin með fjölskyldu. En ég hef ekki hugsaó mér að koma heirn að svo stöddu. Maður cr orðin svo mikil stórborgarmanneskja." - Klassísk spurning til Islend- inga í útlöndum: Hvað vita Bandaríkjamenn um Island? „Þeir hafa eitt alveg á hreinu; nefnilega að Island er grænt og Grænland er ís. Þetta hafa þeir lært af kennslubókum. Mér finnst ekkert leióinlegt að segja Banda- ríkjamönnum frá landi og þjóð. Eg hef verió einskonar sendiherra skólans í tvö ár og það felst í því aó fara í barnaskóla og segja krökkunum frá Islandi.“ - Er það launað starf? „Já, á þann hátt að ég hef feng- ið skólagjöldin lækkuð um 2500 dollara á ári.“ óþh sagt aó ég hafi alltaf legið í bók- unum.“ - Ertu ekki ánægð með þessa viðurkenningu? „Oneitanlcga er þetta mjög gaman, en þetta skiptir kannski ekki neinu höfuðmáli. Á útskrift- inni situr maður sjálfsagt uppi á sviði með öllum stórkörlunum!“ - Er þetta eitthvaó svipað og vcra kjörin fegurðardrottning ís- lands? „Nci, ég var búin að vinna vel fyrir þessari útnefningu og átti hana ef til vill skilió. En þaó cr spurningin um hinn titilinn!“ - Hefur sú reynsla sem þú fékkst þegar þú barst titilinn Feg- urðardrottning Islands komið þér á einhvern hátt vel í Bandaríkjun- um? „Nei, blessaóur vertu. Eg segi ckki nokkrum ntanni frá þessu.“ - Hvernig stóð á því að þú valdir að fara í skóla í Bandaríkj- unum? „Eg ákvaó strax 13-14 ára gömul að fara í skóla í Bandaríkj- ununi og það komst ekkert annað að. Eg fór beint til Bandaríkjanna en lauk ekki stúdentsprófi heima." - Hvernig hefur þér líkað dvöl- in í San Diego? „Þetta hefur verið alveg þræl- fínn tími. Mér liggur við að segja að ég sé á besta stað í heimi. Þetta er sannkölluð veðurparadís, hér er alltaf gott veóur. Það verður samt aldrei of heitt, hitinn er þægilegur árið um kring.“ Toppnum náð. Gígja Birgisdóttir valin fegurst íslenskra fljóða á vcitinga- húsinu Broadway árið 1986. Bókavörður Bókavörð vantar til starfa við Bókasafn Háskólans á Akureyri í hálft starf frá miðjum júlí. Meginstarfssvið hans verður upplýsinga- og notendaþjónusta og er það skilyrði að viðkomandi hafi háskólapróf í bókasafns- fræði og/eða öðrum greinum tengdum rannsókna- og fræðasviði háskólans. Launakjör fara fram eftir samningi Félags háskóla- kennara á Akureyri. Umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil, sendist fyrir 15. júní til yfirbókavarðar, Háskólanum á Akureyri, Þingvallastræti 23, 600 Akur- eyri. Nánari upplýsingar um starfið veitir yfirbókavörður í síma 96- 30900. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra. Við óskum eftir starfsmanni við sundlaug Vist- heimilisins Sólborgar, reynsla af þjálfun eða vinnu með fötluðum nauðsynleg. Upplýsingar um þessa stöðu veitir Helga Hjálmarsdótt- ir í síma 21754. Umsóknarfrestur er til 26. maí n.k. Vant beitingafólk óskast til Sólrúnar hf. Árskógssandi. Upplýsingar í símum 96-61098 og 96-61946, Inga. Vélstjóri 1. vélstjóra vantar á frystitogarann Sigur- björgu frá Ólafsfirði. Þarf að geta leyst af sem yfirvélstjóri. Vélastærð 1980 KW. Aðeins maður með full réttindi kemur til greina. Upplýsingar gefa Sigurgeir og Svavar í síma 96-62337. Magnús Gamalíelsson hf. Sími 96-62337, fax 96-62537. Óskum eftir áreiðanlegu og metnaðarfullu starfsfólki á aldrinum 20-30 ára, í herra- og dömudeild verslunar- innar. Viökomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa reynslu af verslunarstörfum. Vinsamlegast sendið inn skriflega umsókn ásamt mynd, fyrir 1. júní nk. merkt; „Atvinna'1. Öllum umsóknum svarað skriflega. pósthólf 398, 602 Akureyri. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, KATRÍNAR JÓSEFSDÓTTUR, Norðurgötu 40, Sverrir Ragnarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.