Dagur - 21.05.1994, Blaðsíða 19
Laugardagur 21. maí 1994 - DAGUR - 19
ÆSKUBLOMI
SÓLEY RANNVEIú HALLÚRÍMSDÓTTIR
lugfreyjur
Oddeyrarskóla
„Hvar hafa dagar lífs þins
lit sínum glatað?"
Ég er búin aó tala við fullt af ungu fólki
núna undanfarið. Ungmennin hafa öll haft
eitthvað sérstakt fram að færa, hvert og
eitt, en það sem sameinar þau öll er eink-
um þrennt: Bjartsýni, gleði og það allra
besta; einlægnin í því sem þau eru að
segja frá. Þær komu líka með það beint frá
hjartanu. Þær eru 10 ára gamlar, eru í
Oddeyrarskóla og heita Jónbjörg S. Hann-
esdóttir og Jóna Björk Viðarsdóttir.
- Hvernig líður ykkur í Oddeyrarskóla?
Jónbjörg S.: „Mér líður vel hérna. Ég
byrjaói í skólanum ’92 en var áöur í Lund-
arskóla með 23 krökkum í bekk. Núna er-
um vió tólf, það er miklu rólegra að vera
hér.“
Jóna Björk: „Ég byrjaði í Síðuskóla. Þaó
er rosalega stór skóli og það voru svo mikil
læti í tímum að ég gat ekki einbeitt mér.
Vió erum fá í bekknum hérna og það er
miklu betra.“
- Þið búið ekki á Eyrinni, keyrir einhver
ykkur í skólann?
JS: „Þaó kemur skólavagn að ná í okk-
ur.“
JB: „Þetta er svona lítill kálfur."
- Finnst ykkur veturinn hafa verið
skemmtilegur?
JB: „Já, já. Nema á sumardaginn fyrsta.
Þá fór að leka of mikill vökvi inn í mjöðm-
ina á mér, ég þurfti að leggjast inn og þaö
var gerð aðgerð. Læknarnir héldu að þetta
væri veirusýking, en hún var þá farin þegar
aðgerðin var gerð. Svo þurfti ég að vera á
hækjum í viku. Ég fór svo í skírnarveislu í
Svarfaóardal. Það var mjög garnan."
JS: „Mér fannst hann ágætur. Við í fjöl-
skyldunni fórum mikið út saman í garð og
bjuggum til brekkur og snjóhús, vorum að
leika okkur saman. Svo kom einu sinni
haglél, það var gaman. Ég fór líka í skírn-
arveislu. Skírnin var í Akureyrarkirkju. Þaó
var verið að skíra frænku
mína og hún heitir það
sama og kennarinn
minn, Hólmfríður.
„Kvíöi fyrir stafsetn-
ingarprófinu"
- Eigiö þió uppá-
haldskennara
skólanum?
JS: „Já, það er
sko Hólmfríður
Ólafsdóttir. Hún fer mikió með okkur út úr
skólanum, á bæjarskrifstofurnar, að skoða
lögreglustöðina og sjúkrahúsið."
JB: „Hólmfríður er langbest. í gær löbb-
uðum vió á Greifann til aó sjá hvernig pizz-
ur eru búnar til. Svo fengum vió okkur eina
og var boðið upp á franskar, ís í eftirrétt,
hatta og blöðrur. Það var frábært."
- Er kominn hnútur í magann fyrir próf-
in?
JS: „Ég kvíði fyrir stafsetningarprófinu,
en stærðfræði og lesturinn er í lagi.“
JB: „Skriftarprófið var í gær, það var létt.
Ég er svo dugleg aö þetta gengur örugg-
lega vel.“
- Eruð þið búnar að ákveða hvað þið
ætlið að gera í sumar?
JB: „Ég fer núna bráðum til Grímseyjar
að heimsækja afa minn og skoða eyjuna.
Svo fer ég seinna í sumarbústaó til Borg-
arfjarðar. Kannski passa ég svo litlu systur
mína sem er fimm mánaða."
JS: „Ég fer í fermingarveislu í sumar.
Svo fer ég í ferðalag til Egilsstaða, Borgar-
fjaróar og í brúökaup til ísafjarðar. Mig
minnir að það sé líka ættarmót, ég er ekki
viss hvar.“
„Hlakka rosalega til sumarsins“
- Hafið þið ekki fullt af áhugamálum?
JS: „Eg æfi fimleika og í sumar ætla ég
aó stunda fótbolta með Þór að sjálfsögðu.
I skólanum hef ég mest gaman af kristin-
fræói og stærðfræði.“
JB: „Ég hef mikinn áhuga á hesta-
mennsku og skíóum, en ég hef ekki mátt
stunda þaó neitt undanfarið. Svo finnst
mér gaman að fara í sveitina (Skagafjörð)
til afa og ömmu. í skólanum finnst mér
mest gaman í leikfimi og sundi.“
- Eruó þið búnar aó ákveða hvað þið
ætlið að læra í framtíóinni?
JS: „Nei, það kemur í Ijós. Ætli ég endi
ekki sem flugfreyja, ég er svo gáfuð.“
JB: „Mig langar aó verða flugfreyja eóa
rosalega flink hárgreiðsludama."
- Eitthvaó sem þið viljið
segja aó lokum?
JS: „Ég ætla aó vera glöð
og bjartsýn og vona að fjöl-
skyldan mín verói það líka.“
JB: „Ég hlakka rosalega
til sumarsins."
- Ég vona aó geisl-
ar sólarinnar elti
ykkur í sumar,
stelpur. Takk,
takk.
Kynningarverð!
í tilefni þess að stúlknavika verður í fyrsta sinn i sumar bjóðum við 6-12 óra
stúlkum vikudvöl við Ástjörn dagana 18.-24. júní á sérstöku kynningarverði,
eða aðeins kr. 9.500,- að viðbættu staðfestingargjaldi.
6-12 ÁRA STÚLKUR OG DRENGIR
Dugana 25. júni-15. júli dvelja bæði stúlkur og drengir við Ástjörn.
6-12 ÁRA DRENGIR
Dagana 16. júli-12. úgúst dvelja drengir við Ástjörn.
13-17 ÁRA UNGLINGAR
Vikuna 13.-19. ógúst dvelja unglingar við Ástjörn.
Dvalartimi er allt fró 1 viku og upp i 7 vikur. Nónari upplýsingar í sima 96-23238 (Bagi
Pétursson, forstöðumaður), 96-21585 (Magnús og Árni) og 96-21509 (Þorsteinn Pétursson).
Sumarheimilil Ásljörn er i þjóð-
garðimim i Ásbyrgi og er krislilegl
sumarheimili lyrir drengi og slúlk-
ur. Ijörain og skógurinn umhverlis
veitir ólæmandi möguleika lil leikja
og úliveru lyrir börn og unglinga.
Við Ásljörn eru Ijölmargir bálar al
ýmsum gerðum, knattspyrnu- og
körfubollavöllur, og frjálsar íþróllir,
kvöldvökur, löndur, biblíulímar
o.m.fl. er á dagskránni. Heslaleiga
I er i næsta nágrenni.
Verð pr. viku 11.500,- kr. Stoðfestingnrgjold bætist við (1.000 - 2.000 kr.).
10% syslkinaofslátlur og 5% slaðgreiðsluafsláltur. VISA, EUR0 og Samkort.
J*JM|
Maöurinn minn,
ÁRNI AÐALSTEINN
ÞORLÁKSSON,
Skipasmíðameistari,
Suðurbyggð 4, Akureyri,
sem lést 15. maí á Landsspítalanum verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju þriðjudaginn 24. maí kl. 13.30.
Anna Kristín Zophoníasdóttir.
Ástkaer eiginmaður minn og
faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi
INGÓLFUR ÁRMANNSSON,
Furulundi 1d, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 25. maí
kl. 13.30
Bára Ásbjarnardóttir,
SigþórÁ. Ingólfsson, Guðlaug Jóhannsdóttir
Gunnlaugur Á. Ingólfsson,
Ragnar Ingólfsson., Elísabet Skarphéðinsdóttir
börn og barnabörn
Maóurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
LEÓ GUÐMUNDSSON,
Aðalstræti 3,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar, þann 8. maí. Jarðarför-
in hefur farið fram f kyrrþey aó ósk hins látna.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfclki lyfja-
deildar FSA.
Þökkum auðsýnda samúð.
Guð blessi ykkur öll.
Gyða Jóhannesdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn, og barnabarnabörn.
Það er þetta með
bilið milli bíla...