Dagur - 21.05.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 21.05.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 21. maí 1994 SÆVAR HREIÐARSSON HM 1 BANDARI KJUNUM '94 Verður Brasilía heimsmeistari á ný? Þá er komið að öðrum þætti í kynningu blaðsins á liðunum sem etja kappi í HM í sumar. Að þessu sinni er það B riðill sem tekinn verður fyrir. Þetta er án efa erfiðasti undanriðillinn þar sem leika Brasilía, Svíþjóð, Rússland og Kamerún. Lið Brasilíu þykir sigurstranglegt í þessari keppni og margir sem vona að liðið verði heimsmeistari að nýju. Liðið spilar mjög skemmtilega knattspyrnu og verður gaman að fylgjast með þeim í sumar. Svíar eru með mjög reynt lið þar sem kjarni liðsins hefur spilað saman frá því á Ítalíu 1990. Rússar gætu Ient í erfiðleikum þar sem flestir sterkustu leikmenn landsins hafa neitað að leika undir stjórn þjálfarans, Pavel Sarydin. Ljónin frá Kamerún eru með svipað Iið og sló í gegn á Ítalíu fyrir ijórum árum. Ef baráttan verður sú sama má búast við að þeir komist langt. Brasilía Þjálfari Brasilíu er Carlos Al- berto Parreira sem kom fyrst ná- lægt þjálfun landsliðsins þegar þaö varð síðast heimsmeistari, 1970. Þá sá hann um líkamsþjálf- un liðsins en hann stýrði svo landsliói Kúvæt í lokakeppninni á Spáni 1982 og liði Sameinuðu Ar- abísku Furstadæmanna á Italíu 1990. Brasilíska lióið spilar að venju skemmtilegan sóknarbolta enda margir snjallir leikmenn í liðinu. Bakvörðurinn Jorginho, sem leikur með Bayern Munchen, er áreiðanlegur og sókndjarfur og fyrirliði liösins, miðvörðurinn Ri- cardo Gomes, er mjög öruggur í vörninni og hefur öðlast mikla reynslu í Evrópu meö Benfica og Paris Saint Germain. Leikstjórn- andinn er Rai, sem er 29 ára og leikur einnig nteð Paris Saint Germain í Frakklandi. Hann er snillingur þegar hann nær sér á strik en á mjög misjafna leiki og veltur frammistaða liðsins mjög á hvernig honunt gengur í keppn- inni. Hann er yngri bróðir Socra- tes sem var í aðalhlutverki á Spáni 1982 og í Mexíkó 1986. Fram- herjinn Romario sem nú leikur meó Barcelona á Spáni hefur stað- ið sig frábærlega í vetur og er sennilega besti sóknarmaóur heims í dag. Hann hefur þó ekki alltaf náð að sýna sitt rétta andlit meó landsliðinu og fer jafnan í fýlu þegar hann er ekki í byrjunar- lióinu. Hann var rekinn úr liðinu í fyrra en kom aftur og tryggói lið- inu sæti í lokakeppninni meö tveimur mörkum gegn Uruguay. Aórir leikmenn sem vert er aó veita athygli eru vinnuþjarkurinn Carlos Dunga sem leikur með Eyjólfi Sverrissyni hjá Stuttgart, tengiliöurinn Zinho sem virðist vera að festa sig í sessi í liðinu og hinn 17 ára Ronaldo sem stóó sig frábærlega gegn Islendingum fyrir skömmu. Líklegt byrjunarlið (4-3-3): Taffarel - Jorginho, Branco, Ri- cardo Gomes, Ricardo Rocha - Dunga, Rai, Zinho - Ronaldo, Ro- mario, Bebeto. Svíþjóð Svíar taka nú þátt í lokakeppninni í níunda sinn og aó þessu sinni stefna þeir hátt undir stjórn þjálf- arans Tommy Svenson. Lið hans er líkamlega og tæknilega sterkt og leika flestir leikmenn liðsins með stórliðum á meginlandi Evr- ópu. Svenson leggur mikió upp úr því að hafa yfirhöndina á miðj- unni og spilar gjarnan með fimm leikmenn á miðjunni og aðeins einn í fremstu víglínu. Miðvörður- inn Jan Eriksson var besti maður liðsins í Evrópukeppninni 1992, þar sem hann sýndi að hann er stórhættulegur þegar hann bregður sér inn í vítateig andstæðinganna. Stefan Schwarz, sem leikur með Benfica, sinnir hlutverki varnar- tengiliðs. Hann er fljótur, fastur fyrir og með góðan vinstri fót. Leikstjórnandi er Jonas Thern frá Napólí. Hann fer sér hægt á miðj- unni og þarf að fá tíma til aó spila vel en hann notar boltann vel og sjaldan að sendingar hans fari af leið. Tomas Brolin hóf ferilinn sem framherji en var í vetur færð- ur aftur á miðjuna. Hann er mjög leikinn með boltann auk þess sem hann berst um hvern bolta og gefst aldrei upp. Framherjinn Martin Dahlin hefur heldur betur slegió í gegn eftir heldur dapra tíð meó landsliðinu. Hann skoraói 7 mörk í undankeppninni og er nú talinn í hópi hættulegri framherja Evrópu. Líklegt byrjunarlið (4-4-2): Ravelli - Nilsson, Ljung, Eriks- Úkraínumaðurinn Viktor Onopko er lykilmaður í rússneska liðinu. Tomas Brolin er helsta stjarna sænska liðsins. Brasilíski framherjinn Romario kann vel við sig innan vítateigs, svo vel að þegar að hanri gckk í það heilaga lél hann gifta sig á vítapunkti á knatt- spymuvelli Vasco da Gama í Brasilíu. Ef Rogcr Milla leikur með liði Kame- rún í keppninni þá veróur hann elsti leikmaður lokakeppninnar frá upphafi. Milla cr nú 42 ára en metið. á Dino Zoff sem var fertugur þegar hann varð heimsmeistari meðltalíu 1982. Norman Whiteside frá N-írlandi er yngsti leikmaðurinn scm hefur leikið í HM. Hann var 17 ára og 42 daga gam- all þegar hann lék með Norður írlandi gegn Júgóslavíu á Spáni 1982. Ron- aldo frá Brasilíu er yngsti leikmaður keppninnar í ár. Hann er fæddur 22. scptcmber 1976 og verður því 17 ára og niu mánaða þegar Brasilía mætir Rússum í fyrsta leik 20. júní. Svíar bundu miklar vonir við Par Zelterberg, tcngilið hjá Anderlccht, en hann meiddist í vetur og leikur ekki með í Bandaríkjunum. Sænska iandsliðiö getur þakkað öðr- um þjóðum að eínhverju leytí árangur sinn. Markvörðurinn Thornas Ravelli er ættaður frá Austurríki, tengiliðurinn Stefan Schwarz frá Þýskalandi, kant- maðurinn Anders Limpar frá Ung- verjalandi og framherjinn Martin Da- hlin frá Vcnczuela. Brasilía hefur náð besta árangri allra lióa í úrslitakeppni HM. I>eir hafa lcikið 66 leiki, unnið 44, gert 11 jafn- tclli og tapað 11 leikjum. í þcssum leikjum hafa þeir skorað 148 mörk og fengið á sig 65. Þjóðverjar hafa leikið flesta leiki allra eða 68. í þeim hafa þeir haft betur 39 sinnum, gert 15 jafntcfli og 14 sinnum þurft að lúta í gras. Francois Omam-Biyik er mesti markaskorari Kamerún. Ef Rai nær sér á strik gengur bras- ílíska liðinu vei. son, Andersson - Thern, Schwarz, Ingesson, Brolin - Larsson, Da- hlin. Rússland Mjög óvíst cr hvernig landslið Rússlands verður skipað í sumar en tlestir bestu menn liösins hal'a neitað að spila undir stjórn þjálfar- ans, Pavel Sadyrin. Þcim finnst aðferóir hans barnalegar og hafa hcimtað að Anatoly Bishovets verði endurráóinn en hann stjórn- aói liði Sovétríkjanna síðustu árin. Meóal þeirra scm hafa neitað að leika með landsliðinu eru Andrei Kanchelskis frá Man.Utd., Sergei Kiriakov frá Karlsruhe, Igor Shalimov frá Inter Milan, Vasili Kulkov frá Benfica, Igor Dobro- volski frá Dynamo Moskvu, Andrei Ivanov frá Spartak Moskvu og Igor Kolivanov frá Foggia. Sadyrin tók viö liðinu eft- ir Evrópukcppnina 1992 eftir að hafa stýrt liöi CSKA Moskva til sigurs í deildarkeppninni. Lið hans er ungt og berst vcl í leikjunr án þess að lcikmennirnir séu meó mikla sýndarmcnnsku. Sadyrin getur treyst á aó Dimitri Kharin, markvörður Chelsea, vilji leika með liðinu en hann lék undir hans stjórn hjá CSKA. Varnarmaðurinn Viktor Onopko, var í hópi þeirra sem neituóu að spila en honunr hefur snúist hugur og er talió að hann verði lykilmaður í liðinu í sumar. Hann er aðeins 23 ára og úkraínskur að uppruna en ákvað að leika með rússneska liðinu. Framherjinn Sergei Yuran, sem leikur með Benfica, hefur einnig ákveðiö að leika með liðinu eftir að hafa neitaó aó leika. Hann er einnig fæddur og uppalinn í Ukra- ínu og má segja að Rússar geti þakkað grönnum sínum fyrir bestu leikmenn liðsins. Yuran er mjög baráttuglaður framherji sem þefar uppi marktækifærin. Hann er ofar- lega á óskalista margra stórliöa bæði á Ítalíu og í Englandi. Vlad- imir Beschastnykh er tvítugur framherji sem cr á leið til Werder Bremen frá Spartak Moskva. Hann hefur mikla yfirferð, býr yf- ir mikilli tækni og gefst aldrei upp. Dimitri Radchenko er 23 ára, eldfljótur og markheppinn framherji sem leikur með Sant- ander á Spáni og vert er að fylgjast með. Líklegt byrjunarlió (4-3-3): Kharin - Gorlukovich, Khlestov, Galjamin, Onopko - Popov, Borodjuk, Korneyev - Bes- chastnykh, Radchenko, Yuran. Kamerún Kamerún tekur nú þátt í loka- keppninni í þriðja sinn en lióið sló eftirminnilega í gegn í síðustu keppni þegar það komst í fjórð- ungsúrslit, þar sem þeir töpuðu naumlega fyrir Englendingum. Þjálfari liðsins er fransmaður- inn Henri Michel sem stýrói landsliði Frakka í lokakeppninni í Mexíkó 1986. Hann hel'ur úr mörgum góðurn leikmönnum að velja en hans helsta vandamál er slæm fjárhagsstaða og léleg að- staða. Hann veróur að sætta sig við að þjálfa liðið á ósléttum gras- flötum scm aörar þjóöir mundu ekki láta bjóóa sér. Markvörður- inn Joseph-Antoine Bell er nú 39 ára og er fyrirliði liðsins. Hann er mjög litríkur leikmaóur og er ávallt að skemmta áhorfcndum með uppátækjum sínum. Tengilið- urinn Jean-Claude Pagal, sem leikur með Martigues í Frakk- landi, berst urn hvern einasta bolta á miðjunni og hefur nríkinn sigur- vilja. Andre Kana-Biyik er sterkur varnartcngiliður sem hel'ur leikið í nokkur ár í Frakklandi. Hann er nýbúinn að ná sér af erf- iðum mciðslum og ætti aö reynast liðinu vel á miðjunni. Francois Omam- Biyik er 28 ára framhcrji sem leikur með Lens í Frakklandi. Hann hefur vcrið mesti marka- skorari Kamerún í nokkur ár og vakti ntikla athygli þegar hann skoraói fyrsta mark síðustu loka- kcppni og sökkti þar með heims- mcisturum Argentínu. Hann er lljótur og mjög lcikinn auk þcss að vera stcrkur skallamaður. Alp- honse Tchami er 23 framherji sem leikur með OB Odense í Dan- mörku og var markahæstur þar í landi á síðustu leiktíð. Að lokum ber að nefna göntlu kempuna Ro- ger Milla sem nú cr orðinn 42 ára. Þessi skenrmtilegi lramherji hefur tekió fram skóna að nýju og leikur mcð Tonnerre í heimaland- inu. Hann var hetja liðsins í loka- keppninni 1990 þar sem hann lífg- aði upp á liðið. Líklegt byrjunarlið (3-5-2): Bell - Agbo, Onana, Tataw - Kana-Biyik, M Bouh, Pagal, Ma- boang, Embe - Omam-Biyik, Tchami. Leíkir í B riðl I# 19. júní Kamerún - Svíþjóð, Los Angeles 23.30 RÚV 20. júni Brasilía - Rússland, San Francisco 20.00 RÚV 24. júní Brasilía - Kamerún, San Francisco 20.00 RÚV 24. júní Svíþjóð - Rússland, Detroit 23.30 RÚV 28. júní Rússland - Kamerún, San Francisco 20.00 RÚV 28. júní Brasilía - Svíþjóð, Detroit 20.00 RÚV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.