Dagur - 21.05.1994, Blaðsíða 12

Dagur - 21.05.1994, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 21. maí 1994 FRAMHALDSSACA BJÖRN DÚASON TÓK SAMAN Al 'I Skai 34. kafli: Aftaka Friðriks og Agnesar Blöndal sýslumaður ákvað, aö aftaka Friöriks og Agnesar skyldi fara fram 12. febrúar um veturinn (1830). Staðinn valdi hann á einum af norö- vestustu Vatnsdalshólunum, þar er fjölmenni gat verið allt um kring og gjörla heyrt og séð það er fram færi. Boðaði hann þangaö alla karlmenn milli Vatnsskarðs og Miðfjarö- ar. Öxi og höggstokk hafði hann fengiö frá Kaupmanna- höfn. Var nú byggður aftöku- pallur á hólnum, sem í Dan- mörku er vant, var pallurinn og höggstokkurinn þakinn rauöu klæði. Sagt er, að Jón Þórðarson, böðull úr Eyjafirði, hafi boðið sig fram til að höggva þau og áskilið sér í laun tóbak og brennivín. En Blöndal leist eigi á manninn til þess. Falaöi hann til þess ýmsa, er hann vissi örugga og siövanda, en menn voru þess ófúsir, bauö hann þó 100 dali fyrir. Loks bauö Guð- mundur Ketilsson, bróðir Nat- ans sig fram. Þáði Blöndal boð hans, en spurði hann þó áður, hvort hann treysti sér til að vinna eiö aö því áöur, að honum gengi eigi hefndar- hugur til. Kvaðst hann treysta sér til þess. Öxina reyndi Guömundur heima í Hvammi og líkaði hún vel, var hún bæði mikil og biturleg. Það var jafnsnemma að komið var með þau bæði - Friðrik frá Þingeyrum og Agnesi frá Kornsá. Lét Blöndal Þorvarö prest og Vatnsdæli bíða á meöan í hólunum þar til aftöku Friðriks væri lokið. Meö Friðriki voru prestarnir séra Jóhann frá Tjörn og séra Gísli frá Vesturhópshólum og margir aðrir. Á leiðinni frá Þingeyrum sungu þeir með honum sálm- inn: „Allt eins og blómstrið eina" til erida þrisvar sinnum, en þess á milli lofaði hann Guð fyrir náð hans viö sig. Þá er á aftökustaöinn kom, heils- aði hann biíðlega öllum, er fyrir voru, enginn sá á honum hryggð. Hann spurði Guð- mund Ketilsson, hvort honum gengi hefndarhugur til, að höggva þau, en hann neitaði því og kvaðst aðeins þjóna réttinum. Tók Friðrik þá í hönd hans og bað hann gæta Guðs og vinna verk sitt í kærleika, óskaði hann honum slíkrar fullvissu um Guðs náð og fyr- irgefningu syndanna við dauðans aðkomu, sem hann sjálfur nú hefði. Þá beiddist hann að fá aö sjá öxina, laut að henni, kyssti hana og mælti: „Þetta er blessaður réttlætisvöndurinn, sem ég hefi forþénað með syndum mínum. Guði sé lof fyrir hann!" Dómarinn las honum nú dóminn og síðan hélt séra Jóhann ræðustúf yfir honum. Afklæddi hann sig nú sjálfur og talaði á meöan til áhorf- endanna: bað fyrirgefningar á hneyksli því, er hann hefði vakið, bað hafa dæmi sitt til viðvörunar og bað Guö gefa þeim öllum sáluhjálþlegan af- gang. - Hefir séra Gísli snúið þeim orðum í Ijóð. - Loks tók hann af hálsi sér, braut niður skyrtukragann og lagðist á höggstökkinn. Þá heyrði séra Jóhann aö hann mælti fyrir munni sér: „Ó, minn Jesú! ég leggst á þín náðar- brjóst". Séra Jóhann hafði þá yfir nokkur ritningarorð - en Guðmundur hjó á hálsinn, svo höfuöið féll af og öxina festi í stokknum, var tveggja manna tak að ná henni. Lét Blöndal nú færa líkið burt og hreinsa aftökupallinn, svo engin vegs- ummerki sáust. Síðan var Agnes sótt. Var hún svo magnþrota, að hún mátti eigi ganga óstudd. Hélt séra Þor- varður um hana og studdi hana, tók sér þaö mjög nærri sjálfur. Hún óskaði að eigi væri lesinn yfir sér dómurinn og að þetta gengi sem fljótast af. Hún kvaddi menn með döþru bragði og lagðist á höggstokkinn, en prestar hugguðu hana og séra Þor- varður kraup við hlið hennar og hélt utanum hana, lesandi guösorð fyrir henni. Sleppti hann henni eigi fyrr en af var höfuðið, sem ekki stóð lengi á. Lá séra Þorvarði sjálfum þá við ómegin því hann var við- kvæmur maður. Líkin voru lögö í kistur og grafin þar skammt frá, en höf- uðin sett á stengur, því svo var ákveðið i dóminum. Að því störfuðu þeir Jón Þórðarson, sem fyrr var nefndur og Árni bóndi í Enniskoti. Blöndal borgaði Guðmundi 100 dali fyrir aftökuna. Hann tók við og mælti: „Þetta eru blóðþening- ar. Ég gef þá fátækrasjóði Kirkjuhvammshrepps". Fannst það og oft á, að Guömundur var eigi fégjarn maður. Eftir þetta fóru menn heim. Varö þetta minnisstætt öllum, er við voru staddir. Höggstokkurinn var látinn liggja á hólnum, og er sagt að sést hafi urmull af honum til skamms tíma. UM VÍÐAN VÖLL Úr myndasafni Dags: Samþykkt samhljóða Nú er aðeins vika í bæjar- og sveitarstjómarkosningamar og spennan magnast óðfluga. Aó vísu þykir mörgum allt of lítið um pólitískar deilur og hasar og að kosningabaráttan sé hreinlega litlaus. Þetta segja margir Akureyringar og kenna jafnvel um friósemd í fráfarandi bæjarstjóm, þar hafi flest mál verið samþykkt samhljóða. Viö róum á þessi mió í myndasafni Dags og birtum skot frá bæjarstjómarfundi á Akureyri í janúar 1987. Hér eru þaó Sigríður Stefánsdóttir og Yngvi Kjartansson frá Alþýðubandalagi, Siguröur Jó- hannesson frá Framsóknarflokki og Freyr Ofeigsson frá Al- þýóuflokki sem greiða atkvæói. DACSKRÁ FJÖLMIÐLA SJÓNVARPIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 09.00 Morgunsjónvarp bamanna 10.30 Hlé 12.15 Stórmeistaramót í at- skák Heimsmeistarinn í skák, Anatolí Karpov, tók þátt í atskákmóti í beinni útsendingu úr sjónvarps- sal 2. maí síðastliðinn ásamt ís- lenskum stórmeisturum Hannesi Hlífari Stefánssyni, Helga Ólafs- syni og Margeiri Péturssyni. Um- sjónarmaður er Hermann Gunn- arsson, Jón L. Árnason skýrir skákirnar og Egill Eðvarðsson stjómar útsendingu. Endursýn- ing. 14.45 Staður og stund Fuglar landsins: Fálki. íslensk þáttaröð um þá fugla sem á ís- landi búa eða hingað koma. Um- sjón: Magnús Magnússon. End- ursýndur þáttur frá mánudegi. 15.00 Mótoraport Umsjón: Birgir Þór Bragason. Endurtekinn þáttur frá þriðju- degi. 15.30 íþróttahomið Endursýndur þáttur frá fimmtu- degi. ^ 16.00 íþróttaþátturinn Meðal annars verður sýnt frá ís- landsmótinu í knattspyrnu og móti í undanriðli heimsbikar- mótsins í golfi á Jamaíka þar sem þeir Amar Freyr Ólafsson og Úlf- ar Jónsson voru á meðal kepp- enda. Umsjón: Amar Bjömsson. 17.50 Táknmáisfréttir 18.00 Völundur (Widget) Bandarískur teikni- myndaflokkur um hetju sem get- ur breytt sér í allra kvikinda líki. Garpurinn leggur sitt af mörkum til að leysa úr hvers kyns vanda- málum og reynir að skemmta sér um leið. 18.25 Flauel Tónlistarþáttur í umsjón Stein- gríms Dúa Mássonar. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Strandverðir (Baywatch m) Bandarískur myndaflokkur um ævintýralegt líf strandvarða í Kaliforníu. Aðal- hlutverk: David Hasselhof, Nicole Eggert og Pamela Anderson. Þýðandi: Ólafur B. Guðnason. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.40 Simpson-fjölskyldan (The Simpsons) Bandarískur teiknimyndaflokkur um Hómer, Marge, Bart, Lísu og Möggu Simpson og ævintýri þeirra. Þýð- andi: Ólafur B. Guðnason. 21.05 Tviburabræðumir (Our Relations) Bandarísk gam- anmynd með hinum óviðjafnan- legu Oliver Hardy og Stan Laurel í aðalhlutverkum. Þýðandi: Þor- steinn Þórhallsson. 22.20 Dómsdagur nú (Apocalypse Now) Bandarísk bíó- mynd frá 1979 sem gerist í Víet- nam-stríðinu. Bandarískur sér- sveitarforingi er sendur til að tor- tíma ofursta sem hemaðaryfir- völd telja geðveikan og hefur komið sér upp einkaher inn- fæddra vígamanna í frumskógin- um. Leikstjóri er Francis Ford Coppola og í aðalhlutverkum eru Marlon Brando, Robert Duvall, Martin Sheen, Frederic Forrest og Harrison Ford. Þýðandi: Vet- urliði Guðnason. Kvikmyndaeft- irlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 16 ára. 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ SUNNUDAGUR 22.MAÍ HVÍTASUNNUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp bamanna 10.30 HM í knattspyrau Endursýndir verða 7. og 8. þáttur sem sýndir voru á mánudags- og þriðjudagskvöld. 11.20 Híé 12.20 Ljósbrot Úrval úr Dagsljóssþáttum vik- unnar. 13.05 Framfarir felast í nýsköp- un í þáttunum er fjallað um ferli ný- sköpunar frá grunnrannsóknum til framleiðslu og markaðssetn- ingar. Leitast er við að skýra helstu hugtök og þætti sem sam- eiginlega mynda hreyfiafl ný- sköpunar. í fyrri hlutanura er fjallað um hugmyndafræði ný- sköpunar og litið á þær forsendur sem nauðsynlegar teljast til að nýsköpun skili tilætluðum ár- angri. Handritshöfundur er Emil B. Karlsson, kynnir og þulur Ólaf- ur E. Friðriksson, Þiðrik Ch. Em- ilsson sá um dagskrárgerð og framleiðandi er Kvikmyndafélag- ið Nýja bíó. Áður á dagskrá á þriðjudag. 13.35 Genglð að kjörborði Endursýndir þættir frá liðinni viku þar sem fréttamenn fjalla um helstu kosningamál í Ólafs- vík, Hellissandi, Patreksfirði, Bíldudal, ísafirði, Bolungarvík, Sauðárkróki og Siglufirði. 14.35 í þágu fríðar (Sarajevo: A Tribute to Survi- val) Upptaka frá tónleikum í Fen- eyjum, Búdapest og New York. Meðal þeirra sem koma fram eru Renato Scotto, Luciano Pavarotti, José Carreras, Lucia Valentini Terrani, Iliko Komlosi, Evrópska kvennahljómsveitin og Fílharm- óníusveit Búdapest. Þýðandi: Anna Himiksdóttir. 16.05 Stríðsárin á íslandl Síðasti þáttur af sex um her- námsárin og áhrif þeirra á ís- lenskt þjóðfélag. í þættinum er sagt frá styrjaldarlokum og mikl- um óeirðum sem urðu í Reykjavík friðardaginn, 5. maí 1945. Einnig er fjallað um stefnu íslendinga í utanríkismálum árin eftir stríð, stofnun lýðveldisins, inngönguna í Atlantshafsbandalagið árið 1949 og ýmis áhrif hersetunnar á land og þjóð allar götur síðan. Umsjón: Helgi H. Jónsson. Dag- skrárgerð: Anna Heiður Odds- dóttir. Áður á dagskrá 1. júlí 1990. 17.00 Hvítasunnumessa Upptaka frá guðsþjónustu í Fíla- delfíu í Reykjavík. Ræðumaður er Hafliði Kristinsson. Fíladelfíukór- inn syngur ásamt einsöngvurun- um írisi Guðmundsdóttur og Sól- rúnu Hlöðversdóttur. Undirleikari og stjórnandi er Óskar Einarsson. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 18.00 Táknmálsfréttir 18.10 Sagan af Gutta grís Ævintýri úr myndabók Beatrix Potter um grisling sem átti stundum til að gleyma sér. Þýð- andi: Nanna Gunnarsdóttir. Sögumaður: Edda Heiðrún Back- man. 18.35 Dagur leikur sér Norsk barnamynd. Sögumaður: Elfa Björk EUertsdóttir. (Nordvisi- on) 18.40 Morgunverður í frum- skóginum (Jungle Breakfast) Þýsk mynd fyrir börn og unglinga. Þýðandi: Ingrid Markan. Leiklestur: Magn- ús Jónsson. (Eurovision) 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Trúður vill hann verða (Clowning Around II) Ástralskur mýndaflokkur fyrir börn og ung- linga. Þýðandi: Ýrr Bertelsdóttir. 19.30 Vistaskipti (A Different World) Bandarískur gamanmyndaflokkur um uppá- tæki nemendanna í Hillman-skól- anum. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. 20.00 Fréttir og íþróttlr 20.35 Veður 20.40 Norðan við stríð Baldur Hermannsson spjallar við Indriða G. Þorsteinsson sem á 40 ára rithöfundarafmæli á þessu ári. Indriði kemur víða við í spjall- inu, segir af kynnum sínum af mönnum og hrossum, auk þess sem kynntar eru nokkrar af fræg- ustu persónum úr skáldskap hans. 21.45 Draumalandið (Harts of the West) Bandarískur framhaldsmyndaflokkur. Aðal- hlutverk: Beau Bridges, Harley Jane Kozak og Lloyd Bridges. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 22.35 Eitt sinn skal hver deyja (Memento Mori) Bresk sjónvarps- mynd frá 1992 byggð á sögu eftir Muriel Spark. Myndin gerist í Lundúnum á sjötta áratugnum og segir frá hóp roskinna brodd- borgara sem er sífellt minntur á það í dularfullum símhringingum að eitt sinn skuli hver deyja. Leikstjóri er Jack Clayton og í helstu hlutverkum eru Maggie Smith, Renee Asherson, Michael Hordern, Stephanie Cole, Thora Hird, Maurice Denham, John Wood, Zoé Wanamaker og Cyril Cusack. Þýðandi: Guðni Kol- beinsson. 00.15 Síðbúin sokkabönd Samantekt Egils Eðvarðssonar úr þáttunum Flugum og Ugla sat á kvisti sem voru á dagskrá á árun- um 1979 og 1973. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ ANNAR í HVÍTASUNNU 13.00 Genglð aðkjörborði Umræðuþættir um kosningamálin í fjórum fjölmennustu kaupstöð- um landsins utan Reykjavíkur, þ.e. Kópavogi, Hafnarfirði, Akur- eyri og Suðurnesjabæ. í umræð- unum taka þátt fulltrúar fram- boðslistanna í þessum bæjarfé- lögum. Umræðum stjórna frétta- mennimir Pétur Matthíasson, Árni Þórður Jónsson, Gísli Sigur- geirsson og Helgi E. Helgason. Útsendingu stjórna Elín Þóra Friðfinnsdóttir og Þuríður Magn- úsdóttir. 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Töfraglugginn Endursýndur þáttur frá miðviku- degi. Umsjón: Anna Hinriksdótt- ir. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Músíktilraunir 1994 Upptaka frá Músíktilraunum í Tónabæ sem fram fóru í mars sl. Um 30 hljómsveitir tóku þátt í undanúrslitum á þremur kvöld- um en þegar hér var komið sögu höfðu níu verið valdar úr þeim hópi til að keppa á úrslitakvöld- inu 25. mars. Dagskrárgerð ann- aðist Steingrímur Dúi Másson sem jafnframt stjómaði upptök- um ásamt Hákoni Má Oddssyni. Rás 2 sá um hljóðupptöku í Tóna- bæ. 20.00 Fréttir og íþróttir 20.30 Veður 20.35 Gangur hfsins (Life Goes On n) Bandarískur myndaflokkur um daglegt amstur Thatcher-fjölskyldunnar. Þýð- andi: Ýrr Bertelsdóttir. 21.25 Dagsverk Mynd um Dag Sigurðarson skáld sem lést fyrir skömmu. Kvik- myndagerð: Kári G. Schram. 22.05 Sækjast sér um líkir (Birds of a Feather) Breskur gam- anmyndaflokkur um systum- ar Sharon og Tracy. Aðalhlut- verk: Pauline Quirke, Linda Rob- son og Lesley Joseph. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. 22.35 HM í knattspyrau Fjallað er um landslið Kólombíu, nýja stórveldið í suður-amerískri knattspyrnu, írska liðið og um endurkomu Diegos Maradona í lið Argentínu. Þátturinn verður endursýndur að loknu Morgun- sjónvarpi barnanna á sunnudag. Þýðandi er Gunnar Þorsteinsson og þulur Ingólfur Hannesson. 23.00 íslandsmótið í knatt- spyrau Samantekt úr leikjum fyrstu um- ferðar í fyrstu deild karla, Trópí- deildinni. 23.30 Útvarpsfréttir og dag- skrárlok STÖÐ2 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 09:00 MeðAfa 10:30 Skot og mark 10:55 Jarðarvinir 11:15 Simmi og Sammi 11:40 Furðudýrið snýr aftur 12:00 Líkamsrækt 12:15 NBA tilþrif Endurtekinn þáttur. 12:40 Evrópski vinsældalistinn 13:30 Jólatöfrar (One Magic Christmas) Jólatöfrar er falleg mynd frá Walt Disney um yndislega litla stúlku og æv- intýrin sem hún ratar í þegar hún reynir að endurvekja trú móður sinnar á boðskap jólanna. 15:00 3-BÍÓ Doppa og kengúran. Doppa týn- ist í skóginum og kynnist keng- úru. Þær lenda saman í skemmti- legum ævintýmm í leit að heimili Doppu. Þessi vel gerða mynd er með íslensku tali. 16:15 Geimfarinn 18:00 Popp og kók 19:1919:19 20:00 Falin myndavél (Candid Camera II) 20:25 Dame Edna 21:15 Rósastríðið (War of the Roses) Bar- bara Rose tekur upp á þeim ósköpum að láta sér detta í hug hvernig lífið væri án Olivers, eig- inmanns síns. Hún kemst að því að það væri yndislegt og sækir því strax um skilnað. Hún vill að- eins halda húsinu en Oliver þver- neitar að flytja út og heimilið breytist í vígvöll. Rætin gaman- mynd með Michael Douglas, Kat- hleen Turner og Danny DeVito. Bönnuð böraum. 23:10 Ruby (Ruby) Kvikmynd frá Sigurjóni Sighvatssyni og félögum um smákrimmann Jack Ruby sem varð þekktur fyrir hlut sinn í einu dularfyllsta sakamáli allra tíma. Hann skaut Lee Harvey Oswald, banamann Kennedys Bandaríkja- forseta. Hver var hann og hvað knúði hann áfram? Bönnuð böraum. 01:00 Logandi vígvöllur (Field of Fire) Flugvél hefur hrap- að í frumskógum Víetnam og með henni Wilson majór. Corman hershöfðingi leggur á það gríðar- lega mikla áherslu að Wilson ná- ist á lífi enda býr hann einn manna yfir tækniupplýsingum um nýja orrustuflugvél, G gerð Phantom þotuna. Stranglega bönnuð böraum. 02:35 Læti í Litlu Tókýó (Showdown in Little Tokyo) Stranglega bönnuð böraum. 03:55 Dagskrárlok STÖÐ2 SUNNUDAGUR 22. MAÍ HVÍTASUNNUDAGUR 09:00 Glaðværa gengið 09:10 Dynkur 09:20 í vinaskógi 09:45 Þúsund og ein nótt 10:10 Sesam opnist þú 10:40 Ómar 11:00 Brakúla greifi 11:25 Úr dýraríkinu 11:40 Krakkarair við flóann (Bay City) 12:00 Popp og kók Endurtekinn þáttur. ÍÞRÓTTIR Á SUNNUDEGI 13:00 NBA körfuboltlnn 14:00 TRÓPÍ delldln 14:20 Keila 14:35 Eraest í sumarbúðum 16:05 Framlag til framfara 17:05 Húsið á sléttunni 18:00 í sviðsljósinu (Entertainment This Week) 18:45 Úr dýraríkinu (Wonderful World of Animals) 19:19 19:19 20:00 Hercule Poirot 20:55 Kampavins-Charlie Fyrri hluti sannsögulegrar fram- haldsmyndar um kampavínskon- unginn Charles Camille Heidsieck. Seinni hluti er á dag- skrá annað kvöld. 22:30 60 mínútur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.