Dagur - 21.05.1994, Side 10

Dagur - 21.05.1994, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 21. maí 1994 DÝRARÍKl ÍSLANDS SR. SICURÐURÆÚISSON Fuglar 48. þáttur Þúfutittlingur (Anthus pratensis) Þúfutittlingur er af ættbálki spör- fugla, og tilheyrir þaöan erluætt- inni, en í henni er aö finna um 58 tegundir af litlum, mjóslegnum bersvæóisfuglum, er halda sig mest á jörðu niöri og þá hlaupandi og trítlandi rösklega (ekki hopp- andi) og lifa á skordýrum. Ættin deilist svo í grátittlinga og erlur. Fuglar beggja greina þekkjast á löngu og kviku stéli (lengri á erl- um) með hvítleitum útfjöðrum, langri kló á afturtá, og erlur oft líka á áberandi mynstri. Þúfutitt- lingurinn er í hópi meö grátittling- um er nefnast svo vegna þess hve óásjálegir eða einkennalausir þeir eru (ekki ósvipaðir lævirkjum, nema grennri og með fingerðara neí) - ýmist brúngulir, ólífugrænir eða gráleitir, meó Ijósari og dekkri rákum hér og þar um búkinn. Kyn allra tegunda eru eins í útliti. Þúfutittlingur og maríuerla hafa lengstum verið taldir einu verjs- andi fulltrúar ættar sinnar á Is- landi. En nú eru uppi efasemdir um þetta, eftir aó menn fóru á síð- ustu áum að rekast hér á verpandi strandtittling (nauðalíkan hinum fyrst nefnda). Sumir vilja meina að þetta varp hans geti því allt eins bæði verið gamalt og útbreitt, en hafi ekki uppgötvast fyrr, vegna þess, hve nauðalíkar teg- undirnar séu. En nóg um það. Annar „grátittlingur“, sem kemur hingað annað slagið, er trjátittlingur. Hann er þó tiltölu- lega sjaldséður, eftir því sem best er vitað. Þúfutittlingurinn er um 15 sm á lengd og að mestu mógulur, brún- gulur eða gulgrænn aó lit. A smá- gerðu höfóinu, baki og nióur á miðjar síöur og á tiltölulega breið- um vængjum, ofanverðum, boga- dregnum til endanna er hann að jafnaói dekkstur, en á framhálsi, bringu og kvið er gult aftur meira ráðandi og jafnvel út í ljósgrátt. Þar ofan í koma einnig svartir, ílangir dílar, mest áberandi á kverk og frambringu. Jaórar vængfjaðra eru ljósgulir, en stélfjaðra hvítir (eins og áður gat um). Augu eru dökkbrún en ofan þeirra ljósar rákir. Goggur er mjög fíngeróur, ljós viö nefrót en dökknar þaóan fram. Fætur eru brúngulir og afturtá- in mjög löng; hún er eitt af þeim einkennum sem best er að líta eft- ir, hafi maður þúfutittling og strandtittling fyrir augum; en á hinum síðarnefnda er hún mun styttri. Flugið er reikult og vaggandi. Oftar en ekki fylgir hann skorn- ingum og troðningum, sest og flögrar upp aftur. Af þessu hátta- lagi er fuglinn oft nefndur götu- tittlingur. Islenski þúfutittlingurinn er al- gjör farfugl, sem dvelur á veturna á svæói frá V-Frakklandi og allt til Marokkó í N-Afríku. Þar er hann einkum í votlendi, ræktuðu landi og við sjávarstrendur. Ann- ars er hann varpfugl um mcstalla Evrópu norðan Alpafjalla og á SA-Grænlandi. Hugsanlegt er tal- ið, að íslenskir þúfutittlingar myndi sérstaka deilitegund. Þúfutittlingurinn kemur til landsins síðast í apríl eða byrjun maímánaðar. Oftast hefst varpið þó ekki fyrr en nær dregur júní. Hann er mjög algengur um allt land, algengastur samt í þurru og blautu graslendi, en er einnig í kjarrlendi og velgrónum hraunum. Mælingar hafa gefið til kynna 170 pör á ferkílómetra; það var í Dýra- firði. Eitthvað er líka um fuglinn á hálendinu, t.d. í Þjórsárverum og við Snæfell. Eggin eru yfirleitt 5-6 talsins, móbrún, lögð í haganlega gerða körfu úr stráum og hárum og komið fyrir í holu, þúfu eða kjarri. Utungun tekur 13-14 daga og að- allega er þaö kvenfuglinn, sem liggur á. Karlfuglinn hins vegar kemur meira inn í dæmið, eftir klakið, þ.e.a.s. vió fæðuöflun. En Þúfutittlingur. Mynd: Þorsteinn Einarsson, Fuglahandbókin, 1987. þúfutittlingurinn lifir nær eingöngu á fæðu úr dýraríkinu, mest skordýrum og lirfum þeirra. Yfirleitt eru þau dýr annars tekin, sem hve mest er af á hverjum stað og tíma. Ungarnir veróa fleygir innan tveggja vikna en eru áfram matað- ir af foreldrunum í nokkurn tíma eftir þaó. Fyrir kemur að þúfutittlingur- inn verpi tvisvar á eggtíð. Síðsumars koma hópar þúfutitt- linga stundum heim aó bæjum í leit að æti á nýslegnum túnum og vió tað- og mykjuhauga. En frá lokum ágústmánaðar og til miós septembers halda þeir svo flestir af landi brott til vetrarstöðvanna, AFAAÆLISKVEÐJ A sumir þó ekki fyrr en í október. Þúfutittlingurinn er skamm- ílugsfarfugl, þ.e.a.s. flýgur í stutt- um áföngum og þá einkum að deginum. En í einum spretti verð- ur hann þó aö fara yfir hafið milli íslands og Skotlands - um 800 km veg. Flughraðinn er um 40 km/klst, og tckur ferðin um sólar- hring ef skilyrói eru góð. Reynir þetta mjög á fuglinn líkamlega. Rannsóknir, geröar í Surtsey vorið 1968 gáfu til kynna að hann tap- aði nærri helmingi af þyngd sinni á því flugi einu. Rödd þúfutittlings er ýmist veikt tísthljóð, sem er endurtekið hratt, þegar fuglinn er í uppnámi, eða þá sterkara hvellhljóð. Að auki er söngurinn (á varptíma) mjóróma flaut, sem vex að hrað- ara, uns því lýkur meö hljómþýðu dilli. Þetta stel' er flutt með til- heyrandi látbragði, bæði á flugi og jörðu niðri. Af náttúrulegum óvinum er fremstan að telja smyrilinn. En burtséö frá honum verður þúfutitt- lingurinn aldrei - frekar en aórir smáfuglar - langlífur að heitið geti. Elsti, merkti einstaklingur, sem dæmi eru um, varó rúmlega 8 ára gamall. Eflaust fer sú tala mjög nærri hámarksaldri tegund- arinnar. Kristinn Gestsson sextugur Tíminn er fugl sem fiýgur hratt. í dag er sextugur Kristinn Gestsson píanóleikari frá Dalvík. Mér finnst svo undra stutt síðan ég sá hann fyrst, ungan og glæsilegan mann á götum Akureyrar, þegar heimur okkar var ungur og einfaldur. Ungir menn áttu sér drauma og vonir, þá eins og nú. Sumir rætt- ust, aðrir ekki, eins og gengur, en það er gott að líta yfir farinn veg og minnast góöu stundanna. Kristinn Gestsson cr af svarf- dælsku bergi brotinn og eru for- eldrar hans hjónin Guðrún Krist- insdóttir og Gestur Hjörlcifsson sem um langt árabil var skólastjóri Tónlistarskólans á Dalvík og kirkjuorganisti þar. Það er fagurt í Svarfaðardal og Kristinn, mágur minn, hefur fengið að heiman feg- urðarskyn og listfengi. Ungur hóf hann nám í píanóleik hjá föóur sínurn og nam síðan um árabil hjá Margrétu Eiríksdóttur píanóleik- ara, konu Þórarins skólameistara Björnssonar, en stundaði jafn- framt nám í Menntaskólanum á Akureyri. Til þess að geta helgað sig list sinni hélt hann til Reykja- víkur haustió 1952 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík undir leiðsögn Áma Kristjánssonar píanóleikara og lauk einleikaraprófi með mjög góóum vitnisburði. Síðsumars árið 1955 hélt hann til Lundúna þar sem hann stundaði nám við hinn virta tónlistarskóla The Royal College of Music og voru kennar- ar hans kunnir píanóleikarar, Kendall Taylor og Lamar Crow- son. Árið 1957 lauk Kristinn A.R.M.C. prófi í píanóleik frá The Royal College of Music með hæsta vitnisburði. Frá 1957 bjuggu þau Kristinn og Ásdís Gísladóttir, eiginkona hans, á Akureyri og reistu sér fag- urt hús og heimili við Suðurbyggó en heimili þeirra hefur ávallt borið vitni smekkvísi og listræns ein- faldleika. Á Akureyrarárunum var Kristinn kennari við Tónlistar- skólann og naut þar mikillar virð- ingar. Árið 1966 fluttust þau hjón til Kópavogs og hafa búið þar síð- an og ræktað garð sinn af kost- gæfni. Starfaói Kristinn fyrstu árin sem fulltrúi í Tónlistardeild Ríkis- útvarpsins jafnframt kennslu sinni við Tónlistarskólann í Kópavogi cn helgaði sig einvörðungu tón- listarkennslu og gegnir nú störfum yfirkennara við skólann. Kristinn Gestsson tók þátt í frumlegu brautryðjendastarfi Musica Nova og gegndi um árabil starfi for- manns í Félagi íslenskra tónlistar- kennara og hefur setió í stjórn Is- landsdeildar Evrópusambands píanókcnnara E.P.T.A. frá stofnun þess. Margt mætti um Kristin Gests- son segja - og ekkert nema gott. Eg veit hins vegar aö hann er ekk- ert gefinn fyrir mælgi og hrósyrði þótt hann eigi hrós skilið. Hóg- værð er helsta einkenni hans og sœlir eru hógvœrir því að þeir munu jörðina erfa, hvað sem það kann aö merkja. Hitt veit ég að hógværð er góður eiginleiki og það er gott aö vera í návist hóg- værra manna, karla og kvenna. En auk hógværðarinnar býr Kristinn yfir mannviti, listfengi og smekk- vísi og cins og önnur vönduð smíð er hann gegnheill og traustur. Ávallt hefur veriö gott að hitta hann og njóta samvista við hann og konu hans og börn þeirra fjög- ur. Á þessurn tímamótum vil ég senda Kristni, mági mínum, bestu árnaðaróskir og þakkir fyrir löng og góð kynni. I honum hefur aldrei fundist fölsk nóta. Tryggvi Gíslason. Tæplega þrjátíu ára gömul mynd rpA' T m. ■ Ji fmwB f m m Æ amI Æ fÆÆ B 1 Ww.i Ætf-Jm s I vikunni var jarðsunginn á Akureyri Magnús Sigurjóns- son, sem fyrir mörgum árum síðan var einn hinna ástsælu söngvara í Smárakvartettinum á Akureyri. Fjórmenningarnir í Smárakvartettinum eru nú allir s látnir. A þessari mynd, sem Matthías Gestsson mun hafa tekió árió 1965, eru þeir fjór- menningar. Frá vinstri: Jóhann Konráósson, Jósteinn Konráös- son, Gústaf Jónasson og Magnús Sigurjónsson. óþh/Mynd: Matthías Gestsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.