Dagur - 13.08.1994, Síða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 13. ágúst 1994
Á handverksdegi
í Minjasaíhinu
á Akureyrí
Síðastliðinn sunnudag efndi Minja-
safnió á Akureyri til handverks-
dags í safninu. Minjasafnið er til
húsa í Kirkjuhvoli við Aðalstræti
og er opið daglega frá I. júní til
15. september. A sunnudaginn sátu
handverkskonur við vinnu sína
víðsvegar í safninu og ljáðu því líf
og lit.
Aö sögn Katrínar Ríkarðsdóttur
á Minjasafninu stóö safnió fyrir
leikjadegi í júní og heyönnum, í
samvinnu við safnið í gamla bæn-
um í Laufási við Eyjafjörð, í júlí
og svo handvcrksdegi nú í ágúst.
Katrín sagði að það væri nýbreytni
hjá safninu að efna til atburða sem
þessara en þessir dagar hefðu allir
vakið athygli og verulega aukin
aðsókn hefði verið_ að safninu í
tengslum við þá. A sunnudaginn
sóttu um 200 gestir Minjasafnið
heim sem er mun meiri fjöldi en
venja er. A þjóðminjadaginn, 10.
júlí, þegar Minjasafnið var með
heyannir í samvinnu við Laufás
komu þangaó 1100 gestir. KLJ
Þuríður vefur
Tóvinna Helgu
Á neðri hæð Minjasafnsins sat
Helga Jónsdóttir húsfreyja á Gull-
brekku í Eyjafjaróarsveit við tó-
vinnu. Hún lagði lagðana í kamb-
ana og sýndi gestum handtökin.
Helga prjónar ýmsar ullarvörur úr
algjörlega heimaunninni ull. Hún
kembir hana og spinnur með
gamla laginu og nýtir jurtir til lit-
unar. Helga var með ljölbreyttar
ullarvörur með sér í Kirkjuhvoli;
ullarpeysur, sokka og vettlinga en
cinnig imgerðar nælur, lyklakipp-
ur, kort og jafnvel nælur sem hún
hafói unnið úr ull. KLJ
Við lítinn vefstól á efri hæð
Kirkjuhvolls sat Þuríður Kristjáns-
dóttir á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarð-
arsveit og óf.
Þuríður sagðist fyrst hafa lært
vefnað einmitt í Kirkjuhvoli á
vefnaðarnámskeiói árið 1935.
Hún hélt síðan til lrekara vefn-
aðarnáms til Danmerkur og Sví-
þjóðar. Þuríður kenndi vefnað í 5
ár í húsmæðraskólanum á Lauga-
landi á árunum 1939-1944. Aó
sögn Þuríðar er nú að aukast á ný
áhugi fyrir vefnaói og síðastliðiö
vor var Þuríóur við kennslu á
vefnaðarnámskeiði sem cinmitt
var haldið á Laugalandi. Hún
sagðist hafa haft gaman af því að
nú væru allir gömlu vefstólarnir
sem eitt sinn voru í húsmæðra-
skólanum en hafa síðan verið í
geymslum komnir aftur í Lauga-
land. KLJ
Þóra
bald-
erar
borða
„Ég er að baldera borða á ís-
lenskan bolbúning," sagöi
Þóra Þorvaldsdóttir og stakk
nálinni niður við hlið perga-
mentsins. En pcrgamcnt cr sér-
staklega hen lcður scm balder-
að er yfir meö ýmist silfur-,
gull- eða silkiþræði en sá þráð-
ur er festur nióur meó tvinna.
Þóra sagði að þegar hún bald-
eraði boróa notaði hún sígild i
og falleg gömul íslcnsk mynst-
ur. Hún sagði aö á nítjándu öld
hefói verið balderaó með litum
en í dag notaði hún aðallega
liti og silkiþráó í boróa á tclpu-
búninga en gull- og silfurþráð-
ur væri algengastur.
Þóra sem er búsett á Húsa-
vík er ein þeirra kvenna sem
starfa í Kaóltn, handverkshúsi
á Húsavík, en þungamiðja
starfscminnar þar cr íslcnski
þjóðbúningurinn og allt sem
honum tilheyrir. KLJ
Jenný Karlsdóttir kennari í
Valsárskóla á Svalbarðsströnd
sat í innsta horni niðri í Kirkju-
hvoli og var aó bregða hross-
hársgjörð. Hún spinnUr hróss-
hárið sjálf og bregður úr því
gjaróir. Jenný, sem er hesta-
kona, segist ckki nota aörar
gjaröir sjálf enda ltki henni
nrjög vel vió þær. „Hrosshárs-
gjaröir eru hestinum algjörlega
eölilegar, búkhár hcstsins festist
í þeim og þær verða scrstaklcga
mjúkar og þjálar," sagði Jenný.
Auk þess að brcgða gjaröir
sagöist Jenný hafa fengist við
að lita meö íslenskum jurtum
og það væri mjög skemmtilegt.
KLJ
Ingunn orkerar
Það tekur tíma að vinna fagra
muni úr örfinum þræði. Orkcring
er blúnda búin til úr einum finum
þræði sem vafinn er á litlar skytt-
ur. Ingunn Björnsdóttir handa-
vinnukennari orkeraði af kappi
með tveimur handunnum skyttum
sem faðir hennar smíðaói úr
rauðaviði en einnig notar hún kop-
arskyttur. Ingunn sagöi aó sér
finndist orkeringin því fallegri
sem hún væri unnin úr fínna
bandi. Ingunn lærði að orkera á
Hallormsstað og sagði að enn
þann dag í dag væri kennt að or-
kera þar. KLJ