Dagur - 03.09.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 3. septembert 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON.tíþróttir),
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
„Unglingavandamál“
„Blessaður vertu, það er ekkert frekar unglingavandamál
1 dag en var þegar ég var ungur." Þetta er töluvert al-
gengt viðhorf þeirra sem komnir eru á miðjan aldur og
það má mikið vera ef ekki er töluverður sannleikur fólg-
inn í þessum orðum.
Ef til vill eru unglingar meira áberandi í þjóðfélagsum-
ræðunni en fyrir nokkrum árum síðan og fjölmiðlaumræð-
an gerir það að verkum að ef einhver vandamál koma
upp vegna t.d. drykkju unglinga, þá er umræðan blásin
út um leið og unglingarnir settir undir sama hatt og
stimplaðir sem „vandræðaunglingar". Þetta er hins veg-
ar alls ekki rétt. Upp til hópa eru unglingar í dag kurteisir
og duglegir, en inni á milli, eins og alltaf hefur verið, eru
nokkrir svartir sauðir.
Þeir unglingar sem eiga erfitt uppdráttar, hafa flestir
lent í klóm Bakkusar og síðan fíkniefnanna. Út úr þeim
vítahring hefur oft reynst vandratað.
Áhrifarík áfengis- og
fíkniefnameðferð
Þetta leiðir hugann að því athyglisverða starfi sem unnið
er á vegum félagsskaparins SÁÁ. Samkvæmt tölulegum
upplýsingum komu 83 einstaklingar til meðferðar á Vogi
yngri en 20 ára og var þessi hópur 7% þeirra sem komu
til meðferðar. Tölur sýna, þótt ótrúlegt megi virðast, að
23% líkur eru á því að fimmtán ára íslenskir unglingar
leiti sér meðferðar vegna áfengissýki eða annarar vímu-
efnaneyslu einhvern tímann á ævinni. Þegar konur eiga í
hlut eru líkurnar 9%.
Það er auðvitað ljóst að stuðningur SÁÁ hefur orðið til
þess að margir unglingar, sem hafa ánetjast áfengi og
öðrum vímuefnum, hafa náð að fóta sig aftur í lífinu.
Þetta stuðningsstarf er ómetanlegt fyrir viðkomandi ein-
staklinga, fjölskyldur þeirra og síðast en ekki síst þjóðfé-
lagið í heild sinni. Á undanförnum árum hefur SÁÁ búið
við þrönga fjárhagsstöðu og opinber stuðningur hefur
verið af skornum skammti. í ljósi erfiðs fjárhagsramma er
undravert hvaða árangri þessi félagasamtök hafa náð í
baráttunni við áfengið og önnur vímuefni.
I UPPAHALDI
Geri allt annað en að horfa
á sjónvarp og lesa bækur
aka Jónsdóttir,
sem býr á Punkti
í Eyjafjarðar-
sveit, var fram-
kvæntdastjóri
landbúnaóarsýn-
ingarinnar Auóhumlu 94, sem
haldin var á Hrafnagiii fyrir
skemmstu. Hún hefur sannarlega
haft I nógu að snúast undanfamar
vikur en nú er sýningunni lokið
og Vaka tilbúin til að takast á við
ný verkefni. Hún er frá Vöku-
landi í Eyjafiröi, menntaður iðn-
rekstrarfræðingur frá Háskólan-
um á Akureyri. Eiginmaóur
Vöku er Stefán Ámason, sem
starfar á skrifstolu Eyjafjarðar-
sveitar. Þau hjónin eiga tvær
stórar stelpur. En hvað er í uppá-
haldi hjá Vöku?
Hvað gerirðu helst ífrístundum?
„Ég geri allt milli himins og jarð-
ar nema ég les ekki bækur og
horfi ekki á sjónvarp.4'
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
„Lambakjöt.“
Uppáhaldsdrykkur?
„Undanrenna.“
Ertu hamhleypa til allra verka á
heimilinu?
„Já, því svara ég bara játandi.“
Er heilsusamlegt líferni ofarlega á
baugi hjá þér?
„Æ, æ, æ.“
Vaka Jónsdóttir
Vaka Jónsdóttir.
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
„Ég er ekki áskrifandi aö neinum
blöóum eöa tímaritum en ég
kaupi eitt og eitt blað eða tímarit
í lausasölu.“
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
„Engin.“
Hvaða hljómsveit/tónlistannaður er
í mestu uppáhaldi lijá þér?
„Diddú.“
Uppáhaldsíþróttamaður?
„Gunný, ég fæ aö keyra hana svo
oft á æfingar.“
Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi?
„Ég horfi ekki á sjónvarp en ef
eitthvaó er þá lít ég stöku sinnum
á fréttimar."
Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mestálit?
„Ingibjörgu Sólrúnu Gísladöttur,
borgarstjóra Reykjavíkur.“
Hvar á landinu vildirðu helst búa ef
þú þyrftir að flytja búferlum nú?
„Ætli ég færi ekki til Reykjavík-
ur.“
Hvaða hlut eða fasteign langar þig
mest til að eignast um þessar mund-
ir?
„Ég hcld að öll nauósynlcgustu
heimilistækin séu í lagi eins og
er þannig aó sennilega myndi
mig langa mest í nýjan bíl.“
Hvar skemmtir þú þér best?
„I þröngum vinahópi, heirna
vió.“
Hvað œilar þú að gera um helgina?
„Ég er að hugsa um aó taka mér
frí frá lokafrágangi vegna Land-
búnaóarsýningarinnar og vera
úti, taka upp kartöflur og vinna í
garóinum mínum.“
/ livaða stjörnumerki ert þú?
„Ég er bogmaður."
KLJ
AAEt> MOROUN KAFFI NU ÓLAFUR ÞÓRÐARSON
Hvar stöndum vér?
Með þessum pistli ætla ég að frelsa mannskepnuna frá sjálfri
sér og koma heiminum í þaó horf, sem hann á aö vera.
Að frelsa manninn frá sjálfum sér er tvíþætt verkefni.
í fyrsta lagi aö losa einstaklinginn undan hinuni ýmsu stefn-
um, ismum og samþykktum svokallaðra heimshyggju-manna,
en cins og allir vita, er styttingin á orðinu heimshyggja orðið
heimska og fer auðvitað ekki vel á því aó heilu þjóðirnar skuli
neyðast til að lúta ráðum slíkra manna.
í ööru lagi að frelsa hin ýmsu samfélög úr þungum hlekkj-
um eignaréttarins, en í skjóli hans tekst, til þess að gera fáum
einstaklingum að ganga þannig um þessa jöró aó til upplausnar
horfir.
Á ég þar vió þá ónauðsynlegu sóun á hráefnum og orku,
sem nú á sér stað, ásamt hinni bráðdrepandi mengun, sem af
þessu hlýst, allt í nafni hagvaxtar, sem ekki þýóir neitt annað,
en síaukinn gróða þeirra sem allt eiga og þar með aukin völd til
ennþá stórfelldari eyðileggingar á okkar „Fögru veröld“, eins
og Tómas mælti forðum.
Aó koma heiminum í eðlilegt horf, kcmur svo af sjáli'u sér,
þar sem þaó eina sem aó er í heimi hér er örvæntingarbrölt
mannskepnunnar af ótta vió skort við óþrjótandi hlaðborö
skaparans.
Að einmitt ég skuli takast þetta verk á hendur kemur eins og
af sjálfu sér, þar sem ég hef hvorki vit á pólitík né hagfræði og
er gjörsamlega ókunnur myrkviðum kjarasanminga hvað þá að
ég botni hió minnsta í læróum trúarkenningum hinna sundur-
leitu söfnuöa, um víða veröld.
Þess vegna er iífssýn mín enn í dag fersk og ómenguð eins
og á fyrsta degi bemskunnar og trú hinna fullorðnu á það lífs-
lögmál að eins dauði sé annars brauó ekki til í mínum hugar-
heimi.
Til dæmis er mér ástand eins og atvinnuleysi með öllu
óskiljanlegt.
Þau verk, sem áður tóku allan tíma manna og dugði varla
til, taka í dag aðeins fáar stundir.
Þökk sé hugvitinu og ávexti þess, tækninni.
„Tæknin leysir manninn af hólmi“, segja heimshyggjumenn
á hátíðarstundum.
Og níu af hverjum tíu vinnumönnum, sem staðið hafa við
orfin, myrkranna í niilli sumarlangt eru sendir heini.
Þeirra er ckki þörf lengur, þar sem einn maður er nóg til að
sitja á nýju sláttuvélinni og þá auðvitað eftir sem áður myrkr-
ana á milli, því ekki má fyrir nokkum mun stytta vinnutímann
og gefa þannig illu eðli hinns vinnandi manns aukinn tíma til
athafna.
Auk þess, sem þessi eini þarf nú að framleiða fyrir stofn-
kostnaöi vélarinnar og viðhaldi, verður fyrirtækið af mannúð-
arástæðum, aó píra einhverri hungurlús í hina níu, sem sendir
voru heim enda nauðsynlegt að halda þeim við þaö lífsmark að
meltingarfærin starfi nokkurn veginn og séu þannig farvegur
fyrir framleiðslu fyrirtækisins.
Aö öllu þessu athuguðu er augljóst hverjum menntuðum
hagfræðingi að segja verður upp þessum eina starfsmanni og
endurráóa hann svo á lægri launum, til að fyrirtækið eigi fyrir
afskriftum.
Og auðvitað verður síðan með öllum hugsanlegum ráðum
að draga úr framleiðslunni til að halda verðlaginu uppi og
tryggja að reksturinn nái að safna upp veðhæfu tapi við árslok.
Og hvergi skyggir ský fyrir sól á heiðum himni hagspekinn-
ar, því ef þessi eini starfsmaður skilur ekki cóa sættir sig ekki
viö hinar lærðu ályktanir, eru níu „af hólmi leystir" menn, fúsir
til nýrrarog enn meiri ánauðaren nokkru sinni fyrr.
í þessu dæmi hefur tæknin, því miður ekki, leyst ncinn af
hólmi heldur hrakið skapara sinn, manninn, út í ystu myrkur
ánauóar og bjargarleysis. Þetta er það, sem ábyrgir og hugsandi
heimshyggjumenn viðurkenna að vísu sem erfitt vandamál, en
ei að síður óhjákvæmilegt til tryggingar jafnvægis á hinum
svokallaóa vinnumarkaði. Rápa síðan vegalausir í frumskógi
reglugerða og lagabálka til verndar vitleysunni og hvorki geta
né vilja, ryðja nokkra braut í áfangastað.
En af því aó ég er hvorki menntaður né ábyrgur á hinum
æðri sviðum stjórnvísinda, get ég sagt eins og bamið í
skrúðgöngunni forðum. „Keisarinn er berrassaður, hí á hann.“
Sá heyskapur, sem tók þrjá mánuði fyrir fjörutíu árum, tek-
ur í dag aóeins fjórðung þess tíma eða þrjár vikur. Þökk sé
tækninni. Fjörutíu tíma vinnuvika er fjörutíu ára tímaskekkja.
Hinn raunverulegi tími, sem þaó tekur tæknivæddan nútíma
mann að vinna fyrir frumþörfum sínum er samkvæmt framan-
skráðu aðeins tíu tímar á viku.
Með því að viðurkcnna þessa staðreynd og líka þá að end-
anlega verður reksturinn hvort sem er að halda lífinu í allri
þjóðinni, en ekki bara hluta hennar, mætti koma öllunt starf-
hæfum þegnum að til mannsæmandi þátttöku í lífsbaráttunni á
hverjum tíma.
En nú er plássið búið, sem ætlað er svona pistli hverju sinni.
Við yfirlestur og frekari athugun á umfangi íyrirhugaórar
frelsunar, þykist ég sjá að líklega þarf annan pistil hátt í það
jafnlangan til að koma heiminum endanlega í lag.
T.d. cr alveg eftir að lagfæra orku- og hráefnissóunina,
koma í veg fyrir mengunina og komast fyrir hina raunverulegu
ástæðu ofbeldis karla gagnvart konum og bömum. En hér segir
ritstjórinn stopp.
Og þess vegna....