Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. september 1994 - DAGUR - 11 MANNLIF Brúðkaup Stein- gerðar og Karls Þann 6. ágúst sl. Iétu þau Steingerður Ósk Zophoníasdóttir, sem borið hefur Dag til lesenda í mörg ár, og Karl Herbert Haraldsson, þekktur KA-maöur og pípari á Akureyri, verða af því aó ganga í hjónaband. Sr. Birgir Snæbjömsson gaf brúöhjónin saman. Hér sjást Karl og Steingerður ganga hamingjusöm úr kirkju. Ljósmyndina tók bróóir brúðgumans, Haraldur Haraldsson. Kristbjörg og Eymundur í gardinum hcima í Vallanesi á góðviðrisdegi í sumar - skyrtusumrinu eins og Eymundur kaus að kalla góðviðristíðina. Mynd: ÞI hún aó fara á markað sem lífræn vara veróur hún aö fá sérstaka meóhöndlun í mjólkurbúum og ekki blandast annarri framleiösu. Lífrænn búskapur er spurning um valkost Ég tel að lífrænn búskapur sé spurning um valkost. Færibanda- framleiöslan á matvælum er til komin vegna krafna frá markaðn- um um ódýrari matvörur. Þar hafa menn leitað leiöa til að lækka framleiðslukostnað á kostnað hinna raunverulegu gæða. Lífrænt ræktuð matvæli verða alltaf dýrari ef engir aðrir þættir en beinn framleiðslukostnaður eru teknir með í reikninginn. En ef við verð- leggjum þá mengun, sem verður til við verksmiðjuframleiðslu á matvælum þá verður lífræna fram- leióslan ódýrari til lengri tíma lit- ið. Að öllum líkindunt veróur líf- ræna framleiðslan valkostur viö hlið annarrar framleióslu á kom- andi tímum. Þeir sem hyggjast hefja lífræna ræktun verða aó gera sér grein fyrir að framleiðsla full- komlega lífrænna matvæla er langur ferill sem hefst, eins og ég sagói í jaróveginum, og verður að fylgja eftir stig af stigi allt þar til framleiðsluvörurnar eru komnar í hendur neytenda. Ég hcld að margir geri sér fulla grein fyrir þcssu og af þeint sökum horfi menn nokkuð til millistigsins á milli magnframleiðslunnar og hinnar lífrænu - það er að segja framleiðslu á svonelhdri vist- vænni vöru. Við framleióslu henn- ar er geróur hluti af þeim kröfum er uppfylla verður viö lífræna framleióslu. En alls ekki allar. Framleiðendur vistvænna vöruteg- unda niega til dæmis nota tilbúinn áburð í nokkru magni en ekki stunda hormónagjöf, nota skor- dýraeitur eða gefa dýrum fúkka- lyf. Frá sjónarhóli lífrænnar rækt- unar er þetta grár ntarkaður og ég vil frekar sjá íslenska bændur stíga skrefið til fulls og fara í líf- ræna ræktun. Ég vil skapa Islandi þá ímynd að það sé hreinasta land. í heimi og aó hér verði hreinustu matvælin framleidd. Sé ekki eftir að hafa valið þessa leið Ég get svarað því játandi - ég tel að ég standi mun betur að vígi af- komulega séð en ef ég hefði hald- ið kúabúinu og hinum hefðbundnu búskaparaðferðum, enda var mjólkurkvótinn of lítill til að telj- ast lífvænlegur. Þó verður aó gæta þess að búháttabreytingar hafa ætíð kostnað í för með sér og mitt starf er engin undantekning að því leyti. Nýir hættir krefjast einnig nýrra tækja og maður hefur ekki alltaf möguleika til aö afla sér rétta búnaðarins í byrjun. Mig vantar enn tæki til að venda safn- haugum. Ég er mun lengur að því meö gömlum Massey Ferguson og ámoksturstækjum. Éinnig er hætt við að skipulags- og stjórnunar- þátturinn verði útundan vegna anna við hin daglegu störf; að plæja, sá, uppskera og koma vör- unni á markað. Ég þyrfti í raun að lengja sólarhringinn ef vel ætti aö vera. Verkefnin eru óþrjótandi en ég sé ekki eftir að hafa valiö þessa leið.“ Hollensk stúlka kemur að þar sem ég sit ásamt Eymundi og Kristbjörgu undir trjám í garðin- um í Vallanesi á góöviórisdegi í júlí. „Hún er kaupakona hjá okkur í sumar,“ segir Eymundur. „Er- lend ungmenni sækjast í vaxandi mæli eftir að koma hingaó til lands og vinna á lífrænum búunt. Þau skynja ntengunina í heima- landi sínu og langar til að kynnast hreinu náttúrulegu umhverfi og framleiósluaðferöum.“ ÞI 8 vlkna byrjenda fitubrennslu- námskeið í Stúdíó púls 180 Hefst 6. september Loksins er að hefjast fitubrennslunámskelð fyrir byrjendur í boði verður: • Ótakmörkuð mæting í tíma (3 fastir tímar í • Fyrirlestur með næringarfræðingi. viku). • Hollar og góðar mataruppskriftir. • Mikil fræðsla og aðhald. • Skemmtilegur félagsskapur. • 3 fitumælingar og cm mælingar. Á síðasta námskeiði náðu 24 konur alveg frábærum árangri. Þær misstu 70,2 kg. 182,3% fitu. 582,5 cm. ER EKKI RÖÐIN KOMIN AÐ ÞÉR? Kennari: Anna María Guðmann, íþróttakennari. Nánari upplýsingar og skráning í síma 26211. Greiðslu kortaþjónusta. HEILSURÆKT KA-heimilinu - Sími 96-26211

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.