Dagur


Dagur - 03.09.1994, Qupperneq 14

Dagur - 03.09.1994, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Laugardagur 3. septembert 1994 DÝRARÍKI ÍSLANDS 55. þáttur Jaðrakan (Limosa limosa) SÉRA SICURDUR ÆúlSSON Jaörakaninn tilheyrir ættbálki strandf'ugla (vaöfugla; fjörunga), og þaðan snípuættinni, er hefur aö geyma um 87 tcgundir vaö- fugla, dreifðar um allan heim. Alls eru 8 fulltrúar ættarinnar reglulcgir varpfuglar á Islandi, þ.e.a.s. (auk jaörakans) stelkur, hrossagaukur, scndlingur, lóu- þræll, spói, óðinshani, og þórs- liani. Af þcssari ætt eru líka rauðbrystingur, sanderla og tildra, sem allar koma hingaö til lands á fartíma, haust og vor, oft í gríðarstórum hópum, á leið sinni til og frá varpstöðvunum á norðanverðu Grænlandi og NA- Kanada. Jaðrakaninn er 40-44 sm á lengd og með 70-82 sm vænghaf. Kvenfuglinn er um 5% stærri en karlfuglinn. I sumarbúningi er jaðrakaninn rauðbrúnn að grunnlit, sem að mestu er hreinn allt frá kolli og niður á bringu, en þaðan alsettur svartleitum þverrákum um mó- leitt bak og Ijósan kvið. Væng- imir eru með breiðu, hvítu lang- belti að ofanverðu, en alhvítir að neðanverðu. Flugfjaðrir eru svartar. Stélið er hvítt, með svörtum bekk aftast. Goggurinn langur og beinn, svartur fremst, er ryðrauó- ur þaðan og að nefrótum. Fætur háir, blýgráir eða svartir á lit, og skaga, á Uugi, langt aftur fyrir stél. Augnlitur brúnn. I vetrarbúningi er fuglinn hins vegar grábrúnn að ofan, en ryð- rauður að neöan; ljósastur þó allt- af á kviói. Mynstur á vængjum og stéli hclst óbreytt árið um kring. Bæði kyn eru mjög áþekk í út- liti, en karlfuglinn þó að jafnaði litsterkari aðilinn. Ungfuglar eru rauðmóleitir á hálsi og bringu. Jaðrakaninn á varpheimkynni á Islandi, á nokkrum stööum í Evrópu og um miðbik Asíu, allt austur að Kamsjatkaskaga. Um er að ræða 3 deilitegundir. L.l. is- landica, sú er hér verpir og í Skotlandi og N- Noregi, er með styttra nef en hinar tvær og að auki er rauði liturinn dekkri en á frændum hans annars staðar, þótt varla sé munurinn greinanlegur úti í náttúrunni. L.l. limosa verpir í Englandi, V- og M-Evrópu og Sovétríkjunum gömlu (þó ekki norðan heimskautsbaugs), austur að Jensei. Og hin þriðja, L.l. mel- anuroides, verpir, að talið er, í Síberíu, hér og þar, austan áður- nefnds stórfljóts, og á ákveðnum stöðum í Mongólíu. Og kannski víóar. Jaðrakaninn er tiltölulega nýr landnemi hér. Fyrstu einstakling- ar tegundarinnar hófu ekki varp fyrr en á árunum 1920-1930; það var í Kjósarsýslu og Borgarfjarð- arsýslu. Þegar nær fór að draga 1940 er talið að fuglar hafi orpið í Skagafjarðarsýslu og í kringum 1950 í Snæfells- og Hnappadals- sýslu, um 1963 við Mývatn og upp úr 1970 á Héraði. Síóan hef- ur tegundin dreifst víða og hratt um landið allt, og mun í dag telja 10.000-30.000 varppör. Út- breiðslan virðist enn í gangi. Skýring á þessu fyrirbæri hef- ur verió talin loftslagsbreyting upp úr 1920. Tegundin hel'ur líka reynt fyrir sér á nýjum slóðum erlendis. Islenski jaðrakaninn telst vera eindreginn farfugl, sem má fera að vænta upp til landsins í seinni hluta aprílmánaðar. Algengastur mun hann nú vera á láglendi Ar- nes- og Rangárvallarsýslu. Þar, og víðar á Suðurlandi, hefst varp- ið undir lok maímánaðar, en eitt- hvað seinna í öórum landshlut- um. Hreiðrinu - að mestu ófóðraðri laut ofan í þúfnakolli - er valinn staður í grónum mýrum, flóum meö þurrum blettum í, röku gras- lendi, jafnvel blautu kjarrlendi, og (erlendis a.m.k.) á sandhóla- svæðum. Eggin eru 3-4 talsins, græn eða dökkbrún að grunnlit, alsett svarbrúnum doppum og flekkjum, litlum og stórum. Bæði foreldri sjá um ásetuna. Útungun- artíminn er 22- 24 dagar, og eru ungamir hreióurfælnir. Þeir veróa fleygir 25-30 daga gamlir, og kynþroska tveggja ára. Aöalfæðan er skordýralirfur, ánamaðkar, vatnabobbar og burstaormar. Rödd jaórakansins er hvell, einkum á flugi, en á jöróu niðri er meira um hröð og þvaðrandi stef. Hér áður fyrr þóttust menn jafnvel greina orð úr hljóðum fuglsins og er til um það ágæt saga. Þannig var, að maður kom að á og var á báðum áttum, hvort ætti að lreista þess að vaða yl'ir eða ekki. Þá kom þar jaðrakan og sagði: „Vaddúdí," sem maðurinn gerði, en blotnaði. Þá heyrðist frá jaörakaninum: „Vaddu vodu?“ Maðurinn, sem nú var reiður orð- inn yfir að hafa látið plata sig útí, steytti hnefann móti fuglinum og svaraði: „Já, ég varð votur.“ Þá flaug jaðrakaninn burt, og heyrð- ist manninum fuglinn segja í kveðjuskyni: „Vidduþi, vidduþi,“ og fór hann að því ráði og vatt sig. I september eru flestir jaðrak- anar horfnir af landi brott, til ír- lands, Skotlands og þaðan allt til Spánar. Þar er svo dvalið vetrar- langt, á sjávarleirum, við árvoga, eða í mýrlendi. Elsti jaðrakan, sem menn þekkja deili á, var merktur sem fullorðinn, í Ungverjalandi, 9. maí árið 1913, og náóist aftur 15 árum, 10 mánuðum og 2 dögum seinna, þ.e.a.s. 11. mars árið 1929. MATARKROKUR Borðum berín blá og svört „Ég er öll í þessu Iljótlega enda er ég með stórt hcimili og hcf í nógu aó snúasta,“ sagði Inga Jóna Stef- ánsdóttir, fjárbóndi á Molastöðum í Fljótum. Þegar haustar finnst Ingu Jónu ómissandi að fara í berjamó enda mikið berjaland í Fljótum. Að sögn Ingu Jónu voru berin í henn- ar heimabyggð frekar seint á ferö- inni í haust en hafa nú tekið vel við sér, „ég mundi segja aó það væri bara gott ástand í móunum núna,“ sagói Inga Jóna. Inga Jóna bendir á aó þaó sé bæói gaman og sérstaklega heilsu- samlegt að fara í berjamó. Þar fari saman útivist, hreyfing og tengsl við náttúru landsins og þegar heim komi séu berin sannkallað heilsu- fæði, fersk og hrein náttúruafuró full af vítamínum. Inga Jóna lætur okkur í té tvær berjauppskriftir ef okkur skyldi ekki takast að torga jafnóðum öllum berjunum sem við berum heim í haust. Samkvæmt áskorun Ingu Jónu verður þaó Svanhildur Gunnars- dóttir á Akureyri, sem leyfir okkur að kíkja í uppskriftabækurnar sín- ar í næsta Matarkróki. Krœkiberjahlaup Einfalt og lljótlegt sem aldrei klikkar! I kg krœkiber 750 g vatn Sett í pott, soðið saman og kramið. Látið malla í 20 mín. Hellt í gegnum sigti og vökvinn mældur. Úr þessari uppskrift á aö koma um það bil 1 líter af kræki- berjasafa. 1000-1100 g krœkiberjsafi 1 pk. Pektin sultuhleypir 1400 g sykur Safinn settur í pott, suðan látin koma upp, sultuhleypinum stráó yfir og suóan látin koma aftur upp. Sykurinn settur í og allt sam- an soðið í 4-6 mín. Hellið strax í litlar krukkur eða álform. (Þaó er alveg óþarfi að hreinsa berin of vel.) Niðursoðin bláber 1 l vatn 700 g sykur 1 msk. betamon Þetta þrennt er soðió saman og kælt. Krukkur eru fylltar af blá- : berjum, vökvanum hellt yfir og lokað vel. Dagblað eða efnistuska sett í botnin á stórum potti. Krukkunum raðað ofan í og pott- urinn fylltur af köldu vatni, látið fljóta vel yfir krukkurnar. Suðan látin koma vel upp, krukkumar teknar upp úr pottinum. Geymist í 1-2 ár. Nota verður þar til geróar nið- ursuðukrukkur. Inga Jóna segir nióursoðnu ber- in mjög góð út á skyr, með vöffl- um, rjóma, ís og á ótal aðra vegu. Skyrterta 1 pk. hafrakex, mulið 140 g smjör, brœtt Þessu tvennu blandað saman og sett í botninn á tveimur form- um. 1 pk. Toro-sítrónuhlaup 4 dl sjóðandi vatn Hlaupinu og vatninu blandað saman, látið kólna. 500 g skyr 140 g sykur 2 stk. egg vanilludropar 1 peli þeyttur rjómi Skyr, sykur, egg og vanillu- dropar hrært saman, hlaupið sett sarnan við og að lokum þeytti rjóminn. Ollu hellt yfir kexið í formunum og kælt í ísskáp í minnst 6 klst. Skreytt til dæmis með kíwí, jarðaberjum eóa blá- berjum. „Þessi terta er mjög góð með krækiberjahlaupinu eða bláberja- sultunni,“ sagði Inga Jóna. Fljótlegar Fljóta-skonsur 12 stk. 5 bollar hveiti ~Z bolli sykur 5 tsk. lyftiduft 3 stk. egg 3 pelar mjólk 3 msk. olía eða 100 g smjörlíki. brœtt Öllu skellt í eina skál, blandað saman og bakaðar skonsur við hægan hita. KLJ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.