Dagur


Dagur - 03.09.1994, Qupperneq 18

Dagur - 03.09.1994, Qupperneq 18
18 - DAGUR - Laugardagur 3. september 1994 POPP MAÚNUS CEIR CUÐMUNDSSON SINEAD O’CONNOR: AFTUR A BEINU BRAUTINNI Að vera auðmýktur opinber- lega á hinn versta hátt, hrakinn og nánast útskúfaóur af svið- inu, er líklega sú versta mar- tröð sem nokkur tónlistarmaóur getur hugsaó sér aö lenda í. Á hann sér vart viðreisnar von ef slík reynsla á sér stað. í gegn- um slíka reynslu hefur þó a.m.k. ein góð og gagnmerk söngkona gengið og samt lifað þaó af. Hún fór vissulega illa út úr því, skrámuó og meidd bæði á sál og líkama og ætlaði í kjöl- farið að draga sig í hlé, en Sinead, Sinead O’Connor, söngkonunni seiómögnuðu frá írlandi, sem hér um ræðir, tókst aö vinna bug á sárindum sín- um og viróist vera komin á beinu brautina að nýju. Niðurlægingin Sem frægt er orðið geröi Sine- ad sér lítið fyrir og reif mynd af páfanum í beinni útsendingu í sjónvarpi í Bandaríkjunum árið 1992, til að mótmæla á tákn- rænan og áhrifamikinn hátt stefnu kaþólsku kirkjunnar gagnvart fóstureyðingum. Hef- ur sú stefna einmitt endur- speglast hvað best í heima- landi hennar, íralndi, þar sem fóstureyóingar hafa verió bann- aóar burtséð frá öllum ástæð- um eða rökum fyrir þeim. Af- leióingin af þessu uppátæki varð hins vegar sú, sem jafnvel er enn frægara en uppátækið sjálft, aó Sinead var beinlínis niðurlægð, púuð niður, á tón- leikunum til heiðurs Bob Dylan, sem haldnir voru skömmu eftir sjónvarpsuppákomuna. í kjöl- farið fylgdu síóan frekari erfió- leikar, bæöi á sviðinu og utan þess, sem nær höfóu bundið enda á feril söngkonunnar. En í stað þess að gefast upp, eins og hún reyndar gaf út yfirlýs- ingu um að hún hefði gert, ákvað hún að berjast áfram. Enn væri margt sem hún hefði fram að færa. Ný athyglisverð plata Því til staófestingar að Sinead O’Connor sé aftur komin á beinu brautina, er nú ný plata, Universal mother, að koma út meó henni 15. september, sem þegar er farin aó vekja mikla athygli. Auk þess að vera fyrsta platan síðan Am I not yo- ur girl kom út 1992, sem aó mestu innihélt gamla slagara eftir Cole Porter, Richard Ro- gers o.fl. og sú fyrsta eftir aó öldurnar lægóu, gerir það plötuna heldur betur spennandi að á henni verður lag eftir Kurt Cobain, sem nefnist All apolog- ises. Veróur Sinead þar með fyrst til aó setja lag eftir Cobain á plötu eftir dauða hans í apríl. Universal mother verður ann- ars að öðru leyti fljölbreytt jafn- framt því að vera tiltölulega einföld. Mun á henni veróa að finna m.a. nokkrar ballöður, eitt hipp hopp lag og eitt danslag í rólegri kantinum. Sér til aðstoð- ar hefur Sinead meóal annarra ungan son sinn, Jake, sem syngur í einu laganna og er að auki skrifaður fyrir því. Til við- bótar nýju plötunni hefur Sine- ad svo sungió tvö lög inn á jafnmargar plötur, sem báóar eru tiltölulega nýjar af nálinni. Er þar annars vegar um að ræða plötuna The glory of Gershwin, sem gerð var í tilefni af áttræðisafmæli munnhörpu- leikarans Larry Adler og sem náði í annað sætió á breska sölulistanum fyrir skömmu. Hins vegar No primadonna, sem er til heióurs landa Sine- ad, Van Morrison. Taka lagið auk Sinead á þessum plötum, margir aórir heimsþekktir tón- listarmenn. Universal mother kemur sem fyrr sagði út 15. septem- ber og er platan sú fjóróa frá Sinead O’Connor. FERILL í Á sama tíma og gæðarokksveitin breska Manic street preachers er að senda frá sér sína þriðju plötu, The holy bible, sem væntanlega mun fá góð- ar viðtökur ef að líkum lætur, er framtíð hennar í nokkurri óvissu. Ástæðan fyrir því er sú að gítar- leikarinn, Rickey James, er alvarlega veill á sál og líkama og hefur aó undanförnu gengist undir meiri- háttar aðhlynningu og meðferö vegna þess. Spilaði hljómsveitin án hans á Reading tónlistarhátíðinni um síðustu helgi og óvíst er hvort hann verður orð- inn nógu hress áður en fyrirhuguð tónleikaferð um Bretland til að fylgja nýju plötunni eftir hefst. Er reyndar alls óvíst hvort James verður aftur fullfær ÓVISSU um að spila, en félagar hans gera þó ráð fyrir því. Ef hann hins vegar treystir sér ekki til að snúa aftur, segjast þeir James Dean Bradfield söngv- ari/gítarleikari og Nicky Wire bassaleikari, ekki hafa mikinn áhuga á að starfrækja sveitina áfram. Jam- es sé of mikilvægur hlekkur í henni til að hægt sé að líta framhjá því. Auk þess að hafa um langt skeið verið óhófs drykkjumaðuri hefur James m.a. átt vió listarstol (anorexiu) að stríða sem getur reynst banvænt. Er algengast og þekktara að ung- ar stúlkur þjáist af lystarstoli, en þessi ímyndunar- sjúkdómur ræðst líka á unga karlmenn í talsverð- um mæli. STÓRSTJARNA í STÓRRÆÐUM - EINS OG VENJULEGA Eins og gengur eru tónlistar- menn líkt og flestir aðrir menn misjafnlega duglegir, athafna- samir, sköpunarglaðir, hæfir og svo auðvitað líka misjafnir. Sum- ir geta vart gert fleiri en eina plötu á fimm ára fresti, öðrum dugir ekki minna en að gera alla- vega eina á ári. Sumir liggja í tónleikaferðum í áravís, en aðrir geta vart haldió eina án þess að lognast ekki síðan út af. Þetta er nú gömul saga og ný. Prince, Symbol man, eða hvaó hann nú kallar sig þessa stundina, er dæmi um hina athafnameiri og duglegri í poppheiminum og ör- ugglega eitt það besta og sýr- asta sem hægt er að taka í þeim efnum. Síðan frægðarsól þessa smávaxna blökkumanns (hann er sagður hafa verið skíróur Prince Rogers Nielson) reis til hæstu hæóa árið 1984 með plötunni Purple rain og sam- nefndri kvikmynd, (seldist platan t.d. í á annan tug milljóna ein- taka í Bandaríkjunum einum og sat þar í hálft ár á toppnum) hef- ur hann verió hreint ótrúlega at- hafnasamur og þaó svo mörgum Prince er með mörg járn í eldinum að vanda. þykir meir en nóg um. Hefur ný plata nær undantekningarlaust komið frá honum á hverju ári, stundum tvær. Fleiri en eina kvikmynd hefur hann svo gert á þessum tíma auk óteljandi tón- leikaferða um allan heim. Það kemur því ekki svo mjög á óvart nú aó kappinn sé með tvær plötur í takinu, en í frásögur er það þó auðvitað færandi. Fyrri platan, sem er undir Princenafn- inu og kallast Come, er nú ný- komin út og verður ekki annað sagt en að hún sé ekta Prince- plata. Inniheldur hún samtals 12 lög og eru textarnir við þau eins og svo oft áður í djarfara lagi. Er reyndar nokkuó um liðió síðan Prince lauk við upptöku plötunn- ar og hafði hann þá ekki ákveðið aó kalla sig öðrum nöfnum. Hin platan sem um ræóir og ekki verður undir nafninu Prince, kemur út nú í september og gef- ur listamaðurinn hana út sjálfur. Mun hún bera heitið 1-800 new funk og geyma m.a. forvitnilegan samsöng Prince og Nonu Gaye, dóttur hins fræga sálarsöngvara Marvin Gaye. Að auki er svo að koma út svart/hvít Ijósmyndabók frá poppgoóinu auk þess sem í bígerð er að gefa út myndbands- spólu. Ef þetta skyldi svo ekki vera nóg, þá er þessi athafna- brjálæóingur að sögn í ofanálag meó einhverskonar blúsplötu á prjónunum. Af henni eru þó óljósar fregnir ennþá. Punktar • Punktar Sérstök verðlaunahátíð fyrir Evrópu á vegum MTV veróur í fyrsta skipti haldin með öllu tilheyrandi í nóvember næstkomandi. Er fyrirhugað að hátíðin verði haldin í Berlín. Meðal þeirra sem búist er við að komi fram á hátíðinni til að skemmta gestum miili liða, er írska rokkhljómsveitin frá- bæra Therapy? Af henni er annars frekar að segja, aó hún hef- ur nú samið ein átta ný lög fyrir næstu plötu sína, sem koma á út í mars á næsta ári. lann Michael Jackson blessaður, sem að undanförnu hefur verið milli tannanna á fólki út af bókstaflega öllu I nema tónlistinni, hefur nú í huga að gefa út nýja plötu þar sem Bítlalög verða í aóalhlutverki. Á hann sem kunnugt er útgáfuréttinn aó lögum Bítlanna, sem hann keypti dýrum dóm- um fyrir nokkrum árum. Hefur Jackson að sögn verið aó ráð- gera þessa plötu, sem á að vera til heióurs Bítlunum, í sam- vinnu við Paul McCartney sjálfan. Sugar, rokksveitin framsækna og margræða, með Bob Mould í broddi fylkingar, er nú rétt í þann mund að senda frá sér sína þriðju plötu. Nefnist hún File under easy listening, F.U.E.L. og hefur lagið Your favourite thing ver- ið gefið út á EP plötu. Auk þess eru á henni þrjú lög sem ekki veróa á plötunni sjálfri. Stóru plötuna tók Mould upp sjálfur og það tvisvar, þar sem honum þótti fyrri upptakan geró undir of mikilli tímapressu. og nú er þriðja platan F.U.E.L.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.