Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 4. mars 1995 - DAGUR - 3 Stjórn Akureyrardeildar KEA sendir ungu félagsfólki bréf: Tilgangurinn að vekja athygli á starfsemi KEA - fyrsti deildarfundurinn á Akureyri á mánudag Stjóm Akureyrardeildar Kaup- félags Eyfirðinga hefur sent ungu félagsfólki í KEA bréf, þar sem vakin er athygli á því hvað það þýðir að vera félagsmaður í KEA. Alls voru send út rúmlega 330 bréf til félaga, 30 ára og yngri, á Akureyri og í næsta ná- grenni. Að sögn Magnúsar Jónssonar, formanns stjómar Akureyrardeild- ar, er tilgangurinn sá að vekja at- hygli ungs fólks á starfsemi KEA og reyna að auka virkni þess í starfinu. „Við vitum ekki ná- kvæmlega hver virkni unga fólks- ins er. Við sjáum það alla vega ekki mikió á fundum félagsins en virknin felst nú aðallega í við- skiptum við kaupfélagjó,“ sagði Magnús. I bréfinu kemur fram að félags- leg uppbygging KEA er þannig, að félaginu er skipt niður í 23 fé- lagsdeildir, sem eru kenndar við það svæði sem þær eru á. Dæmi um þetta er stærsta deildin, Akur- eyrardeildin. Hver þessara deilda skipar fulltrúa á aðalfund félags- ins, einn fyrir hverja 50 félags- menn. Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins og þar er kosið í stjóm kaupfélagsins. Einnig er í bréfinu bent á að með því að mæta á auglýstan fund, er hægt að vera virkur fé- lagi. Á deildarfundum er farið yfir rekstur félagsins af æðstu stjóm- endum og þar gefst öllum tækifæri á að spyrja spuminga og koma ábendingum á framfæri um hvaó- eina sem viðkemur rekstrardeild- um félagsins. Loks segir í bréfinu: „Við get- um ekki lofað neinni sérstakri skemmtun, enda er það heldur ekki tilgangurinn. En án virkra fé- Fundur félaga í KÍ og HÍK: Fullur stuðningur við viðræðunefndina - foreldrar í Síðuskóla krefjast samninga Á sameiginlegum fundi félags- manna í Kennarasambandi Is- lands og Hinu íslenska kennara- félagi á Norðurlandi eystra, sem haldinn var á Húsavík í fyrra- dag, var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við stefnufasta framgöngu við- ræðunefndar kennarafélaganna. Jafnframt er hvatt til þess að hvergi verði hvikað frá kröfum kennara um verulega hækkun grunnlauna og lækkun kennslu- skyldu. Fundurinn skorar á fjármála- ráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, að ganga nú þegar frá kjarasamningi við kennarafélögin, svo koma megi í veg fyrir enn frekari skaða en þegar hefur hlotist af virðingar- leysi ríkisvaldsins fyrir skólastarfi í landinu. Þá hefur stjóm Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla sent frá yfirlýsingu, þar sem þess er krafist af kennurum og stjómvöldum að leysa nú þegar yfirstandandi kjaradeilu svo komist verði hjá frekari röskun á skólastarfinu. KK laga verður lýðræðislegt form samvinnufélagsins ekki það sem því var ætlað að vera. Hver sá sem sýnir áhuga, mætir á fundi og jafnvel tjáir sig um sínar skoóanir, hefur áhrif sem geta skipt sköpum fyrir framtíð félagsins okkar, og þar með bæjarfélagsins alls.“ Deildarfundir KEA hefjast á mánudag en þá verður fundað í Akureyrardeild á Hótel KEA kl. 20.30. Á þriðjudag verður fundur í Amames- og Árskógsdeild í Freyjulundi kl. 14 og í Dalvíkur- og Svarfdæladeild í Víkurröst kl. 20.30. KK Norðlenskir dagar í matvöruverslunum KEA: Enn hægt að vera með Eins og þegar hefur verið greint frá í DEGI þá standa fyrir dyr- um síðar í mánuðinum svokall- aðir Norðlenskir dagar í mat- vöruverslunum KEA á öllu Eyjafjarðarsvæðinu. Heíjast þeir þann 16. mars og standa yfir til 2. aprfl. Er þetta í þriðja skipti sem Norðlenskir dagar eru haldnir. Margt verður á dagskrá af þessu tilefni, t.d. gefið út sérstakt blað og í matvöruverslunum verða margvíslegar kynningar og tilboð í gangi. Þar mun listafólk einnig sjá um menningarviðburði af ýmsu tagi og gefst þama kjörið tækifæri til að koma því á fram- færi sem það fæst við. Að sögn Vöku Jónsdóttur hjá söluskrifstofu KEA stefnir í góða þátttöku á Norðlenskum dögum og hafa fyrirtæki allt frá Hvamms- tanga til Húsavíkur ákveðið að vera með. „Tilgangurinn með Norðlenskum dögum er sem fyrr að koma á framfæri norólenskum framleióslufyrirtækjum og stuðla að uppbyggingu þeirra. Þannig vilja menn kynna Eyfirðingum og landsmönnum öllum norðlenska vöru og þjónustu,“ sagði Vaka. Enn hafa bæði framleiðslufyrir- tæki og listafólk tök á að vera með og tilkynna þátttöku hjá söluskrif- stofu KEA.______________HA Akureyri: Bíl stoliö f fyrrinótt var stolið bfl sem stóð fyrir utan hús í Byggðavegi á Akureyri. Bílinn er af gerðinni Toyota Tercel, árgerð 1983, grár að lit með skráningamúmerið K343. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var bifreiðin ólæst og lyklamir á sín- um stað þannig að það vom hæg heimatökin fyrir þann sem tók bíl- inn traustataki að setjast inn og aka á braut. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið bílsins varir að hafa samband hið fyrsta. KLJ KOSNINGASKRIFSTOFAN í f DAGSKRA NÆSTU GLERHÚSINU LAUGARDAGUR 4.MARS VIÐTALSTÍMAR MÁNUDAGUR 6.MARS__ ÞRIÐJUDAGUR 7.MARS "HVAÐ ER PÓLITÍK?" FRAMTÍÐARSÝN AKUREYRI Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri Elsa Friðfinnsdóttir lektor verða til viðtals á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins (Glerhúsinu) á Akureyri milli kl. 10:00 og 12:00 HÚSAVÍK Guðmundur Bjarnason alþingismaður verður til viðtals á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Garðari á Húsavík milli kl. 10:00 og 12:00 Ungir Framsóknarmenn efna til málþings undir yfirskriftinni "Hað er pólitík?" Frummælendur verða Páll Magnússon varaformaður SUF og Þorlákur Axel Jónsson cand. mag. en sérstakur gestur þingsins verður Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. Reynt verður að skilgreina pólitík og hvert er starf þingmannsins og skyldur. Málþingið verður haldið í Glerhúsinu og hefst kl. 20.00 Fundur með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins og efstu frambjóðendum flokksins, þar sem rætt verður um stöðu íslands í samfélagi þjóðanna og möguleika íslenskra atvinnuvega hér og erlendis. Fundurinn verður haldinn í Glerhúsinu og hefst kl. 20.30 Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður Guðmundur Bjarnason alþingismaður Kaffiterían verður opin. í Norðurlandskjördæmi eystra - 30 (Glerhúsið), Akureyri, Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins Framsóknarflokkurinn Kosningaskrifstofan, Hafnarstræti 26 Sími: (96) 21180, Fax: (96) 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.