Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 4. mars 1995 Þann 23. júlí voru gefln saman í hjónaband í Akureyrarkirkju af sr. Þórhalli Höskuldssyni, Heiðrún Arnsteinsdóttir og Friðjón Daníelsson. Heimili þeirra cr að Hraunteigi 26, Reykjavík. Ljósmyndastofa Páls. Þann 3. september sl. voru gefin saman í hjónaband í Grundar- kirkju af sr. Huldu Hrönn Helgadóttur, Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Ólafsson. Hcimili þeirra er að Öldugötu 11, Árskógssandi. Ljósmyndastofa Páls. Þann 16. júlí sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni, Sigríður Kristjánsdóttir og Lúðvík El- íasson. Heimili þeirra er að Grandavegi 45, Reykjavík. Ljósmyndastofa Pá!s. Hlynur klippir Hildi Ævarsdóttur en það er einmitt hún sem hann ætlar að klippa í keppninni á Hótel íslandi á morgun. Mynd: Robyn. Tónlistarskólinn á Akureyri: Útskríftartónleikar Sigríðar B. Baldvinsdóttur Hannætlar að keppa í klippingu Á morgun fer fram íslandsmót í tískuklippingum á Hótel íslandi en það er tímaritið Hár og feg- urð sem stendur að mótinu. Hlynur Guðmundsson, sem starfar á Hársnyrtistofunni Passi- on á Akureyri, er einn þeirra sem ætla aó keppa á þessu móti í tísku- klippingum fyrir dömur. Eins og kunnugt er hafa samstarfsmenn hans gert garðinn frægan í herra- klippingum en Hlynur ætlar sem sagt að keppa^ í tískuklippingum fyrir dömur. íslandsmeistarinn í hárskurði, Sigurkarl Aðalsteins- son á Passion, er hinsvegar að fara í keppni til Amsterdam innan skamms. Hlynur sagði að það væri al- mennt mikill áhugi meðal hár- greiðslufólks á Akureyri og þaö væri mjög framarlega í sínu fagi. „Enda eru Akureyringar og nær- sveitamenn upp til hópa mjög vel klipptir,“ sagði hann. Aðspurður sagði hann að ekki væri hægt að tala um að einhver klipping væri öörum fremur í tísku heldur væri um tískuklippingu fyrir hvem og einn einstakling aó ræða, klipp- ingu sem tæki mið af persónuleika þess sem sæti í stólnum. „Mínar bestu hugmyndir fæ ég frá viðskiptavinum mínum og það er svo mitt sem fagmanns að þróa þær og útfæra en ég fæ líka marg- ar góðar hugmyndir þegar ég er að leika fyrir dansi á böllum," sagði Hlynur. Hann sagði að hárlitanir og strípur af ýmsu tagi yrðu sífellt al- mennari en permanent væri hins- vegar fremur óalgengt um þessar mundir. KLJ Um helgina munu Borgarbíó á Akureyri og Háskólabíó frum- sýna teiknimyndina um skógar- dýrið Húgó. Húgó er skemmtilegt skógardýr sem lendir í æsispennandi ævin- týrum á ferðalagi sínu til stórborg- arinnar og í borginni sjálfri. Allir vilja eignast Húgó því hann er af- skaplega skemmtilegur og sniðug- ur. Hann vill ekki að neinn eigi sig heldur vill hann bara flakka um skóginn sinn eins og fuglinn fljúgandi. Það gæti þó reynst þrautinni þyngra því heimsfræg leikkona með gæludýradellu vill bæta Hú- gó í safnið sitt. Húgó á því fótum sínum fjör aö launa. Áleinn og vinalaus í stórborginni verður hann að beita allri sinni kænsku til aó komast aftur heim í skóginn til vina sinn, Zik og Zak. Myndir um skógardýrið Húgó Á morgun, sunnudaginn 5. mars, verða útskriftartónleikar Sigríðar B. Baldvinsdóttur, fíðluleikara, á sal Tónlistarskól- ans á Akureyri. Sigríður hóf nám í fiðluleik 9 er talsett á íslensku og með leik- raddir fara Edda Heiðrún Bach- man, Jóhann Sigurðsson, Jóhanna Jónasdóttir, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Lísa Pálsdóttir, Magnús Ól- afsson, Sigrún Edda Bjömsdóttir og Þórhallur Sigurðsson (Laddi). Umsjón með íslenskri talsem- ingu og leikstjóm hafði Ágúst Guðmundsson. Lið Þórs og Gróttu eigast við í úrslitakeppni 2. deildar í hand- knattleik á sunnudagskvöld. Leikurinn fer fram í Iþrótta- höllinni á Akureyri og hefst kl. 20.00. ára gömul, fyrst hjá Guðrúnu Þórarinsdóttur og var síðan hjá Mögnu Guð- mundsdóttur og Michael J. Clarke en síð- ustu árin hefur Anna Podhajska verið aðalkennari hennar. Sigríður hefur leikió með Kammerhljóm- sveit Tónlistarskólans, Kammer- hljómsveit Akureyrar, Sinfóníu- hljómsveit Noróurlands, Sinfóníu- hljómsveit æskunnar og í sumar mun hún Ieika í norrænu nem- endahljómsveitinni Orkester Nor- den. Sigríður lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akur- eyri vorið 1993. Á efnisskrá útskriftartónleik- anna eru verk eftir J.S. Bach, Báru Grímsdóttur, Beethoven, E. Bloch, C. Saint Saéns og H. Wi- eniawski. Tónleikamir hefjast kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Undir- leikari er Daníel Þorsteinsson. strik seinni hluta vetrar og liðið er enn án stiga í úrslitakeppninni. Liðið hefur verið án fyrirliðans, Sævars Ámasonar, sem var hand- arbrotinn auk þess sem Samúel Ámason og Geir Aðalsteinsson hafa átt við meiðsl að stríða en þeir eru allir að ná sér og leika með liðinu gegn Gróttu. Geir lék meiri hluta leiksins gegn Fylki á miðvikudaginn en Sævar og Samúel spiluðu hluta leiksins og em að koma til. Þegar liðið nær að stilla saman strengi sína á ný er það til alls líklegt og leikmenn liðsins eflaust staðráðnir í að næla í fyrsta sigurinn gegn Gróttu. Ávallt er hart barist þegar þessi lið mætast og fjör í leikjunum. Áma Indriðasyni, þjálfara Gróttu, hefur reynst erfítt að halda ró sinni þegar lið hans mætir Þór og fengið rautt spjald í báðum viður- eignum Iiðanna í vetur. SH Þórsarar hafa ekki náð sér á Lokað vegna jarðarfarar Ragnars Steinbergssonar, hæstaréttarlögmanns, mánudaginn 6. mars frá kl. 13.00 til 15.00. i BÚNAÐARBANKI Lögmannsstofa 'ISLANDS Akureyrarhf. Akureyri Ólafur Birgir Árnason, hrl. Borgarbíó Akureyri: Frumsýnir teikni- myndina um Húgó Handknattleikur: Þór-Grótta á morgun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.