Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 4. mars 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,((þróttir), UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Afbrotaaldan Skeljungsránið í Reykjavík er óhuggulegur vitnisburður um breytingu á íslensku þjóðfé- lagi. Glæpum hefur fjölgað verulega á undan- förnum misserum samfara því að þjóðfélags- gerðin hefur breyst. Eðlilegt er að spyrja sem svo; hvað veldur? Þegar svo stórt er spurt verður fátt um svör. Skýringarnar hljóta að vera margar. Ein gæti verið sú að hér hafa verið langvarandi erfið- leikar á vinnumarkaði. Atvinnulausir, ekki síst af yngri kynslóðinni, kunna vinnumissinum illa og leiðast út í óreglu sem síðan kann að leiða af sér glæpi af ýmsum toga. Því miður eru um þetta mörg dæmi. Önnur skýring, og líklega sú sem vegur þyngst, er að fíkniefna- markaðurinn hefur stækkað umtalsvert að undanförnu. Lögreglumenn sem vel til þekkja fullyrða að innbrot og rán megi oft tengja því að fíkniefnaneytendur grípi til örþrifaráða til þess að fjármagna kaup á fíkniefnunum. Fólki er brugðið þegar það heyrir um rán eins og átti sér stað í höfuðborginni á dögun- um og það spyr sig eðlilega þeirrar spurning- ar hvort slík þjóðfélagsþróun sé óumflýjanleg. Nú er það svo að fólskuleg rán hafa áður verið framin á íslandi en munurinn er sá að alvarlegum afbrotum hefur fjölgað og um- hugsunarvert er að ungt fólk á þar oft hlut að máli - unga fólkið sem ekki fótar sig í þjóðfé- laginu. Sumir vilja halda því fram að umfjöllun um glæpi hvetji til fleiri glæpa. Þeir sem þessu halda fram eru á villigötum. Mikilvægt er að halda þessari umræðu gangandi. Hvort sem glæpurinn er sala landa, innbrot eða eitthvað annað, þá má ekki þegja um slíkt. Fjölmiðl- anna er að skýra frá - þögnin bætir ekki ástandið. Þvert á móti hvetur hún til áframhaldandi afbrota. Þögn í samfélaginu er einfaldlega sama og samþykki. Þess vegna á að ræða þessi mál opinskátt en jafnframt heiðarlega. í UPPÁHALDI örður Þór Benónýs- son er frá Hömrum í Reykjadal en býr á .Hvítafelli ásamt konu sinni Freydísi Önnu Arngríms- dóttur og tveimur dœtrum þeirra. Hörður starfar í Lauga- fiski en er einnig sauðfjárbóndi. í kvöld stígur Hörður fram á sviðið í Breiðumýri í gerfi land- nemans í John Emery í leikrit- inu, Það þýtur í Sassafarstrján- um, sem er gamanleikrit þar sem gert er grín að hinum gildu vestrum. Það er Ungmennafélagsins Eflingar sem sendur að leiksýningunni en Hörður er einmitt formaður Ungmennafélagsins. „Þetta er hressilegur gam- anleikur sem gerist í landnema- kofa og við sömdum nýja texta við tólf sveitasöngva, (kántrý- lög) og felldum þau inn i verkið þannig að það verða byssubóf- ar, söngur glens og grín á svið- inu í Breiðumýri í kvöld, " sagði Hörður. Hörður Benónýsson. ágæta hreyfingu í störfum mín- um í búskapnum.“ Ert þú i einhverjum klúbbi eðafé- lagasamtökum? Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjú þér? „Hangikjöt og lambalæri, þaö má ekki á milli sjá.“ Uppáhaldsdrykkur? „Mjólk.“ Hvaða heimilisstöiffinnsl þér skemmtilegustlleiðinlegust? „Þaö er leiðinlegast aö þvo upp en skemmtilegast aö clda mat.“ Stundarþú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrcekt? „Já, hestamennsku og svo fæ ég „Ungmennafclaginu Eflingu og Hcstamannafélaginu Þjálfa.“ Hvaða blöð og timarit kaupir þú? „íþróttablaðið, Eiófaxa og Hest- inn okkar." Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Ég var að lcsa Kvæðasafn Káins í nótt.“ í hvaða stjörnumerki ert þú? „Krabbanum.“ Hvaða MjómsveU/tónlístarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Mike 01dfield“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Það var nú lengi snillingurinn hann Pele en ætli það sé ekki Siggi Sveins í dag. Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „íþróttir.“ Á livaða stjórnmálamami hefurðu mestálit? „Jóhanncsi Geir.“ Hver er að þínu matifegursti staður á íslandi? „Vatnshlíðin á fögrum sumar- dcgi.“ Hvar vi/dirðu helst búa efþú þyrftir aðfiytja búferlum nú? „í Skagafirói." Hvaða hlut eðafasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Meiri sauðfjárkvóta.“ Hvernig vilt þú helst veijafrístund■ um þínum? „Á hestbaki og vió lestur góðra bóka.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Á laugardagskvöldið ætlum vió að frumsýna og þá snýst allt um þaó en á sunnudaginn ætla ég að fara í Ljósve'ningabúó til að horfa á Draugaglettur.“ POSTKORT FRA ÞYSKALANDI HLYNUR HALLSSON Eftir flóðin miklu er farið að fjara og vorið langa hafið. Þeir sem þreytt hafa Þorrann geta tekið til við að leita að stuttbuxun- um. Eins og íslendinga er siður eru auðvitað haldin þorrablót um allt Þýskaland og hér í Neðra-Sax- landi var engin undatekning þar á. Þeir hugrökkustu spændu í sig hákarl og skoluðu honum niður með enn bragðverra brennivíni. Þar sem íslendingafélag- ið hefur á að skipa doktor í harmónikkuleik var auð- vitað stiginn hringdans hring eftir hring og svo tók Dj. Teknó við. Og þegar búið er að snara heitum eins og „hrútspungar" og „lambaandlit" yfir á þýsku er kalda borðið farið að líta skuggalega út. Sumir hrósa happi yfir því að vera grænmetisætur og drekka bara bjór og vatn til skiptis. íslendingar voru auðvitað í miklum minnihluta í blótinu og bæði Þjóðverjar og Norðmenn fjölmennari, enda fór allt friðsamlega fram. Það styttist líka í að haldið verði uppá fimmtíu ár frá stríðslokum. Fyrsti skjálftinn er reyndar skollinn á þegar minnst var loftárása bandamanna á Dresden. Nýnasistar reyndu að efna til óeirða með því að lýsa því yfir að tölur um mannfall meðal óbreyttra þýskra borgara hafi verið falsaðar og að í raun hafi mun fleiri fallið en haldið sé fram. Upp um alla veggi má sjá veggspjöld sem á stendur „ALDREI AFTUR ÞÝSKALAND" og er þar verið að vara við því að hátíðarhöldin breytist í þjóðernis- rembu. Á sama tíma eru menn að klóra sér í hausnum yfir því hvað hafi orðið um alla peningana sem áttu að fara í endurreisn iðnaðar og uppbygg- ingu húsnæðis ( austurhluta landsins. Peningarnir hafa aldrei skilað sér til réttra aðila en samt horfið úr kassanum. Talandi um peninga þá fer ég út í búð og kaupi mjólk útá muslíið og er í vafa um hvort nú eigi að splæsa í almennilega mjólk úr lífrænt ræktuðum beljum sem aldrei hafa smakkað á hormónum og vita ekki hvað eiturefna áburður er eða bara ódýr- ustu mjólkinni sem er í plastpokum með rotvarnar- efnum og öllum græjum. Verómunurinn er 100 pró- sent. Þessi frá venjulegu aukaefnabeljunni kostar 44 íslenskar krónur en gæða mjólkin sem er með rjómaskán ofaná kostar 88 krónur. Eftir að hafa gert almennilega bragðprufu og velt fyrir sér framtíð land- búnaðar á svæðinu er tekin ákvörðun um að dýrari kosturinn sé heillavænlegri sé til langs tima litið. Á leiðinni heim horfi ég á brumin springa út og áð- ur en næsta hellidemba fylgir þrumunni eftir er maður kominn inn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.