Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. mars - DAGUR - 5 Laddi í Sjallanum á Akureyri: 1 LETTIB VT l f «1 — * j 1h vetrarleikar hjnn svioinu I \ucuiicyiy' Léttis 1/ % ÍDL XAKUREYRI/ í kvöld verður frumsýnd ný dagskrá í Sjallanum á Akureyri. Sýningin nefnist, Laddi - Norð- angrín og garri, og eins og nafn hennar ber með sér er það Laddi, öðru nafni Þórhallur Sig- urðsson, sem ætlar að standa á sviði Sjallans. Laddi mun láta gaminn geysa og skemmta með söng og gríni í um það bil klukkustund og er um nýja dagskrá að ræða, þó eflaust muni bregóa fyrir einhverjum af hinum fjölmörgu persónum, sem Laddi hefur gefið líf í gegnum ár- in. Ladda til aóstoðar verður tón- listarmaðurinn Hjörtur Howser en að undirleikaranum slepptum er það Laddi einn sem sér um skemmtunina. Aóspurður sagði Þórhallur að efnið sem hann ætlað að flytja í kvöld væri aó mestu samið af honum sjálfum en einhver atriói væru þó úr dagskrá sem hann hefði flutt á Hótel Sögu með þekktum félögum sínum úr leik- arastétt. Um er að ræða svo kallaða „Stand up comedians“ dagskrá sem þýðir að skemmtikrafturinn stendur einn á sviðinu allan tím- ann án hlés og heldur uppi fjörinu. Þórhallur sagði að hann mundi bregða sér léttilega í ýmis þekkt gerfi en þar sem hann væri á svið- inu allan tímann skipti hann ekki um gerfi. „Eg gríp svona í gler- augu og húfu en skipti ekki um föt eða farða. Eg kem inn sem ég sjálfur, ekki í neinu gerfi en svo tek ég einhverja „karaktera“ án þess að yfirgefa sviðið.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Þór- hallur skemmtir á þennan hátt og Hefur Laddi ótal andlit? hann sagöist telja að þetta væri í fyrsta skipti sem dagskrá í þessum stíl væri sett upp hér á landi. „Þetta er mjög spennandi við- fangsefni, eitthvað nýtt og ögr- andi. Eg hef ætlaó að gera þetta lengi en þetta er mjög þekkt form erlendis bæði í Bandaríkjunum og Englandi," sagði Þórhallur. Hann sagði að hann hefði skemmt á Hótel Sögu á laugar- dagskvöldum yfir vetrartímann í næstum því tíu ár en í vetur hefði hann aðeins skemmt þar fram að áramótum. „Forsvarsmenn Sjall- ans höfðu samband við mig og ég sagði þeim að ég væri að búa til svona eins manns dagskrá og þeim fannst það mjög spennandi. Mér fannst líka gaman að fá tæki- færi til þess að fara norður til að skemmta enda er mjög langt síðan ég hef skemmt Norðlendingum og það er alltaf gaman að koma fram norðan heiða,“ sagði Þórhallur. Þórhallur sagði að þegar væri búið að auglýsa sýningamar, Laddi - norðan grín og garri, alla laugardaga í mars en framhaldið færi eftir aðsókn. „Ef vel gengur verða líka sýningar í apríl,“ sagði Þórhallur. Þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Elís Amsyni í Sjallanum eru þegar mörg sæti bókuð þessi laugardagskvöld í mars og uppselt á frumsýninguna í kvöld. Auk þess að skemmta á Akur- eyri hefur Þórhallur í nógu að snú- ast ásamt félögum sínum í Imba- kassanum enda senda þeir út sinn sjónvarpsþátt í hverri viku. Þess má geta að í kvöld, að sýningu Ladda lokinni, leikur ný hljómsveit Pálma Gunnarssonar fyrir dansi í Sjallanum. KLJ Stjórnunarfélag íslands: Bandarískur sérfræðingur með fyrirlestur á Akureyri - á Hótel KEA nk. þriðjudag kl. 13-17 Næstkomandi þriðjudag verður námsstefna á Hótel KEA á Ak- ureyri kl. 13 til 17 á vegum Stjórnunarfélags íslands þar sem Dr. Paul R. Timm, einn fremsti sérfræðingur Banda- ríkjanna á sviði þjónustu, ræðir um 50 áhrifaríkar aðferðir til að auka þjónustugæði og halda í viðskiptavini. Hér er um að ræða afar athygl- isverðan fyrirlesara. Dr. Timm hefur samið sautján bækur og fjölda greina um þjónustu við við- skiptavini, mannleg samskipti, upplýsingamiðlun og sjálfstjóm- un. Hann hefur doktorsgráðu í kerfisbundinni upplýsingamiðlun frá Florida State University og er núverandi deildarforseti stjómun- ardeildar í upplýsingamiðlun í Marriott School of Management við Brigham Young University. I kynningu á námsstefnunni segir m.a.: „Á námsstefnunni munt þú kynnast fjölmörgum hag- nýtum hugmyndum sem þú getur strax farið að beita, t.d.: Hvemig þú getur breytt reiðum viðskipta- vin í tryggan viðskiptavin sem kemur aftur og aftur, komist hjá þeim kostnaði sem fylgir því að þurfa sífellt að leita nýrra við- skiptavina, afvopnað þá sem eru sífellt að kvarta og þjálfað starfs- fólk þitt til að verða framúrskar- andi starfsmenn sem beita þjón- ustugæðum til að auka árangur þinn og velgengni fyrirtækisins.“ Skráning á námsstefnuna fer fram hjá Stjóm- unarfélagi ís- lands í síma 91- 621066 og á Ak- ureyri í síma 22314, meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjaid er I)r. Poul R. ximm kr. 14.900 (alm. verð). Félagsverð SFÍ er kr. 12.665 (15% afsláttur). Innifalið í þátttökugjaldi er bók dr. Timm, „50 áhrifaríkar aðferðir til að halda í viðskiptavini" í íslenskri útgáfu, námsgögn (ítarefni) og síðdegiskaffi. Ef þrír eru skráðir á vegum sama fyrirtækis fær fjórði þátttak- andinn að fljóta með frítt. Ef sjö eru skráðir á vegum sama fyrir- tækis fá 3 þátttakendur til viðbótar að fljóta með frítt. Háskólinn á Akureyri: Fyrírlestur um rannsóknir á he>marskerdingu í dag, laugardag, kl. 14 mun Dr. Jim Kyle, forstöðumaður Rann- sóknastofnunar heyrnarskertra við Háskólann í Bristol á Eng- Iandi, halda fyrirlestur við Há- skólann á Akureyri. Fyrirlestur- inn sem fram fer á ensku nefn- ist: „Unspoken language - how sign language and deafness helps us to understand language and cognition“. Ómælt mál; hvernig táknmál og heyrnar- leysi geta stuðlað að skilningi á tungumáli og vitsmunalífi. Dr. Jim Kyle hefur verið for- stöðumaður Rannsóknastofnunar heymarskertra frá 1988. Hann er sálfræðingur að mennt og hefur kennt sálarfræði við háskólana í London, Oxford og Bristol. Hann hefur stundað víðtækar rannsóknir á heymarskerðingu og afleiðing- um hennar. Hann hefur verið gistifræðimaður við háskóla um víða veröld, t.d. í Kína, Bandaríkj- unum, ísrael, Rússlandi og Bras- ilíu. Fyrirlesturinn hefst eins og áð- ur segir kl. 14 í dag og er haldinn í stofu 24, 2. hæð í aðalbyggingu Háskólans á Akureyri við Þing- vallstræti og er öllum heimill að- gangur. er vera áttu laugardaginn 4. mars er frestað vegna veðurs og ófærðar til laugardagsins 25. mars. Vetrarleikanefnd. Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á 300-400 fm. skrif- stofuhúsnæði ásamt 300-400 fm verkstæðis- og/eða geymsluhúsnæði á sama stað í Reykjavík. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár- og efni, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluveró, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 11. mars 1995. Fjármálaráðuneytið, 1. mars 1995. Tiiboð óskast! Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. 1. MMC L 200 4x4.....árgerð 1991. 2. Chevrolet Monza SLE... árgerð 1987. 3. MMC Galant Royal..árgerð 1985. 4. Suzuki Swift Tw. Cam.... árgerð 1988. 5. MMC Tredia 4x4....árgerð 1986. Bjfreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11 mánudaginn 6. mars nk. frá kl. 9.00 til 16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG W? ISLANDS HF Sjálfsbjörg á Akureyrí Arshátíð Bjargs á Hótel KEA, laugardagínn 11. mars kl. 20.30. ❖ Frábær matur. ❖ Skemmtiatríði í sérflokki. ❖ Dúndrandí fjör, Mílljónamæringcuiiir og Páll Óskar leíka. ❖ Sjálfsbjargarfélagar fá góðan afslátt. Skráning og míðasala á skrífstofu Bjargs, mánu- daginn 6. mars til míð- víkudags 8. mars kl. 13- 19, í síma 26888.- Allír veíunnarar Bjargs veíkomnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.