Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 4. mars 1995
Freyvangsleikhúsið sýnir
í gærkvöld var frumsýnt í Frey-
vangi í Eyjafjarðarsveit nýtt ís-
lenskt leikrit, Kvennaskólaævin-
týrið. Sögusvið leikritsins er
hinn fomfrægi kvennaskóli að
Laugalandi en þangað sóttu
margar stúlkur nám og hópur
pilta kvonfang. Á fjórða tug leik-
ara stíga á svið í verkinu sem er
fjömgt gamanleikrit kryddað um
tuttugu nýjum sönglögum. í
tengslum við leiksýningamar
hefur verið komið upp veitinga-
stað í gamla Laugalandsskólan-
um og þar gefst leikhúsgestum
kostur á að kaupa sér kvöldverð
eða aðrar veitingar á hóflegu
verði.
Það var líf og fjör í Frey vangi í
vikulokin þegar tíðindamenn
Dags litu þar inn á lokaæfingu til
að kynnast ævintýrinu.
Vonast eftir
góðrí aðsókn
Sagt er að Leifur Guðmundsson í
Klauf hafi átt fmmkvæðið að
Kvennaskólaævintýrinu. Leifur er
það rétt?
„Það má segja að ég hafi átt
hugmyndina en svo var þetta
ákvörðun stjómar Freyvangsleik-
hússins að fara út í þetta ævintýri.
Við vissum það að þetta yrði mjög
þakklátt verk en þaó hefur aldrei
verið skrifað leikrit um kvenna-
skóla hér á landi.
Strax og ákvörðunin var tekin
þá fundum við mikinn stuðning
víðsvegar að. Vió fengum Böóvar
Guðmundsson til aó skrifa verkið
og hann var þegar í upphafi mjög
áhugasamur.
Auðvitað fylgir því mikill
kostnaður fyrir áhugaleikfélag að
fara út í að láta skrifa fyrir sig
leikrit og koma því á fjalimar en
ég hef engar áhyggjur af því leng-
ur því aó aðsóknin virðist ætla að
verða góð. Það er ekki enn búið
að frumsýna en heilu kvenna-
skólaárgangamir hafa þegar pant-
að miða víðsvegar að svo og
kvenfélög. Nú og strákamir sem
eitt sinn vom á vappi hér í kring-
um skólann og áttu Ijúfar stundir í
skjóli Grásteins bíða líka spenntir
eftir því að koma og upplifa þessa
stemmningu á ný,“ sagði Leifur í
Klauf.
Freyvangs-
leikhúsið
Vorið sem Freyvangur í Eyja-
fjarðarsveit, þá Ongulsstaöa-
hreppi, var vígður var sýnt þar
leikritið Ráðskonan á Bakka og
síðan þá hefur Freyvangur verið
bækistöó leikglaós fólks í ná-
grenninu.
Leikfélag Öngulsstaóahrepps
var stofnaó árió 1962 og Ung-
mennafélagið Árroóinn gekk til
liðs við félaga í Leikfélaginu árið
1976. Á vegum þessara félaga
voru sett upp mörg leikrit í Frey-
vangi.
Árið 1991 þegar hreppamir
framan Eyjafjarðar sameinuðust
undir naíhinu Eyjafjaróarsveit var
leikfélaginu gefið nafnið Frey-
vangsleikhúsið og er Kvenna-
skólaævintýrið fimmta leikritið
sem félagið hefur sett upp.
Formaóur Freyvangsleikhúss-
ins er Leifur Guðmundsson í
Klauf en auk hans eru í stjóm og
yarastjóm þau Helga Ágústsdóttir,
Ólafur Theodórsson, Elísabet
Friðriksdóttir, Stefán Guðlaugs-
son, Áki Áskelsson og Katrín
Ragnarsdóttir.
„Þá var ekki komin í mig kvensemi“
- höfundur Kvennaskólaævintýrisins
á línunni
Böðvar Guðmundsson frá Kirkju-
bóli á Hvítársíðu er höfundur
Kvennaskólaævintýrisins. Á árun-
um 1974-1980 dvaldi Böðvar í
Eyjafirði er hann var kennari við
Menntaskólann á Akureyri. Þá
skrifaði hann leikritið Grísir
gjalda fyrir Leikfélag Menntaskól-
ans. Síðan hefur hann skrifað
nokkur þekkt verk svo sem
Kmmmagull, Skollaleik og Ættar-
mótið, sem var sýnt við mikla
gleði hjá Leikfélagi Akureyrar.
Böðvar er búsettur í Danmörku
og fæst við skriftir en hann hlaut
listamannalaun á síóasta ári og
hefur, að eigin sögn, ekki enn lok-
ið við aö éta þau upp. í tilefni af
sviðsetningu Kvennaskólaævin-
týrisins, þessa nýja íslenska leik-
rits, sló blaðamaður dags á þráð-
inn til Danmerkur.
- Komdu blessaður og sæll,
Böðvar. Hvemig er veðrið í Dan-
mörku?
„Það er nú bara nokkuð gott.
Frostlaust, snjólaust og logn,
snjórinn hefur ekki angrað okkur
hér en mér skilst að því sé öðru
vísi farið í Eyjafirði.“
- Var ekki skemmtilegt að
glíma við Kvennaskólaævintýrió?
„Jú, þetta var skemmtilegt
verkefni. Eg var nú ekki kunnugur
sögu Kvennaskólans á Laugalandi
þegar ég tók verkefnió að mér en í
fyrra haust var ég í Eyjafirði, ég
var í viku hjá Leifí og Dísu í
Klauf, og hitt þá margt gott sögu-
fólk. Það er svo feikna gott sögu-
fólk þama á Norðurlandi að ég
held mér hafi alveg tekist að átta
mig á því hverskonar ævintýri
Kvennaskólaævintýrió var.“
- Þú hefur sem sagt hreiðrað
um þig í Klauf og tekið þar á móti
fyrrverandi kvennaskólameyjum?
„Eg hitti margar skemmtilegar
og fróðar konur sem kunnu mikið
af sögum. Bæöi fyrrverandi
kennslukonur og námsmeyjar.
Kennslukonumar sögðu mér frá
þessu ævintýri frá sínu sjónar-
homi og námsmeyjamar sögðu
mér frá því frá sínu sjónarhomi og
svo auðvitað strákunum á næstu
bæjum.
Sumar konumar komu um
langan veg til að tala við mig,
þetta var voðalega gaman. Það var
ómetanleg hjálp í öllum sögunum.
Eg fór meó tólf klukkutíma af
„kjaftasögum" á segulbandsspól-
um til Danmerkur og það skipti
sköpum, án þeirra hefði leikritið
ekki orðið til.“
- Styðstu mikið við „sannar
sögur,“ er hægt aó þekkja einstak-
ar persónur á sviðinu í Freyvangi?
„Það er nú slegió saman bæði
sögum og persónum því ég varð
að gefa hugmynd um samfélag
sem náði yfir stórt tímabil í ámm
talið á einni kvöldstund. En auð-
vitað höfóu sögur af sérstæöum og
litríkum einstaklingum sín áhrif.
Bæði sögur af kennurum, náms-
meyjum og ekki síst strákunum í
nágrenninu.“
- Þetta er ansi mannmargt verk
er ekki svo?
,dú, þaö er rétt. Það væri eigin-
lega óhugsandi að ætla atvinnu-
leikhúsi, nema þá mjög sterku, að
setja þetta verk upp. Atvinnuleik-
húsin ráða ekki við mjög mann-
mörg verkefni. Þaö er hægt aó
gera miklu meira með áhuga-
mannaleikfélögum í dag en í at-
vinnuleikhúsum. Það er nú ein-
faldlega staöreynd. Það er vissu-
lega mjög gaman að skrifa fyrir
öll leikfélög en ekki síst fyrir
áhugaleikfélög því þar er svo mik-
ill vilji fyrir hendi, eldmóður og
áhugi.“
- Finnst þér verkið vera í góð-
um höndum hjá Freyvangsleik-
húsinu?
Böðvar Guðviundsson.
„Já, já, ef þaó verður klúður þá
er það vegna þess að það hefur
verið klúður frá minni hálfu en
ekki þeirra, en ég er ekkert hrædd-
ur ura þaó að það verið klúður.
Ég hitti fólkið í leikfélaginu
síðastliðió sumar og komst að því
að frammi í firði er margt fólk
sem er tilbúið til að fóma frístund-
um sínum og jafnvel taka af næt-
ursvefni sínum til að vinna í leik-
húsinu og það er virkilega gaman.
Svo em mjög góðir tónlistarkraft-
ar í hópnum og þaó gefur þessu
öllu aukið gildi. Ég er viss um að
tónlistarskólinn í sveitinni er mikil
lyftistöng fyrir leiklistarstarfið.
- Er ekki heilmikil rómantík í
verkinu?
„Þaó liggur nú alveg í hlutarins
eðli.“
- Þú hefur ekki kynst kvenna-
skólameyjum sjálfur á þínum yng-
ir árum?
„Nei, það næsta sem ég komst
því var að systir mín var í
Kvennaskólanum á Varmalandi í
Borgarfirði. Ég var svo lítill sjálf-
ur þegar kvennaskólinn var í
Borgarfirði að þaó var ekki komin
í mig kvensemi þegar skólinn
hætti að vera til.“
- Svo þú hefur misst af þessu
ævintýri?
„Já, ég var of ungur. Verst þyk-
ir mér að ég skyldi ekki hafa verið
ungur maður í Öngulsstaða-
hreppnum svona rétt um miðja
öldina, þess hef ég oft óskað mér
eftir að ég kynntist þessu ævin-
týri,“ sagði leikskáldið Böðvar
Guðmundsson.
Svava hugar að búnlngl Grímu.
himdrnð flíkiir klárar
Svava Jóhannsdóttir, Matthildur Bjamdóttir, Hulda M. Jónsdóttir og
Kristín Sigvaldadóttir sjá um búningana í Kvennaskólaævintýrinu.
Aðspurö sagói Svava að fyrir utan alla skó og aukaskraut þyrftu
um fjörgur hundruð flíkur að vera til reiðu áður en lcikaramir gætu
gcngið inn á svióió, enda cr Kvennaskólaævintýrið mannmörg sýn-
ing. Svava hel'ur starfað meó leikumnum í Freyvangi í 16 ár. En er
virkiiega svona gaman að sitja vió saumavélina og útbúa búninga
handa leikurum?
„Ég segi nú á hverju hausti aó nú geri ég þetta ekki oftar, en svo
byrja ég. Þctta cr gaman, einhver baktería rétt eins og að leika. Ég er
hætt að nenna að sauma hcima hjá mér en í búningasauminn fer ég
aftur og aftur, þaó hlýtur aó vera vegna þess að þetta er gefandi og
skemmtilegt," sagði Svava, sem er nýflutt fram í Eyjafjaröarsveit eft-
ir að hafa búið um árabil á Akureyri.
Alvöru dæmi um ástir
í Kvennaskólanum
á Laugalandi
Hulda M Jónsdóttir á Ytri-Tjöm-
um segir frá.
„Tengdamóðir mín, Þuríður
Kristjándóttir, kom hingaö í
Laugalandsskóla til aö kenna
vefnað. Tengdafaðir minn, Baldur
Kristjánsson, var þá bóndi á Ytri-
Tjömum og þau kynntust á meðan
hún kenndi í Kvennaskólanum.
Svo fór maðurinn minn alveg
sömu leió. Ég kom hingað norður
til að kenna í Kvennaskólanum.
Ég var nýútskrifuð úr skóla og
þekkti engan norðan við Holta-
vöróuheiði en skellti mér norður
til að kenna og hér er ég enn. Á
meðan ég var kennari í skólanum
kynntist ég manninum mínum,
Benjamín Baldurssyni á Ytri-
Tjömum og nú er ég hér að sauma
búninga á kvennaskólameyjarnar í
þessu ævintýri.“
Tveir synir þeirra Benjamíns
og Huldu eru meðal leikenda í
Kvennaskólaævintýrinu, Bergur
Þorri og Jón Gunnar. Bergur Þorri
bregður sér í ýmis hlutverk en Jón
Gunnar leikur einn af sveitastrák-
unum úr nágrenninu sem hafa
mikinn áhuga á öllu því sem fram
fer í Kvennaskólanum. Á þann
hátt fetar hann í fótspor föður síns
og afa og þegar líóur á leikritió er
Jón Gunnar leikur svcitastrákinn
Stcina, sem er hugfanginn af
kcnnslukonunni Hrönn og fetar þar
á vissan hátt í fótspor forfeðra
sinna.
ljóst að einnig hann fær að eiga
sína draumadís úr Kvennaskólan-
um og hún er meira að segja
kennslukona þar rétt eins og
mamma hans og amma.
I alvörunni er Jón Gunnar nemi
í Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri, fjósamaður á Öngulsstöðum
og áhugaleikari með Freyvangs-
leikhúsinu.