Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 4. mars 1995 * I VINNUNNI HJÁ PÁLMARI 5VEINI ÓLAF5SYNI „Það er engin lognmolla í þessu starfi“ ✓ Pálmar Sveinn Olafsson tók við starfi framleiöslu- stjóra hjá Fiskiðjunni Skagfiróingi á Sauðárkróki í haust. Pálmar er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann stundaði nám í Vélskólanum, fór síóan í Tækni- skólann og þaðan lá leiöin til Danmerkur, þar sem hann lauk mastersnámi í rekstrarfræðum með fram- leiðslu á fiskafuróum sem sérsvió. Pálmar starfaöi um ✓ skeið í Svíþjóö aö námi loknu en kom heim til Is- lands áriö 1991 og hóf þá störf hjá íslenskum Sjávar- afurðum. Nú hefur hann flutt sig um set og sest að á Sauðárkróki. Eiginkona Pálmars er Sigríður Stephen- sen, leikskólakennari, og eiga þau hjónin ungan son. Pálmar Sveinn Ólafsson. Mynd: p.R. stofan. „Ég mæti til vinnu klukkan átta aö morgni og vinn fram undir kvöld- mat en auk þess er ég alltaf til taks ef á þarf aö halda. Fiskiðjan sam- an stendur af stóru frystihúsi, ööru frystihúsi á Hofsósi og salthúsi hér á Sauðárkróki. Á hverjum stað cru verkstjórar og þaö er mitt hlut- verk aö fylgjst með því sem þeir eru aö gera, fá upplýsingar hjá þeim og taka ákvarðanir út frá því. Til þess þá fer ég alla vega einu sinni í viku út á Hofsós og tala við verkstjórana hér á Sauðárkróki í það minnst einu sinni á dag. Yfir- leitt höldum vió svo kallaða tíu-tíu fundi á frystihúsinu á hverjum morgni til að ræða málefni dags- ins. I upphafi hverrar viku er svo fundur með yfirmönnum Fiskiðj- unnar, þá hittumst við og leggjum á ráóin fyrir komandi viku. Ég fylgist með því að vinnslan gangi snurðulaust fyrir sig og aó fiskurinn skili fyrirtækinu þeirri framlegó sem hægt er að ná. Þeg- ar skip kemur að landi þá tek ég ákvöróun um það hvemig eigi að ráðstafa farminum. Það er líka framleiðslustjórans að samþykkja allar pantanir frá IS en þeir selja allan fisk fyrir okkur nema salt- fisk sem við seljum að mestu leyti beint. Mikió af okkar afuróum fara til Bandaríkjanna og Bret- lands en það eru Miðjarðarhafs- löndin sem eru aðalmarkaðssvæð- in hvaó varðar saltfiskinn. í raun er starf framleiðslustjóra aðhalds- og eftirlitsvinna en starf- ið er mjög margþætt og ekki auð- velt að lýsa því í stuttu máli. Það er í mínum verkahring að koma með nýjar hugmyndir inn í framleiðsluna og fylgja þeim eftir. Nú á til dæmis aó fara að taka í notkun nýja pökkunarstöð og þá er það mitt að halda utan um verk- ið og fylgja því eftir að allt gangi samkvæmt áætlun." - Er þetta skemmtilegt starf? „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Þaó hefur upp á allt að bjóða, mannleg samskipti sem eru afar skemmtileg og svo er starfið mjög líflegt og fjölbreytt. Þaó er mikill gangur í hlutunum og það þarf að taka skjótar ákvarðanir, ég sit ekki kyrr við skrifborð mikinn hluta dagsins, ég er mikið á ferð- inni þannig að starfinu fylgir ágætis líkamshreyfing. Það er engin lognmolla í þessu starfi, alls ekki.“ - En gallar? „Engir gallar nema fiskleysi, það er aðal vandamálið. En vissu- lega er þetta starf sem maður er með á heilanum dag og nótt alla daga vikunnar. Þetta er ekki starf sem hægt er að leggja frá sér að loknum hefðbundnum vinnudegi.“ -Er þetta vel launað starf? „Ég kvart ekki. Enda skipta launin ekki öllu máli ef maður er í skemmtilegu umhverfi og er ánægóur í starfi.“ - Ert þú ánœgður á Sauðár- króki? „Já, hér líður fjölskyldunni vel og það er frumskilyrói. Ég hef aldrei búió á minni stað en í Reykjavík svo þetta er nokkuð öðruvísi en hér er ljómandi gott að vera.“ KLJ MATARKRÓKUR „Það er gaman að baka gerbrauð“ Það er Sveinbjörg Sveinsdóttir sjúkraliði sem mœtir til leiks í Matarkrók Dags að þessu sinni. Hún býr á brekkunni á Akureyri ásamt eiginmanni sínum Birni Magnússyni og tveimur dœtrum þeirra. Sveinbjörg hefur mjög gaman af því að baka brauð úr lifandi geri og hér birtast þrjár vinsœlustu gerbakstursuppskrift- irnar hennar. „Ég vil hvetja þá sem hingaó til hafa ekki bakað gerbrauð til að bretta upp ermamar og prófa upp- skriftimar. Vökvann þarf að yla við hægan hita í 35°C eða þar til ylur finnst á fingri. Fínkomað þurrger, eins og er í bréfunum, þarf ekki að leysa upp heldur má setja það beint í hveitið. Það er upplagt að setja skálina með deiginu í heitt vatns- bað í eldhúsvaskanum til að láta deigið lyfta sér og eins að breiða yfir deigið á meðan það lyftir sér á plötunni. Gerbrauð geymist vel í frysti og það má þýða í örbylgju- ofni og bera frarn volgt. Notið lág- an straum u.þ.b. 50% styrk annars getur brauðið orðið seigt og hart.“ Sveinbjörg skorar á Piu Maud Petersen að koma með uppskriftir í næsta Matarkrók og væntir þess að þær verði með dönsku ívafi. Smjörkaka 2 dl mjólk, yluð 500 g hveiti 150 g smjörlíki, lint 1/ bréf, 7 tsk., þurrger 4 rnsk. sykur 2 egg 2 tsk. kardimommudropar Fylling 1 100 g lint smjörlíki 100 g dökkur púðursykur kanell Fylling 2 Royal vanillubúðingur Z úr pakka rúsínur Smjörlíkið er mulið út í % af hveitinu (geymið 'A) og öllu hinu bætt út í, volgri mjólkinni síðast. Hrærió saman, stráið smá hveiti yf- ir og látið lyfta sér. Bætið afgangn- um af hveitinu út í og hnoðið deig- ið saman þar til það verður sam- fellt. Skiptið því í tvo jafna hluta, öðrum helmingnum skipt aftur í tvennt og breiddar út tvær kringl- óttar kökur. Kökumar eru setar í tvö stór tertuform, þær eiga að vera aóeins stærri en formin því deigið á að fara upp með börmunum. Hinn deig hlutinn er flattur út í aflanga köku. Helmingnum af fyllingu eitt er smurt á lengjuna, afgangnum á botnana, kanel stráð yfir. Þunnu Mynd: Robyn. lagi af búðingi smurt á hvom tveggja, rúsínum stráð yfir. Af- löngu kökunni rúllað laust upp frá langhlið, skorin í litla bita og þeim raðað ofan á botnana, um það bil níu bitum á hvom. Látið lyfta sér. Penslið með eggjablöndu sem er hrist saman úr einu eggi og örlítilli mjólk. Bakið í 20 mínútur við 180°C. Setjið krem úr flórsykri, kakói og sjóðandi vatni yfir kök- una, glassúr. Ef á að frysta hana er betra að setja kremið yfir þegar hún er tekin úr frysti. Kanelsnúðar - u.þ.b. 30 stk. 75 g smjörlíki 2/ dl mjólk 500 g hveiti 5 tsk., eitt bréf, þurrger 50 g sykur 1 tsk. salt 1 egg Fylling: sama og í Smjörköku Smjörlíkið er brætt og mjólkin sett saman við, ylað. Allt þurrefnið sett í skál, (geymið !4 hluta af hveit- inu) mjólkurblandan er sett síðust. Hrærió deigið saman, stráið hveiti og látið lyfta sér. Afgangnum af hveitinu bætt út í, hnoðað saman. Skipt í 2 jafna hluta, breytt út frek- ar þunnt í afianga köku (25x65 cm). Fyllingu 1 smurt yfir og stráð kanel. Rúllað laust upp frá lang- hliðinni. Skorði í 2 cm bita sett í muffinsform eða á plötu, látið lyfta sér. Til að búa til stóra snúða má fletja deigið minna út þannig að það verði þykkara og hafa kökuna breiðari. Ef það er til afgangur af búðingi frá smjörkökunni er gott að nota hann með í snúðana. Bakað í 12-15 mín í 180°C heitum ofni. Hom eöa pizzubitar 100 g smjörlíki /1 mjólk 1 bréf þurrger (5 tsk.) 60 g sykur / tsk. salt 900 g hveiti Eggjablanda til penslunar 1/ túba skinkumyrja eða Pizza pontó og skinka Sama deigið er notað í bæöi homin og pizzubitana. Smjörlíkið er brætt og mjólkinni bætt út í, yl- að. Þurrefnin sett í skál og mjólkur- blöndunni bætt í (geymið 200 g af hveitinu), hrærið saman stráið hveiti og látið lyfta sér. Afgangn- um af hveitinu bætt út í og hnoðað saman. Horn: Skiptið deiginu í 6 jafna hluta breiðið þunnt út í kringlóttar kökur. Smyrjið með skinkumyrju og skiptið í 8 geira. Rúllið laust upp frá breiðari enda, látið oddinn snúa niður. Setjið á plötu, látið lyfta sér. Penslið og bakið í 15 mín við 200°C. Pizzubitar: Skiptið deiginu í 3 jafna hluta og breiðið þunnt út í af- langar kökur u.þ.b. 25x70 cm. Smyrjið með Pizza pontó eða ann- ari góðri sósu, skinkukurli eða skinkuteningum stráð yfir. Brotið eins og vínarbrauó, langhlið yfir að % hlutum og hin langhliðin að 'A hluta á móti. Lengjunni velt yfir svo samskeytin snúi niður. Skorið í bita u.þ.b. 5-6 cm breiða sett á plötu og látið lyfta sér, penslað með eggjablöndu og osti stráð yfir. Hægt er að nota hvaða fyllingu sem er og ost eftir smekk. Pizzubitamir em bestir volgir, einir sér, með súpu eða sem léttur hádegisverður. KU

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.