Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 15
UTAN LANDSTEINANNA Laugardagur 4. mars 1995 - DAGUR - 15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Hef kysst þann besta Söng- og leikkonan barmgóða Dolly Parton kyssir og kjaftar frá. Dolly upplýsti fáfróðan almúgann fyrir skömmu hvaða leikari hefði bestu varir í Ilolly- wood. Það er ekki Brad Pitt, Tom Cruise, Mel Gibson eða Jack Nic- holson eins og svo oft er haldið fram heldur harðnaglinn James Woods. Sveitasöngkonan lék á móti Woods í myndinni Straight Talk, sem Stöð Tvö sýnir í kvöld. „Ilann hefur þessar feitu og miklu varir sem eru mjúkar sem baðmull Dolly Parton kallar ekki allt ömmu sína en hún kiknaði í hnjáliðunum þegar hún kyssti James Woods. og hann veit hvernig þær notast best,“ segir Dolly og hún er ekkert að skafa utan af því. „í kvikmynd- um gengur oftast svo mikið á að þegar maður kyssir leikara tekur maður varla eftir því. En í hvert sinn sem James kyssti mig nötraði ég öll og gat ekki hugsað um neitt annað en kossinn,“ segir Dolly. Dennis Frans hefur unnið hug og hjörtu amerískra kvemm. Feitt oq sköilótt kyntákn Það er óhætt að fullyrða að fita hefur aldrei verið vinsæl í sjónvarps- og kvikmynda- geiranum í Bandaríkjunum. Nú virðist þó einhver breyting í vændum og fita er komin í tísku í Ilollywood. f nokkrum væntanlegum myndum eru fitukeppir í aðalhlutverki og sá sem almennt er talað um sem nýjasta kyntáknið er Dennis Franz, sem get- ið hefur sér gott orð með leik í sjónvarspþáttunum vinsælu NYPD Blue. Þar leikur þessi fimmtugi leikari kjaftfora löggu sem glímir jafnt við áfengis- vandamál og forherta glæpa- menn. En Franz segir að eftir að hann fór að leika lögguna Sipiwicz hafi hann fengið mikinn fjölda aðdá endabréfa frá konum á öllum aldri. Fjötskutda í stríði Baywatch er án efa sá sjónvarpsþáttur sem nýtur mestrar áhorfunar í heiminum í dag. Um það bil ein billjón áhorfenda í 142 löndum fylgjast jafnan grannt með þegar bjargvætturinn CJ Parker skoppar eftir ströndinni í öllu sínu veldi með óútskýrðan rauðan plast- kút undir arminum. Pamela Anderson er vinsælust allra leikara þáttarins en hún virðist þó ekki vera ánægð með þá athygli sem hún fær fyrir limaburð sinn, vill helst fá meiri og gerir flest til að komast í sviðsljósið. Það er í það minnsta skoðun foreldra hennar sem eru ekki par sátt við dótturina. Fyrir skömmu sagði Pamela í blaðaviðtali að pabbi hennar væri drykkjumaður mikill sem lumbraði reglulega á mömmu hennar. Þessu mótmæla foreldrarnir kröftuglega og segja stúlkuna ávallt hafa haft ímyndunaraflið í lagi. ,/EtIi það sé ekki í tísku í Ilollywood að hafa átt erfiða , æsku,“ segir Carole móðir hennar. Foreldrarnir viður- kenna að vísu að sambandið milli þeirra hafi ekki alltaf ver- ið fullkomið en aldrei hafi ofbeldi verið beitt. Blaðamenn kölluðu til fjölda vitna til að hrekja sögu Baywatch bom- bunnar og amma stelpurnar segir frægðina hafa stigið henni til höfuðs. „Þegar hún var lítil lifði hún í ímyndaðri veröld þar sem hún átti erfitt með að greina raunveruleikann frá tilbún- ingnum,“ sagði amma gamla. Pamela hefur ekki haft mikið samband við fjölskyldu sína að undanförnu og foreldrarnir fréttu fyrst af giftingu hennar og rokkarans Tommy Lee í gegn- um blöðin. „Er það ekki þessi horaði sem var giftur annarri leikkonu? Baywatch bomban Pamela Ander- spurði Carole forviða þegar hún son hefur veríð mikið á milli heyrði af giftingu dótturinnar. tannanna áfólki að umlanfömu. Fyrir skömmu var sýndur þáttur þar sem Franz sást nakinn í sturtu og vakti þessi þáttur mikið umtal og athygli. Eftir þáttinn stækkaði bréfa- bunkinn enn hjá Franz og hann segist hneyksl- ast á mörgum þeim bréfum sem hann fær því ekki séu þau öll siðsamlega skrifuð. Ilann segist t.d. hafa fengið „nokkuð afdráttarlaust bréf frá ungri dömu“ og því hafi fylgt mynd af stúlkunni í baðfötum, sem Franz lýsir sem „mjög efnislitlu bikjni.“ Franz ætti að vera vanur að handleika fjölda bréfa enda vann hann fyrir sér sem póstberi áður en hann sló í gegn í NYPD löggum. „Ég var sennilega heimsins lélagasti póstur,“ viðurkennir hann. „Ég stoppaði iðulega til að gæða mér á kleinuhringjum, lék við öll dýr sem urðu á vegi mín- um og Iá í leti heima hjá mér á meðan fólk beið eftir póst- inum sínum,“ sagði Franz um gömlu vinnuna sína. Atein heim Aðeins örfáum vikum eftir að hafa eignast annað barn sitt er söngkonan og húsmóðirin Gloria Estefan yfirgefin í 300 milljóna króna heimili sínu á Miami á meðan eiginmaðurinn Emilio skemmt- ir sér með eldheitu nýstirni. Ekki er langt síðan Gloria gort- aði í fjölmiðlum af hinni miklu ást sem ríkti hjá þeim hjónum eftir 16 ára hjónaband og ekk- ert fengi þeim haggað. Ekki var þó Emilio á sama máli og síðan Gloraia eignaðist stúlkubarn í desember sl. hefur hann sést oft og títt úti á lífinu með salsa- söngkonunni Albita Rodriguez. Emilio segir ekkert til í sögum af framhjáhaldi sínu og hann sé einungis að reyna að koma henni á framfæri í Bandaríkj- unum enda sé hann umboðs- maður hennar og það sé hans starf að koma henni í sviðsljós- ið. Á meðan er Gloria sögð sitja sorginædd heima og hugsa um hörnin. Nú eru tæp fimm ár síðan Gloria stóð andspænis dauðanum eftir hrikalegt bíl- slys en hún náði sér að fullu og kom söngferlinum aftur á rétta braut. Síðustu ár hefur hún unnið hörðum höndum að því að eignast annað barn með Emilio en fyrir áttu þau 14 ára son. Ilenni tókst loks ætlunar- verk sitt í desember á síðasta ári en á sama tíma virðist hún hafa misst eiginmanninn í fang annarrar konu. Söngkonan Gloria Estefan þyk- ir með föngulegri konum þrátt fyrir að eiga aðeins tvö ár eftir í fertugt. laust stórstirni isney kvikmyndafyrir- tækið byggir afkomu næsta árs mikið á teiknimyndinni Pocahontas sem frumsýnd verður í sumar. Mel Gibson var fenginn til að ljá aðalpersónunni rödd sína en hann mun þó ekki syngja helstu lögin í myndinni. Gib- son hafði eytt miklum tíma hjá raddþjálfara og framleiðendunum þótti hann standa sig vel í söngnum en þegar myndin var prufukeyrð fyrir fullum sal af ungum krökkum fékk hann ekki góð viðbrögð. Mesti söng- urinn átti að vera á mikilvægu augnabliki í myndinni og krakkarnir sem hlustuðu brugðust illa við þegar Gibson hóf upp raust sína, þeir gerðu meiri kröfur en framleiðend- urnir og Gibson kolféll á próf- Atvinnusöngvari var því mu. fenginn til að fylla í skarðið en kennslustundirnar sem Gibson fór í voru þó ekki til einskis þar sem hann fær að syngja minni hlutverk í mynd- inni. Annars er því oft haldið fram að Mel Columcille Gerard Gibson sé ástralskur leikari en svo er þó ekki. Ilann er fæddur í New York og sjötti í röð ellefu systk- ina. Ilann bjó í Nýju Jórvík til tólf ára aldurs en flutti þá til Ástralíu. Þar stefndi hann á frama sem kokkur eða blaðamaður en snéri sér að leiklist eftir að ein systir hans sótti um í leiklistarskóla fyrir strákinn án hans vitundar og þegar hann fékk þar inni ákvað hann að slá til.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.