Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. mars - DAGUR - 9
Orlofshús við
Kjamaskóg
Á fímmtudaginn voru afhent út-
boðsgögn vegna fyrirhugaðrar
byggingar orlofshúsa við
Kjarnaskóg sunnan Akureyrar.
Það eru Urbótamenn á Akur-
eyri sem standa að byggingu
þessa nýja orlofshúsahverfís en
þeir eru Sveinn Heiðar Jónsson,
Hólmsteinn Hólmsteinsson og
Þórarinn Kristjánsson.
Eins og fram kom í Degi í vik-
unni hefur þegar verið skipulagð-
ur kjami meó 35 orlofshúsum og
verður smíói 10-12 húsa í þeim
kjama boðin út að þessu sinni.
Verktakar munu skila húsunum
fullbúnum þann 15. júlí í sumar
og að sögn Sveins Heiðars verða
fyrstu húsin tilbúin til afhendingar
fljótlega eftir það.
Orlofshúsasvæðið er vió
Kjamaskóg, norðan Kjamalundar,
heilsu- og endurhæfingarstöðvar
Náttúrulækningafélagsins.
Staðsetning svæðisins er á
margan hátt einstök. Það er í ná-
vígi við Akureyri og því auóvelt
fyrir dvalargesti að nýta sér allt
það sem bærinn býður upp á hvað
varðar menningu, skemmtun og
þjónustu. Samt sem áóur eru húsin
á fögmm og friðsælum stað við
fagurt útivistarsvæði, þar sem
leiktæki og gönguleiðir gefa úti-
vist í skjóli trjánna aukið vægi.
Gata Sólarinnar
Bygginganefnd Akureyrarbæjar
hefur gefiö götunum í þessu nýja
hverfi nöfn. Þær heita Gata sólar-
innar, Gata stjamanna, Gata mán-
ans og Gata norðurljósanna.
Fyrstu húsin, sem verða byggó í
sumar, munu rísa við Götu norð-
urljósanna en einnig verður Gata
mánans gerð í þessum áfanga.
Oll uppbygging orlofshúsa-
svæðisins er unnin í fullu samráði
við þá aðila sem standa að Kjama-
skógi og Kjamalundi. „Forsvars-
menn Gróðrarstöðvarinnar í
Kjamskógi hafa verið þessu verki
mjög velviljaði enda styrkir
byggðin þeirra starf svo og starfið
í Kjamalundi. Þessir þrír staðir
munu því styrkja hver annan,“
sagöi Sveinn Heiðar Jónsson, einn
Urbótamanna.
Þjónustumiðstöð í
Kjarnalundi
Gert er ráð fyrir því að Kjama-
lundur, sem nú er rekinn sem
sumarhótel, verði þjónustumið-
stöð fyrir orlofshúsabyggðina. I
framtíðinni er gert ráð fyrir því að
í Kjaralundi verði fullkomin heil-
brigðisþjónusta með endurhæfmg-
araðstöðu, íþróttasölum og úti- og
innisundlaugum. Það er því ljóst
að sambýli Kjamalundar og or-
lofshúsabyggðarinnar gefur báð-
um aðilum aukið vægi.
Fjögur húsanna em inni á lóð
Kjamalundar og í sömu hæó og
Kjaralundur og því er mjög hent-
ugt að útbúa þau fyrir fatlaða.
„Eg tel að starfsmannafélög
eigi að gefa sínu fólki möguleika
á aðgangi að heilsárshúsum eins
og þessum sem eru kjörin bæði til
andlegrar og líkamlegar uppbygg-
ingar og til skemmtunar og leikja.
Þetta svæði hefur nokkra sérstöðu
að þessu leyti. Akureyri er innan
seilingar og þar er öll heilbrigðis-
þjónusta og Kjamalundur er verð-
andi Náttúrulækningahæli.
Samt eru húsin á fögrum og
friðsælum stað þar sem hægt er að
stunda gönguferðir, skokk,
skíðagöngu eða aðra útivist. Þetta
er því bæði kjörinn dvalarstaður
fyrir þá sem þurfa að ná heilsu, til
dæmis eftir veikindi eða slys, og
fyrir fullfríska einstaklinga til
hefðbundinnar orlofsdvalar,"
sagði Sveinn Heiðar.
*
Osnortið umhverfi
Það er Arkitektastofan í Grófargili
sem hannaði orlofshúsabyggðina.
Gert er ráó fyrir einni húsgerð og
er sérstaklega vandað til legu hús-
anna í landslaginu þannig að þau
snúi vel við sólu. Húsin standa á
súlum og leitast verður við að
valda sem minnstu raski á landi
þannig að húsin falli inn í það um-
hverfi sem fyrir er án breytinga.
Húsin verða ekki byggð á staðn-
um heldur flutt þangað fullbúin.
Heilsárs timburhús
Orlofshúsin verða úr timbri og eru
húsin sem nú eru boðin út 55 fer-
metrar að stærð, fulleinangruð
heilsárshús. I þeim verður inn-
gangur með forstofu, þrjú svefn-
herbergi, baðherbergi, stofa og
eldhús. Ur eldhúsinu verður geng-
ið út á verönd sem verður 27 fer-
metrar og umlykur stóran hluta af
húsunum.
Norskur leikari á
Akureyri og Húsavík
A mánudag, þriðjudag og mið-
vikudag er væntanlegur hingað
til Norðurlands þekktur norsk-
ur leikari, Henning Farner.
Hann kemur hingað á vegum
norrænu menningarhátíðarinn-
ar Sólstafa. Hann hefur í far-
teskinu látbragðsleik, sem helst
líkist þögulli fímleikakvikmynd
með ívafi af háþróaðri harm-
rænni kímni.
Sýning Hennings er einkum
ætluð ungu fólki í efstu bekkjum
grunnskóla og á framhaldsskóla-
stigi en er einnig mjög vinsæl hjá
fullorðnu fólki.
Ef verkfall kennara stendur
ennþá yfir á mánudag og þriðju-
dag er ákveðið að bjóða upp á
sýningar á „Eins og tungl í fyll-
ingu“ í Dynheimum á Akureyri. Á
mánudaginn verður sýning kl.
20.30 og á þriðjudaginn kl. 16 og
21. Á mióvikudag kl. 16 veróur
síðan sýning í Borgarhólsskóla á
Húsavík.
Aðgangur á sýningamar er
ókeypis.
leiksvæSi
SVÆDl 2
svæoi 1 \
leiksvasSi
Gata
stjarnantt
KJARNASKOGUR
OBLOFSHÚSASVÆÐlÐ
vV 'i kjarnalundún
A Orlofshúsasvæðið við Kjarna-
skóg, iengst tii vinstri sér í Kjarna-
lund.
Mikil eftirspurn
Að sögn Sveins Heiðars er mikil
eftirspum eftir húsunum nú þegar.
Síðustu daga hafa nokkrir aðilar
haft samband við þá Úrbótamenn
á hverjum einasta degi vegna hús-
anna. Bæði er um stór og öflug
starfsmannafélög og félagasamtök
að ræða og ýmsa aðra aðila.
Sveinn Heiðar sagði að þegar
væru nokkur hús frátekin og á
næstu dögum yröi gengið frá
kaupum á fyrstu húsunum. KLJ
f------------------------Sl
Kaffihlaðborð
alla sunnudaga
Lindin við Leiruveg
sími 21440.
'i— -------------------- r
1 O O O □ □ □
MuniÖ
ódýru
morgun-
tímana
frá kl. 9-14
Aðeins kr. 270,-
Sími 12080
AKUREYRARBÆR
Utboö
Bæjarverkfræðingur f.h. bæjarsjóðs Akureyrar
óskar hér með eftir tilboðum í 350.000 stk. sorp-
poka vegna sorphreinsunar á Akureyri.
Gögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings,
Geislagötu 9, eftir kl. 14.00, 6. mars nk.
Tilboðin verða opnuð á sama stað 15. mars nk. kl.
11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess
óska.
Bæjarverkfræðingur.
J