Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 04.03.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. mars 1995 - DAGUR - 7 Kvennaskólaœvintýrið Séra Hannes Öm Blandon prestur í Eyjafjaróarsveit leikur séra Eirík í Kvennaskólaævintýrinu. - Er séra Eiríkur í Kvennaskólaævintýrinu ólíkur séra Hannesi? „Nja, ég hélt það, en sennilega er hann ekkert ólíkur honum. Prcstar cru býsna líkir hver öörum.“ - Er þetta skemmtilegt hlutverk? „Já, þaó finnst mér.“ - Hefur þú ekki leikió í mörgum sýningum hér í Freyvangi? „Ekki mörgum en nokkrum. Ég kom hingaö í sveitina áriö 1986 og hef verió meira og minna mcð síðan. Áður hafði ég leikið meó áhugaleikfélögum þar sem ég hafði búið, með hléum þó.“ - Húsið er fullt af fólki. Það viróist mikill kraftur í Freyvangs- leikhúsinu? „Það er mikill fjöldi af áhugasömum krökkum í þessari sýningu. Hún hvílir á ungu fólki aó miklu leyti og það virðist vera mjög auð- velt að manna sýningar hér hjá Freyvangsleikhúsinu, hversvegna veit ég ekki.“ - Þú leggur þessa vinnu glaóur á þig ár eftir ár? „Þetta er oft erfitt en oftast gaman, mjög skemmtilegt og við stefnum aó því að sýna eins oft og við getum,“ sagöi Hannes. En á myndinni er hann sem séra Eiríkur að spjaila við Beggu tilvonandi kvennaskólastúlku scm er mikill nagli, cins og María Gunnarsdótt- ir, sem lcikur Beggu, scgir sjálf. Begga var kokkur á sjó í tvær ver- tíðir til að ciga fyrir skólagjaldinu það dugði að vísu ekki alveg en hún hét því að greiða allt upp í topp eftir næstu vertíð. Kvennskólaævintýrið Höfundur: Böðvar Guðmundsson. Höfundar tónlistar: Garðar Karlsson, Eiríkur Bóasson og Jóhann Jóhannsson. Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir. Sviðs- og sýningarstjóri: Katrín Ragnarsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson Hljómsveitarstjóri: Reynir Schiöth. Fröken Gríma „Já, ég leik fröken Grímu, skóla- stýruna. Mér skilst að hún hafi verið ansi ákveðin og stjómaði ýmsu með augnaráðinu enda hefur eflaust stundum þurft á því að halda. Nú er ég búin aó læra þessa tækni og get beitt henni óspart bæði á sviðinu og heimavelli,“ sagói Hjördís Pálmadóttir. En þetta er þriðja leikritið sem Hjördís leikur í hjá Freyvangsleik- húsinu en hún hefur starfað með leikfélaginu í mörg ár baksviðs. „Svo þegar ég vai' 37 ára þá skellti ég mér á sviðið og hafði þá aldrei nokkurn tímann leikió neitt. En ég fékk bakteríuna. Það er ekki hægt að sleppa þessu. Ég ætlaði ekki að vera með í vetur en hér er ég í skrúða skólastýrunnar,“ sagói Hjördís. Sigríður Bjarnadóttir og Hjördís Pálmadóttir í hlutvcrkum sínum. Myndir: Robyn. ...aldrei komið strákur inn um gluggann til mín“ „Við kvennskólameyjamar erum hver annarri ólíkar en verðum all- ar bestu vinkonur áður en vorar,“ sögðu ungu leikkonumar -í Frey- vangi. Þær voru á einu máli um að það væri stór mínus að hafa fæðst eftir tíð kvennaskólanna og misst af þessu ævintýri. Þó væri betra en ekki neitt að fá tækifæri til að taka þátt í ævintýrinu á sviði. Ein leik- kvennanna sagði meira að segja að andi kvennaskólans hefði haft slík áhrif á sig að hún hefði tekið upp prjónana, sem hefðu legið ósnertir í mörg ár. „Það allra besta var að hneppa einhvem sveitastrákinn svona undir vorið, það var toppurinn. En eflaust hefur stundum verið erfitt að ljúka öllum skyldustykkjunum fyrir þær sem ekki vom mjög handlagnar. Þó held ég að vin- sældimar sem kvennaskólameyj- Þær eru tíu kvennaskólastúlkurnar í Freyvangi. Hér sitja þær til borðs og auðvitað er það fröken Gríma sem er við borðsendann. amar nutu hafí verið alveg ein- stakar. Þær urðu bókstaflega að slá frá sér karlmennina eins og flugur. Það er nú ekki svona fjör- legt í framhaldsskólum nútímans. Vió alveg dauðöfundum þessar stelpur," sögðu leikkonumar í Freyvangi. Þegar ljóðin fara að syngja Garðar Karlsson er höfundur lang- flestra laganna, sem munu hljóma í Freyvangi í kvöld og næstu kvöld, en auk hans hafa Eiríkur Bóasson og Jóhann Jóhannsson samió lög við ljóð Böðvars í Kvennaskólaævintýrinu. í heitum ljóðanna má fá skímu um stemmninguna í verkinu; Við Grástein eru góðar vonir bundnar, Þið viljið kannski vita eitthvað meira, Hvað gagnar þaó að eiga úrvals jeppa, Ó, þvílíkt líf sem eiginmanna bíður og Tilfinninga- ballið. Lag Garðars við ljóðið Nú kvakar mófugl í mó, hljómaði í leikhúsinu í Freyvangi þegar hann var tekinn tali og inntur eftir tengslum skólastjórans í Mývatns- sveit við áhugaleikfélag í Eyja- firði. „Ég var skólastjóri í Bamaskól- anum á Laugalandi í níu ár en áö- ur kenndi ég á Hrafnagili. Ég flutti hingað í Eyjafjarðarsveitina árið 1977 og síðan hef ég ekki getað slitið mig frá leiklistarstarf- seminni hér í Freyvangi þó svo ég sé nú skólastjóri í Mývatnssveit. - Ert þú tónlistarmenntaður? Lagahöfundurinn og skólastjórinn Garðar Karisson. „Þaó fer nú ekki mikið fyrir formlegri tónlistarmenntun. Þegar ég var 12-13 ára lærði ég í tvö ár á píanó í Tónlistarskólanum á Akur- eyri. Svo hætti ég, setti gítarinn á magann og fór að spila í Bítla- hljómsveit. Það var merkileg hljómsveit. Við vorum í henni ég, Bjarki Tryggvason, Jörundur Guðmundsson eftirherma og Öm Bjamason trúbador. Svo lagði ég þetta allt á hilluna enda var hljóm- sveitabransinn ekki fyrir mig. Ég snerti ekki við tónlist í ein fimm ár en fór svo að syngja með Karla- kór Akureyrar, fékk mér píanó og upp úr því fór ég að duna við að semja fyrir sjálfan mig. Ég gerði nú ekkert í því að koma lögunum á framfæri en þó hafa bæði Karla- kórinn og Dísukórinn í Eyjafirði sungið lög eftir mig. Ég hef einkum samiö lög við texta Davíðs Stefánssonar og Braga Sigurjónssonar. Það er gott að semja við þeirra ljóð, þau fara að syngja þegar ég les þau. Það getur verió algjör martröð þegar ég fer að lesa ljóð að kvöldi og það fer að syngja, þá er ekkert um annað að ræða en að fara fram og skrifa lagið.“ - Hvemig lög semur þú? „Kórlög, einsöngslög og í seinni tíð léttari lög. En þess vegna sem ég sálmalög, þetta er allt skemmtilegt. “ - Nú fékkstu texta eftir Böðv- ar. Hvemig líkaði þér þaó? „Nú þau urðu svona og ég ér ljómandi hress með útkomuna. Ég samdi þessi lög með tilliti til verksins í heild. Byrjaði á því að lesa allt leikverkið frá upphafi til enda og lét þaó svo gerjast. Svo fór ég að skoða eitt og eitt lag og þetta kom bara smátt og smátt.“ - Hvaóa hljóðfæri notar þú þegar þú ert að semja? „Stundum eru lögin orðin til án þess að ég setjist við hljóðfæri, bara í höfðinu. En ég á alveg magnað hljómborð, alveg yndis- legt verkfæri. Konan mín þekkir mjög vel baksvipinn á mér þegar ég sit við það verkfæri. Það er nánast fullvaxið píanó en auk þess eru í því ýmis hljóðfæri, flauta, strengir og nánast hvað sem er og svo er það tengt við tölvu svo ég get prentað nótumar út ef ég óska þess. Ég týnist þegar ég sest við þetta töfratæki.“ - Hvernig finnst þér fólkinu í Freyvangsleikhúsinu hafa tekist til að flytja lögin þín? „Ég er alveg ofsalega ánægóur. Hér eru margar góðar raddir og úrvals tónlistarfólk. Það kemur mér líka á óvart hvað söngurinn skilar sér vel í húsinu. Ekki spillir að það er litla systir mín, hún Dísa í Klauf, sem tók að sér söngstjóm- ina og hún og Eiríkur Bóasson hafa séð um raddsetningu. Reynir Schiöth er svo hljómsveitarstjóri," Hvert skyldu þeir vera að horfa? Án ef cru það kvennaskóiastúlkurnar sem þeir skima cftir, nema það séu bévaðir bæjarstrákarnir. Þessi vaski hópur er í hlutvcrkum svcitastrákanna, sem seinna urðu stórbændur hefðu þeir kvcnnaskólastúlku sér við hlið. Samkvæmt ævintýri Böðvars skipti það miklu þá eins og nú að ciga jeppa tii að skreppa i smá bíltúr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.