Dagur - 04.03.1995, Page 2

Dagur - 04.03.1995, Page 2
2 - DAGUR - Laugardagur 4. mars 1995 OPNUNARTÍMI KOSmWGASKRIFSTOf U KOSNINGASKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINSVERÐUR OPIN FRÁ KL. 12.00 ■ 19.00 FYRST UM SINN. ALLIR ERUVELKOMNIR IKAFFI OG SPJALL VIÐ STARFSMENN SKRIFSTOFUNNAR OG FRAMBJÓÐENDUR. FRAM TIL KOSNINGA VERÐA SKIPULAGÐAR HEIMSÓKNIR VINNUHÓPA OGANNARA ÁHUGAMANNA UM STJÓRNMÁL ÞAR SEM RÆTTVERÐUR UM ÞAU MÁL SEM ERU I UMRÆÐUNNI HJÁ HVERJUM OG EINUM. IHl Framsóknarflokkurinn í Norðurlandskjördæmi eystra Kosningaskrifstofan, Hafnarstracti 26 - 30,(Glerhúsið),Akurevri, Sími:21180, Fax:2ll80 Freyvangs leikhúsið Kveimaskóla- Œvintýrið eftir Böðvar Guðmundsson Leikstjóri Helga E. Jónsdóttir 2. sýning 5. mars kl. 20.30 3. sýning 8. mars kl. 20.30 Miðasala/pantanir sími: 31349 og 31196 Matur og aðrar veitingar í gamla Kvennaskólanum að Laugalandi Upplýsingar í síma 31333 Vöramiðar hf * ÞAR SEM LÍMMIÐARNIR FÁST * 96-12909 REYNSLA - GÆÐ) - ÞJÓNUSTA •■■■■■■■■■■■ Urrunlðar í mlkiu úrvall. Vogarmlðar fyrlr Ishlda-, Dlgl- og Blzerba voglr. Tllboðsmlðar o.þ.h. Fóliugylllng og plasthúðun. Númeraðlr mlðar, tðlvugölun, papptrs-, plast- og álmlöar. Hönnun og fllmuþjónusta. Fax 96-12908 Hamarsstígur 25 600 Akureyri FRETTIR Sæplast hf. með rúmlega 10 milljóna króna rekstrarhagnað á árinu 1994: Útflutningur jókst um 20,6% og innanlandssala um 13,6% Hagnaður varð af reglulegri starfsemi Sæplasts hf. á Dalvík á sl. ári að upphæð 28,8 milljón- ir króna, eða 8% af tekjum. Heildartekjur Sæplasts hf. á ár- inu 1994 námu 361 milljón króna, sem er 17,3% aukning frá árinu 1993. Þegar tekið hefur verið tillit til óreglulegra gjalda og skatta er niðurstaða rekstrar- reiknings hagnaður að upphæð rúmlega 10 milljónir króna. Á árinu 1993 nam hagnaður af rekstri Sæplasts hf. 12 milljón- um króna. Á árinu 1994 var sala á innan- landsmarkaði 184,3 milljónir króna eða 51,3% af heildarsölu, en sala erlendis 174,9 milljónir króna eða 48,7%. Á árinu 1993 var hlutfallið 53% innanlands á móti 47% erlendis. Salan skiptist þannig: fiskker innanlands 29,5%; fiskker erlendis 40,5%; trollkúlur innanlands 11,0%; trollkúlur er- lendis 8,2% og rotþrær, tankar og plaströr 10,8%. Útflumingur jókst um 20,4% milli ára og vegur þar mest aukn- ing útflutningsverðmætis troll- kúlna um 40% á sama tíma og samdráttur er í innanlandssölu, og útflutningsverðmæti fiskkera jókst um 15%, en þessar vörur voru fluttar út til alls 30 landa á árinu 1994. Sala innanlands jókst um 13,6% milli ára og vegur þar þyngst sala á plaströrum, en hafín var framleiðsla á þeim á árinu. Bókfært veró heildareigna fé- lagsins var 397,4 milljónir króna í árslok, þar af voru veltufjármunir 178.2 milljónir og aðrar eignir 219.2 milljónir. Heildarskuldir námu 141,5 milljónum króna í árslok en voru 129,5 milljónir króna í ársbyrjun og var eigið fé því 255,9 millónir króna. Á árinu 1995 er gert ráð fyrir 15% veltuaukningu og að hagnað- ur verði 10-15%. Á aðalfundi Sæ- plasts hf. nk. fimmtudag mun stjómin leggja til að geiddur verði 10% arður og nýtt verði heimild til útgáfu 10% jöfnunarhlutabréfa. Kristján Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts hf., segist gera ráð fyrir að hlutfallið milli Kristján Aðalsteinsson. sölu innanlands og erlendis munu haldast nokkuð óbreytt á yfir- standandi ári. „Aukning skulda er fyrst og fremst tilkomin vegna gjaldfærslu á 16 milljónum króna vegna dóms sem féll í svokölluðu Tækniplasts- máli, sem hefur verið í ársreikn- ingum síðustu ára og auk þess voru gjaldfærð á árinu 1994 ýmis gömul mál. Eg er mjög ánægður með rekstrarafkomu félagsins á sl. ári,“ segir Kristján Aðalsteinsson. _________________________GG Bæjarráö Húsavíkur: ítrekað að Ijúka viðræð- um við ÍS ítrekað var á fundi í Bæjarráði Húsavíkur sl. fimmtudag, að heQa ekki viðræður við fleiri að- ila fyrr en niðurstaða væri feng- in í viðræðum við fslenskar sjáv- arafurðir um afurðasölumál út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækj- anna á Húsavík. Sigurjón Bene- diktsson greiddi atkvæði á móti. Málinu hafði verið vísað aftur til bæjarráðs eftir að meirihluti bæjarstjómar klofnaði í atkvæða- greiðslu um það í bæjarstjóm. Fyrir fundinum lágu tillögur Sig- urjóns Benediktssonar (D) um at- hugun og úttekt á sölumálum fyr- irtækjanna. IM Ársuppgjör Nautgriparæktarfélaganna: Þingeysku kýrnar mjólkuðu best „Meóalafurðir eftir hverja árskú árið 1994 eru 4147 kg af mjólk og er það 21 kg minna en árið 1993,“ segir Jón Viðar Jónmundsson í nýjasta tölublaði Freys. Þrátt fyrir þetta var kjamfóður- gjöf að jafnaði 21 kg meiri á hverja kú en árið áður og liggur því skýringin ekki þar heldur er ljóst að síðasta ár var ekki jafn hagstætt til mjólkurframleiðslu eins og árið 1993. Þróunin er þó nokkuð misjöfn eftir landshlutum. Sunnanlands og vestan var um- Kratar á Norðurlandi eystra: Jón Baldvin mætir til leiks Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi eystra verður með opinn fund með frambjóðendum flokksins fyrir al- þingiskosningamar í dag, laugar- dag, kl. 16 á kosningaskrifstofu flokksins að Brekkugötu 7 á Ak- ureyri. Gestur fundarins verður Jón Baldvin Hannibalsson, formaóur Alþýðuflokksins. Allir eru vel- komnir á þennan opna fund. Að loknum 6 umferðum af 9 í Skák- þingi Akureyrar 1995 er röð efstu manna þessi: 1. Smári Rafn Teitsson 6 vinn. 2. Þórleifur K. Karlsson 5 vinn. 3. -4. Guðmundur Daðason 4,5 vinn. 3.-4. Þór Valtýsson 4,5 vinn. Smári hefur sem sagt byrjað af miklum krafti en enn er mikil spenna í mótinu því aó í síðustu umferðunum teflir Smári við Þórleif og Guðmund. Áttunda umferð verður tefld mið- vikudaginn 8. mars. Ekkert er teflt um helgina vegna deildakeppni Skáksambands Islands í Reykjavík. talsverð lækkun á afurðum milli ára en á Norðurlandi er víðast aukning. Stærsti hópurinn í Eyjafirði í Suður-Þingeyjarsýslu er aukn- ingin mest og það er líka þar sem afurðir eru að jafnaði mestar í einu héraói, þar skilar árskýr að jafnaði 4377 kg af mjólk. Þar voru 1879 kýr á þeim búum sem halda skýrslur en í Eyjafirði voru þær 5745 og er það stærsti hópurinn á einu sambandssvæði. Þar voru af- urðir árskúar 4320 kg að jafnaði. I skýrslu Jóns Viðars kemur fram að kúabúum sem ná miklum og góðum afurðum fjölgar með hverju ári. Afurðahæsta búið á landinu á síðasta ári, bú með tíu kýr eða fleiri, var Efri-Brunná í Saurbæ í Dalasýslu, þar er 28,1 árskýr og afurðir kúnna voru að meðaltali 6515 kg af mjólk. Þessi árangur er Islandsmet enda er búið landsþekkt fyrir glæsilegan árang- ur í framleiðslu. Baldursheimur í öðru sæti í öðru sæti er Félagsbúið í Bald- ursheimi í Mývatnssveit og eru af- urðir eftir hverja árskú aðeins 11 Skákþingið í drengja- og stúlknaflokki Skákþingi Akureyrar i drengja- og stúlknaflokki er lokið. Efstir í drengjaflokki (12 ára og yngri): 1. Sverrir Amarsson 6 vinn. af 7. 2. Egill Öm Jónsson 5,5 vinn. 3. Páll Óskar Kristjánsson 5,5 vinn. Efstar i stúlknaflokki: 1. Anna Kristín Þórhallsd. 4 vinn. 2. Inga Kristín Jónsdóttir 4 vinn. 3. Stella Christensen 3 vinn. Keppni í unglingaflokki er ekki lokió. Hraðskákmót í dag í dag, laugardaginn 4. mars, verður hraðskákmót Akureyrar í yngri flokk- kg minni þar en á Efri-Brunná, þar eru 15 árskýr. „Þetta bú er einnig löngu þekkt fyrir glæsilegan ár- angur og hefur verið í hópi efstu búa eða efsta bú á landinu um tveggja áratuga skeið, þó árangur- inn hafi aldrei verió jafn glæsileg- ur ^g nú,“ segir Jón Viðar. I þriðja sæti er bú Kristjáns B. Péturssonar á Ytri-Reistará í Am- arneshreppi en þar eru 10,1 árskýr. Frá því búi hafa komið nokkur mjög öflug kynbótanaut á síóustu árum og kýmar þar hafa mjög há efnahlutföll í mjólk. Meðal tíu afurðahæstu kúabúanna eru einnig eftirtalin bú á Norður- Ljóðatónleikar í Glerárkirkju í blaóinu í gær var sagt í fyrirsögn að ljóðatónleikar með Álandsey- ingunum Bimi Blomqvist, bassa- söngvara, og Marcus Boman, pí- anóleikara, yrðu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, en hið rétta er, eins og kemur fram í sjálfri grein- inni, að tónleikamir verða í Gler- árkirkju nk. mánudagskvöld kl. 20.30. óþh unum í Skákheimilinu að Þingvalla- stræti 18. Mótið hefst kl. 13.30. Skákþing íslands - barnaflokkur Halldór Halldórsson og Stefán Bergs- son tóku þátt í Skákþingi íslands, bamaflokki, 25.og 26. febrúar. Böm 11 ára og yngri áttu rétt til þátttöku. Keppendur vora 30. Stefán fékk 5 vinn. og varð í 10.-13. sæti, Halldór fékk 4,5 v. og lenti í 15. sæti. Úrslit í 10 mínútnamóti 10. febrúar: 1. Rúnar Sigurpálsson 6,5 vinn. 2. Jón Björgvinsson 6 vinn. 3. -4. Ari Friófinnsson 4 vinn. 3.-4. Guðmundur Daðason 4 vinn. landi: Búrfell í Ytri-Torfustaða- hreppi, Brakandi í Skriðuhreppi og Stóru-Akrar í Akrahreppi. KLJ Blönduós: ■ Hótel Blönduós hefur með bréfi farið fram á viðræður við eigendur félagsheimilisins um hugsanlega leigu hótelsins á félagsheimilinu og var málið rætt á fundi bæjarráðs nýlega. Fundinn sátu fulltrúar Hótels Blönduóss og formaður leikfé- lagsins. Bæjarráð samþykkti að fela tæknideild bæjarins frum- athugun á málinu með tilliti til hugmynda hótelsins á nýtingu og lágmarki breytinga sem þyrfti aö gera. ■ Bæjarráói hefur borist bréf firá Kjartani Þorkelssyni, sýslu- manni, varðandi umsókn Ósk- ars Húnfjörð, f.h. Blönduskál- ans sf., þar sem sótt er um vín- veitingaleyfi, Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar áfengis- vamanefndar. ■ Bæjarráói hefur borist erindi frá Skáksambandi íslands, þar sem farið er fram á stuðning Blönduóssbæjar vegna lands- móts í skólaskák, sem fyrir- hugað er að halda á Blönduósi í maí nk. Erindinu var vísað til æskulýös- og íþróttanefndar. ■ Á fundi leikskólanefndar, skýrði leikskólastjóri frá til- högun sumarfria undanfarin ár. Sl. tvö ár hefur leikskólinn ver- ið lokaður í mánuð. Lagði leik- skólastjóri til að lokað verði frá 14. júlí til 14. ágúst. Samþykkt var að mæla með því og jafn- framt vakin athygli á hvort huga eigi að gæsluvelli á þess- um tíma. (Fréttatilkynnrng) Skákþing Akureyrar 1995

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.