Dagur - 04.03.1995, Page 13

Dagur - 04.03.1995, Page 13
JACKSONS- $AFN Eins og sagt var frá hér í Poppi fyrir nokkrum vikum, er von á nýrri plötu frá poppgoðinu Michael Jackson með vorinu und- ir nafninu History. Það hefur hins vegar komið í ljós nú að ekki verður um allskostar nýja plötu að ræða, heldur veglega safnplötu með mestu og bestu smellum drengsins, en síðan einnig einum fimm nýjum lögum í kaupbæti. Þar sem úr mörgu er að velja hjá Jackson, er talið líklegt að um tvö- falda geislaplötu verði að ræða og þaó í glæstum pakkningum eins og vera ber þegar slíkur jöfur er annars vegar. Er History að mörgu leyti tímabær, m.a. vegna þess að í ár fagnar Jackson því að fimmtán ár eru liðin frá því að hann sló fyrst í gegn fyrir alvöru undir eig- in nafni. U2 UJ nýtur þessa dagana mikilla vinsælda með laginu Danc- ing Barefoot sem kunnugt er. Þaó eitt og sér er heldur ekki svo mjög í frásögur færandi, þar sem slíkt er engin nýlunda á þeim bænum. Það sem hins vegar er ástæða til að nefna er að lagið er eftir söngkonuna góðu Patti Smith, sem svo aftur er gift öðrum frægum tónlistarmanni, „Eagles- boltanum" Don Henley. IÐNIRViÐ KOLANN Aðeins um ársþriðjungi eftir að platan Monster leit dagsins ljós, eru stórriddaramir í REM famir að huga að nýju efni fyrir nýja plötu. Hér í Poppi var sagt fyrir nokkm frá tónleikum REM í Astralíu, þeim fyrstu í nokkum tíma, en þeir mörkuðu upphafið af frekara tónleikahaldi víða um heim á þessu ári. Michael Stipe og félagar hafa að undan- fömu verið að semja ný lög sem þeir ætla svo að kynna á tónleika- ferðalaginu. Síðan er meiningin þegar stund gefst milli stríða, að skjótast í hljóðver og taka upp nýju lögin. Það lítur því ekki út fyrir annað en að REM haldi upp- teknum hætti við að senda frá sér eina plötu á hverju ári. Richey James lætursig hverfa. I I I 14 Nú um mánuði eftir aó hafa horfið frá hóteli í London, hefur | |\| |J II |f enn ekkert spurst til gítarleikara bresku popprokksveitarinnar ® ■ I i wr Manic street preachers, Richey James. Er talið aó James, sem fullu nafni heitir Richard James Edwards, hafi síðan sést bregða fyrir í bíl sínum í Cardiff í Wales, þar sem heimaslóðir hans eru, en það hefur ekki fcngist staðfest. Þung- lyndi hefur um nokkurt skeið hrjáð James, sem m.a. olli því að hann varð að leggjast inn á stofnun síðasta haust til meðferðar. Var þá framtíð Manic street preachers í óvissu, þar sem félagar hans töldu engar líkur á að þeir myndu halda áfram án James ef hann gæti ekki snúið aftur. Meðferóin gekk hins vegar vel, en hefur bersýniiega ekki dugað gítar- leikaranum að fullu. Eðlilega hafa fjölskylda, félagar og vinir James miklar áhyggjur af honum og hefur lögreglan í Bretlandi gert mikla leit aó honum. Hins vegar vilja menn ekki trúa fyrr en þeir taka á því aó James hafi stofnað lífi sínu í hættu. Hann hafi aðeins fundið hjá sér þörf fyrir að hverfa burtu úr skarkalanum, en komi síóan aftur þegar hann hafi jafnað sig. Vonandi reynist það rétt vera. NÝR BA$$A- LEIKARI? * öngvari og leiðtogi j Lemonheads, Evan § Dando, sem einna helst hefur verið í j fréttum í seinni tfð M vegna meints sam- V bands við Courtney Love, ekkju Kurts Cobain og söngkonu í Hole, er nú alvar- lega að velta því tyrir sér að ráða bassaleikarann Roy Ahn í hljómsvcitina, í stað Nick Dalton, sem hætti fyrir nokkrum raánuðum. Var Ahn áður í hljómsveitinni Hard- ons. Lemonheads eru annars í fríi nú þessa stundina, en þess í stað hefur Dando einbeitt sér að því að halda kassagít- artónleika, m.a. í Ástralíu, en þar hitti hann einmitt Ahn á tónleikum. Evan Dando söngvari og aðal- maður Lemonheads. POPP Laugardagur 4. mars 1995 - DAGUR -13 MACNÚS GEIR CUÐMUNDSSON TVEIR NYHERJAR - 5EM NÚ VEKJA VONIR I BRESKU ROKKI Aseinustu árum hafa Bretar þótt nokkuð eiga undir högg að sækja í rokkinu gagnvart Bandaríkjamönnum. Alla- vega hefur meira verið að gerast og skapast nýtt þar vestanhafs en í gamla kon- ungsveldinu. Rappið rymrokkið, „Grungeið" og síðan nýja pönk- bylgjan með Grenn day og Off- spring í broddi fylkingar, eru góð dæmi um það. En þó slíkar nýjar tónlistarstefnur hafi ekki komið upp í Bretlandi á síðustu árum, nema ef vera skyldi House/rave- menningin, sem að mestu mótaö- ist þar í landi og segja má að hafi verið upphafið af öllu „dansfár- inu“, þá hefur ekki vantað að at- hyglisveróar hljómsveitir hafi komið þar fram á sjónarsviðið á síðustu árum. TVÆR EFNILE6AR Tvær hljómsveitir sem Bretar binda m.a. nokkrar vonir vió að séu andsvar við bandarísku bylgj- unni endalausu, eru Headswim frá Essex og hin skoskættaða Baby chaos. Fyrstu plötur þessara hljómsveita, flood meó Headswim og Safe sex, designer drugs and the death of rock n’ roll með Baby chaos, sem komu út í vetrarbyrj- un, fengu báðar mjög góðar við- tökur gagnrýnenda og þykja hvor á sinn hátt sýna að margt gott sé að gerast í bresku nýrokki. BRESKT SVAR Headswim gekk til að byrja með undir nafninu Blinder og var þá á nokkuð beinhörðum þungarokks- nótum. Það gekk hins vegar lítt hjá sveitinni að koma sér á fram- færi sem slík, þannig að nafninu var breytt í Headswim jafnframt sem tónlistin varð margræðari. Er samlíking við rymrokkið frá Se- attle og þá kannski sérstaklega við Soundgarden og Alice in chains ekki fjarri lagi þegar hlustað ér á Flood, enda hafa margir líka nefnt Headswim svar Breta vió þessum Baby chaos þykir til alls líkleg. Headswim svipar til Seattterokksins. sveitum og öðrum í rymrokkinu. Þeir fjórir sem skipa sveitina, bræðumir Tom og Dan Glendin- ing, Nick Watts og Covis Taylor, eru þessu þó ekki alveg sammála og telja sig öllu fjölbreyttari í lagasmíðunum. Því verður samt ekki neitað að áferðin hjá þeim er um margt lík og hjá Seattlesveit- unum og er bara ekkert nema gott um það að segja. Eins og fram kemur hér á eftir með Baby chaos, á Headswim þaó að nokkru líka aó þakka framkomu í útvarps- þætti, að hún komst fyrir alvöru á framfæri. Kemur Hood út á Crush merkinu, sem er undir risaútgáf- unni Epic. 5KOTHELDIR SKOTAR Baby chaos er fjögurra manna sveit frá Stewarton í Skotlandi, þar sem hún var stofnuð árið 1992. Þeirra tónlist er ekki eins margræð og hjá Headswim, er meira „indie“, „óháð“ og hljómar því óneitanlega breskari, en jafn- framt er hún framsæknari og meira aðlaðandi við fyrstu kynni en hjá Headswim. lýleðan Heads- wim svipar um margt til hinna bandarísku rokksveita frá Seattle, Soundgarden, alice in chains og e.t.v. Pearl jam að einhverju leyti líka, sver Baby chaos sig því í ætt við aðrar breskar rokksveitir sem nú eru „heitar" á boró við Wildhe- arts, Therapy?, Manic street pre- achers, Oasis og jafnvel Terror- vision og Senseless things líka. Baby chaos er líkt og Heads- wim kvartett, skipað þeim Chris Gordon, Grant McFarlane, Bobby Dunn og Davy Greenwood. Var það vegna góðrar frammistöðu bæði í útvarps- og sjónvarpsþátt- um sem Baby chaos öðlaðist plötusamning vorið 1993 og var það East/west útgáfan sem tók þá upp á sína arma. Kom sem sagt jómfrúarverkið, Safe sex,... út rúmu ári síðar, en þá hafði sveitin þegar undirbúið jarðveginn vel með nokkrum smáskífum. Fékk platan almennt góóa dóma og þykir Baby chaos eiga, ef ekkert fer úrskeiðis, bjarta framtíð fyrir sér. Seldust plötur þessara tveggja hljómsveita reyndar ekki í neinum risaupplögum, en þó nógu vel til að halda þeim gangandi. Þá hafa þær báðar skapað sér gott nafn sem tónleikasveitir. Hef- ur Headswim m.a. spilað með Bo- dy count og Baby chaos með Wildhearts og Terrorvision. Eru þetta tvær sveitir sem Bret- ar binda sem fyrr segir miklar vonir við, en vissulega eru þær fleiri af svipuðu tagi í kraftmeira rokkinu, sem það á við líka. Um þær og fleiri verður e.t.v. fjallað síðar hér í Poppi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.