Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Föstudagur 24. mars 1995 - DAGUR - 3 Heilsugæslustöðin á Akureyri: Heilsuvernd á tímamótum Á Heilsugæslustöðinni á Akur- eyri er verið að vinna brautryðj- endastarf í nútíma heilsueflingu og forvörnum með uppbyggingu fjölskylduráðgjafar og fjöl- skylduverndar sem hluta af heilsuvernd og fyrirbyggjandi heilsugæslu. Nýlega er komin út áfanga- skýrsla um þróunarverkefnið „NÝJA BARNIÐ - aukin fjöl- skylduvemd og bætt samskipti,“ sem er lióur í þessu uppbyggingar- starfi, segir í fréttatilkynningu frá Heilsugæslustöðinni. Þetta verk- efni felur í sér áherslubreytingu í Iieilsugæslunni meó þróun nýrra starfsaðferóa þar sem lögð er áhersla á aó mæta tilfinningaleg- um og félagslegum þörfum neyt- endanna ekki síóur en líkamleg- um. Meginnióurstöóur áfanga- skýrslunnar aó loknu tveggja ára þróunarstarfi er að ný og breytt þjónusta hafi fallið í góðan jarö- veg hjá neytendum og aö aukinnar þjónustu sé þörf. Faglegar rannsóknir sýna aö áföll og óuppgerð tilfinninga- kreppa hinnar verðandi móóur og erfið uppeldisleg kjör eru allt miklir áhættuþættir, sem geta hindrað eðlileg tengsl móður og bams og valdið varanlegu tilfinn- ingalegu og líkamlegu heilsutjóni fyrir bamiö sé ekkert að gert. Rannsóknir sýna jafnframt að eðli- leg meðganga er þroskaferli sem er í senn viókvæmt og mikilvægt skeið sem ber aó hlúa aö. Til að skapa aukin úrræði og nýta betur þá möguleika til for- vama sem þróunarverkefnið þegar hefur opnað þarf að efla mæðra- og ungbamavemd og fjölskyldu- ráógjöf til að koma betur til móts við þarfir veröandi mæóra/foreldra fyrir stuðning og úrvinnslu og til að efla stuðning vió nýorðna for- eldra. Þróunarverkefniö „NÝJA BARNIÐ..“ er unnió í samráði og meö stuðningi landlæknis, heil- brigðisráðuneytis og Alþingis og Loðnuafli á vetrarvertíð orðinn 400 þúsund tonn: Uppistaða aflans nú er karlloðna Loðnuveiði heldur áfram suður af Jökli og Svörtuloftum vestur af Snæfeilsnesi og fékkst þar á miðvikudag um 10 þúsund tonna afli sem dreifðist á hafnir víðs vegar um landið. Heildar- aflinn á vetrarvertíð er nú orð- inn 400 þúsund tonn og alls 610 þúsund tonn frá því veiðar hóf- ust í júlímánuði 1994. Loðnan er nú að hrygna en þó eru bátarnir enn að fá kvenloðnu en uppi- staða aflans er karlloðna. Súlan EA landaði 700 tonnum í Krossanesi á fimmtudag en á þriðjudag lönduðu þar Guðmund- ur Ólafur ÓF 611 tonnum og Þórður Jónasson EA 670 tonnum og á mánudag landaöi Huginn VE þar 567 tonnum. Á vertíðinni hef- ur Krossanesverksmiðjan því tek- ið á móti 11.900 tonnum og fór nokkur hluti atlans í loðnukreist- ingu og síðan til frystingar hjá Ut- gerðarfélagi Akureyringa og Frystihúsi KEA á Dalvík. Loðnuafli annarra hafna á norðausturhorni landsins er 14.700 tonn á Siglufirði, 6.800 tonn á Raufarhöfn, 13.200 tonn á Þórshöfn og 8.500 tonn á Vopna- firði. GG Slysavarnafélag íslands: Börnum getur stafað hætta af vorleysingum Vegna mikilla leysinga að und- anförnu vill Slysavarnafélags ís- lands biðja alla fjölmiða að vekja athygli á þeirri miklu hættu sem getur skapast fyrir börn við slíkt ástand. Þar sem skólahald liggur niðri vegna kcnnaraverkfalls hafa börn meiri tíma til útiveru og er þess vegna enn frekari ástæða til að vekja athygli á málinu. Á undanfömum árum hafa orð- ið tíð slys þar sem lítil böm hafa drukknað vegna vorleysinga, eóa verið hætt komin. Böm sækja gjarnan mikið þangað sem vatn safnast fyrir en lítill pollur eöa lækur getur á mjög skammri stundu hafa breyst í stóra tjöm eða fijót. Samkvæmt helstu niðurstöóum könnunar sem Slysavamafélagið gerði í samvinnu við bamaspítala Hringsins, á drukkunum bama á íslandi á árunum 1984-1993, kem- ur fram aó drukknanir á ungum börnum verða í fiestum tilvikum innan við 100 metra frá heimilum þeirra. itm Vinn ngstölur f— miövikudaginn: 22.03.1995 a m VINNINGAR 6 af 6 5 af 6 +bónus a 5 af 6 a. 4 af 6 H 3 af 6 +bónus FJOLDI VINNINGA 221 771 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 23.280.000 2.812.600 87.850 1.890 230 BONUSTOLUR (l4)í ,27) (34) Heildarupphæð þessa viku: 50.231.170 á Isl.: 3.671.170 fljwimiHgT: fór til Danmerkur og Svíþjó&ar UPPLVSINGAR, SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULlNA 90 10 00 - TEXTAVARP «S1 BIRT MtD FYRIRVARA UM PRCHTVILLUR benda má á að sú þróun sem verið er að vinna að á Heilsugæslustöð- inni á Akureyri, er í samræmi við alþjóðleg heilbrigðismarkmið WHO, sem ísland er aðili að. KK I 16. MARS-2. APRIL VIÐ Tryggvabraut 18-20 Sími 96-22500 HIAW’SÉL, hfr. Svalbarðseyri Sími 96-11050 ÞAR: BBR cmnmiA* Kaupvangsstræti Sími 96-30312 I I Kaffibrennsla Akureyrar hf. qóa Lináa fif. Trvnnvahrauf1fi. Sími 30358 J J Tryggvabraut16 • Sími 96- 30358 Ásbyrgi hf. Hvannavöllum I4 • Sími 96-23280 Hvannavöllum 14 • Sími 91-53466 Smjörlíkisgerð Miðhúsvegi • Sími 96-30393 I Fjölnisgötu Ib Sími 96-27155 fflSL tíI.jfhl.'LUTTtTl.iy Fiskitanga Sími 96-30359 (sjöfn) Glerárgötu 28 Sími 96-30425 \IK« .lT GULLAUGA KARTÖFLUR Sími 96-22305 Kartöflusalan hf. Óseyri 2 • Sími 96-25800 Matur & Mörk Furuvellir 13 • Síml 96-27273 56iíír‘5 Iðiulundur Hrísalundi Ib • Sími 96-25836 Mjólkursamlag Miðhúsvegi • Sími 96-30393 dlófi Frostagöti la Sími 96-26569 Garðyrkjustöðin Grísará Sími 96-31129 UVSJOIlUm . Ekta fisímr Trausti sf. Hauganesi • Sími 96' Safagerð Miðhúsvegi • Sími 96-30393 61016 íslenskir Sjávarréttir hf. Höfða • Sími 96-42180 NORÐLENSKT JÁ TAKK!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.