Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 24. mars 1995 MINNINC KA-heimilið v/Dalsbraut, sími 23482 Nýjar perur • Nýjar perur Komið í nýja og betrumbætta Ijósastofu KA-heimilið, sími 23482 Ólafsfirðingar! Laugardaginn 25. mars kl. 15 opnar G-listinn kosningaskrifstofu í Guðmundarhúsi, Strandgötu 7. Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri, og annar maður á G- listanum, mætir til að ræða málin. Kaffi verður á könnunni og aó sjálfsögðu einnig te. Fyrirhugað er að hafa opið um helgar kl. 15-17 og virka daga kl. 20- 22. Síminn á skrifstofunni verður 62512. Fólk er hvatt til að líta inn og ræða þjóðmálin. Alþýðubandalagið og óháðir. Eyþór Einarsson Fæddur 19. apríl 1964 - Dáinn 17. mars 1995 Þegar pabbi hringdi í mig síðast- liðinn föstudag til að segja mér frá því að þú hefðir sofnað að eilífu þá um morguninn þyrmdi yfir mig. Af hverju núna, þegar þú varst aftur kominn í nábýli við mömmu þína, pabba og Badda þinn? En kannski kemur rétti tím- inn aldrei. Eg fór að hugsa um all- ar stundimar okkar saman, um þær Móru, Goltu og hænumar sem voru í sérstöku uppáhaldi hjá þér. Þú tókst ekki öllum, sumt fólk vildir þú ekki tala við og svaraðir ekki, þegar þér fannst asnalega spurt. Stundum skoðuðum við myndir saman og þú vissir alltaf hver var hver. Manstu þegar ég píndi í þig Vilkósúpunni, vakti þig á morgnana meó því að lyfta öðru augnalokinu á þér sem þú síðan nokkrum árum seinna gerðir við mig í leik. Þaó rifjast fleiri og fleiri minningar upp í huga mér. Fyrsta minningin er þegar Jónsi var að elta þig um alla móa og þú tókst Gumma bróður upp á höfð- inu. Þú sagðir líka oft þegar pabbi minn kom, „þama kemur Simmi á sítrónunni“, sættir færis og læstir þig svo inn í bílnum. Það var mjög vinsælt, svo stóð fólk, rólegt til að byrja með, en það gat kám- að gamanið þegar þú bara sast inn í bílnum og neitaðir að opna. Eóa kókdrykkjan. Það varð að vera kók í stórri flösku, „með gati“ og ekki nóg með það, heldur varð að vera „rétt gat“ á botninum líka. Þú gast haldið á sömu flöskunni allan daginn og svo allt í einu þambað í botn. Pylsumar voru líka í ÍÞRÓTTIR sérflokki. Baddi sauð og sauð pylsur, því að þær vom sko ekki verstar hjá Badda. Það var viss passi að fara til hans þegar þú komst heim. Hann var þér alltaf svo einstaklega góður. Lánaði þér tug af skrúfjámum til aó hafa und- ir koddanum, öllum til hrellingar, lék við þig, gaf sér góðan tíma til aó tala við þig og svo í seinni tíma gastu farið í heita pottinn til hans, sem var sko ekkert slor. Þegar þú komst í heimsókn til okkar, þá þurftirðu fyrst að labba einn hring um allt, áður en þú sett- ist og fékkst þér kaffi hjá Úllu. Mamma þín og pabbi voru óþreyt- andi að taka þig heim þegar þú varst á Sólborg. Nú ertu farinn til Jónsa afa og beggja ammanna, vonandi hleypurðu þar um móana og leitar að hreiðrum og líður vel. Mömmu þinni, pabba, Badda og öllum hinum sendi ég samúðar- kveðjur. Takk fyrir allt. Sigrún Fanney. SÆVAR HREIÐARSSON Opna Pro Kennex Bílaskipti • Bflasala Toyota Corolla Touring XLi ’89, ek. 72 þ. Verð 890.000. Einnig ’91 GL, ek. 50 þ. Verð 1.100.00. Renault Clio RT 5 d. ’92, ek. 41 þ. Verð 800.000. Nissan Sunny 1400 LX 4 d., ’94, ek. 20 þ. Verð 1.020.000. Toyota Landcruiser II DT 33“ br. ’87, ek. 181 þ. Verð 1.050.000. Verð 1.480.000. Og annar ek. 57 þ. mótið í badminton hefst Eitt stærsta badmintonmót árs- ins á íslandi verður haldið í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Þetta er opna Pro Kennex mótið, sem haldið hefur verið á Akureyri undanfarin fimm ár og er það allra vinsæl- asta utan höfúðborgarsvæðisins. Keppt verður í meistaraflokki, A-flokki, B-flokki og öðl- ingaflokki þar sem 40 ára og eldri reyna með sér. Spilað er í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í öllum flokkum nema öðlingaflokknum, þar sem spilað er í einlióa- og tví- liðaleik karla og tvenndarleik. Mótið hefst í Höllinni kl. 16.30 í dag, föstudag, og þaó er leikió hefóbundið badminton til kl. 20.30. Eftir hálftíma hlé hefst síð- an keppni í netspili en ekki hefur verið keppt í því áður á Islandi. Þar er spilað á mjög stuttum en breióum velli, upp við netið, þar ídag sem hraóinn er mikill og skemmt- unin eftir því. Fyrstu verðlaun í netspilinu er Evrópuferó með Flugleiðum og allir sterkustu spil- arar landsins hafa skráð sig til keppni. Keppni hefst aftur kl. 10.00 á morgun og leikið verður til kl. 14.00 þar sem komið er fram í undanúrslit. Eftir klukkutíma hlé hefjast úrslitaleikimir í öllum flokkum, einliða- og tvíliðaleik, kl. 15.00 og standa í þrjá til fjóra tíma. A þeim tíma verða einnig úrslitaleikir í netspilinu. Góð þátttaka er í mótinu í ár, svipuð og í fyrra, en það var fjöl- mennasta Pro Kennex mótið til þessa. Undanfarin ár hafa erlendir spilarar verið fengnir sérstaklega í mótió en ekki var farið út í það í ár. Allir landsliðsmenn Islands munu mæta til leiks þannig aó mótin verða ekki sterkari hérlend- is. 8^18215^1^1 jyli * 18213^21821 Toyota Corolla CLi LB, ’93, ek. 35 þ. Verð 1.250.000. ek. 63 þ. Verð 1.280.000. Vantar allar tegundir bíla á skrá og á staðinn!!! B í L A S A L A við Hvannavelli Símar 24119 & 24170 Michael Sögaard er sennilega einn sá sterkasti sem tekið hefur þátt í Pro Kennex móti á Akureyri en hann sigraði i mótinu 1993.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.