Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 24. mars 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Meö hverjum deginum sem líöur verður ljósara hversu alvarleg áhrif eru að verða í þjóöfélag- inu af verkfalli kennara, sera staðið hefur á annan mánuð. Nemendur segja sig í stórum stíl frá námi, áætlanir þeirra fyrir næsta skólaár hanga á bláþræði og rót er komið á heirailis- haldið á mörgum heimilum. Á meðan þessu fer fram skella menn hurðum í Karphúsinu, tala um áróðursstríð samninganefndanna úti í þjóð- félaginu og neita að halda áfram vinnu við það sem skiptir raáli, tilraunirnar tíl að ná samning- ilar telja sig hafa náð fram að loknu verkfallinu, hvenær sem það verður. Samúðin er því fyrst og fremst með þessum hópi sem situr uppi með skaðann án þess að vera málsaðili. Lausn á verkfalli kennara er mjög Gókið mái og engum dylst að af hálfu ríkisvaldsins er ætl- unin að gefa ekki fordæmi í kennarasamning- unum sem erfitt yrði að fylgja eftir gagnvart öðrum hópum. Kröfugerð kennara hleypti greinilega strax illu blóði í viðsemjandann og eftir að út i verkfaO var komið virðist sera samningsaðilar hafi aldrei komist nálægt sam- eiginlegum fleti. Spurningin lilýtur að vera sú um og ljúka ófremdarástandi i menntamálum þjóðarinnar. Þolinmæði fólksins úti í þjóðfélag- inu er að verða takmörkuð og þrýstingurinn á að menn haldi sig að samningsgerðinni hlýtur að vaxa jafnt og þétt. Fulltrúar samningsaðil- anna verða að gera sér grein fyrír að spurníng- in snýst ekki um það að þeír kaupi sér samúð í þjóðfólaginu heldur er þetta mál fariö að snúast að stærstum hluta um áhrifin fyrir unga menntafólkið í landinu sem hefur orðið fyrir miklu áfalli í þessu verkfalli. Þeirra skaði hlýtur að dragast frá þeím ávínningi sera samningsað- hvort lausnina þurfi ekki að nálgast eftir alger- lega nýjum leiðum, hvort ekki megi ná saman um ákveðin atriði og ljúka verkfalli en ná niður- stöðu í öðrum málum innan tilskílins tíma. Þetta hefur verið gert áður í samningum hér á landi og hlýtur að vera skoðunarinnar virði í kennaradeilunni. Lausn á kennaraverkfallinu er mikilvægari en svo að menn geti leyft sér að standa upp á fimm vikna afmæli verkfallsins og gefast upp. Staða landbúnaðarins: Alþjóðasanmíngar og mnflutningur búvara Miklar breytingar hafa átt sér staó í rekstrarumhverfi landbúnaðarins á liðnum árum, bæði hérlendis og í sambandi við alþjóðlega samn- inga um landbúnaðarmál. EES samningurinn hefur talsverð áhrif á garóyrkju og grænmetisfram- leiðslu og mun leióa til aukins innflutnings slíkra vara. Ennþá meiri og viðtækari verða þó áhrif GATT samninganna sem gengið var frá fyrir rúmu ári síðan. Eitt af höfuðmarkmióum Gatt- samningsins var að draga úr hindrunum í heimsviðskiptum með búvörur. Þaö tók nærri sjö ár að fá fram nióurstöðu í viðræðun- um og sést best á því hve hér er um viðkvæman og erfiðan mála- flokk að ræóa. Samió var um verulega rýmkun á reglum varð- andi innflutning á búvörum til Is- lands. Sú framtíðarsýn, sem bændur og afurðastöðvar búa nú vió, er aö samkeppni vegna inn- fluttra búvara fari vaxandi. Ef fer fram sem horfir þá tekur Gatt- samningurinn formlega gildi þann 1. júlí nk. Það skiptir miklu máli eftir hvaða leikreglum landbúnað- urinn kemur til með að takast á við aukinn innflutning. Um þær liggur ekkert fyrir enn nema það að landbúnaðarráðherra fari útaf fyrir sig áfram með forsvar máls- ins og einnig hverjir verði há- markstollar á innfluttum vörum. Hér er á ferðinni mjög afdrifaríkt mál og það er afar dæmigert fyrir þau átök og illindi, sem ríkt hafa í stjómarherbúðunum í þessum málaflokki, að engin niðurstaða skuli fengin. Ríkisstjómin hefur verið óstarfhæf með öllu á þessu sviði, eins og fleirum, og fyrir þaó líður landbúnaðurinn. Lítum nánar á nokkur atriði. í fyrsta lagi: Ákveðið var í Gatt-samningunum að tollígildi, eða jöfnunartollar, sem lagðir verða á innfluttar búvörur eigi að lækka um 36% að jafnaði á næstu sex árum. Heimilt er að koma málum þannig fyrir að tollígildi lækki um 15% á innfluttum bú- vörum, sem lenda í samkeppni við mikilvægustu innlendu búvörum- ar, og þaó þá jafnað í tollígildum á öðrum vörum. Ekkert liggur fyrir um þessa skiptingu enn, þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu. Rétt er einnig að undirstrika að í öllum tilvikum er um heimild til álagn- ingar jöfnunargjalda að ræða sem veita eiga innlendri framleiðslu Síðari grein vemd í stað beinna innflutnings- takmarkana áður. Þessi ríkisstjóm hefur enga stefnu mótað um beit- ingu þessara heimilda, enda ófær um það eins og margt annað. I öðru lagi: Gert er ráð fyrir lágmarksinnflutningi (3%) allra búvara, sem verður tollaður mjög lágt eða ekkert. Þessi innflutning- ur fer síóan vaxandi upp að ákveðnum mörkum. Ekkert liggur fyrir um það enn hvaða vömr verða fluttar inn á þessum kjörum, hverjir fá að flytja þær inn, hve- nær þær verða fluttar inn né hvar þær verða seldar. Hér er stórmál á ferð þar sem innlendir framleið- endur og vinnslustöðvar geta ekki undirbúið sig fyrir framtíðina og aukna samkeppni ef ekki liggur fyrir eftir hvaða leikreglum á að fara. Allt öðruvísi hefur verið staðið að undirbúningi í nágranna- löndunum og þessir hlutir em fyrir löngu frágengnir þar. í þriðja lagi: Utanríkisráðherra þjóðarinnar hefur hagað sér þann- Steingrímur J. Sigfússon. ig að ekki verður annað séð en hann reyni í sífellu að koma stefnu Alþýðuflokksins í landbún- aðarmálum til framkvæmda gegn- um Gatt-samninginn, stefnu sem hann fær engan hljómgrunn fyrir á innlendum vettvangi. Óheftur inn- flutningur búvara virðist lokatak- markið. Meðan utanríkisráðherrar annarra landa kepptust við að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda þá lék íslenski utanríkisráðherrann einleiki og forðaðist að láta hags- munaaðila koma nálægt samn- ingnum, eða leita stuðnings hjá þeim. Ráðherrann er, ásamt flokki sínum, orðinn ber að hreinni blekkingarstarfsemi, þar sem veif- að er röngum tölum um ávinning neytenda af búvöruinnflutningi í formi lægra vöruverós. Skrípa- leikir utanríkisráðherrans í kosn- ingabaráttunni í þessu sambandi, hvort heldur er í stórmörkuðum eða annars staðar, eru aumkunar- verðir og lýsa átakanlegri mál- efnafátækt. Þeirri óvissu sem landbúnaður- inn býr við í þessum efnum verður að eyóa án tafar. Gera þarf ítar- lega úttekt á starfsgrundvelli og samkeppnisskilyrðum greinarinn- ar í Ijósi breyttra aðstæðna, ekki síst vegna áðumefndra alþjóða- samninga. Síðan þarf að móta stefnu til framtíðar á grundvelli slíkra upplýsinga, m.ö.o. vinna þau verk sem þessi ríkisstjóm hef- ur reynst öfær um. Steingrímur J. Sigfússon. Höfundur er alþingismaöur, fyrrverandi land- búnaöarráóherra, og skipar efsta sætió á G-lista Alþýöubandalags og óháöra á Noróurlandi eystra. Skemmtílegur Þjóðvaki Mikið er gott að enn er til fólk sem vill freista þess að finna jafn- aðarstefnunni farveg sem hæfir í íslenskum stjómmálum. Og nú er komin fram hreyfing jafnaðar- manna sem er svolítió aðlaðandi eftir alllangt kuldaskeið þar sem stjómmálin hafa verið mjög svo leiðinleg. Ef til vill hafa þau verió of staujuð fyrir smekk fjöldans. Þaó má segja að ekki hafi ríkt eins aólaóandi andrúmsloft í kringum neina stjómmálahreyfingu síðan Alþýðuflokkurinn var í sínum eina raunverulega meðbyr í seinni tíð, vorió 1978. Stjónmálahreyfing með sjarma Birgir Guðmundsson heldur því fram í grein sem hann kallar Stytt- ur bæjarins í Tímanum nýlega að stjómmálahreyfingar geti ekki haft sjarma eftir að þær eru orðnar að flokkum. Þetta er rangt. Al- þýðuflokkurinn hafói t.d. virkilega sjarma 1978 en nú er það Þjóð- vaki sem er sjarmerandi. Aó mörgu leyti hefur verió erfitt að vera jafnaðarmaður á íslandi mörg undanfarin ár og margir verið í vandræðum meö að finna sér samastað í flokkakerfinu eins og þaö hefur verið. Alþýóuflokkur- inn, jafnaðarmannaflokkur Is- lands, hefur ekki verið það skjól sem leitað hefur verið aó. Það er ljóst að Þjóðvaki hefur nú þegar orðið til þess að mörg uppgjör hafa átt sér stað hjá jafnaðarmönn- um í öllum flokkum og er þaó skiljanlegt að erfitt sé aó vera ríg- bundinn í einhverjum flokki með- an svona hræringar standa yfir. Það er mjög auðvelt að hafa taug- ar til Eiríks Stefánssonar og hans manna í Alþýðuflokknum á Aust- urlandi, bæjarstjómarmeirihlutans á Akureyri og Þjóðvaka í Norður- landskjördæmi eystra. Um borð í Þjóðvakavagninn Það er leiðinlegt að ekki skuli vera til sú breiðfylking jafnaðar- manna sem svo oft er talað um og vafasamt að hún veröi til með samningamakki flokksformanna eins og þeir hafa stundum verið að ímynda sér. Þess vegna varð svona hreyfing eins og Þjóðvaki að veróa til og verður ákaflega spennandi aó fylgjast með hvemig þetta þróast í framtíðinni. Fylgi Þjóðvaka fer nú aftur vaxandi í skoðanakönnunum og það eru margir sem stíga um borð í Þjóö- vakavagninn þessa daga fram aó kosningum. Það má því vænta margra nýrra andlita í sölum Al- þingis á næsta kjörtímabili. Von- andi ekki öll jafn gáfuleg, því fátt er jafn leiðinlegt og þingmenn með gáfumannasvip sem er þeim ekki eðlilegur. Best er auðvitað að þama sé sem breióast sýnishom af fólki þessa lands. Brjóstvit í íslenska pólitík Kannski var það rétt sem Aust- firðingurinn sagði á sínum tíma, að þaö vantaöi menn með brjóstvit í íslenska pólitík. Það hefur nú farið svo að vissar stéttir hafa orð- iö mest áberandi hjá framboðun- um, mikið um lögfræðinga hjá Sjálfstæðisflokknum nú og svo verkalýðsleiðtoga sem tíndir voru JÉi: Jón Árni Guðmundsson. upp til að skreyta lista Alþýðu- bandalagsins. Heldur hefði ég vilj- aó sjá meira af skjólstæðingum þeirra þarna og hafa bara foringj- ana í sinni vinnu áfram. Það getur vel verið að einhverjir verkalýðs- foringjar eigi erindi á Alþing en það verða þá að vera menn sem hafa tíma til að sinna þeim mikil- vægu störfum sem þeir eru í eða menn meö einlægan áhuga á at- vinnumálum. Ekki forystumenn í stærstu samtökum launþega. Það nægir nefnilega ekki bara að tala um atvinnuleysi á sunnudögum og 1. maí. Atvinnuleysi er eitt mesta böl sem yfir fólk getur dunið og er ásamt alltof lágum launum undir- rót þess að þorri almennings í þessu landi á ekki hamingjusamt líf. Þá er ekki verið að tala um að kaupa hamingjuna heldur að geta séð sér og sínum farborða. Við verðum að vona að það fái aldrei hljómgrunn að nota atvinnuleysi sem hagstjómartæki eins og stundum hefur heyrst úr herbúð- um sjálfstæðismanna. Stjórnmálaskoðun er lífsskoðun Það er ekki verið að halda því fram að Þjóðvaki búi yfir einhverjum töfralausnum en mörgum góðum málum er hægt að koma áfram með einlægum vilja og lausnum okkar sem aðhyllumst jafnaóarstefnuna, því stjórn- málaskoðun er ekkert annaó en lífsskoðun. Vió þurfum ekki að efast um að varaformaður Þjóð- vaka, Svanfríður Jónasdóttir og áhöfn hennar starfi í þessum anda. Jón Árni Guðmundsson. Höfundur er vélfræöingur og starfar sem vél- stjóri á Haróbak EA 303.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.