Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 24. mars 1995 FRÉTTIR Mývatn 95: Keppni hefst ídag Fyrsta mót vetrarins sem gildir tií íslandsmeistaratitils í vél- sleðaakstri fer fram í Mývatns- sveit í dag og á morgun. Mótinu var frestað um síðustu helgi vegna veðurs. Keppt verður í landi Grímsstaða. Um 60 keppendur eru skráðir til leiks og í þeim hópi eru allir bestu ökumenn landsins. Fjallarall er fyrsta keppnisgreinin og hefst hún kl. 11.00 í dag og brautar- keppni, þar sem tveir keppa í einu, kl. 13.00. Á morgun kl. 10.00 byrjar spymukeppnin og síóasta keppnisgreinin er snjókrossið sem hefst kl. 14.00 á morgun. Margir keppendur verða í brautinni í einu og veróur hamagangurinn án efa mikill. HA Það verður hvergi gefið eftir í Mývatnssveit um hclgina þegar allir bestu vélsleðaökumenn iandsins reyna með sér á fyrsta mótinu sem gefur stig tii ísiandsmeistaratitiis í vélsleðaakstri. Mynd: Robyn. Björgunarhundasveit Islands: Vetrarnámskeið sveitarinnar fer fram á Akureyri næstu dagana - alls munu 26 björgunarhundar taka þátt í námskeiöinu, sem er þaö viöamesta sem haldið hefur verið hér á landi í dag er von á flugvél Flugmála- stjórnar til Akureyrar með bæði hunda og eigendur þeirra, víðs vegar af landinu, sem hingað koma til að taka þátt í stærsta vetrarnámskeiði Björgunar- hundasveitar íslands til þessa. Alls munu 26 hundar og 35-40 manns taka þátt í æfíngunni og að auki hópur félaga í Hjálparsveit skáta á Akureyri, sem verða Björgunarhundasveitinni til halds og traust þann tíma sem æfingin stendur yfir, eða næstu vikuna. Öm Amarson, félagi í Hjálpar- sveit skáta á Akureyri, sagói í samtali við Dag, að hópurinn myndi gista í Þelamerkurskóla en að æfmgamar færu að mestu fram í kringum Fálkafell. „Það verður stanslaus dagskrá í gangi þessa daga, frá morgni til kvölds og deginum lýkur jafnan með fund- um og fyrirlestrum. Það verða fjögur æfmgasvæði í gangi þenn- an tíma og þau em öll í kringum í Fálkafell." Eftir hádegi í dag fara menn frá Björgunarhundasveitinni og Hjálparsveit skáta á Akureyri, á snjóbíl upp að æfmgasvæðinu og þeir ætla að reyna að gera svæðið sem líkast vettvangi eftir snjóflóð. Á æfingatímanum verður svo fólki komið fyrir í holum á svæð- inu, sem hundamir veróa látnir leita að. Öm segir að hundunum sé skipt í þrjá flokka, a-, b- og c- flokk. Hundar í c-flokki em byrj- endur, hundar í b-flokki hafa lokió prófi á slíku námskeiði og eru þá komnir á útkallsskrá og hundar í a-flokki eru þeir hundar sem em í bestri þjálfun og geta leitað við erfiðustu aðstæður. „Björgunarhundum hefur fjölg- að mikið og ekki síst eftir snjó- flóðin í Súðavík, þar sem hund- amir sönnuðu sig og þaó er eng- inn vafi í dag að hundamir gera gagn við slíkar aðstæður. Áhuginn er alltaf aó aukast en menn gera þetta ekki að gamni sínu og það er full vinna að halda björgunar- hundi í æfingu.“ Öm vildi beina því til fólks og þá sérstaklega til vélsleðamanna, að þeir sýndu tillitssemi á æfinga- svæðunum við Fálkafell næstu dagana. KK Söngskemmtun! Mánakórinn heldur söngskemmtun í Hlíðarbæ sunnudaginn 26. mars kl. 21 og í Akureyrarkirkju mánudaginn 27. mars kl. 20.30. Fjölbreytt efnisskrá. Söngstjóri: Michael J. Clarke. Undirleikari: Guðný Erla Guðmundsdóttir. MÁNAKÓRINN. — AKUREYRARBÆR Viötalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 27. mars 1995 kl. 20-22 verða bæjar- fulltrúarnir Sigfríður Þorsteinsdóttir og Þórarinn B. Jónsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarriir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Framleiðsla frystra loðnuhrogna nær þrefaldaðist milli ára: Helmingslækkun verðs vegna offramleiðslu Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. hefur tekið á móti liðlega 13 þús- und tonnum af loðnu á vetrar- vertíðinni og hefur frystihúsið fryst um 600 tonn af loðnuhrogn- um frá 6. til 16. mars, eða í 10 daga, en í marsmánuði 1994 var ffyst í tæplega 30 daga um 730 tonn, en hluti þess magns, eða um 100 tonn, var saltaður. Á árinu 1994 voru fryst um 3.000 tonn af loðnuhrognum en í ár fór framleiðslan upp í 8.000 tonn og af því magni fara 6.000 tonn á Japansmarkað en 2.000 tonn til Evrópu og Bandaríkjanna. í samræmi viö það hefur verð á frystum loðnuhrognum hríðfalliö, var um 300 krónur í upphafi ver- tíðar 1994 en er komið nú í 106 krónur. Segja má að þá hafi verið um seljendamarkað aö ræða en nú hefur það snúist við vegna offram- leiðslu, nú er um kaupendamarkað að ræða, þ.e. kaupendur ráða alfar- ið verðinu sem greitt er fyrir afurð- ina. Eftir því sem magnið jókst, féll veróið. Japanar voru tilbúnir að greiða 230 krónur fyrir fryst loðnu- hrogn upp aö 1.500 tonna fram- leiðslu; 180 krónur fyrir 1.500 til 3.000 tonn; 140 krónur frá 3.000 til 4.500 tonn; og 106 krónur fyrir 4.500 tonn og þar yfir. Jafnvel er talin hætta á að veróið lækki enn frekar því 8.000 tonn er töluvert yfir því magni sem japanskir um- boðsmenn segja að markaöur sé fyrir þar í landi. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. gerói á sl. ári samning um sölu á frystri karlloðnu til dýragarða í Flórída í Bandaríkjunum sem fóður fyrir sjávarspendýr. Ekkert var fryst í haust þegar ekki þarf aó flokka loónuna eftir kyni vegna þess aó þá er kvenloðnan hrogna- Íaus en hrognin vilja dýragarðseig- endumir ekki þar sem þau fljóta þá um alla laugina. Búið er aö frysta milli 2 og 3.000 tonn og eru borg- aðar milli 30 og 40 krónur fyrir kílóið. Þar sem loðnufrystingu er lokið í bili er aftur hafin bolfiskvinnsla hjá frystihúsinu og hefur m.a. verið unninn fiskur af Geir ÞH, en einnig á frystihúsið nokkuð af heilfrystum Rússaþorski í frystigeymslum upp á aö hlaupa til aö halda uppi stöð- ugri vinnslu í húsinu. GG punktar ■ Bæjarráð samþykkti í gær tillögur starfsmannastjóra aó ráðningum fólks 17 ára og eldra 1 sumarstörf hjá Akureyr- arbæ 1995. Jafnframt ákvaó bæjarráð að 16 ára unglingum f. 1979 verði gefin kostur á 6 vikna vinnu í sumar, 7 tíma á dag, samtals 210 vinnustundir. Vinna unglinga 14 og 15 ára verið með sama hætti og s.I. ár. Starfsmannastjóra var falió aó auglýsa eftir umsóknum um sumarstörf. ■ Kynnt voru 10 tilboð, sem borist hafa í 350.000. sorppoka úr plasti. Fyrir liggur að fallið hefur verió frá lægsta tilboði, þar sem það uppfyllti ekki þær kröfur sem settar voru. Bæjar- ráó samþykkti að ganga til samninga um kaup á sorppok- um samkvæmt næstlægsta til- boði. Tilboðsgjafi er Þórsham- ar hf. og er tilboðsupphæðin 4.130.000 meö virðisauka- skatti. ■ Hestamannafélagið Léttir hefur með bréft 16. mars sl. skoraó á bæjaryftrvöld að kaupa nú þegar öflugan snjó- blásara til þess að auðvelda starfið við að halda opnum um- feróarleiðum í og við Akureyr- arbæ, m.a. reiðvegum hesta- manna. Bæjarráð samþykkti að senda þetta erindi til fram- kvæmdanefndar. ■ Lögð voru fram tvö bréf frá Úrvinnslunni hf. þar sem gerð er grein fyrir starfsemi og stöðu fyrirtækisins og leitaö eftir auknu hlutafé og stuðn- ingi frá Akureyrarbæ við söfii- un á pappír og plasti til cndur- vinnslu. Bæjarráð leggur til að Akureyrarbær (Framkvæmda- sjóður) leggi fram aukió hluta- fé í fyrirtækið allt að kr. 1.6 milljón króna með skuldajöfn- un vió bæjargjöld. Tilskilið er þó að hlutdeíld Akureyrarbæjar í lyrirtækinu hækki ekki frá því sem nú er (24.1%). Þá sam- þykkti bæjarráð að leggja til aó tæknideild bæjarins vcrði heimilt að fjölga móttöku- stöðvum á pappír og plasti í allt aó 7 og gera um það samn- ing við Gámaþjónustuna hf.. Samningurinn verði lagður fyr- ir bæjatráð til staöfestingar. Einnig lagði bæjarráó til að Úr- vinnslunni hf. verði vcittur styrkur á þessu ári að upphæð 1.2 milljónir - m.a. til kynning- ar og markaðsátaks. ■ Skákfélag Akureyrar hefur með bréfi ítrekað umsókn sína um styrk úr bæjarsjóði til við- halds á húseign sinni að Þing- vallastræti 18. Bæjarráð frest- aði afgreiðslu og fól formanni íþrótta- og tómstundaráðs að ræða við stjómendur Skákfé- lagsins um máliö. ■ Bæjarráó samþykkti í gær aó heimila bæjarstjóra aó undirrita stofnsamning um hlutafélagið Glerárgata 26, en þar verður félags- og fræóslusvió bæjarins til húsa í framtíðinni. Jafnframt var bæjarstjóra falió að leggja l'yrir bæjarráð cndanlega kostn- aðaráætlun um framkvæmd t Glerárgötu 26.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.