Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 16
Kennaraverkfallið hefur ekki haft umtalsverð áhrif á fermingarundirbúning barna á Akureyri. Um það voru þeir sammála sr. Birgir Snæbjörns- son og sr. Gunnlaugur Garðars- son, sóknarprestar á Akureyri. Um 260 böm munu fermast í Akureyrarprestakalli að þessu sinni. „Það má hæla bömunum fyrir mjög góða mætingu þrátt fyrir Fjárhagsáætlun Sauöár- króksbæjar tók talsverö- um breytlngum: Skuldir lækkaðar Og minni fram- kvæmdir 'Ojárhagsáætlun Sauðár- x króksbæjar tók talsverð- um breytingum milli fyrstu og annarrar umræðu, en áætlun- in var afgreidd fyrir skömmu. Eins er hún nokkuð frábmgð- in því sem gert var ráð fyrir í þriggja ára áætlun bæjarins. Stærstu breytingamar felast í því að stórir framkvæmdalið- ir em felldir út og þess í stað verða skuldir borgaðar niður. „Við héldum reyndar stærstu framkvæmdinni inni, sem er að klára viðbyggingu við leikskóla upp á 27 milljón- ir, en við klipptum út 14 af 20 milljónum af framkvæmdum við íþróttahús og hátt í 20 milljónum í sambandi við gatnagerð. Annaó var smærra í sniðum og reyndar bættum við aðeins við í sambandi við ungl- ingavinnu og atvinnuátaksverk- efni,“ sagói Snorri Bjöm Sig- urðsson, bæjarstjóri. Astæóur þcssara breytinga má rekja til [ress, að sögn Snorra Bjöms, að menn vildu frekar nota tækifærió og lækka skuldir. „Mióað við fyrri áæd- anir þá erum við að lækka skuldir um 40 milijónir. Því er ekki að neita að við skuldum talsvert mikiö og þessar skuldir em allar á bæjarsjóði. Veitumar eru skuldlausar og leggja reyndar til um 30 milljónir, sem stcndur undir fjármagns- kostnaði af öllum okkar skuld- um og vel það,“ sagði Snorri Bjöm. HA © VEÐRIÐ Samkvæmt spá Veðurstof- unnar verður hæg norðvest- an og norðan átt í dag og hægt kólnandi veóur á land- inu öllu. Á morgun veróur norðaustlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og él norðan- lands. Á sunnudaginn er hundleiðinleg spá, þá verð- ur hann hvass af norðri og él eða snjókoma. Frostið verður á bilinu 4-10 stig. 10 lítrar KAUPLAND ■ m Kaupangi • Sími 23665 J U——J Kvöldscðill Smiðjunnar Sniglar og smokkfiskur í smjördeigskodda Kolagrilluð lambabuffsteik með fylltum tóm- at, rjómasoðnum kartöflum og Madeirasósu ístvenna með heitri súkkulaðisósu og fersku ávaxtasalati Kr. 2.550,- Leikhústilboð Smiðjunnar Ath. gildir aðeins frá kl. 18.00-19.30. Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu Kammenbert-fyllt grísalund með gratíneruðum kartöflum Kaffi og konfekt Kr. 1.990,- Akureyri, föstudagur 24. mars 1995 Um 260 börn munu fermast á Akureyri aö þessu sinni: Kennaraverkfall l'rtið snert undirbúning þessa óreglu á skólanámi,“ sagði sr. Birgir Snæbjömsson. Ferming- arundirbúningur fer fram í safnaó- arheimilinu og hefur að hans sögn verið með hefóbundnum hætti. Að vísu var tekin upp ný bók frá fræðsludcild kirkjunnar sem heitir Samferða og er þetta fyrsti vetur- inn sem hún er kennd að marki. Fyrsta ferming í Akureyrar- kirkju verður 2. apríl nk. síðan verða tveir hópar fermdir á pálma- sunnudag og tveir á skírdag, alls hátt í 150 böm hjá sóknarprestun- um tveimur, sr. Birgi Snæbjöms- syni og sr. Þórhalli Höskuldssyni. Er það heldur fleira en í fyrra. Sr. Gunnlaugur Garöarsson, sóknarprestur í Glerárprestakalli, sagði fermingarundirbúning hafa gengið mjög vel þó því væri ekki að neita að smá los hefði komist á vegna kennaraverkfalls. Það hafi þó ekki valdið neinum umtals- verðum skaða. „Krakkamir eru já- kvæð og dugleg upp til hópa. Fermingarundirbúningurinn fer fram í kennslustofu sem við höf- um í okkar ágætu kirkju. Hjá okk- ur lýkur stundinni alltaf með helgistund í kirkjunni, sem mér finnst hafa mikið gildi,“ sagði sr. Gunnlaugur. Samkvæmt venju verða ferm- ingar í Glerárkirkju á pálmasunnu- dag, skírdag og annan í páskum og þar munu 107 böm fermast, heldur færri en í fyrra. HA Vaka Jónsdóttir fer yfir innkaupin hjá Jóhannesi Geir. Svanhildur, Elín og Steingrímur bíða þess að röðin komi að þeim, en eins og sjá má var glatt á hjalla hjá frambjóðendunum. Mynd: Robyn. Norölenskir dagar: Hátíðarhöld og innkaupakeppni Nú standa yfir Norðlenskir dagar og af því tilefni voru mikil hátíðarhöld í Hrísalundi á Akureyri síðdegis í gær. Raunar átti dagskráin sem þar var að fara fram viku fyrr eða um leið og Norðlenskir dagar hófust en veðurguðirnir lögðu ekki bless- un sína yfir það. í gær daðraði sólin hins vegar við Norðlend- inga og fjöldi fólks Iagði leið sína í Hrísalund. Fulltrúar stjómmálaflokkana tóku þátt í innkaupakeppni, þar sem þeim var falið að vclja 22 hluti samkvæmt innkaupalista í innkaupakörfu á sem hagstæðustu verði á sjö mínútum og að sjálf- sögðu áttu vömmar að vera norð- lenskar. Þátttakendur voru Aðal- heiður Sigursveinsdóttir fyrir Al- þýðuflokkinn, Elín Antonsdóttir fyrir Kvennalistann, Jóhannes Geir Sigurgeirsson fyrir Fram- sóknarflokkinn, Steingrímur Sig- fússon fyrir Alþýðubandalagið, Svanhildur Ámadóttir fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og Vilhjálmur Ingi Ámason fyrir Þjóðvaka. Keppend- ur geystust um búðina undir fjör- ugum tónum sveitarinnar, Skipað þeim, en Strengjasveit Tónlistar- skólans lék einnig fyrir viðskipta- vini á meðan þeir gæddu sér á gómsætri rjómatertu. KLJ Karfavinnsla að hefjast á Þórshöfn Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. hyggst á næstunni hefja vinnslu á karfa í frystihúsi fé- lagsins og hefúr keypt í þeim til- gangi karfaflökunarvél en þar hefur ekki áður verið unninn karfi. Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri HÞ, segir að bæði verði unninn á Þórshöfn ferskur karfi og sjófrystur B-karfi, en það færist stöðugt í vöxt að frystihúsin taki í vinnslu B- karfa af frystiskipunum, þíði hann upp og flaki. Það er svipað vinnsluferli og á sér stað með Rússaþorskinn, þ.e. þorskinn sem íslendingar eru að kaupa af Rússum, veiddum í Barentshafi. B-karfi er sá karfi sem ekki er hausskorinn og heilfrystur á Jap- ansmarkað vegna þess að hann er með heldur fleiri blettum en sá karfi sem þangað fer og stenst gæðakröfur Japana. Karfaflökin fara mest á Bandaríkja- og Kan- adamarkað, en hann er bæði roð- flettur og með roði, flökin eru stærðarflokkuð og lausfryst og millilögð, þ.e. lagt er plast á milli laga eftir að flökin koma úr laus- frysti og fara í endanlegar pakkn- ingar. Jóhann A. Jónsson segir aó einn möguleikinn í hráefnisöflun- inni sé að senda bæði Hágang I og II á karfaveiðar á Reykjaneshrygg en þangað ætlar mikill fjöldi skipa á næstunnni. „Það verður væntanlega all- nokkuó framboð af karfa á mark- aðnum á næstunni en það fara nokkrir ísfisktogarar á Reykjanes- hrygg auk frystitogaranna. Það gæti orðið hætta á offramboði á karfaflökum á einhverju stigi vegna mikillar sóknar á karfamið- in á Reykjaneshrygg en við vitum ekki hvaóa magn þarf aó fram- leiða til þess að ná því hættu- marki. Japansmarkaður hefur ver- ió nokkuð viðkvæmur fyrir sveifl- um á sjófrystum karfa og markað- urinn hefur farið lækkandi þegar liðið hefur á sumarið vegna of mikils framboðs því neysla Japana virðist vera í föstu formi hvaó magn varðar,“ sagði Jóhann A. Jónsson. GG Laxveiðin í fyrra: Talsvert undir meöaltali - Fljótaá skaut öðrum bleikjuveiðiám langt aftur fyrir sig Veiðimönnum er enn í fersku minni sumarið 1994, sem samkvæmt nýjum tölum Veiði- málastofnunar, var veiðin sú fjórða minnsta frá árinu 1987. Alls var hún um 11 þúsund löx- um minni en sumarið 1993 og rúmlega 8 þúsund löxum undir meðaltali áranna 1987-1993. Alls voru skráðir í stangveiði 17.562 smálaxar í fyrra og 10.480 stór- laxar. Af einstökum landshlut- um var mesta veiðin á Vestur- landi og aflahæsta laxveiðiáin var Norðurá með 1625 laxa. Laxá í Aðaldal er sú laxveiðiá á Norðurlandi sem best gaf af sé á árinu 1994. I ánni veiddust 1126 laxar og var hún þar með í fimmta sæti yfir aflahæstu laxveiðiámar. Á listanum yfir tíu bestu ámar er einnig að fmna Hofsá í Vopna- firði, en hún er í sjöunda sæti og Laxá á Ásum, sem er í tíunda sæti. Skráning í silungsveiðinni hef- ur farið batnandi á síðustu árum en þó vantar á að öll silungsveiði sé skráð. Fljótaá reyndist besta bleikjuveiðiá landsins í fyrra með rúmlega 7000 bleikjur, eða um helmingi fleiri bleikjur en Eyja- fjarðará. Bestu urriðaveiðiámar voru Grenlækur með 3311 fiska, Fremri Laxá á Ásum með 2744 fiska, Laxá í Þingeyjarsýslu (ofan brúa) með 2301 fisk og Laxá í Aðaldal með 705 urriða. í fyrra varð breyting á í hafbeitinni en fram að þeim tíma höfðu endur- heimtur farið stöðugt vaxandi. Nú brá svo við að endurheimtum löx- um fækkaði um 79 þúsund milli ára. Alls komu tæplega 90 þúsund laxar úr hafbeitinni árið 1994. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.