Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Föstudagur 24. mars 1995 - DAGUR - 15 SÆVAR HREIÐARSSON Handbolti - úrslitakeppni: KA verður að vinna a morgun Mikill darraðardans var stiginn í Valsheimilinu að Hlíðarenda í gærkvöldi þegar Valur bar sig- urorð af KA í þriðja leik liðanna um íslandsmeistaratitilinn. Val- ur hafði yfír í leiknum frá fyrstu mínútu, leiddi í leikhléi 12:8 og lokatölur urðu 24:23 eftir æsi- spennandi lokamínútur. Staðan er nú 2:1 í viðureignum liðanna og geta Valsarar tryggt sér bik- arinn í KA-heimilinu á morgun. - tapaði í þriðja leiknum gegn Val í gærkvöldi Bikarmót 13-14 ára Um helgina fer fram í Hlíóar- fjalli bikarmót 13-14 ára kepp- enda í svigi og stórsvigi. Búist er við um 120 kcppendum víðs vegar aó af landinu. Þetta er þriðja úlraunin til að halda mótið en ávallt hefur veður gert mönnum lífiö leitt og mót- inu verið frcstað. Keppni hefst kl. 10.00 bæði á laugardag og sunnudag og verólaunaafhend- ing veróur í mótslok. Göngumót á sunnudag Bikarmót Skíóasambands ís- lands í göngu i flokkum 13 ára og eldri, sem frestað var sl. sunnudag, fer fram í Hlíðar- fjalli nk. sunnudag og hefst keppni kl. 11.00. Gengið veró- ur með frjálsri aóferó. Kl. 14.00 á sunnudag verður Þórsmót í aldursflokkum 12 ára og yngri og verður gengió með hefðbundinni aöferð. Ak- ureyrarmóú í skíðagöngu, sem átú aó fara fram þessa helgi, hefur verið frestað um óákveð- inn tíma. Veður og ófæró hafa sett strik í reikninginn hjá göngumönnum að undanfömu. Strandaganga Á morgun verður á Hólmavík Sfrandagangan, ein af ís- landsgöngunum svokölluðu. Kcppnin fer fram svk. reglu- gerð SKÍ um íslandsgöngur, keppendur skulu ganga með hefðbundinni aóferð. Það verð- ur einnig keppt í tveimur öðr- um vegalengdum fyrir utan 20 km. gönguna, 5 10 km. og 5 km. Keppnin hefst kl. 14.00. KA byrjaði leikinn á því að spila vömina mjög framarlega og kannski má segja aó það hafi gert útslagið þegar upp var staðió. Valsarar áttu auðvelt meó aó fínna leið í mark KA og Sigmar Þröstur komst aldrei í takt viö leikinn. Jón Kristjánsson lék geysistórt hlut- verk í Valsliðinu og skoraði fjögur góö mörk í hálfleiknum. Þegar um 12 mínútur voru liónar af hálf- leiknum höfðu heimamenn náð fjögurra marka forskoti og það var hreinlega of stór bita að kyngja fyrir KA. Staðan í leikhléi var 12:8 en Guðmundur varði vítakast eftir að leikúminn var runninn út. Patrekur og Valdimar geróu fyrstu mörkin í hálfleiknum og síð- an komu tvö Valsmörk í röð, eitt frá KA og síðan aftur tvö mörk frá Val. Staðan var orðin 19:14 og 17 mínútur eftir af leiknum. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi. KA-menn brugðu á þaö ráó aó taka tvo menn úr um- ferð þegar um 6 mínútur voru eftir af leiknum og staóan 23:18. Sú taktík tókst vel, Sigmar varði vel úr opnum færum og KA-menn náðu á ótrúlegan hátt að gera leik- inn spennandi á ný. Þeir gerðu fjögur mörk í röó og voru þar með einu marki undir þegar 1 mínúta var til leiksloka. Dagur og Alfreð skoruðu síðan sitt markið hvor og lokatölur urðu 24:23 Val í vil. Patrekur lék vel í sókninni hjá KA og Jón og Dagur hjá Val. Vöm og markvarsla náðu sér ekki á strik hjá KA. SV Mörk Vals: Jón 6, Dagur 6, Davíó 5, Júlíus 2, Olafur 2/1 og Sigfús, Geir og Valgarð 1 hver. Guómundur varði 11/1 skot og Axel 1. Mörk KA Patrekur 7, Valdimar 7/5, Leó 3, Erlingur 3 og Þorvaldur, Alfreð og Valur 1 hver. Dómarar: Guójón L. Sigurósson og Gunnar Kjartansson. Voru slakir og furóu sætir að þeir skuli dæma saman þar sem þeir hafa ekki dæmt saman í vetur. Leikmenn beggja lióa voru æfir yfir frammstöðu þeirra. „Vinnum alltaf síðustu tvo" - sagði Alfreð Gíslason „Þetta gekk ekki upp hjá okkur Mjög ánægður í dag. Við reyndum að brydda upp á nýjung í byrjun með því að spila 3-2-1 vörn en við lékum hana einfaldlega ekki nægilega vel. Ég blæs á það að þeir hafi meiri breidd og meira úthald. f öllum leikjunum höfum við ver- ið að taka þá í lokin. Mér lýst mjög vel á það sem eftir er. Það eru tveir leikir eftir og við höf- um sýnt það að við vinnum allt- af síðustu tvo,“ sagði Alfreð. Geir Sveinsson, fyrirliði Vals.“Eg er mjög ánægður með okkar spila- mennsku. Við vorum yfir allan tímann og sigurinn var fyllilega sanngjam. Okkur gekk vel að leika á móti 3-2-1 vöminni og náðum góðri forystu í byrjun. Ég myndi telja að breiddin sé að skila sér hjá okkur. Nú tökum við þá fyrir norðan. Það verður ekkert skemmtilegra en að klára þetta á þeirra heimavelli.“ Patrekur Jóhannesson var firnasterkur ur KA-manna. í síðari hálfleik og var atkvæðamest- Mynd: Robyn. Úrslitakeppni 2. deildar í handbolta: Grótta með ÍBV í 1. deildina - líðið vann öruggan sigur á Þór 23:16 Grótta tryggði sér sæti í 1. deild ieikur var lítið fyrir augað en fslandsmótsins í handknattleik fyrrakvöld, með öruggum sigri á Þór í úrslitakeppni 2. deildar. Leikið var á Seltjamarnesi og urðu lokatölur leiksins 23:16. Það var aðeins fyrstu 15 mín. leiksins sem jafnræði var með lið- unum en eftir það skildu leiðir. Heimamenn náðu mest 5 marka forystu í fyrri hálfleik og leiddu 14:9 í leikhléi. Gróttumenn juku muninn í 7 mörk í upphafi síðari hálfleiks og hélst sá munur út leikinn. Þessi heimamenn höfðu að meiru að keppa og lögðu því harðar að sér. Munurinn á liðunum í 2. deild og þeim 10 bestu í 1. deild er hins vegar gífurlegur og bæði ÍBV, sem einnig hefur unnið sér sæti í 1. deild næsta haust og Grótta, verða heldur betur að bæta við sig fyrir komandi átök, ef ekki á illa að fara. Sævar Ámason, var lang at- kvæðamestur Þórsara í leiknum í fyrrakvöld og sá eini sem eitthvað lét að sér kveða. HM-getraun Dags og HM '95 miðasölu 44 í dagar fram að HM Bræðurnir Geir og Orn Hallsteinssynir voru landsliðsmenn í hand- knattleik. Með hvaða félagsliði spíluðu þeir? ( ) Vd. ( ) Haukum. ( ) FH. Krossið við rétt svar og sendið seðilinn til: Dagur - HM-getraun, Strandgata 31, 600 Akureyri. Miðvikudaginn 29. mars verður dregið úr réttum lausnum fyrir dagana 18., 21., 22., 23., og 24. mars og nöfn vinningshafa birt í blaðinu fimmtudaginn 30. mars. Vinningshafi hvers dags fær að launum HM-bol og minja- gripi vegna HM-95. Auk þess verða lausnarmiðar 18., 21., 22., 23. og 24 mars settir í pott og úr honum dregn- ’Upf_ 9? Símanúmer HM '95 miðasölu: 96-12999 ir tveir miðar. Hinir heppnu fá hvor um sig Ivo miða einn leikdag (þrjá leiki) i D-riðli HM '95 á Akureyri. Þátttakendur geta sent lausnarseðla í umslagi fyrir hvern dag en einnig er heimilt að senda lausnarseðla fyrir fyrstu fimm daga getraunarinnar í einu umslagi. Það skal ítrekað að fyrsti útdráttur verður miðvikudaginn 29. mars. Sendandi: i____________ Sími: Mörk Þórs: Sævar Ámason 9/4, Páll Gíslason 2, Geir Kristinn Aöalsteins- son 2 og Atli Már Rúnarsson, Jón Kjartan Jónsson og Baldvin Her- mannsson 1 mark hver. Mörk Gróttu: Jón Örvar Kristjánsson 5, Einar Jónsson 5, Jens Gunnarsson 4, Guðmundur Ámi Sigfússon 3, Davíð B. Gíslason 3, Davor Kovacevic 2/1, AmarFreyr Vilmundarson 1. Íshokkí: Úrslita- slagurinn hefst um helgina Íshokkímenn ætla að gera aðra tilraun til að leika úrslitaleikina í íslandsmótinu um helgina. SA og Bjöminn mætast á svellinu á Akureyri og má búast við mikilli keppni. Leikirnir hcfjast kl. 14.00, bæði á morgun og á sunnudag. Leikirnir áttu að vera um síð- ustu helgi en vegna veðurs varð að aflýsa þeim. Aftur átti að reyna í Reykjavík á miðvikudag en þeim leik var einnig aflýst vegna veð- urs. Lcikmenn SA eru staðráðnir í að tryggja sér titilinn nú enda ekki seinna vænna þar sem veður er orðið full gott fyrir íshokkímenn. Blak: Stjarnan í heimsókn Karlalið KA leikur í kvöld kl. 20.30 gegn Stjömunni í 1. deild karla í blaki í KA- heimilinu. KA-menn hafa í nógu að snúast því á morgun leika þeir gegn HK fyrir sunnan í leik sem átti að leika um síðustu helgi. Kvennalið sömu félaga leika einnig á morgun. KA og Stjaman berjast um þriója sætið í karlaflokki en það lið sem nær því leikur gegn HK í úrslitakeppninni sem hefst S næstu viku. Liðið sem lcndir í fjórða sæti mætir deildarmeisturum Þróttar úr Reykjavík og þykir mörgum það vænlegri kostur. Kvennaliðin ríða á vaóið kl. 14.00 á morgun í Digrancsi og karlamir taka við kl. 15.30. '"'-□“□a8Baa°n°'' —^ 1 1 1111=--□□□ Ný námskeið hefjast mánudaginn 27. mars. Skráning hafín. Hringdu strax. Líkamsrœktin Hamri Sími12080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.