Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 1
Slippstöðin-Oddi hf.: Rekstrarhagnaður rúmar 90 milljónir að teknu tilliti til áhrifa nauðasamninga - Birgir Omar Haraldsson, framkvæmdastjóri Jökla hf., kjörinn stjórnarformaður Aðalfundur Slippstöðvarinn- ar-Odda hf. á Akureyri var haldinn í gær. Hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins Slippstöðv- arinnar-Odda hf. á Akureyri á sl. ári að upphæð 91,5 millj. króna samkvæmt niðurstöðum rekstr- arreiknings og gætir þar lang mest áhrifa annarra tekna, og þar vegur langþyngst áhrif nauðasamninga sem fyrirtækið fékk heimild til á árinu, eða um 80 milljónir króna auk söluhagn- aðar almennra rekstrarfjármuna. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 5,6 milljónir króna, en hagn- aður fyrir ijármagnstekjur og íjármagnsgjöld er tæpar 15 millj- ónir króna og er þar um verulega breytingu að ræða milli ára, eða um 40 milljónir króna. Á árinu 1993 varð 75 milljóna króna tap af reglulegri starfsemi þannig að um gríðarleg umskipti er að ræða í rekstri fyrirtækisins til hins betra. Rekstrarlega er því fyrirtækið mun betur sett en það var í upphafi árs 1994 og má fyrst og fremst rekja þann bata til þeirrar endurskipulagningar sem farið var í á árinu en sex undanfarin ár hefur fyrirtækið verið rekið með tapi. Rekstrartekjur (velta) fyrirtæk- isins voru 594,7 milljónir króna á árinu 1994, eigið fé í árslok 65,6 milljónir króna og þar af hlutafé 41,3 milljónir króna en hlutafé í fyrirtækinu var í gær (23. mars 1995) 81,3 milljónir króna og eig- ið fé á sama tíma 105, 6 milljónir króna. Launagreiðslur námu 182,6 milljónum króna á árinu 1994 en í byrjun starfsárs voru starfsmenn 151 en 110 í árslok og var gengið frá fastráóningu flestra þeirra í árs- lok. Utseldar vinnustundir voru 145.892. Guðmundur Túliníus, fram- kvæmdastjóri, segir að fyrirtækið hafi á sl. ári gengið í gegnum miklar hremmingar og þær hafi ekki síður verið mannlegar, en segja þurfti upp stórum hópi starfsmanna á árinu. Fyrirtækið fékk staðfestan nauðasamning í maímánuði á sl. ári en með honum fékkst heimild til að fella niður 70% af skuldum félagsins, eða um 80 milljónir króna. Starfsmannafjöldi sniðinn að grunnverkefnastöðu Stefna fyrirtækisins hefur verið að sníða stærð fyrirtækisins og starfs- mannafjölda eftir vexti og verk- efnum, og þannig er starfsmanna- fjöldinn nú sniðinn að þeirri grunnverkefnastöðu sem fyrirtæk- ið stendur frammi fyrir. Ef álags- punktar myndast er auðveldara að ráða starfsfólk til tímabundinna verkefna og undirverktaka. Stærst- ur hluti þeirra starfsmanna sem hætti störfum hjá Slippstöðinni- Odda hf. á sl. ári hefur farið í störf hjá smærri fyrirtækjum sem síðan eru mörg hver undirverktakar hjá stöðinni og þannig má með sanni segja að ekki hafi tapast 41 starf á vinnumarkaðnum þrátt fyrir þá tölulegu fækkun starfsmanna á ár- inu 1994. Guðmundur segir að verkefna- staða stöðvarinnar sé mjög erfið og það orsakast fyrst og fremst af því að flest verkefni em til mjög skamms tíma. Sveigjanleiki í rekstri sé stöðinni mjög mikilvæg- ur og hann aukist m.a. með því að vera með undirverktaka í einstaka verkþáttum. Stærstu hluthafar Slippstöðvar- innar-Odda hf. em DNG-rafeinda- iðnaður hf., Jöklar hf., Málning hf. og Reginn hf. (Landsbanki Is- lands), en hluthafar em alls 20. Á aðalfundinum var kjörin ný stjóm. Stjómarformaður er Birgir Omar Haraldsson, framkvæmdastjóri Jökla hf., varaformaður Valdimar Bergstað hjá Málningu hf„ ritari Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Strýtu hf„ og aðrir stjómarmenn Friðfmnur Her- mannsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Húsavík og Krist- ján E. Jóhannesson, framkvæmda- stjóri DNG-rafeindaiðnaðar hf. Friðfinnur og Aðalsteinn em full- trúar Regins hf. í stjóm stöðvar- innar. Flotkví gott búsílag en engin bjargvættur Birgir Ómar Haraldsson, nýkjör- inn stjómarformaður, segir fyrir- tækið tæknilega vel statt, en lítil endumýjun sé í verkmenntun og það sé mikið áhyggjuefni. Imynd félagsins þurfi að bæta og það fel- ist í hverjum einasta starfsmanni. „Hér á landi hefur aldrei verið almennileg tenging milli iðnaðar- ins og menntunar og eðilega sæki fólk ekki eftir starfi hjá fyrirtæki sem daglega er í neikvæðri um- fjöllun í fjölmiðlum. Vonandi breytist þetta, ímyndin verði góð og eðlileg endumýjun verði á iðn- lærðu starfsfólki í skipasmíðaiðn- aðinum. Við emm hins vegar bjartsýnir á framtíð fyrirtækisins og með tilkomu flotkvíar á Akur- eyri, sem kemur í maímánuði, auk- ast möguleikar Slippstöðvarinnar- Odda til að taka upp stærstu togar- ana og þjónusta stærri skip en áður hefur verið kostur á, en þau hafa þurft að leita til útlanda eftir þjón- ustu. Samningar um afnot af flot- kvínni standa yfír. Flotkví er hins vegar engin bjargvættur þessa fyr- irtækis því það er margt annað sem stöðin þarf að takast á við á næstu missemm svo hún verði bet- ur samkeppnishæf. En flotkvíin eykur vissulega sveigjanleika hennar sem er mjög mikilvægt,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, stjómarformaður Slippstöðvarinn- ar-Odda hf. GG Húsavík: Naggar á markad Framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar-Odda hf„ Guðmundur Túliníus, lengst t.v. ásamt stjórnarmönnunum Vaidimar Bergstað, Birgi Ómari Har- aldssyni og Friðfinni Hermannssyni. Mynd: GG Naggar koma á markaðinn um miðjan maí. Það eru endur- mótaðir, raspaðir, forsteiktir lambakjötskjötbitar, meyrir, hreinir vöðvar úr frampörtum sem hita má upp í ofni til að fá stökka skorpu. Þarna er loksins kominn skyndiréttur úr lamba- kjöti, hágæðavara á góðu verði Aðstandendur Fjörs hf. á Melgerðismelum 1988: Greiði 1,6 milljónir í bætur til ríkissjóðs - auk dráttarvaxta frá 1991 og málskostnaðar fyrir Hæstarétti Þremur Akureyringum sem stóðu að Fjöri hf„ útihátíð- inni á Melgerðismelum 1988, hefur, fyrir Hæstarétti, verið gert að greiða fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, 1,6 milljón- ir króna í bætur vegna vangold- ins söluskatts af hátíðinni. Að auki þurfa þeir að greiða drátt- arvexti frá 1991 og 150 þúsund krónur í málskostnað. Sveinn Rafnsson, Guðmundur Ómar Pétursson og Pétur Bjama- son stóðu að útihátíðinni að Mel- gerðismelum 1988. Söluskattur af seldum miðum var metinn 2.720.400 krónur og áttu félagam- ir að greiða hann að lokinni hátíð- inni. I október 1988 greiddu þeir 372.780 krónur þar eó þeir töldu aó skatturinn hefði verið ofreikn- aður um 90 þúsund krónur var samþykkt að lækka eftirstöðvamar í 2.257.620. Bú Fjörs hf. var síðan úrskurð- að gjaldþrota 4. júlí 1989 að beiðni innheimtumanns ríkissjóðs. Engar eignir reyndust í búinu og var höfðað opinbert mál á hendur þremenningunum fyrir að skila ekki söluskattinum og voru þeir dæmdir sekir og til greiðslu sekta. Ríkissjóður hafði uppi skaðabóta- kröfu til þess hluta söluskattsins sem Fjör hf. hafði ekki greitt. - skyndibiti úr lambakjöti frá KÞ handa íslenskri þjóð á hraðferð, að sögn Páls Arnar, sláturhús- stjóra á Húsavík. Kjötiöja Kaupfélgs Þingeyinga hefur unnið að vöruþróun á skyndi- réttum úr lambakjöti í samvinnu við Rannsóknastofnun landbúnaðarins, allt frá árinu 1989. Hlé hefur orðið á þessari starfsemi sem samtals hef- ur tekið um þrjú ár. Síðasta ár .var unnið töluvert að þessari vömþróun og afurðin kynnt á sýningu. Þrátt fyrir góða svömn vom kjötiðju- menn ekki fyllilega ánægðir og biðu með að huga að markaðsetn- ingu þar til þeir vom alveg sáttir með afurðina. Til að byrja með verður nöggum dreift á Norðurlandi og á höfuð- borgarsvæðinu, en síðan á lands- vísu. Páll sagði að afurðin ætti að höfða til fólks sem borðaði kjöt, t.d. heimila þar sem báðir foreldrar væm útivinnandi. Hugmyndin væri að ná til baka einhverju af pasta- og pizzumarkaðinum og auka neyslu á dilkakjöti. Kjötið verður á hagstæðu veröi og eingöngu verður um að ræða hreint kjöt með lífrænum efn- um, en önnur aukaefni ekki notuð. Páll sagðist bjartsýnn á sölu vör- unnar og reikna með að 20-30 tonn af hreinum vöðvum seldust á áp á þennan hátt. Áfram verður þó hald- ið í vömþróun og miklir möguleikar em fyrirséðir, en búnaður sem þarf til framleiðslu nagganna hefur verið leigður og getur framleiðslan skap- að þrjú störf ef allt gengur sam- kvæmt vonum. IM I héraði var þingfest að tjón ríkisins nemi því sem ekki var skilað af skattinum og sé bein af- leióing refsiverðrar háttsemi Pét- urSj Sveins og Guðmundar Ómars. í niðurstöðum Hæstaréttar er þess getið að ekki hefði komið til refsiábyrgðar þremenninganna hefði Fjör hf. verið gefið upp til gjaldþrotaskipta því þá hefði ríkis- sjóður setið við sama borð og aðr- ir almennir kröfuhafar. Þremenn- ingamir hafi, þvert á hagsmuni ríkissjóós, hafið uppgjör við aðra kröfuhafa. Ríkissjóði em því dæmdar áðumefndar bætur auk vaxta og málskostnaóar í hæsta- rétti. C SV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.