Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 24.03.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 24. mars 1995 HVAÐ ER AÐ OERA5T? Bingó í Lóni Karlakór Akureyrar/Geysir heldur bingó í félagsheimili kórsins, Lóni við Hrísalund, nk. sunnudag, 26. mars, kl. 20. Fjöldi góóra vinn- inga. í hléi syngur kórinn nokkur lög. Félagsvist í Hamri Félagsvist verður spiluð í Hamri nk. sunnudagskvöld, 26. mars, kl. 20. Allir eru boðnir velkomnir. Ingvar sýnir í Safnahúsinu Á morgun, laugardaginn 25. mars kl. 14, opnar Ingvar Þorvaldsson málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík. Sýningin verður opin fram á mánudag kl. 14-19. Ingvar sýnir um 50 olíu- og vatnslita- myndir að þessu sinni, en hann hefur komið nokkuð reglulega með sýningar til Húsavíkur frá því hann flutti þaðan. Karakter og Laddi í Sjallanum Hljómsveitin Karakter frá Akur- eyri heldur uppi stanslausu fjöri í Sjallanum á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöld. Þá má ekki gleyma sýningu Ladda, Norðan grín og garri, sem verður annað kvöld í Sjallanum. Á góða dátanum halda uppi fjörinu í kvöld og annað kvöld þeir Hjörtur Howser, hljómborð, og Jens Hansson, saxófónn. Ferð í Þorvaldsdal Á morgun, laugardag, stendur Feróafélag Akureyrar fyrir skíðagönguferð í Þorvaldsdal. Lagt verður af staö frá skrifstofu félagsins Strandgötu 23 kl. 8. Nánari upplýsingar fást á skrif- stofunni í dag, föstudag, frá kl. 17.30 til 19. Síminn er 22720. Þorgerður sýnir í Varmahlíð Á morgun kl. 14 verður opnuð sýning á pappírsmyndverkum Þor- gerðar Hlöðversdóttur myndlistar- konu í ASH keramik galleríinu í Lundi, Varmahlíó. Þorgerður útskrifaðist úr textil- deild Myndlista- og handíðaskól- ans árið 1990. Hún er með verk- stæði á heimili sínu að Blönduhlíð 18 í Reykjavík. Þorgerður var með einkasýn- ingu í Stöölakoti í nóvember 1994 og tekur þátt í samsýningu Textil- félagsins í Hafnarborg í Hafnar- fírói, sem einnig verður opnuð á morgun. Sýningin stendur til apr- ílloka og eru allir hjartanlega vel- komnir. Flóamarkaður í Kjarnalundi Náttúrulækningafélag Akureyrar efnir til flóamarkaðar í Kjama- lundi á morgun, laugardag, kl. 14- 17. í boði eru fallegar prjónavör- ur, skart, bækur og mjög ódýr fatnaður af öllu tagi. Meðal annars sértilboð á pilsum og skóm. Tónleikar á Akureyri og Húsavík Um helgina 25.-26. mars veröa um 70 strengjanemendur úr Tón- listarskólanum á Egilsstöóum og Tónskóla Sigursveins í Reykjavík í heimsókn á Akureyri. Þetta eru nemendur á aldrinum 7-15 ára sem halda tónleika ásamt jafnöldr- um sínum úr Tónlistarskólanum á Akureyri í Akureyrarkirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Á HOTEL KEA Hin frábæra stuðhljómsveit GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR sér um sveifluna laugardagskvöld Örfá borð laus fyrir matargesti. % • Við óskum Leikfélagi Akureyrar til hamingju með frumsýningu á Djöflaeyjunni og í tilefni þess bjóðum við glæsilegan leikhúsmatseðil Portvínslöguð skelfisksúpa að hætti Línu spákonu Salthnetuhjúpaðar grísalundir með djöflasósu Súkkulaðihjúpaður fsbraggi í ferskjupolli Verðaðeinskr. 1957.- sjs • sgs Verð á laugardagskvöldum kr. 2.500.- Þá innifalinn dansleikur Ath.! Höldum borðum meðan á sýningu stendur Hótel KEA sími 22200 Mánakórinn heldur söngskemmtun í Hlíðarbæ nk. sunnudag, mars, kl. 21 og í Akureyrarkirkju nk. mánudag, 27. mars, kl. 20.30. Kórinn hefur æft tvisvar í viku í vetur og íyrir jólin voru jólatónlcikar í Akureyrarkirkju við góðar undirtcktir og 28. var sungið í Blönduóskirkju. Frá áramótum hefúr stefnan verið tekin á þá söngskemmtun sem flutt veróur nú um helgina. Efnisskrá er fjölbreytt og sum lögin flutt í nýrri útsetningu eftir söngstjórann Michael Jón Clarke. Undirleikari er Guðný Erla Guó- mundsdóttir auk annarra í sumum laganna. Með hækkandi sól hyggur kórinn á söngferð í Skagafjöró og Þeir sem áhuga hafa á sðng og langar til aö bætast í hópinn næsta haust geta haft samband við formann kórsins, Ásdísi H. Hreinsdóttur, ísíma 22011. Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld, föstudag, kl. 20.30 Djöflaeyjuna eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Leik- stjóri er Kolbrún Halldórsdóttir en leikmynd og búninga gerir Axel Hallkell Jóhannesson. Undirleikari er Karl Olgeirsson og Ingvar Bjömsson hannar lýs- ingu. Uppselt er á frumsýninguna í kvöld og sömuleióis á sýninguna annað kvöld. Næstu sýningar eru föstudaginn 31. mars og laugardaginn 1. bæði kvöldin. 20.30 sunnudag fara þessir nemendur allra skólanna til Húsavíkur og halda tónleika þar í Tónlistarskól- anum kl. 15. Tónleikamir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis. Eyjafjörð heldur árshátíð á Fiðlar- anum á Akureyri annað kvöld og hefst borðhald kl. 19.30. Húsið verður opnað kl. 19 fyrir matar- gesti og aftur kl. 23. Fjölbreytt skemmtiatriði. Aðgangseyrir kr. 2.300. 15 mínútna mót Skákfélag Akureyrar efnir til 15 mínútna móts á sunnudag kl. 14 í húsnæði Skákfélagsins við Þing- vallastræti. Mótió er öllum opið. Arshátíð nikkara Félag harmonikuunnenda við Gígja sýnir í Galleríi AlIraHanda Á morgun, laugardag, kl. 15 opnar Gígja Baldursdóttir málverkasýn- ingu í Galleríi AllraHanda á Ák- ureyri. Gígja er fædd í Reykjavík 1959, stundaði nám við Mynd- Eldri borgarn - hádegisfundur, súpa og brauð Sjálfstœðisflokkurinn býður eldri borgurum til hádegisverðar í dag, föstudaginn 24. mars kl. 12.00-13.30 í Glerárgötu 32. Gestir fundarins verða: Halldór, Tómas, Svanhildur og Jón Helgi, fjórir efstu menn listans (og ef til vill leynigestur). Ef þið þutfið á akstri að halda þá hafið samband við skrifstofuna í síma 21500 eða 21504 listaskólann í Reykjavík 1980- 1981, Oslo Maleskole 1981-1982, Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1982-1986, lauk BFA gráðu frá Iowa State University 1992. Þetta er fimmta einkasýning Gígju, en hún hefur haldið sýning- ar bæði hér heima og erlendis. Sýningin verður opin á opnunar- tíma Gallerís AllraHanda og lýkur sunnudaginn 9. apríl nk. Geirmundur á Hótel KEA Ein vinsælasta danshljómsveit landsins, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, leikur fyrir dansi annaó kvöld, laugardagskvöld. í tilefni sýningar Leikfélags Akureyrar býður Hótel KEA glæsilegan leikhúsmatseðil sem inniheldur portvínslagaða skel- fisksúpu að hætti Línu spákonu, salthnetuhjúpaðar grísalundir með djöflasósu og ísbragga hjúpaðan súkkulaói og kostar kr. 1957 nema á laugardögum, þá 2500 krónur, en þá er dansleikur innifalinn og halda gestir borðum þegar dans- leikur hefst. Miðaverð á dansleik er kr. 700 og er snyrtilegur klæðn- aður skilyrði eins og ávallt. Pólskir tónlistarmenn í Safnaðarheimilinu Nú í lok marsmánaðar verða tveir pólskir tónlistarmenn á tónleika- ferð um landið. Ferðin hefst með tónleikum í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju nk. sunnudagskvöld kl. 20.30. Listamennirnir eru Tomasz Tomaszewski flðluleikari og Jarzy Tosik Warsawiak píanó- leikari. Á efnisskrá þeirra eru verk eftir J.S. Bach, W.A. Mozart, J. Brahms og H. Wieniawksi. Tomasz Tomaszewski var í Pólska kvartettinum sem hlaut ARD-verðlaunin í Belgrad. Tom- aszewski hefur haldið tónleika í Evrópu, Bandaríkjunum, Japan og Taiwan og hlotið verðskuldaða viðurkenningu fjölmiðla. Hann kennir vió Listaháskólann í Berlín og heldur reglulega opin nám- skeið fyrir lengra komna nemend- ur. Jerzy Tosik-Warsawiak er frá Kraká. Hann er í Berlínartríóinu. Tosik hefur unnió til verólauna og hlotið styrki fyrir píanóleik sinn, m.a. í keppni í Bratislava og í Chopin píanókeppninni í Varsjá. Hann hefur farió í margar tón- leikaferðir innan Póllands og utan og hefur oftsinnis komió fram í útvarpi og sjónvarpi. Hann hefur starfað við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar síðan 1992 sem píanó- kennari og undirleikari. Sýslumaðurinn Húsavík Útgarði 1, 640 Húsavík. Sími 41300. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Álftanes, Aðaldælahreppi, þirigl. eig. Völundur Hermóðsson, gerðar- beiðandi Lýsing hf., 30. mars 1995 kl. 14. Saltvík 2, Reykjahreppi, þingl. eig. Jarðeignadeild landbúnaðarráðun., gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, 30. mars 1995 kl. t5.______________________________ Sunnuvegur 8, Þórshöfn, þingl. eig. Björgvin A. Gunnarsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður rikisins og Búnaðarbanki Islands, 29. mars 1995 kl. 13.30. Vesturvegur 10, íbúð A, Þórshöfn, þingl. eig. Víðir Óskarsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður verka- manna og ÍHótel Norðurljós, 29. mars kl. 14. Sýslumaðurinn Húsavík, 22. mars 1995.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.