Dagur - 05.05.1995, Side 4

Dagur - 05.05.1995, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 5. maí 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavfk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTIN LINDA JÓNSDÓHIR, SÆVAR HREIÐARSSON (iþróttir). UÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LEIÐARI---------------------- Flísin og bjálkinn Á síðustu vikura hefur Ungmennafélag íslands staðið fyrir fræðsluþingum á Norðurlandi þar sera kynnt hefur verið urahverfisverkefni sem hreyfingin stendur fyrir á þessu ári. Með verk- efninu verður sérstaklega horft til hreinsunar stranda landsins, sem ekki er vanþörf á, en vonandi verður þetta starf til að ýta enn frekar undir þann hugsunarhátt sem rækta þarf raeð íslendingura að umgengni hvers og eins við náttúruna og umhverfið er grunntónnin í bættu umhverfi. í Degi á miðvikudag birtist hluti erindis Stef- áns Gíslasonar, sveitarstjóra á Hólmavík, sera flutt var á fræðsluþingi UMFÍ á Blönduósi. Þar keraur hann inn á mikilvægan þátt í þanka- gangi íslendinga, nefnilega þann hversu tilbún- ir landsraenn eru til að dæma aðra fyrir vanvirð- ingu við umhverfið í stað þess að líta í eigin barm. „En eru það ekki bara einhverjir aðrir sem óþrífa," segir Stefán um raengunina í fjörura landsins. „Eru það ekki togarasjómenn eða ein- hverjir svoleiðis farísear sera láta allt vaða í sjó- inn okkur hinum til arraæðu og tjóns? Nei, svo einfalt er þetta nú ekki. Eða hvernig var þetta með flísina og bjálkann? Hendum við kannski sjálf einhverju í sjóinn að óþörfu, beint eða óbeint? Það skyldi þó aldrei vera,“ segir Stefán. Mengun í fjörunum er að hluta til sýnileg, þ.e. ýmislegt rusl sem berst bæði frá landi og skipum á sjó. Réttilega bendir Stefán á að ein- stakir þjóðfélagshópar verða ekki dæradir út frá þessum hluta mengunar heldur verða íslend- ingar að gera sér ljóst að okkur er ekki nema að hluta til sýnilegt það sera í sjóinn fer. Eiturefni ýmiskonar fara í stórum stíl í sjóinn og þau koraa ekki aðeins frá stofnunum og fyrirtækjura heldur og ekki síður frá heirailunum og ein- staklingunum. Þetta á við um lyf, hreinsiefni, málningu, olíur og raörg önnur efni. Ef hver og einn íslendingur lofar sjálfura sér bót og betrun í þessum efnum þá verður baráttan í umhverf- ismálunura strax auðveldari. Skagaleikflokkurinn sýnir „AUtaf má fá annað skip“ í Deiglunni: Raunveruleiki ís- lenskra sjómanna Um þessar mundir er Skagaleik- flokkurinn staddur á Akureyri og ætlar á morgun að hafa tvær sýn- ingar á verkinu, „Alltaf má fá ann- aö skip,“ eftir Kristján Kristjáns- son, sem einnig leikstýrir. Þetta leikrit hefur hvarvetna hlotió góða dóma, var m.a. sýnt í Danmörku vió góðar undirtektir og sú ferð leiddi það af sér aó Skagaleik- flokknum var boöið aö sýna í Sví- þjóð og þar verður „Alltaf má fá annað skip“, sýnt nú í lok mánað- arins. Höfundur og leikstjóri verksins er sem fyrr segir Kristján Krist- jánsson rithöfundur sem nú býr á Akureyri. Kristján er frá Siglufirði en bjó um 5 ára skeið á Akranesi þegar verkið varð að veruleika. Hann hefur gefið út nokkrar ljóða- bækur og tvær skáldsögur og með því að skrifa leikrit sagðist hann hafa haft tækifæri til að reyna sig við eitt formið enn. „Þetta er skrifað í janúar 1993 og ég var búinn aó velja leikarana í hlut- verkin áður. Þetta frumkvæði hjá Skagaleikflokknum, að setja nýtt íslenskt verk á svið, virðist hafa Kristján Kristjánsson, höfundur og lcikstjóri verksins. hrundið af stað hálfgerðri bylgju. Því til að mynda á Akranesi þá eru núna á einu leikári fjögur íslensk verk, þar af frumflutningur á tveimur nýjum verkum,“ sagði Kristján. Leikrit um sjómenn „Alltaf má fá annaó skip“ er leik- rit um sjómenn og gerist um borð í bát. Var Kristján beðinn aó segja frá efni þess í stuttu máli. „A sín- um tíma var þetta staðfært við Faxaflóann en í rauninni er það ekki bundið neinum sérstökum stað. Leikritið snýst um þessa lok- uðu tilveru sjómanna úti á sjó, hugmyndir þeirra um líflð og til- veruna. Það sem er nýjast að ger- ast í fiskveiðimálum þjóðarinnar kemur auðvitað mikið við sögu, svo sem kvótakerfió, breytingar á sókn, vinnslan flyst út á sjó og kvótinn að safnast á fárra hendur. Ég er að reyna að lýsa bjargarleysi sjómanna gagnvart þessum breyt- ingum og kannski líka því, að þaó er mjög erfitt að hafa yfirsýn yfir þessar breytingar. Þess vegna flnnst sjómönnum þeir gjarnan vera eins og peð sem ráðskast er með að vild. Þeir hafa í sjálfu sér engin áhrif á þessi mál lengur, þetta er ailt gert í krafti peninga og pólitíkur. Megin þráðurinn er sá að áhöfnin á þessum tiltekna báti fær Steingrímur Guðjónsson, Arnar Sigurðsson, Júiíus Már Þórarinsson og Guðleifúr Einarsson í hlutverkum sínum. Clivc B. Halliwcll, breskur skurðhjúkrunarfræðingur búsettur á Akrancsí, lcikur kokkinn á bátnum. að vita að það á að selja bátinn. Eigandinn ætlar aó græða svo mikið á því að selja kvótann. Þessa síðustu daga sem koppurinn er á sjó kemur nýliði um boró og við fylgjumst með honum nokkra daga og hvemig honum tekst að fóta sig í þessu samfélagi.“ Leikarar eru fimm talsins, Steingrímur Guðjónsson, Amar Sigurðsson, Júlíus Már Þórarins- son, Guóleifur Einarsson og Clive B. Halliwell, breskur skurðhjúkr- unarfræðingur búsettur á Akra- nesi, sem leikur kokkinn á bátn- um. Tónlistin t verkinu er eftir Orra Haróarson, sem getið hefur sér gott orö á tónlistarsviðinu á undanfömum árum eins og kunn- ugt er, og lýsingu annast Hlynur Eggertsson. Svíþjóðarferð framundan Verkið hefur verið sýnt nokkuð víða og við góóar undirtektir. „Sagan er aö verða nokkuð löng því þetta var fyrst fært upp í mars 1993. Við sýndum auðvitað á Skaganum og þar í kring, skrupp- um til Reykjavíkur, Ólafsvíkur, á Síldarævintýri á Siglufirði og síð- an til Danmerkur. Núna í lok mán- aðarins erum viö að fara til Vest- erás í Svíþjóð, sem einmitt er vinabær Akureyrar. Samtök áhugaleikfélaga í Svíþjóó ætla aó halda þama mikla hátíð, bjóóa einum erlendum leikhópi og við erum auðvitaó mjög stolt yfir að hafa oróið fyrir valinu,“ sagði Kristján. Danir féllu fyrir verkinu á sín- um tíma og í dönsku leiklistar- blaði var farið afar lofsamlegum orðum um leikritið og þá öflugu starfsemi áhugaleikfélaga sem er hér á landi. Tvær sýningar í Deiglunni Á morgun, laugardag, verða tvær sýningar á leikritinu í Deiglunni, kl. 16.00 og 21.00. Kristján sagði Deigluna vera frábæran stað fyrir þetta verk. Það sé nánast eins og salurinn sé hannaöur utan um verkið eða það inn í salinn. Er sjálfsagt að hvetja fólk til að bregða sér í Deigluna á laugardag- inn og sjá verk úr íslenskum raun- veruleika, um efni sem mjög brennur á þjóðinni um þessar mundir. HA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.