Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 5. maí 1995 - DAGUR - 9 Kór Akureyrarkirkju: Flytur Magnificat eftir Bach - á tónleikum í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 17 ásamt kammersveit og fimm einsöngvurum Næstkomandi sunnudag, 7. maí, kl. 17 flytur Kór Akureyrar- kirkju ásamt kammersveit og einsöngvurum Magnificat eftir Johann Sebastian Bach í Akur- eyrarkirkju. Á þessum tónleik- um verður einnig fluttur Kons- ert fyrir orgel og hljómsveit í F- dúr eftir Georg Friedrich Hándel. Stjórnandi og einleikari á tónleikunum er Björn Steinar Sólbergsson. Þessir tónleikar eru liður í Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju 1995 sem hefst á morgun, laugar- dag, með opnun sýningar a verk- um norsku vefnaðarlistakonunnar Else Marie Jacobsen í Listasafn- inu á Akureyri. Tónleikarnir eru jafnframt afmælistónleikar Kórs Akureyrarkirkju, en á þessu ári eru liðin 50 ár frá stofnun hans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kór Akureyrarkirkju fæst við svo stórt verkefni. Hann hefur á und- anförnum árum flutt m.a. messu eftir Haydn, sálumessu Gabriels Fauré, Missa Brevis eftir W.A. Mozart og Missa Brevis eftir ung- verska tónskáldið Kodály, sem kórinn flutti fyrir nokkrum árum ásamt Samkór Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Auk þess hefur kórinn flutt fjölda mótetta og ís- lenskra og erlendra kórlaga. í Kór Akureyrarkirkju eru nú um 50 manns. Magnificat Magnificat er eins og áður segir eftir þann mikla snilling Johann Sebastian Bach, sem fæddist árið 1685 í Eisenbach í Þýskalandi. Árið 1723 tók Bach við starfi kantors við Tómasarkirkjuna í Leipzig og samdi Magnificat fyrir fyrstu jól hans í nýju starfi. Magnificat eða Lofsöngur Maríu er einn af þrem messu- söngvum rómversk-kaþólsku kirkjunnar og er efni hans fengið úr Lúkasarguðspjalli 1. kafia vers- um 46-55, en María sagði: „Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum.“ Gabríel hafði þá kunngerl henni að hún myndi verða þunguð og ala son sem hún skyldi láta heita Jesú, en úr Boðun Maríu eru þessi vers: „Og engillinn sagði við hana: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun og bamið verða kallað heilagt, sonur Guðs.“ Þessi lofsöngur hefur verið þungamiðjan í aftansöng eða kvöldtíðum og þá oft fiuttur við þýskan texta. En á stórhátíðum var hann fiuttur á latínu. I fiutningnum á Magnificat á sunnudaginn taka þátt með kórn- um fimm einsöngvarar og 20 manna kammersveit. Einsöngvar- arnir eru: Margrét Bóasdóttir, sópran, Marta Halldórsdóttir, sópran, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, Óskar Pétursson, ten- ór og Michael Jón Clarke, bassi. Konsertmeistari kammersveitar- innar verður Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari. Eftir því sem næst verður kom- ist hefur Magnificat ekki heyrst hér á landi síðan Polyfónkórinn undir stjóm Ingólfs Guðbrands- sonar flutti verkið í þrígang árið 1977, en hann fór einnig með það í lónleikaferð til níu borga á Italíu Á æfingu Sópran og tenór Kórs Akureyrarkirkju æfa Magnificat. Myndin var tekin á æfingu í síðustu viku. Fósturheimili Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir aö komast í kynni viö gott fólk sem getur tekið í fóstur barn á ööru ári sem þarfnast sérstakrar umönnunar. var beðinn að lýsa Magnificat. „Þetta er krefjandi kórverk, verk sem er fullt af fögnuði, enda lof- söngur Maríu. Ég hef lengi verið með þetta verk í maganum og langað til að fiytja það. Og nú kom tækifærið. Það fer vel á því að flytja Magnificat á Kirkjulista- viku og jafnframt er þetta verðugt verkefni fyrir kórinn á 50 afmæli hans,“ sagði Björn Steinar. Æðislega gaman Eins og áður segir eru urn 50 manns í Kór Akureyrarkirkju. Meðal þeirra er Hadda Hreiðars- dóttir, sem reyndar er yngsti kór- félaginn, 17 ára gömul. „Það var algjör tilviljun að ég sótti utn inngöngu í kórinn á sl. hausti og ég sé ekki eftir því. Magnificat stendur upp úr í vetur, það er æðislega gaman að syngja þetta og ég hef í kjölfarið fengið meiri áhuga á klassískri tónlist. Þetta er ótrúlega fiott verk, ég verð reyndar að viðurkenna að ntér fannst þetta rosalega erfilt í byrjun en þetta hefur lærst og núna gengur þetta betur,“ sagði Hadda sem er á fyrsta ári í Menntaskólanum á Akureyri auk þess að stunda söngnám í Tónlist- arskólanum á Akureyri. Eins og stærðfræðijafna „Þetta er virkilega krefjandi verk, ekki síst vegna þess að í því eru fimm raddir allan tímann. Það er sérstaklega gaman að fást við verk gömlu meistaranna," sögðu þau hjónin Haraldur Hauksson og Sig- rún Kristjánsdóttir, en þetta er fimmta árið þeirra í Kór Akureyr- arkirkju. „Ég hef verið í nokkrum öðrum kórum en aldrei áður sungið verk eftir Bach. Þama rættist loksins gamall draumur,“ sagði Haraldur og hann bætti við: „Magnificat er uppfullt af fléttum, þetta er eins og stærðfræðijiifna sem gengur upp að lokum.“ óþh AKUREYRARBÆR Stjórnandinn Björn Steinar Sólbergsson stjórnar flutningnum á Magnificat auk þess að vera einleikari á orgel í orgel- konsert Hándels. Höfundarnir Johann Scbasti- an Bach. Georg Friedrich Hándel. Undirbúningur tónleika Björn Steinar æfir alt og bassa Kórs Akureyrarkirkju fyrir tónleikana nk. sunnudag. Einsöngvararnir Margrét Bóas- Marta Halldórs- dóttir, sópran. dóttir, sópran. Michael Jón Clarke, bassi. auk þess að hljóðrita það og gefa út á hljómplötu. Sigrún og Haraldur Hjónin Sigrún Kristjánsdóttir og Haraldur Hauksson hafa sungið í mörgum kórum en þau eru sam- mála um það að fá tónskáld jafnist á við meistara Bach. Sverrir Guðjóns- Óskar Péturs- son, kontratenór. son, tenór. Orgelkonsert Hándels Auk flutnings Kórs Akureyrar- kirkju á Magnificat flytur kamm- ersveitin ásaml Birni Steinari Sól- bergssyni Konsert fyrir orgel og hljómsveit í F-dúr eftir Georg Fri- edrich Hándel. Hándel var samtíðamaður Hadda Hadda Hreiðarsdóttir svngur erfitt Bach-verk á fyrsta ári sínu í kórn- um. landi. Orgelið var eftirlætishljóð- færi hans og áðumefndur orgel- konsert er til vitnis um það. Hándel var afkastamikið tónskáld og eftir hann liggja eins og kunn- ugt er óendanlegur tjöldi þekktra Verka. Georg Friedrich Hándel dvald- ist á fullorðinsárum í Englandi og ævi sinni lauk hann sem breskur þegn og hvflir í Westminster Abbey. Tónverk hans eru varð- veitt í 97 bindum í British Muse- um. Tæknilega erfitt verk „Tæknilega er þetta mjög erfitt verk, tónsmíðatækni Bachs kemur þarna vel í ljós,“ sagði Björn Steinar Sólbergsson, stjómandi Kórs Akureyrarkirkju. þegar hann Upplýsingar veita Helga Jóna og Þuríður í síma 25880, milli kl. 13 og 14. V J Laugamarkaöur verður sunnudaginn 7. maí kl. 13.00 í íþróttahúsinu á Laugum. Ýmis varningur. Tónlist og kaffisala.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.