Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 15
Föstudagur 5. maí 1995 - DAGUR - 15 IÞROTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Knattspyrna: Lárus Orri valinn leikmaður árs- ins af stuðningsmönnum Stoke Knattspyrnumaðurinn ungi, Lárus Orri Sigurðsson, hefur heldur betur slegið í gegn með 1. deildarfélagi Stoke City í ensku 1. deildinni. Hann er nú fasta- maður í byrjunarliðinu og er hrósað á hvert reipi. Fyrir leik liðsins gegn Bolton á miðviku- dag var síðan tilkynnt um val á leikmanni ársins hjá félaginu, að mati stuðningsmanna og þar varð Lárus Orri fyrir valinu. „Þetta er meiriháttar en mjög óvænt. Eg hafði ekki trú á að ég næði svona langt á þessu keppnis- tímabili og ekki að ég myndi vinna öll þessi verðlaun eftir að- eins hálft tímabil en það er greini- lega allt hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ sagði Lárus Orri í samtali við Dag. Lárus Orri tók við verðlaunun- um skömmu áður en leikurinn gegn Bolton hófst en auk þess að vera valinn leikmaður ársins hjá aðdáendum félagsins, sem sækja reglulega leiki liðsins í Stoke, varð hann einnig fyrir valinu hjá þrem- ur öðrum útibúum stuðnings- mannaklúbbsins. Af fimm bikur- um sem afhentir voru fyrir leikinn fékk Lárus Orri fjóra. „Þetta gekk vel í leiknum, ótrúlega vel miðað við allt sem á undan var gengið en ég var hálf stressaður. Maður er óneitanlega búinn að vera hátt uppi í dag en maður er búinn að reyna aó negla sig niður. Eg verð búinn að ná mér fyrir næsta sunnu- dag en þá er síðasti leikurinn. Svo fer maður bara að koma heim á klakann,“ sagói Lárus Orri. Stoke og Bolton gerðu jafntefli, 1:1, og þar meö var ljóst að Bolton getur ekki náð efsta liði 1. deildar, Middlesbrough, að stigum. Þor- valdur Orlygsson var einnig í sviðsljósinu hjá Stoke í leiknum og hann skoraði mark liðsins úr vítaspymu á 12. mínútu. Mark- vörður Bolton var rekinn útaf fyrir brjóta af sér innan vítateigs og gamla brýnið Peter Shilton kom í markið. Þrátt fyrir að vera einum manni færri tókst Bolton að jafna tíu mínútum síðar með marki frá John McGinley. „Við áttum að ná að vinna þetta undir lokin, fengum tvö, þrjú dauðafæri þegar þeir voru famir að þreytast en Peter Shilton stóð sig vel í markinu,“ sagöi Láms Orri um leikinn. Skíöi: Síðustu mötin í svigi Síðustu mót vetrarins í alpa- greinum á vegum Skíðaráðs Ak- ureyrar fóru fram um helgina í Hlíðarfjalli. Þar var keppt á KA- móti í svigi í aldursflokkum 10 til 12 ára og eins og vant er í þessum hópi var keppnin mikil og oft munaði litlu á fyrstu mönnum. Eftirfarandi eru úrslit mótsins: Stúlkur 12 ára: 1. Ragnheiður T. Tómasd., KA 1.17.76 2. Lilja Valþórsdóttir, Þór 1.26.82 3. Þóra Pétursdóttir, KA 1.30.47 Drengir 12 ára: 1. Gunnar V. Gunnarsson, KA 1.23.74 2. ViktorÞórisson, KA 1.24.92 3. Ingvar Hermannsson, KA 1.32.15 Handknattleikur - Akureyrarmót: KA sigraði Þórsara með eins marks mun Á miðvikudag fór fram síðasti leikurinn í Akureyrarmótinu í handknattleik, þar sem meist- araflokkslið KA og Þórs mætt- ust í KA-heimilinu. Leikurinn var jafn og spennandi frá upp- hafí til enda en í lokin voru það bikarmeistarar KA sem höfðu sigur, 22:21. Þórsarar mættur ákveðnir til Leiðrétting Á íþróttasíðu Dags sl. laugardag voru birt úrslit í Akureyrarmóti krakka á aldrinum 12 ára og yngri í svigi. Þar kom fram leiðinleg villa þar sem Magnús Smári Smárason, sem varð annar í flokki 9 ára drengja, var sagóur Þórsari en hið rétta er að Magnús Smári er í KA. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. leiks og ætluðu að sýna hvað í lió- inu býr. Þeir höfðu yfir allan fyrri hálfleik, ýmist eitt eða tvö mörk, og þegar blásið var til leikhlés var staðan 11:10 fyrir Þór. Alfreð Gíslason kom inná í KA-vömina í síðari hálfleik og ekki leið á lögnu þar til KA snéri dæminu við. Þeir voru á undan að skora og höfðu eins til tveggja marka forskot. Lokastaðan var sem áður segir 22:21 en Þórsarar áttu síðustu sóknina, sem ekki náðist að nýta. Mörk KA: Jóhann Jóhannsson 8, Erlingur Kristjánsson 6, Sverrir Bjömsson 2, Atli Samúelsson 2, Heimir Haraldsson 2, Einavarður Jóhannsson 1 og Helgi Arason 1. Mörk Þórs: Heiðmar Felixson 6, Páll Gíslason 5, Sævar Árnason 5, Geir Aðalsteinsson 3, Atli Rún- arsson 2. Jóhann Jóhannsson var atkvæða- mestur KA-manna í gær og hér er citt marka hans í uppsiglingu þar sem hann svífur framhjá Páli Gísla- syni. Mynd: Robyn HM-gelraun Dags og HM '95 miðasölu 2 dagar fram að HM Uppistaðan í einu af sex landsliðum sem spila í D-riðli á Akureyri eru heimsmeistarar unglinga 21 árs og yngri. Þetta eru: ( ) Egyptar ( ) Spánverjar ( ) Hvít-Rússar Krossið við rétt svar og sendið seðilinn til: Dagur - HM-getraun, Strandgata 31, 600 Akureyrí. Símanúmer HM '95 miðasölu: 96-12999 i Miðvikudaginn 10. mai verður dregið úr réttum lausnum fyrir dagana 3., 4. og 5. maí og nöfn vinningshafa birt í blaðinu fimmtudaginn 11. maí. Vinningshafi hvers dags fær að launum HM-bol og minja- gripi vegna HM-95. Auk þess verða lausnarmiðar 3., 4., og 5. maí settir í pott og úr honum dregnir tveir miðar. Hinir Sendandi: heppnu fá hvor um sig tvo miða einn leikdag í heimsmeist- arakeppninni í Iþróttahöllinni á Akureyri. Þátttakendur geta sent lausnarseðla í umslagi fyrir hvern dag en einnig er heimilt að senda lausnarseðla fyrir þessa þrjá daga í einu umslagi. Það skal ítrekað að sjötti og síðasti út- dráttur i HM-getrauninni verður miðvikudaginn 10. maí. Sími: Stúlkur 11 ára: 1. Guðrún S. Þorsteinsdóttir, KA 1.28.24 2. Ama Amardóttir, Þór 1.30.90 3. Eva Björk Heiðarsdóttir, Þór 1.32.92 Drengir 11 ára: 1. Jón Víðir Þorsteinsson, KA 1.34.24 2. Almar F. Valdimarsson, Þór 1.40.76 3. Guðjón F. Ragnarsson, KA 1.54.20 Stúlkur 10 ára: 1. Eva Dögg Ólafsdóttir, KA 1.34.89 2. Hrefna Dagbjartsdóttir, KA 1.37.91 3. Sólveig Á. Tryggvadóttir, Þór 1.38.29 Drengir 10 ára: 1. Amór Sigmarsson, KA 1.39.03 2. Hlynur Ingólfsson, KA 1.41.63 3. Sigurjón Steinsson, KA 1.45.10 Næstkomandi laugardag verður haldin uppskeruhátíð vetrarins hjá Skíðaráði Akureyrar í KA-húsinu. Hátíðin hefst kl. 13.30 og þar veita þjálfarar viðurkenningar fyr- ir veturinn og veitt verða verðlaun fyrir Akureryarmótin í svigi og stórsvigi. Allir sem hafa æft hjá Skíðaráði Akureyrar í vetur eru hvattir til að mæta svo og foreldr- ar. Arsenal aðdáendur til Frakklands Arsenal mætir spænska liðinu Real Zaragosa á Parc des Princes leikvangnum í París miövikudaginn 10. rnaí nk. í úrslitum Evrópukeppni bikar- hafa. Arsenalaódáendur á ís- landi haf ákveðið að efna til hópferðar á leikinn. Farið veró- ur út þriðjudagsmorguninn 9. maí nk. og flogió til Luxem- bourg, þar sem rúta verður til reiðu og keyrir hópinn til Par- ísar. Miðamir sem hópurinn fær eru á besta stað á leik- vangnum. Haldið verður heim fimmtudaginn 11. maí um miðjan dag. Ferðin er farin í samvinnu við Samvinnuferó- ir/Landsýn og nú er að hafa hraðar hendur og tala við for- svarsmcnn Arsenalklúbbsins í síma 98-22499 eða Willum Þór hjá Samvinnuferóum í síma 5691010, sem veita allar upp- lýsingar. Everton klúbbur stofnaður Eins og sagt var frá í Degi fyrir skömmu hafa Everton aðdá- endur á íslandi hug á aó stofna aðdáendaklúbb. Nú hefur verið ákveðið að stofna klúbbinn í Ölveri I Reykjavík kl. 13.00 á morgun. Aðdáendur liðsins geta annaó hvort haft samband eða mætt á staðinn og gerst stofnfélagar. Lárus Orri Sigurðsson hefur slegið í gegn í enska boitanum og var valinn leikmaður ársins hjá stuðnings- mönnum Stoke þrátt fyrir að hafa einungis leikið hálft tímabil með lið- Gulir og glaðir sameinast og gieðjast: Ars- og sig- urhátíð KA annað kvöld Uandknattleiks-, knattspyrnu-, blak- og júdódeildir KA standa nk. laugardag fyrir árs- og sigur- hátíð félagsins nú þegar vetrar- íþróttum er að ljúka og við taka þær íþróttir sem stundaðar eru utandyra. Allir KA-menn, og ekki síður stuðningsmenn, eru velkomnir á þessa hátíð, sem fram fer í íþróttahúsi KA-heim- ilisins og hefst klukkan 19.30. Meðal skemmtiatriða er söngur Óskars Péturssonar og Bjargar Þórhallsdóttur; Guðrún Gísladóttir sýnir erobikk og síóan kyndir tríó Rabba Sveins upp fyrir stórdans- leik með Páli Óskari og milljóna- mæringunum. Ræðumaður kvöldsins er hagyróingurinn Bjöm Þórleifsson og veislustjóri Sig- bjöm Gunnarsson. Hverjum aðgöngumiöa fylgir happdrættis- miði í HM-happdrætti. GG Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 12080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.