Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 5. maí 1995 HVAÐ ER AÐ O E RAST? Vortónleikar Tónlistarskól- ans á Laugum Tónlistarskólinn á Laugum heldur sína árlegu vortónleika á morgun, laugardaginn 6. maí, kl. 14 að Breiðu- mýri. A eftir verða kaffiveitingar. Heióursgestur tónleikanna veróur Sig- fús Halldórsson, tónskáld. I ár á skól- inn 15 ára starfsafmæli. Galileó á Dalvík og Ólafsfirði Hljómsveitin Galileó mun spila í Sæluhúsinu á Dalvík í kvöld, föstu- dag, og félagsheimilinu Tjamarborg Ólafsfirói annað kvöld, laugardags- kvöldió 6. maí. Hljómsveitin gaf nýlega út lagið „Um þig“ sem hefur heyrst á ljós- vakamiðlunum og fór síðan aftur ný- lega í hljóðver og tók upp annað lag sem er væntanlegt á safnplötu frá Jap- is í sumar. Þess má einnig geta að tveir nýir meðlimir hafa gengið til liðs vió hljómsveitina en það eru þeir Jón Elvar Hafsteinsson gítarleikari, sem áður hefur spilað með hljómsveitun- um Sigtryggi dyraverði og Stjóminni, og Ólafur Kristjánsson bassaleikari, sem áður hefur spilað með hljómsveit- unum Sóldögg og Synir Raspútíns. Fyrir eru í hljómsveitinni þeir Sævar Sverrisson söngvari, Birgir Jónsson trommuleikari og Jósep Sigurðsson hljómborðsleikari. Opið hús hjá Styrk Styrkur, Samtök krabbameinssjúkra og aðstandenda þeirra, verða með op- ió hús mánudaginn 8. maí kl. 20-22 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Gler- árgötu 24 á Akureyri. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir. Flóamarkaður Náttúru- lækningafélagsins Flóamarkaður NLFA verður í Kjarna- lundi á morgun, laugardag kl. 14-17.1 boði veróa ágætis vörur, s.s. sumar- Freyvangs- leikhúsib Kvennaskóla- œvintýrið eftir Böðvar Guömundsson Leikstjóri Helga E. Jónsdóttir Föstud. 12. maí kl. 20.30 UPPSELT Laugard. 13. maí kl. 20.30 UPPSELT Sunnud. 14. maí kl. 20.30 Örfá sceti laus Miðvikud. 24. maí kl. 20.30 Nokkur sceti laus Síbustu sýningar Miðasala/pantanir sími: 31349 og 31196 Kvennaskólacafé Matur og aðrar veitingar ígamla Kvennaskólanum að Laugalandi Upplýsingar í síma 31333 fatnaður, skór, búshlutir og fjallagrös. Ennfremur verða ýmis tilboð á mark- aðnum. Bent er á aó ef fólk vill losa sig við fatnað og muni þá er það þegió meó þökkum. Vorsýning hjá Myndlista- skólanum Hin árlega vorsýning Myndlistaskól- ans á Akureyri verður opnuð á morg- un klukkan 14 í húsakynnum skólans í Kaupvangsstræti 16. Að þessu sinni verða sýnd lokaverkefni þeirra r.em- enda sem nú eru að Ijúka námi í dag- deildum skólans, málunardeild og grafiskri hönnun, og útskrifast að loknu fjögurra ára námi. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Anna María Guómann, Amar Tryggvason, Agústa Gullý Malmquist, Friðrik Öm Har- aldsson, Haraldur Sigurðsson, Helga Björk Jónasardóttir, Jónborg Sigurð- ardóttir, Konráð W. Sigursteinsson, Rannveig Helgadóttir, Skafti Skímis- son og Þórhallur Kristjánsson. Vorsýningin verður opin alla daga frá kl. 11 til 18 og lýkur 28. maí. Laugamarkaður á sunnudag Laugamarkaður verður haldinn næst- komandi sunnudag í íþróttahúsinu á Laugum. Markaðurinn hefst kl. 13 og veróur þar ýmis vamingur á boðstóln- um, s.s. fatnaður, handverksmunir, matvæli og fleira. Létt tónlist veróur á staónum og kaffisala. Ferðafélagsferð á Kalbak Skíða- og gönguferð á Kaldbak er á áætlun Ferðafélags Akureyrar á morg- un. Slíkar feróir hafa um árabil verið fastur lióur á vordögum í áætlun fé- lagsins og notið vinsælda enda fjallió frábær útsýnisstaóur þegar skyggni er gott. Lagt verður upp frá skrifstofu fé- lagsins að Strandgötu 23 kl. 9 í fyrra- málið. Skrifstofan verður opin í dag milli kl. 17.30 og 19 til skráningar í ferðina og upplýsinga um hana. Guðspekifélagið fundar Fundur verður haldinn í Guðspekifé- laginu á Akureyri á sunnudag kl. 16. Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Glerárgötu 32, 4. hæð, og veróur Úlfur Ragnarsson, læknir, gestur hans og fyrirlesari. Kaffiveit- ingar verða í fundarlok og umræður um tónlist og bækur um andleg efni. Þetta er síðasti fundur starfsársins og er öllum opinn. Aðalfundur KVAK Kvikmyndaklúbbur Akureyrar (KVAK) mun halda aóalfund sinn í Deiglunni sunnudaginn 7. maí kl. 13. Allir félagsmenn, svo og nýir félagar em velkomnir á fundinn. Dulrænir dagar hjá Sálar- rannsóknarfélaginu Mikið verður um aó vera hjá Sálar- rannsóknarfélaginu á Akureyri um helgina þegar félagið stendur fyrir Dulrænum dögum. Dagskráin hefst í kvöld með erindi Sigurðar Geirs Ól- afssonar, miðils, um dulræn mál. Kristín Þorsteinsdóttir, miðill, veróur meó erindi á morgun kl. 15.30 í hús- næói félagsins og talar þar um lífið og tilveruna hinum megin, eins og hún skynjar hana. Annað kvöld kemur svo Bjöm Mikaelsson, læknamiðill, og heldur erindi um dulræn mál og fleira. A sunnudag veróur svo heilun milli kl. 13 og 16 og um kvöldið heldur María Sigurðardóttir, miðill, skyggni- lýsingafund í Lóni við Hrísalund. Vetrarstarfi aðstandenda Alzheimer-sjúklinga að ljúka Félag aðstandenda Alzheimer-sjúk- linga á Akureyri og nágrenni heldur síóasta fund sinn á þessu starfsári í dvalarheimilinu Hlíð, laugardaginn 6. maí næstkomandi. Þar mun Þóra Aka- dóttir, hjúkrunarfræðingur, halda er- indi og svara fyrirspurnum. Félagió var stofnað á Akureyrk 1992. Það hef- ur haldið fræðslufundi um Alzheimer- sjúkdóminn og stuólaó aó því aö sjúklingar sem þjást af honum fái þá hjúkrun og félagslega aðstoö sem nauðsynleg er. Stefnt er að því að stofna sambýli fyrir Alzheimer-sjúkl- inga og hefur félagið augastað á hús- næði sem hentar vel undir starfsem- ina. Ahugamenn um þetta málefni eru hvattir til að mæta á fundinn. Sjallinn: Opnunarhátíð HM og fyrsti leikur Islands á breiðtjaldi Fyrsti leikur Islands á Heimsmeistara- mótinu í handbolta verður sýndur á sunnudagskvöld á breiðtjaldi í Sjall- anum á Akureyri. Einnig veróur sýnt frá opnunarhátíð mótsins sem hefst kl. 18.45 en leikur íslands og Bandaríkj- anna hefst kl. 20. Fiðlunemendur í Vín Þriggja til ellefu ára fiðlunemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri sem læra eftir Suzuki aðferóinni spila nokkur lög í Blómaskálanum Vín á morgun kl. 15. Vetrarstaríl að ljúka hjá Reikifélaginu Vetrarstarfinu hjá Reikifélagi Norður- lands er að ljúka. Siðasti fundur vetr- arins verður í Bamaskóla Akureyrar á sunnudag kl. 20. Gestur fundarins verður Ama Jóhannsdóttir, nuddari. Allir sem hafa lokið námskeiði í reiki eru velkomnir. Norðan 3 á Hótel KEA. Hljómsveitin Norðan 3 skemmtir gestum Hótels KEA annað kvöld. Hún er skipuð þeim Heröi G. Ólafs- syni, Vióari og Hilmari Sverrissonum. Hörður er kunnur í „bransanum", spil- aði á sínum tíma meó Herramönnum og Hilmar hefur sl. ár leikió á hljóm- boró á Hótel Sögu og víóar. Viðar er heldur ekki ókunnur músíkinni en hann lék á sínum tíma með Herði í hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Norðan 3 leikur nú í fyrsta skipti á Akureyri en hún hefur leikið vítt og breitt um landið síóan í haust. Hljóm- sveitin átti lag í þriója sæti í söngva- keppni Skagfirðinga um síðustu helgi. Hátíð hjá KA KA boðar til árs- og sigurhátíðar ann- að kvöld í Iþróttahúsi félagsins. Þar verður boðið upp á matarveislu og dansleik og kostar miði á hátíðina 2000 krónur. Fram koma Bjöm Þor- leifsson, Óskar Pétursson og Björg Þórhallssdóttir. Dregið veróur í HM- happdrætti, Tríó Rabba Sveins leikur og á dansleiknum skemmta Páll Óskar og milljónamæringamir. Veislustjóri verður Sigbjörn óunnarsson. Húsið verður opnað kl. 23 fyrir aðra en mat- argesti. íslandsmót í dorgveiði í Ólafsfírði Dorgveiðifélag Islands og Ferðamála- ráð Ólafsfjarðar efna til Islandsmóts í dorgveiði á Ólafsfjarðarvatni um helgina. Keppni hefst á morgun og lýkur á sunudag með mótsslitum á Hótel Ólafsfirði. Keppt veróur í tveimur flokkum, unglinga og fulloró- inna. Veitt verða þrenn verðlaun í hvorum flokki. Þátttökugjald verður 1000 kr. Gallerí Allrahanda, Heklusalnum á Akureyri: A morgun kl. 15 verður í tengsl- um við Kirkjulistaviku á Akur- eyri opnuð sýning í Gallerí AUrahanda í Heklusalnum sýn- íng á listaverkum norsk-sviss- nesku listakonunnar Ninu Gjest- land og norsk-dönsku listakon- unnar Ann Rasmussen. Báðar eru listakonumar bú- settar í Kristiansand í Noregi og eru þekktar fyrir listaverk sín þar í landi, sérstaklega veflista- Veflist eftir Ann Rasmuscn. Verk eftir Ninu Gjestland. verkin. Þær eiga víða verk í op- inberri eigu í Noregi, bæði altar- isteppí og annan myndvcfnaó. Þá sýnir Ann Rasmussen einnig minni verk sín sem em útsaumur og málaðar glermyndir í Gallerí Allrahanda í Listagilinu. Listakonumar tvær hafa aó- stoðað hina frábæru veflista- konu, Else Maria Jakobsen frá Kristiansand í Noregi sem sýnir verk sín í Listasafninu á Akur- eyri á sama tíma í tilefni af Kirkjulistaviku á Akureyri. > 1 Kirkjulistavika verður haldin í fjóróa skipti í Akureyrarkirkju næstu viku, 7.-14. maí, og verð- ur scm fyrr margt allrar athygli vert á boðstólum. Dagskránni veróa gerð ítarleg skil I Degi og aó þessu sinni er athyglinni beint að listvióburðum helgar- innar. Laugardagur Klukkan 14 á morgun, laugar- dag, verður opnuð sýning á verkum norsku vefnaðarlista- konunnar Else Marie Jacobsen í Listasafninu á Akurcyri. Else Marie er þckkt fyrir tekstílverk sem prýða margar kirkjur á Noróurlöndum og víóar. Á kirkjulistaviku sýnir hún verk sín í fyrsta sinn á íslandi. Fyrir- myndir sækir hún í táknmál kirkjunnar og hclgisögur. Sunnudagur Klukkan 14 á sunnudag verður fjöiskyldumessa í Akureyrar- kirkju þar scm Guðríður Eiríks- ar dóttir, formaöur sóknamefndar kirkjunníu, setur Kirkjulístaviku 1995. Séra Svavar Alfreð Jóns- son, sóknarprestur t Ólafsfirði, prédikar. Séra Birgir Snæbjöms- son þjónar fyrir altari. Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjóm Hólmfríðar Benediktsdótt- ur og böm úr Tónlistarskólanum á Akureyri leika á hljóðfæri. Aó messu lokinni er kirkjugcstunt boðið aö þiggja veitingar S Safn- aðarheimili kirkjunnar. Þar ntun Rósa Kristín Júlíusdóttir opna sýningu á myndverkum bama sem cru vió nám í Myndlista-. skólanum á Akurcyri. Þemað í verkum barnanna er páskahátíó- in. Klukkan 17 á sunnudag flytur Kór Akureyrarkirkju ásamt kammcrsvcit og fimm cinsöngv- urum Magnificat eftir J.S. Bach. Sjá nánari umfjöllum á öórum staó í Degi I dag. Miöasala á tónleikana verður við inngang- inn. LÍstasafnið á Akureyri: Norsk veflist og Else Marie Jakobsen Á morgun kl. 16 veröa opnaöar tvær sýningar í Listasalhinu á Akureyri. Sýning norsku vef- listakonunnar Elsc Marie Jakob- sen og sýning á 7 silkiþrykkjum eftir Bandaríkjamanninn Pctcr í austur- og rniðsal Lista- safnsins er í tilefni af Kirkju- listaviku á Akureyri sýning norsku vefiistakonunnar Else Marie Jakobsen. Hún hefur nú um langt árabil verið talin með fremstu veflistamönnum Noregs og hefur á löngum og gifturíkum ferli átt stóran þátt í að hefja kirkjulist í Noregi til vegs og viröingar. Else Marie Jakobsen er fædd í Kristiansand 28. febrú- ar árið 1927. Þar hlaut hún list- mcnntun sína á árunum 1941- 1946 við Olaf Haas Malerskole og seinna hjá Karsten Jakobsen. Á árunum 1945-1950 nam hún við Handverks- og listiðnaðar- skóla ríkisins í Osló. Else Marie stundaói gobelinvefnaó í Hol- landi árið 1950 en sneri síöan heim til Kristiansand þar sem hún kenndi teikningu til ársins 1962. Else Marie Jakobsen hefur mikió fengist við hönnun munstra og annarra skyldra hluta fyrir iónaðinn og á árunum 1961-1968 hannaði hún fyrir Hoje verksmiðjumar í Mosby. Allt frá árinu 1951 hefur hún rekió eigin vinnustofu í heima- bæ sínum. Sýningin er styrkt af norska menntamálaráðuneytinb og mun norski sendiherrann á íslandi opna sýninguna. Peter Halley Peter Hallcy má telja einn helstá forsprakka strangflatarmálverks- ins og hefur hann notið mikillar virðingar fyrir iist sína allt frá miðjum síðasta áratug. Meö sýn- ingu hans í Listasafninu gefst akurcyrskum listáhugamönnum kærkomió tækifæri til að sjá flatarmálsfræðilcgar rannsóknir af þessu tagi. Sýning Peter Halley er í vest- ursal og er í samvinnu við Mokka kaffi. Eins og áöur segir veróa sýn- ingarnar opnaðar á sama tíma kj. 16 en ekki kl. 14 eins og misrit- aðist í sumum dagskrárkynning- um.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.