Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 7
LESEN DAHORN IO Föstudagur 5. maí 1995 - DAGUR - 7 Athugasemd til stjómar Strætisvagna Akureyrar Reykjavík 24. apríl. Ég er gamall Akureyringur en er flutt til Reykjavíkur. Ég kem á hverju sumri noróur á bemsku- slóðimar aö heimsækja ættingj- ana. Og þaö er virkilega dásam- legt að koma til gömlu góöu Ak- ureyrar í góða veðrið og allan trjá- gróðurinn. Ég dvel oftast yst í Þorpinu og þarf náttúrulega að komast feróa minna um bæinn. Og þar sem ég er ekki alltaf á bíl þá er ég háð akstri strætisvagna, Ieigubíla eða annarra bíla. Ég vil vera sjálfstæð og vel það að ferðast með strætó. En þá vill svo einkennilega til að vagninn ekur ekki um bæinn um helgar. Ég átti bágt meó aö trúa þessu fyrst í staö en þetta er nú samt staðreynd. Enginn strætisvagn um helgar Og hvers eigum við að gjalda sem höfum ekki einkabíl. Mér er spum? Hvað urn þá sem búa þarna og þurfa að l'ara í bæinn um helgar, þá sem eiga ekki bíl eða hann t.d. er bilaður, eiga þeir þá bara að taka leigubíl? Þaö yrði ansi kostnaðarsamt og vió sem alltaf höfum nóg að borga. Fólk er búið að tala um þetta langalengi og er sennilega búið að aðlaga sig þessu skrýtna fyrirkomulagi. En það em ekki allir sem geta aðlagað sig þessu kerfi. Sem dæmi þekki ég eina konu sem býr í úthverfi bæjarins. Hún er hálfgerður einstæðingur og má ekki við því að vera mikið ein. Hún gæti einmitt gert svo margt til að lífga upp á tilveruna um helgar, ef vagninn myndi aka. Hún þráir oft að komast í sund og bíó eða geta gert það sem hana langar til, frjáls og óháð öðrum. Þó ekki væri annað en það að fara í bíltúr einn hring með strætó til að komast meira út. Hugsið ykkur t.d. bömin, gamla fólkið og allt atvinnulausa fólkið. En það er eins og þetta eigi að vera svona af því þetta hefur verió svona öll þessi ár. Nei, það er öllu hægt að breyta ef viljinn er fyrir hendi og þetta eru nútíma mannréttindi sem allir þegnar á stærri stöðum landsins eiga rétt á. Ef það er peningaleysi sem háir akstri vagnanna um helgar þá finnst mér að það ætti að spara í einhverju öðru. Þessi þjónusta á alltaf að vera fyrir hendi. Það er lágmarkið, bara eins og við eigum rétt á lögreglu og sjúkraþjónustu og öðru. Og málið er að þetta er orðinn þaö stór bær að þetta er skammar- legt og hallærislegt fyrir ykkur aó láta þetta spyrjast út að í sjálfum höfuðstað Norðurlands gangi eng- ir strætisvagnar um helgar. Við lifum nú einu sinni á 20. öldinni við öll nútíma þægindi sem hugs- ast getur. Ég get sagt um mig sem Reyk- víking að við búum hér við mjög gott strætisvagnakerfi. Hér fer strætó á 1/2 klukkustundar fresti um allan bæinn og það skapar mér mikið öryggi að vita af vagninum jafnvel þó að ég ætli ekki að nota hann og eigi bíl sjálf. Ég hef ætlað að skrifa ykkur þetta bréf í mörg ár en hef alltaf verið að vona að þið tækjuó vió Gamall Akureyringur er ósáttur við að strætisvagnarnir á Akurcyri gangi ekki um helgar og telur að núgiidandi kerfi sé „skammarlegt og hallæris- legt“ fyrir Akureyringa. ykkur á undan mér. Ég vonast eftir að þið breytið þessu eins fljótt og auðið er og að ég geti feröast glöð með strætis- vagninum um helgar í sumar þeg- ar ég heimsæki Norðurlandið. Ég veit aó ég tala fyrir munn margra. Virðingarfyllst, Gamall Akureyringur. Svar víð ojfnu bréfi Hólmfríðar Arnadóttur - til hótelstjórnar Hótels KEA varðandi sjónvarpsefini Manngildi ofar auðgildi ÞB hringdi: „Mér fmnst óæskilegt að lífeyris- sjóðimir séu að fjárfesta í hluta- bréfum til að ávaxta fé sitt. Þeir gætu eins vel keypt ríkisvíxla og ávaxtað fé sjóóanna þannig. Líf- eyrissjóðimir eru samtryggingar- sjóöir og eru ætlaðir til að gegna hlutverki sínu á sviði samtrygg- ingar til aldraðra og öryrkja og standa sína plikt á því sviði. Bank- amir í landinu eiga að gegna sínu hlutverki á sviði lánamála og þjóna ekki síst atvinnuvegunum. Að mínu áliti ættu Hfeyrissjóð- irnir að koma inn á hlutverk Tryggingarstofnunar ríkisins og vera miklu virkari stoð og stytta gagnvart öldruðum og öryrkjum en nú er. Stjómendum lífeyris- sjóðanna væri það þarft að setja sig í spor fólks sem þarf að lifa af atvinnuleysisbótum, svo ekki sé nú talaó um fjögurra mánaöa bið- tímann eftir atvinnuleysisbótum. A meðan að atvinnulausa fólkið á að lifa af loftinu einu er verið að spekúlera í hvemig lífeyrissjóðim- ir verði best ávaxtaðir. Ég segi við ykkur sjóðakóngana: Avaxtið fé sjóðanna best til öryrkjanna og aldraða fólksins, sem ruddi braut- ina grýttu til framtíóar. I mann- gildinu er auðurinn mestur, sem sagt manngildishugsjónin ofar auðgildinu." Ég vil byrja á að þakka Hólmfríði fyrir orð hennar varðandi aðbúnað og þjónustu hótelsins, sem hún telur til fyrirmyndar. Ég vil því næst þakka henni fyrir ábendingar hennar varðandi það sjónvarpsefni sem boðið er upp á. Aður en Iengra er haldið vil ég þó leyfa mér að upplýsa nokkru nánar, hvaða efni er í boði á Hótel KEA. I fyrsta lagi er boóið upp á dag- skrá RUV annarsvegar, en hins- vegar nokkrar rásir gervihnatta- sjónvarps. Málið snýst um þær rásir, en þær eru: Sky news, sem sendir út fréttir allan sólarhring- inn, Carton network sem sýnir bamaefni frá 05-19, TNT, sem sýnir gamlar klassískar bíómyndir frá kl. 19 til 05 og að lokum Film net, sem sýnir bíómyndir allan sólarhringinn. Film net er þekkt fyrir að vera með hvað bestar bíó- myndir, nýjar og mjög nýlegar myndir. A þessari stöð eru hins- vegar sýndar djarfar myndir þrisv- ar í viku kl. 23.00 eða 01.00. Raunar er þessi stöð ekki ein um að sýna slíkt efni og ekki ein um að vera með góðar bíómyndir. Hinsvegar var hún valin vegna fjölbreyttra og góðra bíómynda, en ekki vegna þessara áðurnefndu sýninga á djarfari myndum. Hótelunum hefur hinsvegar verið nokkur vandi á höndum, þar sem í kjölfar þessarar, til þess að gera nýju tækni, er mikil krafa frá gestum um val á fjölbreyttu sjón- varpsefni. Þær stöðvar, sem til greina koma, eru með langan út- sendingartíma, margar senda út allan sólarhringinn og fer ekki hjá því að efnið er margbreytilcgt. Hins vegar get ég fullyrt, að þau hótel sem bjóða upp á þessar stöóvar, hafa ekki fram til þessa hugleitt þann vanda sem sýningar stöðvanna á t.d. djörfum myndum hefur í för meó sér. Þama kann einnig að vera annað efni, sem hótelin hefóu í sjálfu sér ekki áhuga á aó bjóða upp á. Þetta er nokkuð sem stjómendur hótela þurfa aó taka til skoðunar, ekki síst, ef að þessar stöðvar taka til sýningar myndir, sem ekki væri leyillegt að taka til sýningar á inn- lendu sjónvarpsstöðvunum. Ég vil síðan aóeins aó lokum, þakka Hólmfríði aftur fyrir góðar og réttmætar ábendingar og árétta, að full þörf er á því að taka þessa hluti til skoðunar. Með bestu kveðju, Gunnar Karlsson, hótelstjóri Hótel KEA. Háskólinn á Akureyri: Fyrirlestur um umhverfis- breytingar og viðbrögð við þeim Skógræktarfélag Eyfirbinga Abalfundur Skógræktarfélags Eyfirbinga verbur haldinn fimmtudaginn 11. maí nk. ab Galtalæk, húsi F.B.S.A, og hefst kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Erindi um skógarnytjar (Brynjar Skúlason, ráðunautur). Kaffiveitingar (tónlist). Fjallað um skógræktina á Hálsi í Eyjafjarðarsveit. Onnur mál. Stjórnin. Á morgun, laugardag, flytur dr. Halldór Þorgeirsson opinn fyrir- lestur á vegum Háskólans á Akur- eyri í húsi skólans við Þingvalla- stræti, stofu 24, 2. hæð. Fyrirlest- urinn hefst kl. 14. I fyrirlestrinum fjallar hann um hnattrænar umhverfisbreytingar, s.s. veðurfarsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda og um eyðingu ósonlagsins. Einnig verð- ur fjallað um kolefnishringrásina og bein áhrif af auknu koldíoxíði á lífríkið. Gerð verður grein fyrir viðbrögðum þjóða jarðarinnar við jjessum breytingum og tilraunum til að bregðast við vandanum með alþjóðlegum samningum. Dr. Halldór Þorgeirsson er plöntulífeðlisfræðingur og vinnur m.a. að rannsóknum á áhrifum aukins koldíoxíðs á plöntur. Hann er deildarstjóri umhverfisdeildar Rannsóknastofnunar landbúnaðar- Reykjavík. Hann er fulltrúi ms íslands í ráðgjafanefnd á vegum ESB sem vinnur að samræmingu rannsókna á hnattrænum umhverf- isbreytingum í Evrópu. Fyrirlestur dr. Halldórs verður öllum opinn. (Fréttatilkynning) Akureyri: Fótaaðgerðafræðingur þjónustar Norðlendinga Kristín Steingrímsdóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðingur, verður með þjónustu á Akureyri næstu daga. Kristín er viðurkennd í faginu af heilbrigðisyfirvöldum og fæst hún við öll þau fótavandamál sem hrjá fólk. Kristín veitir þessa þjónustu á snyrtistofu Nönnu á Akureyri á morgun, laugardag, mánudag og þriðjudag og er tekiö þar á móti tímapöntunum. (Fréttatilkynning) AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 8. maí 1995 kl. 20-22 verða bæjarfull- trúarnir Þórarinn E. Sveinsson og Sigurður J. Sig- urðsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geisla- götu 9,2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.