Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Föstudagur 5. maí 1995 - DAGUR - 3 Síldarsmugan, á miðri myndinni, er mikið hafsvæði. Lengst t.h. sést Smugan, sem íslenskir togarar sækja væntan- iega í næsta mánuði. Átta bátar í Síldarsmugunni en engin veiði: Síldin stendur of djúpt allt niður á 200 faðma Baldvins krebinettur kr. 399 kg Lambalæri áður 830 - nú kr. 498 kg Lambahvyggur áður 783 - nú kr. 498 kg Lambasúpukjöt áður 540 - nú kr. 349 kg Kryddlegnar lærissneiðar áður 1298 - nú kr. 790 kg Kryddlegnar lærissneiðar 2. fl. áður 999 - nú kr. 690 kg Engin sfldveiði er í Sfldarsmug- unni en 8 bátar voru komnir á svæðið í gær og vitað um fleiri sem hugðust halda þangað og í þeim hópi einhverjir frystitogar- ar. Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA frá Akureyri, segir sfldina sem flnnst standa svo djúpt að þeir nái henni ekki. Um sé að ræða allt niður á 200 faðma. Augljóst er að það er síld á svæðinu, en torsótt vegna þess hversu djúpt hún stendur og sýnt að a.m.k. stærri skipin munu reyna fyrir sér á þessum slóðum með flottrolli en hún gefur sig ekki ofar í hafinu. Súlan EA var í gær suðaustan til í Síldarsmug- unni en þar var þá renniblíða en þoka og segist Bjami ekki vera bjartsýnn á mikla síldveiði fyrr en að meira tekur að „vora“ í hafinu og hlýna. Hitastig sjávar er nú um 3 gráður, og sjór því kaldari en á sama tíma í fyrra, en þá var hann 4 til 5 gráður. Ekki eru skip frá öðrum þjóðum á veiðum á þessum slóðum. GG Dyraverðir Sjallans: Klæðast víkingafötum Varla hefur farið framhjá Akur- eyringum á síðustu dögum að undirbúningur Heimsmeistara- mótsins í handknattleik er að ná hámarki. Bærinn mun greini- lega fá nokkuð annað yflrbragð næsta hálfa mánuðinn enda von á fjölda erlendra gesta ti! bæjar- ins. Jafnvel dyraverðir skemmti- staöanna breyta um svip, ef svo má segja. I þaö minnsta verða dyraverðir Sjallans í fullum her- klæðum, klæddir upp eins og vík- ingar með skildi og sverö í slíðr- um. Elís Arnason hjá Sjallanum segir þetta gert til að auka stemmninguna í kringum HM og líka til að leyfa erlendu gestunum að njóta sannrar víkingastemmn- ingar. „Við ætlum að blanda sam- an handbolta og víkingastemmn- ingu, bjóóa upp á útsendingar í sjónvarpi á Góða dátanum og vík- ingaband á sviðinu. Það er gaman að gera eitthvað öðruvísi til að ýta undir stemmninguna,“ sagði Elís. JÓH Dreifa snjó á götur bæjarins Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa snúið vinnu sinni við og eru nú farnir að dreifa snjó á götur bæjarins. Hér er um að ræða snjóhauga sem safnast hafa upp t.d. á gangstéttum og víðar í vetur og er tilgangurinn sá að láta ökutækin eyða honum, ef svo má að orði komast. Þeir ökumenn sem þegar hafa sett sumardekkin undir og reyndar allir öku- menn, þurfa því að fara með gát þegar þeir keyra í gegnum snjóskaflana. Eins og sést á myndinni, getur verið hér um nokkurt snjómagn að ræða. Mynd: KK Samsung videospólur 3x185 kr. 1290 pk. Úr fata- og búsáhaldadeild: Afabolir og skyrtur í miklu úrvali frá lctd. LQND0N Gallabuxur herra kr. 1980 Víking barnastígvél kr. 1195 Strigaskór barna st. 22-34 frá kr. 890 4ra manna matar- og kaffistell kr. 1999 Mánud.-föstud. kl. 10-19.30 ■ Laugard. kl. 10-18

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.