Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 11
MINNINO Föstudagur 5. maí 1995 - DAGUR - 11 ^ Agústa Frímannsdóttir Fædd 4. september 1958 - Dáin 15. apríl 1995 Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði afskorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði,- líf mannlegt endar skjótt. Hallgrímur Pétursson Sú harmafregn barst mér að kvöldi laugardagsins 15. apríl s.l. aó æskuvinkona mín, Agústa Frí- mannsdóttir væri látin, langt um aldur fram. Við sent eftir lifum, spyrjum hvers vegna ung og ynd- isleg kona er hrifin svo skyndilega burt frá ástkærum eiginmanni og þremur bömum. Hún sem var í blóma lífsins og átti allt lífið fram- undan. Við fáum engin svör, en verðum að trúa því aö allt hafi sinn tilgang, þó vió skiljum hann ekki nú. Oró mega sín lítið á slíkri sorgarstundu. Minningarnar streyma fram og langar mig að minnast vináttu okkar, í nokkrum oróum. Leiðir okkar Agústu lágu fyrst saman er viö, þá fimm ára gamlar, fluttum ásamt fjölskyldum okkar inn í nýju húsin í Alfabyggð 10 og 12 með dags millibili. Við urðum strax bestu vinkonur og hefur sú vinátta haldist ætíð síðan. Agústa var einkabarn foreldra sinna, og ólst upp við mikið ástríki þeirra, sem ég fór heldur ekki var- hluta af. Við vinkonumar vorum saman öllum stundum. Margar ánægju- stundir áttum við í mömmuleik í fína dúkkuhúsinu hennar Agústu, sem Frímann faðir hennar, smíð- aði handa henni. Þá eru ótaldir all- ir dagamir sem við lékum okkur í „barbie leik“ heima hjá Agústu, en þar höfðum við fast aðsetur. Skólagöngu okkar hófum við saman, fimm ára, í smábamaskóla Ingibjargar, sem var í næstu götu. Minnist ég þess er við leiddumst þangað hönd í hönd á hverjum degi. Fylgdumst vió síðan að hina heföbundnu skólagöngu, sem lauk með því að báðar lukum viö hjúkr- unamámi frá Hjúkrunarskóla Is- lands, með tveggja ára millibili. Arið 1976 eignaðist Agústa dóttur sína, Eydísi Ingvarsdóttur, og stolt var hin unga móðir sem kom heim í Alfabyggðina með frumburð sinn. Það var mikið gæfuspor í lífi Agústu, þegar hún giftist eftirlif- andi eiginmanni sínum Omari Ragnarssyni. Saman eignuðust þau tvö yndisleg böm, Unni Björgu og Frímann Hauk. Ogleymanleg er heimsókn mín og ungrar dóttur minnar til Agústu í Eskilstuna í Svíþjóð, sumarið 1988, en þar dvaldi fjölskyldan um tíma á meóan Omar var við nám. Fengum við höfðinglegar móttök- ur og allt var gert til að dvölin yröi okkur mæðgunum sem ánægjuleg- ust. I lok ársins, fluttust þau heim og settust að á Blönduósi, þar sem þau hófu störf við sjúkrahús og heilsugæslu staðarins. Gott var að fá Agústu heim, og kærkominn var kaffisopinn í Brekkubyggðinni á leióinni til og frá Akureyri. Veikindi Ágústu komu mjög skyndilega í ljós, og tók hún þeim með miklu æóruleysi. Síðustu stundimar sem ég átti með henni, var hún full bjartsýni og ákveðin í, að berjast til þrautar. En skjótt skipast veður í lofti. Elsku Ágústa mín. Nú þegar komið er að leióarlokum og þú hefur lagt upp í ferðina sem við öll munum fara, vil ég þakka þér allar góðu stundirnar sem vió áttum saman og fallegu minningamar sem ég mun geyma í hjarta mínu um ókomin ár. Eg fékk að fylgjast með þér, vaxa og þroskast úr lítilli stúlku í glæsilega konu. Fyrir það er ég þakklát og þannig mun ég ætíð minnast þín. Eg veit þér líður vel núna, og er þess fullviss að við munum hittast á ný. Um leið og ég kveð þig hinstu kveðju bió ég Guó að blessa þig ástkæra vinkona. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Omar, Eydís, Unnur Björg, Frí- mann Haukur, Obba, Frímann og tengdaforeldrar. Missir ykkar er mikill og vil ég senda ykkur, svo og öllum ástvinum Ágústu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Góður Guð gefi ykkur öllum styrk í þess- ari miklu sorg. Dóttir, í dýrðar hendi drottins, mín, sofðu vœrt, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kœrt. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði œtíð sœl lifðu nú. Hallgrímur Pétursson. Svanlaug R. Finnbogadóttir. Eg hef alltaf þekkt Ágústu. Þó svo að samskipti okkar hafi aldrei ver- ið mikil var hún órjúfanlegur hluti af tilveru minni. Ásamt Borghildi frænku okkar var hún fyrirmynd mín sem bams og þegar ég, tíu ára gömul, horfði á hana setja upp hvíta kollinn var framtíðin ráðin. Pabbi minn átti líka að eiga dóttur sem færi í M.A. Síðan liðu árin og þó svo að við værum bræðradætur vom sam- skiptin ekki mikil. Ágústa fór út í heim. En þrátt fyrir landfræöilega fjarlægð dró saman meö okkur því ég eltist og aldursmunur okkar minnkaði. Síðastlióið vor hittumst við í miðbæ Reykjavíkur og gáf- um okkur tíma til þess að spjalla saman. Við vorum stoltar hvor af annarri og ánægðar með lífið. Þennan sólskinsdag fannst mér hún ljóma og þegar Ágústa ljóm- aði, ljómaði allt í kringum hana. Við töluðum um allt milli himins og jarðar og meðal annars kom- andi júbilerablað M.A. Okkur fannst svo skemmtilegt að við myndum allar hittast þama frænk- umar; ég fimm ára stúdent og Borghildur tuttugu ára stúdent. Borgarbíó á Akureyri: „Reyfariim“ á hvíta tjaldið Borgarbíó á Akureyri hefur tekió enda koma saman í henni úrvals- er eitt heitasta nafnið í kvik- til sýninga verðlaunamyndina leikarar og að auki er leikstjóri Pulb Fiction eða Reyfarann. Þessi hennar og handritshöfundur sá mynd hefur vakið mikla athygli umdeildi Quentin Tarantino, sem myndaheiminum um þessar mundir. Reyfarinn vakti verulega at- hygli fyrir réttu ári þegar myndin fékk Gullpálmann á kvikmynda- hátíðinni í Cannes. Myndin segir í raun þrjár sögur af nokkrum lítil- sigldum persónum í kvikmynda- borginni Hollywood og allar flétt- ast sögumar saman í tíma og rúmi. Aðalpersónumar eru skósveinar mafíuforingja í borginni sem sinna ýmsum erindum hans er ekki þola dagsljósið, skötuhjú sem ræna sér til viðurværis matvöru- verslanir og veitingahús og spillt- ur boxari. Tónlist leikur stórt hlut- verk í myndinni sem er að finna á samnnefndri geislaplötu. Leikstjórinn og handritshöf- undurinn Quentin Tarantino geröi á sínum tíma myndina Reservoir Dogs, sem vakti mikið umtal. Þá átti hann einnig frumhandrit aö hinni umtöluðu mynd Olivers Stone, Natural bom killers. Mikill stjörnufans kemur fram í Reyfaranum, eins og áður segir. Þar á meðal má nefna John Tra- volta, Samuel L. Jackson, Bruce Willis, Harvey Keitel, Christopher Walken, Tim Roth, Uma Thur- man, Rosanne Arquette að ónefndum Tarantino sjálfum. Stjörnurnar í Pulb Fiction. Samuci L. Jackson, John Travolta, Brucc Willis og Uma Thurman. Allar stelpurnar hennar örnmu. Þegar ég mætti í Höllina að kvöldi sextánda júní byrjaði ég svo að leita aö þeim frænkum. Eg fann Ágústu fljótlega þar sem hún sat ásamt yndislega manninum sínum, honum Omari, og horfði á allt fólkiö. Hún var í sínu fínasta pússi og ég man hvað mér þótti hún falleg. Þetta var í síðasta skipti sem ég hitti Ágústu. Ekki grunaði mig aó aldrei aftur ætti ég eftir að hitta hana og þó að svo hefói verið, hefði ég aldrei trúað því. Hún var alltof ung og hraust til þess að fara að deyja. Daginn sem Ágústa setti upp kollinn passaði ég Eydísi, eldri dóttur hennar. Á næsta ári mun Eydís setja upp sinn koll og þá veit ég að Ágústa verður með henni, stolt af litlu dóttur sinni. Elsku Frímann, Obba, Omar, Eydís, Unnur Björk og Frímann Haukur. Megi Guð hjálpa ykkur í sorg ykkar og leiða ykkur í gegn- um erfiðasta tímabilið. Ég veit að Ágústa er ennþá á rneðal okkar allra en þrátt fyrir það fer erfiður tími í hönd. Dökkur skuggi hefur fallið á fjölskylduna og þó svo að hann komi til meó að dofna með árunum verður hann alltaf til stað- ar. Með tímanum mun hann þó taka á sig bjartari liti og í stað sársaukans munu koma ljúfar minningar og þakklæti fyrir að hafa fengið aó kynnast Ágústu. Kristín Margrét Jóhannsdóttir. Vinn ngstölur miövikudaginn: 03.05.1995 Aðaltölur: 1 12 13 15 (20) 47 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 6316 2 23.856.000 E] 5 af 6 Efl+bónus 0 352.638 pcl 5 af 6 3 92.350 □ 4af6 251 1.750 n 3 af 6 C2J+bónus 1.000 180 fjjl/inningur: fór til Danmerkur BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku 48.960.938 á Isl.: .: 1.248.938 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91- 68 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 * TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM RRENTVIUUR þjónustuna Tvöfált í Lottó / /■ Opið til kl. 22 öll kvöld ,vp, 'ls, VJV VJV 7jv Tökum vel á móti ykkur Starfsfólk Byggðavegi 98

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.