Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 05.05.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 5. maí 1995 HM-95 í HANDKNATTLEIK - STERKUSTU UÐIN Á AKUREYRI Flestir spá Svíum sigri Staffan Olsson er auðþekkjanlegur á velli og hann verður í Iykilhlutverki í liði Svía. Egyptar leika mjog agaðan bolta Egyptar enduðu í 12. sæti í Sví- þjóð fyrir tveimur árum en síðan þá hefur verið stöðug uppbygg- ing á liðinu og það er mun sterk- ara nú. Þýski þjálfarinn Paul Tiederman hefur þjálfað liðið undanfarin ár og alið upp stór- góða leikmenn. Egyptar eru nú- verandi heimsmeistarar U21 árs og uppistaðan í því iiði leikur núna á HM. Þeir búa yfir tækni og getu en það eina sem gæti hrjáð þá er reynsluleysið. Stefán Amaldsson, milliríkja- dómari, hefur flautað fjölmarga leiki hjá Egyptum og hefur trú á liðinu. „Egyptar geta verið alveg topplið. Þeirra styrkur felst í mikl- um hraða, góðri vöm og öguðum sóknarleik,“ sagði Stefán. Þeir hafa verið meö Þjóðverja sem þjálfara og það hefur verið mikill agi hjá þeim. Þeir eru ofsalega fljótir og hraðaupphlaupin alveg með ólíkindum. Eg hugsa að þeir geti velgt Svíum og Spánverjum undir uggum en ég hef ekki trú á að þeir nái að sigra þá,“ sagði Stefán. Svíar eru taldir sigurstrangleg- astir á Heimsmeistaramótinu í handknattleik sem hefst á sunnudag. Liðið hefur spilað saman undanfarinn áratug og þar virðist hvergi veikan blett að finna. Akureyringar fá að sjá þá sýna listir sínar í Höllinni næstu vikur. „Svíar eru með dálítið gamalt lið en rosalega samæft. Þessir sömu menn og hafa verið undan- farin ár koma til með að vera mest áberandi hjá þeim. Það eru Wis- lander, Hajas, Svensson í mark- inu, Carlen og Olsson og náttúru- lega Magnus Andersson. Það spá því allir að þeir verói heimsmeist- arar en ég gæti alveg eins búist við aö Spánverjarnir fari betur út úr þessum rióli héma á Akureyri. Svíar eru með fjóra til fimm úti- spilara sem eru allir í heimsklassa og með sterkara lið en Spánverj- arnir en ef þetta smellur vel meó Dujshebaev þá geta Spánverjamir unnið þá,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, um baráttu sterkustu lióanna í D-riðlinum, „Dauðariól- inum.“ Hvít-Rússar geta unnið bæði Spánverja og Svía Svíar hafa á að skipa besta markvarðapari sem völ er á í dag. Gamla kempan Mats Olsson er enn í fullu fjöri enda hefur hann verið talinn einn fremsti markvör- ur heims í fjölda ára og hefur enga veikleika sem menn hafa getað spilað upp á. Tomas Svensson er ekki síðri milli stanganna. Hann átti stærstan hlut í að Svíar eru nú- verandi Evrópumeistarar þegar hann varði 1S skot í fyrri hálfleik gegn Rússum í úrslitaleiknum og Svíar unnu leikinn meó ótrúlegum mun. A dögunum gerði Svensson fimm ára samning vió Barcelona en hann hefur spilað með Bidasoa undanfarin ár. Skemmtilegt veróur að fylgjast með leikstjómendum sænska liðs- ins en þar berjast tveir af bestu leikmönnum heims um sömu stöðu. Magnus Wislander er mátt- arstólpi í lióinu en hann hefur Ieikið frábærlega með Kiel í Þýskalandi í vetur. Hann er heil- inn í liðinu og það verður fróðlegt að sjá hvemig honum reiðir af gegn rússneska Spánverjanum Dujshebaev. Magnus Andersson er einn sá allra besti í dag. Hann hefur gífurlega knatttækni, mjög fjölbreytt skot og er alveg óút- reiknanlegur. „Ég hef trú á því að Wislander verði meira með en Andersson. Hann er þaó mikil- vægur upp á vömina og hann stjómar hraðaupphlaupunum al- veg. Hann er svona maður sem þarf aó vera inn á,“ sagði Alfreð. Skytta vinstra megin er Ola Lindgren, sem var ein aðalhetja liðsins á móti Rússum í úrslitaleik HM í Tekkóslóvakíu 1990. Þann sem er hægra megin þarf vart aó kynna en það er Staffan „Faxi“ Olsson, sem hefur verið einn höf- uðandstæðingur Islendinga í gegnum árin. Línumaðurinn Per Carlen er tröll að burðum og þrátt fyrir að vera ekki mjög lipur vinnur hann mjög vel fyrir félaga sína. I vinstra hominu er Erik Hajas, Magnus Andersson er einn allra skemmtilegasti leikmaður heims og töframaður með boltann. sem er eldsnöggur og gífurlega skæður í hraóaupphlaupum. Hann hefur reynst Islendingum mjög erfiður í gegnum tíðina. I hægra horninu er Pierre Thorsson, sem býr yfir geysilegri tækni og er traustur leikmaður sem hægt er aó stóla á. „Menn gleyma stundum Hvít- Rússunum. Þeir eru með alveg hörkulið. Uppistaðan í liðinu er úr gamla Minskliðinu, sem var Evrópumeistari nokkur ár í röð og þarna eru átta til níu leik- menn sem voru í rússneska landsliðinu á sínum tíma,“ segir Alfreð Gfslason um lið Hvít- Rússa. „Þeir eru með Mikhail Ja- kimovich sem skyttu, sem er al- veg frábær leikmaður. Andrei Barbashinski leikur ennþá með Minsk og leikstjómandinn Andrei Paraschenko leikur á Spáni með Galdar, sem er þriðja sterkasta lið- ió þar núna. Homamaðurinn Konstantin Sharovarov spilar í Israel núna og Gennadi Khalepo það er mjög öflug skytta. Alex- ander Touchkin kemur fyrst inn í þetta núna eftir að hafa ekki verió í liðinu undanfarin ár vegna meiósla og þetta er mjög sterkt lið. Þetta er lið sem getur unnið bæði Spánverja og Svía,“ sagði Alfreð um Hvít-Rússana. Mikhail Jakimovich er einn besti handknattleiksmaður heims og ægilegur dúndrari. Hann er skytta með ótrúlegan sprengikraft, bæði í stökkum og skotum. Hann leikur með Teka Santander á Spáni. Kemur Dujshebaev Spánverjum á toppinn? ánverjar eru með lið sem er góðan samning þar. Þeir lofa bæra leiki en getur svo ekkert þess aó hann spilar fyrst og frcmst f „Spánvetjar nógu gott til að verða í einu af þremur efstu sætunum,“ segir Alfreð Gfslason, þjálfari KA og fyrrverandi leikmaður Bidasoa á Spáni. „Þeir spila yfirleitt ágætis vörn. Hafa oftast verið með mjög góða sex-núll vörn og sóknarleikurinn er hraður. Nú eru þeir komnir með Dujs- hebaev inn f þetta og kannski er hann það sem þá vantar til að ná alveg á toppinn. Gallinn við Spánverjana er að þeir hafa klikkað undir pressu hingað til,“ sagði Alfreð, þegar hann var spurður út í spænska liðið. Markverðir Spánverja eru sterkir og tveir þeir bestu leika með Barcelona. „Ef Lorenzo Rico er ómeiddur verður hann eflaust fyrsti markvöróur. Hann er elstur og með mesta reynslu,“ sagði Al- freð. Annar markvörður er hinn efnilegi David Barrufet, sem hefur verið hjá Barcelona en fer til Bid- asoa fyrir næsta tímabil í skiptum fyrir Svíann Tomas Svensson. „Að mínu mati er Bidasoa að gera góðan ~samning þar. Svensson, sem er búinn aó vera besti markmaðurinn í deildinni í vetur, að fara vegna þess að þeir veróa að fækka um einn útlend- ing. Það mega bara vera tveir út- lendingar næsta ár. David Barrufet er bara 24 ára og almennt talinn langefnilegasti markvöðurinn á Spáni. Bidasoa tekur Barrufet í staöinn þannig aó þeir eru að leysa þetta vandamál með útlend- ingana um leið og þeir fá mann fyrir framtíöina,“ sagói Alfreö, sem enn hefur sterkar taugar til Bidasoa. „Það er mjög erfitt að segja hverjir verða í byrjunarliði hjá Spánverjum þar sem þetta er svo jafnt lið. Ég á alveg eins von á að Femando Bolea frá Bidasoa byrji í vinstra hominu en hann er búinn að vera langbesti homamaður þeirra síðustu tvö ár. I stöðu vinstri útispilara verða það Juan Alemany, Jesus Olalla og Enric Masip. Sennilega er þaó Alemany sem verður númer eitt. Þetta er leikmaður sem getur átt alveg frá- i getur svo ekkert þess á milli. Það var búist við að hann yrði ein besta skyttan í heiminum en svo er hann bara svo óstöðug- ur, á rosalega misjafna leiki. Hann hefur yfirleitt verið mjög góður í undirbúningsleikjum þegar lítil pressa er en hverfur svo alveg þegar pressan er komin á hann. Bæði Olalla og Masip geta spilað báðar hinar stöðumar fyrir utan líka, nokkuð auðveldlega,“ sagði Alfreð. „Olalla er langefnilegastur Spánverja en hann gerði sennilega þau mistök að fara til Barcelona. Hann átti frábær ár með Bidasoa og spilaói þá allar stöður og var rosalega efnilegur strákur en hann hefur ekki náð aö festa sig í sessi hjá Barcelona." Flestir þekkja rússneska leik- stjómandann Talant Dujshebaev, sem nýlega fékk spænskt ríkisfang og binda þeir miklar vonir við þennan leikmann. „Hann er ótrú- legur lcikmaður," sagði Alfreð, en hann bjóst þó við að hann gæti líka klikkað. „Hann þekkir hina í liðinu ekki nógu vel og ég hef Leikstjórnandinn snjalli Talent Dujshebaev er kominn í raðir Spán- verja en spurningin er hvort hann fellur inn í liðsheildina. heyrt Spánverjana sjálfa gagnrýna valið á honum. Þeir eru ekkert alltof bjartsýnir með hann þar sem spilar fyrst og fremst fyrir sjálfan sig og ef hann gerir þaó í þessari keppni þá er ég hræddur um að þaó komi fljótt upp innri vandamál í þeirra herbúðum,“ sagði AÍfreó. „Sá sem kemur mest inn fyrir hann á miðjunni er Ricardo Marin frá Alzira. Hann er mjög öflugur miðjumaður líka og hefur spilað mjög vel í vetur. í hægri útispilara stöðunni er Mateo Garralda senni- lega númer eitt eóa Ignacio Ord- onez sem kemur frá Bidasoa. Garralda er örvhentur leikmaður sem hefur verið nálægt því að vera stórstjama hjá Spánverjunum lengi en aldrei náð að uppfylla al- veg þær væntingar sem gerðar eru til hans. I hægra hominu er örugg- lega Alberto Urdiales hjá Teka. Fyrsti Iinumaður er sennilega Ai- tor Etxaburu hjá Bidasoa og sá sem leysir hann af er væntanlega Luison Garcia. Etxaburu er mjög stór og sterkur leikmaður en Garc- ia er minni og sneggri. Að mínu mati er Etxaburu betri,“ sagði Al- freð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.