Dagur - 08.07.1995, Page 3

Dagur - 08.07.1995, Page 3
FRETTIR Laugardagur 8. júlí 1995 - DAGUR - 3 Akureyri: Færri ferðamenn en vanalega Sauöárkrókur: Bæjarmála- punktar ■ Bæjaryfirvöld hafa lagt blessun sína yfir samning Sauðárkrókskaupstaðar og Magnúsar Þóris Jónssonar um kaup á gripahúsi neðan Freyju- götu. ■ Þann 28. júní sl. voru opnuð tilboó í vörubílaakstur fyrir Sauðárkrókskaupstað. Bæjar- ráð samþykkti að ganga til samninga vió lægstbjóðanda, Jóhannes Þórðarson, á grund- vclli tilboðs hans. ■ Bæjaryfirvöldum hefur bor- ist fyrirspum frá KS um mal- bikun við bílaverkstæði KS. Erindinu var hafnað. ■ Á fundi hafnarstjómar ný- verið var lagt fram bréf frá Fiskiðjunni hf. og Vélaverk- stæói KS þar sem óskað er eftir samstarfi og samráði við hafn- arstjóm um á hvem hátt þessir aðilar geti unnið sameiginlega að því að færa viðhald og við- gerðir skipa hcimamanna í auknum mæli heim, jafhframt því að sækja ný viðskipti til annarra aðila. ■ Hafnarstjóm hefur samþykkt að taka tilboði Björgunar hf. í dýpkun Sauðárkrókshafnar, en það hljóðaði upp á 5,8 milljón- ir króna, 52% af kostnaóar- áætlun. Þrjú önnur tilboð bár- ust í verkið. ■ Á fundi bygginganefndar 22. júní var rætt um fyrirspum Búnaðarbankans um leyfi fyrir viðbyggingu við hús bankans við Faxatorg. Leitað hefur ver- ið umsagnar nágranna um mál- ið og barst svar frá einum þeirra, íbúa að Skagfiröinga- braut 10, þar sem hann lýsir yf- ir samþykki sínu á fyrirhuguð- um framkvæmdum en óskar eftir að há girðing verði reist á lóóamörkum milli hans og bankans. Bygginganefnd tók jákvætt í fyrirspum Búnaðar- bankans. ■ Bygginganefnd samþykkti að beina þeim tilmælum til bæjarstjómar að nú þegar verði hafist handa við lagningu gangstéttar frá Aðalgötu að gatnamótum við hafnargarð. Einnig að sett verði slitlag á göngustíga milli íbúðarhverfa og gangstéttir lagfærðar í gamla bænum. ■ Á fundi íþrótta- og æsku- lýðsráðs var samþykkt að tyrfa sparkvöll neðan Háuhlíóar og vinna aó áætlun um aðra spark- velli í bænum. ■ Á þessum fundi var einnig samþykkt að styrkja körfu- knattleiksdeild Tindastóls um 50 þúsund krónur vegna þátt- töku Hinriks Gunnarssonar og Ingu Dóru Magnúsdóttur í Ólympíuleikum smáþjóða og Evrópukeppni landsliða. ■ Ennfremur var samþykkt á nefndum fundi íþrótta- og æskulýósráðs að skora á bæjar- stjóm að malbikað verði bíla- stæói austan íþróttavallar. ■ Á fundi húsnæöisnefndar 23. júní sl. var lagður fram rekstrar- og efnahagsreikning- ur fyrir síðasta ár. Niðurstöðu- tölur rekstrarreiknings eru: Gjöld umfram tekjur kr. 1,67 milljón. Eignir kr. 79,9 millj- ónir. Skuldir og eigið fé 80 milljónir króna. Svo virðist sem ferðamanna- straumur til bæjarins sé tölu- vert minni í ár en oft áður. Hrafnhildur E. Karlsdóttir, starfsmaður upplýsingamiðstöövar fyrir ferðamenn, segir mun færri feróamenn hafa komið til bæjar- ins, það sem af er sumrinu en í fyrra. „Mér finnst þetta alveg rosa- lega dapurt, það hefur yfirhöfuð bæói verið minna af innlendum sem erlendum ferðamönnum finnst manni.“ Aðspuró um orsak- ir þessa sagói Hrafnhildur erfitt að segja til um það. „Menn hafa ver- ið að velta fyrir sér hvort ástæðan geti verið að það sé einhver flöskuháls fyrir sunnan eða hvort við Norðlendingar værum að detta úr tísku í sambandi við markaðs- seUiingu, veðrið, það eru svo margir þættir sem spila inní og erfitt að benda á eitthvað eitt.“ Aðspurð um hvort verið gæti að t.d. aðilar í Reykjavík væru famir að gera meira en áóur til að halda ferðamönnum í borginni sagði Hrafnhildur: „Þetta er náttúrulega harður bransi og það þarf að hafa mikið fyrir því að halda fólkinu á sínu svæði og þaó eru margir stað- ir sem hafa verið aó gera það virkilega gott á síðustu árum með því að koma sér upp góðri ferða- mannaaðstöðu, þannig að það væri ekkert óeðlilegt, en hvort við erum orðin á eftir þar eða ekki vil ég ekkert segja til um.“ Hrafnhildur vildi þó benda á að aðilar innan ferðamannaiónaðar- ins væru famir að vinna mun meira saman að því að fá ferða- menn til bæjarins. „Menn em að skilja þaó að það gerir þetta eng- inn einn.“ Þrátt fyrir þessa fækkun ferða- manna er meira og minna upp- pantað á hótelum bæjarins og bók- anir skila sér vel. Þess ber þó að geta að flestar pantanir em gerðar meó löngum fyrirvara og oft eru þetta stórir hópar en það er aðal- lega lausatraffíkin sem hefur minnkað. GH Tpyggði bijPiniuM þíinn örugg sstl... ...og komdu á harnahílslolakynningu hjá VÍS Vátryggingafélag íslands kynnir öruggustu barnabílstóla sem komið hafa á markaðinn og eru til leigu hjá VÍS. í þessum stólum eru fjölmargar nýjungar sem ekki hafa sést áður í barnabílstólum hér á landi. Stólarnir verða kynntir á eftirfarandi stöðum: Kaupfélaginu Ólafsfirði, mánudaginn 10. júlí frá kl. 14:00 -15:30 Svarfdælingabúð Dalvík, mánudaginn 10. júlí frá kl. 16:30 -18:00 Kaupfélaginu Siglufirði, þriðjudaginn 11. júlí frá kl. 16:00 -18:00 Komdu og kynntu þér nánar þessa einstöku barnabílstóla. VÁTRVGGINGAFÉLAG ÍSLANDS, ÁRMIÍLA 3. SÍMI: 560 5060 ÍBÍLÍÍÍSTÓL FRAW

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.